Færsluflokkur: Bækur
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Í DAG....
Í dag fór ég í göngutúr og það var svo mikið rok að augnabrúnirnar ásamt veiðihárunum (sko lesist: augnhárunum) sem eru stolt mitt og gleði fuku af og nú er ég nakin í framan. Ég las einhversstaðar að andlitshárin losnuðu með aldrinum og allt yfir meðal andblæ væri hættulegt konum á mínum aldri. Ég hlusta aldrei og þess vegna sit ég hér ljótari en erfðasyndin. Ég fékk símtal frá Tokyo í dag frá Irahisa Nobu útgefanda. Hann vill gefa bókina mína út á Japönsku. Ég hef ekki viljað gefa hana út hérna heima af persónulegum ástæðum en útgáfa í Japan kemur vel til greina. Nobu-san bauð mér ríflega fyrirframgreiðslu og ég er að hugsa um að slá til. Verð að láta tattúera á mig augabrúnir og kaupa mér gerviaugnahár áður en ég geri eitthvað í málinu. Ég fór svo í kirkju eins og vanalega á sunnudögum og þar hitti ég konu sem ég er með í saumaklúbb (sorry hér svelgdist mér á af einhverjum orsökum). Hún bað mig að baka fyrir sig 16 Hnallþórur fyrir einhverjar fermingarveislur og ég gladdist mjög yfir vinsældum mínum í kökuheiminum. Sagði að sjáfsögðu já takk og kom við í Bónus á leiðinni heim og keypti hráefni.
Hvísl, hvísl: Nanananana 1.apríl.
Það er erfitt að ljúga á sannfærandi hátt. Er samt "pró" að sumu leyti. Hef ekki verið látin hlaupa í dag þannig að ég skrifaði þetta fyrir sjálfa mig, þar sem mér var farið að líða eins og ég væri einskis virði og er strax farið að líða betur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
AF APRÍLHLAUPI OG KARLEMBUSVÍNUM
Það sem af er deginum hef ég ekki hlaupið apríl og engar tilraunir hafa verið gerðar til að fá mig af stað enn. Meira húmorsleysið í mínu fólki. Ég hef þó fallið fyrir hrekkjum oftar en ég kæri mig um að muna. Í fyrra beið ég hálftíma (eða lengur!!) fyrir utan húsið eftir að húsbandið næði í mig, en hann hringdi og sagðist vera að koma, við værum boðin í mat til vinafólks okkar. Hann veit að ég þoli ekki svona spontan uppákomur, verð að hafa góðan tíma til að taka mig til og svona, hann gaf mér ekki færi á að svara sagðist vera kominn eftir fimm mínútur. Ég henti mér í föt, málaði mig á innsoginu og þeyttist út og beið... og beið... og beið... Þennan dag tapaði ég húmornum og er rétt búin að fá hann aftur. Þegar ég var í Hagaskóla um árið, efndum við unglingar um allan bæ til mótmælagöngu vegna skorts á húsnæði fyrir okkur að hittast í. Klæddum okkur eins og vanvitar, skrópuðum í skólanum og hrópuðum gífuryrði að gangandi fólki sem varð á vegi okkar. Þetta var gaman og við fundum heilmikið til okkar. Að eigin mati vorum við verulega töff.
KARLREMBUSVÍNIN
Ég skrifaði hér að neðan um að það hafi verið slys að gera vændiskaup refsilaus. Þe lögleiðingin á vændi. Það er prinsippatriði að þeir sem misnota sér neyð annara fái bágt fyrir. Ég hef rætt þetta töluvert við vini og fjölskyldu og nær allir eru sammála mér, nema nokkrir feministahatarar í 15. lið og svo ókunnugir karlar sem ég hef af hendingu lent í samræðum við. Undir pislinum mínum um þetta efni stendur líka eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Karli Lúðvíkssyni:
"NEI ÞAU EIGA EKKI AÐ VERA REFSIVERÐ (þe. vændiskaupin)!!! Hættið að spýja þessu hatri og fasisma út. Þessi viðhorf eru eimitt þau sem gera vændi hættulegt. Það er hlægilegt að vita til þess að svona margir halda, að bann slái á framboð og eftirspurn, það gerir það ekki, hefur aldrei gert og mun aldrei gera það. Sýnið mellunum amk þá virðingu að neita þeim ekki um mannvirðingu á við ykkar, að stunda sitt fag ef ekkert annað býðst. 'Eg fullyrði án þess svo mikið sem að blikka augunum að 95% vændiskvenna sem hafa dáið í starfi séu vegna þessa skilningslausu viðhorfa á borð við þau sem eru tíunduð hér. Hugið að samvisku ykkar, hún er svert af fasisma.
