Færsluflokkur: Pepsi-deildin
Mánudagur, 13. október 2008
Látum bloggheima loga
Þeir sem trúðu viðskiptaráðherra þegar hann talaði um gegnsæi, upprætingu spillingar og allan þann pakka verða nú heldur betur að vakna.
Spillingin heldur áfram. Gömlu vinnubrögðin lifa enn góðu lífi.
Ég hvet ykkur til að lesa ÞETTA og ÞETTA og birta á blogginu ykkar eða með örðum hætti láta andúð ykkar í ljós.
Er þessum mönnum ekkert heilagt?
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Alls konar sensasjónir
Hvar eru mennirnir sem standa að Icesave?
Af hverju standa þeir ekki vaktina og tala við fjölmiðla. Útskýra hvað er í gangi?
Ég vissi ekki að íslenska ríkið væri ábyrgt fyrir sparifé breskra reikningseiganda í Icesave.
En það er ekki að marka, ég veit fjandann ekki neitt.
Það er leiðinlegt til þess að vita að íslenskur almenningur er nú úthrópað ótínt þjófapakk í útlöndum.
Blásaklaust eftir því sem ég best veit.
Ég gefst upp á að skilja þetta fyrirkomulag og ætla út að fylgjast með fiðrildunum í garðinum.
Þau eru að drepast í hárri fiðrildaelli þessir ræflar.
Þá lífsins sensasjón skil ég þó að einhverju leyti.
Dæs.
Ég flokka þetta fjandinn hafi það undir Landsbankadeildina.
![]() |
Brown hótar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Hlandkoppur á elliheimili
Þegar ég var að alast upp og langt fram á þrítugsaldur skilgreindi ég íslenska karlmenn og raðaði þeim í fimm kategóríur.
Ruddarnir, sem hættu í skóla 12 ára, lásu aldrei neitt annað en bankabókina sína, fóru á lúðu og steinbít, migu og kúkuðu í saltan sjó, snýttu sér á gólfið, hræktu á konur, klóruðu sér í pung og ráku við í fjölmenni. Þeir þóttu vera karlmenni hin mestu þessir ógeðismenn. Ég var aldrei sammála og þeir hrundu úr móð.
Menntamennirnir, sem nú eru flestir komnir í yfirvigt, voru grannir, fölir og pervisnir, reyktu franskar sígarettur, héngu á Tröð, ortu ljóð og voru með axlarsítt hár. Svona tæringartýpur, alltaf með trefil og hóstandi ofan í bringuna á sér. Mér fannst þeir törnoff með örfáum undantekningum. Þeir áttu ekki upp á pallborðið nema hjá kvenkyns tvíburum sínum.
Hipparnir, með hárið niður í mitti, sem bökuðu vöfflur og brauð, eða opnuðu leðurverkstæði, reyktu hass og sögðu vávává í tíma og ótíma, gengu í afganpelsum með 3 m. langa trefla, bjöllur og keðjur, leðurarmbönd og fleira glingur. Þeir voru undantekningarlítið berfættir í skónum, áttu aldrei krónu og fóru sjaldan í bað. Ég baðaði nokkur stykki og fannst þeir sætir, nýbaðaðir og nýpúðraðir.
Mestu plebbarnir, voru MR-náungarnir, litlu karlarnir, svona 17 ára gamalmenni í hvítum nælonskyrtum með lakkrísbindi, "innvíðum" terlínbuxum og menntóúlpu. Þessir hoppuðu yfir unglingsárin og lentu beint á "háttíþrítugsaldrinum". Þeir gerðu álíka mikið fyrir kynhvötina og hlandkoppur á elliheimili.
Svo voru það perlurnar á fjóshaug lífsins sem er ekki hægt að setja í kategóríur. Það voru mínir menn og ykkur kemur ekki afturenda við hverjir þeir voru.
En nú óttast ég að maðurinn í lið eitt sé að hefja sig til vegs og virðingar.
Sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Mæómæ.
![]() |
Guðjón hættur með ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Mánudagur, 30. júní 2008
Sendið þjálfarann í langt frí
Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki hundsvit á íþróttum. Að minnsta kosti ekki á boltaíþróttum.
Ég veit heilmikið um fimleika vegna dætra minna sem ólust upp í íþróttasölum og við foreldrarnir með þeim.
Og þar lærði ég eitt grundvallaratriði sem hefur dugað mér ágætlega en þeim var innrætt að sýna íþróttamannslega framkomu.