Þarna talar hinn týpiski andfeministiski karlmaður, leyfi ég mér að fullyrða, þrátt fyrir að ég hafi ekki hugmynd um hvort þessi maður skilgreini sig þannig. Mér finnst þetta bara lýsandi dæmi um botnlausa kvenfyrirlitningu. Þarna eru einhverjar tilfinningar sem fara í gang, ofsafengnar mjög og svona fólk hræðir mig. Það er hrópað um fasisma, samvisku, mellur og fag. Við sem erum á móti lögleiðingu vændis eigum í 95% tilfella sök á dauða vændiskvenna vegna viðhorfa okkar (er ekki í lagi heima hjá fólki?). Það má vera að þetta sé kjánahjal en ég óttast þessi viðhorf og þessa heift.
Ég er nú á því að svona menn eigi að senda í sveit. Hugmyndafræðilega sveit þar sem hægt er að kenna mönnum staðreyndir um þessi mál. Hm.. kona getur látið sig dreyma......
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
FIMM DAGA FRÍ, HM
Það er að bresta á með páskum. Þrátt fyrir að ég hlakki oftast til þá get ég ekki neitað því að þeir eru lengi að líða. Það situr enn í mér þessi yfirþyrmandi helgislepja sem einkenndi hátíðina þegar ég var barn. Allt var lokað frá skírdegi og fram á þriðjudag eftir páska. Bókstaflega allt. Föstudagurinn langi var svo langur og það var ekkert við að vera. Krakkarnir voru ekki einu sinni á róluvellinum. Í útvarpinu voru sálmar og sorgarljóð og háheilagar hugvekjur allan daginn. Ég ætlaði einu sinni að bursta mottur fyrir ömmu mína og ég hélt að hún myndi detta niður dauð þegar motturnar blöktu á snúrunni og ég mundaði bankarann. Bannað sagði hún, á Föstudaginn langa syrgjum við og gerum bara það allra nauðsynlegasta.
Þetta hefur skánað en jafnaldrar mínir hafa lýst þessari tilfinningu fyrir mér, að þetta hafi enn áhrif á þá. Hvað getur kona gert? Í þetta sinn ætla ég að byrgja mig upp af bókum, fá stelpurnar mínar í mat, leigja mér góðar myndir, fara í göngutúr (ef það snjóar ekki) og passa mig á að líta ekki á klukkuna.
Gleðilega páska
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
EINN-TVEIR-ÁFRAM-GAKK
Það er alltaf nóg að gera í mótmælunum í Köben nú um stundir. Á annan tug þúsunda tóku þátt í frðsamlegum mótmælaaðgerðum til stuðnings íbúum Kristjaníu. Íbúarnir hafa fallist á tilboð danska ríkisins um að lúta sömu lögum og önnur sveitafélög í Danmörku.
Æi mér finnst hálf sorglegt að Kristjanía, draumaríki hippanna, fríríkið sjálft skuli nú heyra sögunni til í sinni upphaflegu mynd. Það er samt eðlileg þróun að þeir skuli verða hluti af dönsku samfélagi. Þeir mega teljast heppnir að danska ríkið skuli ekki hafa jafnað fríríkið við jörðu og sett íbúana í gráu háhýsin sem víða "prýða" úthverfi Kaupmannahafnar.
![]() |
Þúsundir ungmenna gengu til varnar Kristjaníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
TIL HAMINGJU HAFNARFJÖRÐUR!
Til hamingju Hafnarfjörður og við öll hin. Mikið rosalega var þetta spennandi kosning. Þarna sáum við skólabókardæmi um virkt íbúalýðræði. Það hefði þó verið betra ef munurinn hefði verið meiri. En Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álvers. Ég er viss um að álverið fer hvergi þrátt fyrir hótanir þar um þegar kosningabaráttan reis sem hæst.
Enn og aftur til hamingju öll. Þetta er gleðilegur dagur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 31. mars 2007
GÖMUL, ELDRI, "GÖMLUST ALLRA"
Ég er gömul, ekki alveg svona gömul eins og kerlukrúttið á myndinni hérna, en stefni hraðbyri í það. Í nútímanum, með alla sína æskudýrkun fær kona eins og ég stundum skelfingarkast yfir aldri sínum. Kona svitnar köldum svita (ekki breytingaraldur), hún titrar smá af örvæntingu yfir árunum sem hlaðast á hana með hraða ljóssins og reynir að róa sig með öllum klisjunum sem til eru um það jákvæða við að verða gamall.
Það er merkilegur fjári hvað margir eru á "mínum aldri". Ég upplifi það oftar en ekki, þegar ég á samleið með fólki að það sé á mínum aldri. Oft eru þá viðkomandi yngri en ég, stundum mun eldri. Er ég tímaskekkja? Er ég svona upptekin af því að smellpassa allstaðar og hjá öllum? Nebb, það er ég ekki. Þrátt fyrir góðan vilja og þó nokkra meðvitund um æskudýrkunina í þjóðfélaginu þá slær hún mig samt reglulega í höfuðið. Samt er eins og aldur fólks, þe í samskiptum, skipti minna og minni máli. Þegar ég var krakki voru bara til fjórir flokkar í aldurslegu tilliti. Barn, ung manneskja, karlar og kerlingar og svo gamalmenni (Grund næsta). Nú er þetta mun öflugra og framþróaðra flokkunarkerfi enda lífskylyrði mun betri en áður svo oft er nánast ómögulegt að reikna út aldur fólks. Guði sé lof og dýrð!!
En klisjurnar sem hugga mig og eru í raun sannar koma hér:
Vertu ung í hugsun og aldurinn hættir að skipta þig máli.
Viðhaltu jákvæðum hugsunarhætti.
Þú ert eins ung og þér líður.
Aldur mælist ekki í árum heldur líðan.
Hm... það er best að taka fram að ég tók heilsufarslegt aldurspróf þegar ég kom úr meðferð með mína ádrukknu sykursýki og sjá.... ég var 75 ára öldungur vegna ofbeldis á sjálfri mér.
Tók aftur viðkomandi próf í síðustu viku og ég er 45 ára unglamb til heilsunnar!
Núna getur þetta BARA batnað. Bíðið róleg þið fáið 25 ára "ungling" í kaffi með haustinu kæru vinir og vandamenn. Jíbbí AGÚÚ!
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 31. mars 2007
MEÐ ÁLIÐ Á BÁLIÐ
Úps ég tárast yfir þessari fögru loftmynd af Álverinu í Straumsvík eða þannig. Rosalega er þetta forljótt, bévítans fyrirkomulag. En kosningar Hafnfirðinga í dag eru ekki fegurðarsamkeppni í náttúruslysum heldur beinhörð kosning um framtíð okkar allra. Ég er ein af þeim sem finnst að allir landsmenn ættu að fá að kjósa um hvort þetta skrímsli fái að vaxa eður ei, umhverfismál eru ekki einkamál eins byggðarfélags eða lands ef út í það er farið. Andrúmsloftir er okkar allra.
Nú er bara að vona að Hafnfirðingjar kjósi á móti stækkun. Mér var sagt að bærinn væri beinlínis logandi vegna kosninganna. Það er þó til marks um virkt íbúalýðræði sem er gott mál. Sagt hefur verið að fylkingarnar séu hnífjafnar. Þá er bara að bíða úrslita. Þetta er BARA spennandi.
![]() |
Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 30. mars 2007
VÆNDISKAUP EIGA AÐ VERA REFSIVERÐ
Nú jæja þá er sá grunur minn, um að flestir telji vændiskaup eiga að vera resiverð, staðfestur. Þetta kemur í ljós í nýrri könnum Capacent Gallup. Samkvæt þeirri könnun eru um 70% hlynntir því að kaup á vændi verði refsivert.
Ég held að þessi lögleiðing á vændi þe á vændiskaupum hafi verið skelfileg mistök og að það eigi eftir að hafa afleiðingar. Smám saman mun það sýna sig að þeir sem hafa hag af að nýta sér þessi lög munu gera það óspart. Nógu erfitt hefur verið með gömlu lögunum að góma þorskana, þe þá sem hafa hag af því að selja líkama kvenna.
Vinstri grænir hafa skrifað undir lögin með fyrirvara og talað um að þeta mál þurfi að taka upp í haust. Ég reikna ekki með neinu öðru en að þeir standi við það loforð sitt.
![]() |
Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 30. mars 2007
GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR....
..bloggarinn nafnlausi með gífuryrðin og andúð sína á feminisma en hann skrifar undir http://fraedingur.blog.is
Í dag skrifar hann um hatur sitt á feminisma. Svo yndislegt að lesa svona texta, þar sem fólk viðrar skoðanir sínar á konum og málefnum og vísar í lélegar heimildir máli sínu til stuðnings.