Ég lærði líka að það er gífurlegur aðstöðumunur á strákum og stelpum innan íþróttahreyfingarinnar en það er önnur saga.
Reyndar eru nokkur ár og gott betur síðan mínar dætur stukku um í hejarstökki, handahalaupi, flikkflakki, kraftstökki og skrúfum en þá var aðaláherslan lögð á að sýna gott keppnisskap, virðingu fyrir meðiðkendum sínum, heilbrigt líferni og sjálfsaga.
Varla á þetta íþróttauppeldi bara við um stelpuíþróttir.
En ég er orðin hundleið á að lesa um gapuxann Guðjón Þórðarson sem á í stöðugum útistöðum við dómara, rífandi kjaft og sendandi fólki tóninn í fjölmiðlum.
Í kvöld fékk hann rauða spjaldið og auðvitað var það ekki honum að kenna, dómararnir voru algjörlega glataðir, þeir eru að vinna gegn honum, Skagaliðinu og gott ef ekki öllu Akranesi bara.
Eiga ekki þjálfarar að ganga á undan með góðu fordæmi?
Og hvaða fyrirmynd er þessi maður ungu íþróttafólki?
Sendið manninn í frí. Laaaaaangt frí.
Þetta hefur ekkert með íþróttir að gera, þetta er stríð.
Andskotans bjánaskapur.
![]() |
Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 15. júní 2008
Fyrirfram fullnæging
Ég get haft gaman af handbolta, dálítið mikið gaman meira að segja.
Og þess vegna varð ég smá fúl yfir að við komumst ekki á HM.
Ég meina Óli Stef. og hinir strákarnir eru ekkert annað en hetjur.
En það fylgir böggull skammrifi.
Ég hef sagt ykkur að þegar ég les bækur sem hafa spennu og rafmagnaðan endi, þ.e. þar sem tilgangurinn með bókinni lýtur þeim lögmálum að hún nær hámarki á síðustu blaðsíðunum, þá hef ég það fyrir vana að lesa endirinn um leið og ég veit hver er hvað í sögunni. Þetta á fólk rosalega erfitt með að skilja.
Ég segi hins vegar að það sé hálf glatað að vera í rusli yfir sögupersónum að óþörfu, þá tékkar maður á því hver drepur hvern, hver elskar hvern, hver er vondur og hver góður og nýtur svo bókarinnar án hjartsláttartruflana. En sem betur fer les ég sjaldan spennubókmenntir.
Sama lögmál er í gangi varðandi mig og handboltann. Ég get ekki horft í beinni og slakað á þegar ég veit ekkert hver vinnur leikinn. Þess vegna loka ég mig frammi í eldhúsi eða fer út að labba, til að fara ekki á límingunum.
Svo er það ofmatiðá sjálfri mér. Ég held að ef ég horfi á handboltann í beinni þá komi ég prívat og persónulega í veg fyrir íslenskan sigur.
Þess vegna horfi ég á endursýningar af leikjunum, það er þá leiki þar sem við höfum farið með sigur af hólmi. Þá nýt ég mín. Hlæ illgirnislega þegar andstæðingurinn fer yfir, vitandi að það er skammgóður vermir.
Þetta er eins og maðurinn sem hætti að gera það vegna þess að hann var svo hræddur um að fá ekki fullnægingu. Hann hætti öllum hvílubrögðum og lifði því afslappaður upp frá því.
Hann tók út lostann fyrirfram, eða gerði hann það ekki? Ha?? Nei, ók, en þið vitið hvað ég meina.
Já ég veit að ég er stórkostlega biluð en hver segir að maður þurfi að vera hefðbundinn íþróttaálfur?
Ekki ég.
En núna slepp ég við allt þetta vesen.
Við sitjum heima.
![]() |
Ísland kemst ekki á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Tuðrur og glerull
Ég ætla að blogga um fótbolta. Landsbankadeildina. Það er dálítið mikið úr karakter þegar moi á í hlut. En einu sinni verður allt fyrst.
En róleg gott fólk, ég skrifa ekki um tuðruna sem mennirnir sparka á undan sér um allan völl, ekki frekar en ég skrifa um glerull sem einangrun í sænskum sumarhúsum.
En það er þessi karlamórall, svona "ég gef þér á kjaftinn helvítið þitt" sem oft ríkir í karlaíþróttum, sem er sem er mér ofarlega í huga, eftir að hafa séð Guðjón Þórðarson rífa kjaft eftir leikinn við Keflavík, sem ÍA tapaði