Bendi fólki á að kynna sér þessi skrif sem eru hinum nafnlausa manni til mikils sóma, eða hitt þó heldur. Það eru ekkert nema bölvaðir hugleysingjar sem í skjóli nafnleyndar skrifa með þessum hætti. Moggamenn ættu að stoppa af svona skrif í ljósi þess að höfundurinn neitar að taka ábyrgð á þeim sjálfur
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
AÐ VERA PÓLITÍSKT SEXÝ
Ég var að velta fyrir mér pólitísku sexappíli. Hvaða pólitíkusar hafi þessa útgeislun í íslenskri pólitík. Ég vona að ég verði ekki ásökuð um karladýrkun það er fjarri lagi að svo sé. Kalla konur bara ekki sexý. Ég skrifa jákvæðan pistil bráðlega um pólitíska útgeislun kvenna í íslenskri pólitík. Pólitískur kynþokki og útgeislun er í raun sami hluturinn en hvað um það.
Ég tek einn úr hverjum flokki.
Steingrímur J. er efstur á blaði hjá mér. Úff hvað maðurinn talar fallega. Hann er rökfastur, hann er beinlínis að springa af sannfæringu og það skilar sér þegar hann talar. Það hlýtur að virka á fleiri en mig sem er flokkssystir hans, því vi. grænir eru á uppleið, hærra..hærra...hærra og auðvitað er það vegna hans og allra hinna í forystu flokksins bæði manna og kvenna sem höfða einfaldlega til fólks vegna mannúðlegrar stefnu sinnar þam yfirlýsts feminisma. Steingrímur J. prýðir fyrsta sætið hjá mér, ekki spurning. Er ég hlutdræg eða er ég hlutdræg? Neh Steingrímur er einfaldlega kyntröll íslenskra stjórnmála. Um það eru ekki áhöld.
Eftir háværar kvartanir frá kynþokkanefnd er gerð eftirfarandi breyting:
Össur Skarphéðinsson er "hönk" í pólitískum skilningi. Hann er dúlla. Fer mikinn er að kafna úr ástríðu. Hleypur á sig og viðurkennir það. Ógisla sexý. Konu langar að knúsa hann þegar hann hleypur á sig. Klár karl og sérfræðingur í kynlífi silunga. Að tala um að vera óhefðbundinn. Úje! Guðmundur Steingrímsson deilir fyrsta sætinu með Össuri. Guðmundur er pólitískt sexý. Húmanisti og vænn maður. Ætti að vera í VG.
Illugi Gunnarsson er eini sjálfstæðismaðurinn sem hrífur mig mig með pólitískum þokka. Hann hlýtur því útnefningu dagsins dagsins fyrir sinn flokk. Afskaplega geðugur og málefnalegur maður. Ef hann væri í réttum flokki væri þetta eintóm hamingja. Illugi get ready to go.
Sverrir Hermannsson sem er ekki einu sinni meðlimur Frjálslyndra lengur verður að sitja uppi með þessa útnefningu. Maðurinn er bjútífúl og með eindæmum skemmtilegur pólitíkus. Það er enginn í Frjálslynda sem hefur beinlínis heillandi áhrif á mig enda forpokaður karlaflokkur sem kemur illa fram við konur. Ég er alls ekki sátt við flokkinn eftir útreiðina sem Margrét Sverrisdóttir fékk. Ekki mikill pólitískur þokki þar á ferð hjá körlunum, hvað ég fæ best séð en það má vera að ég sé snúin út í þessa miðstöð karlveldis á Alþingi enda upphlaup Jóns Magnússonar um sérstaka hópa útlendinga og annað blaður hans um innflytjendamál, algjört törnoff. Hafði ekki beinlínis jákvæð áhrif á hugarfar konu. JM er ekki jólalegur maður. Vont að forystan bæri ekki gæfu til að sjá það.
Hm...he er allt í einu slegin minnisleysi. Er ekki einhver flokkur á Alþingi sem heitir þarna... Framsókn eitthvað? Ég man ekki hverjir eru í þeim flokki eða að þar eru svo mörg hormónatröll að ég verð viti mínu fjær. Úpps ég verð að taka til á lóðinni, gefa fuglunum og bora í vegg. Má ekki vera að langri upptalningu. Niðurstaða: Hinn almenni bóndi hlýtur útnefninguna.
Nú fer ég og þríf loftin (jeræt). Bráðum skrifa ég um hinn syngjandi kökuhníf.
Sjáumst
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 11
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988111
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr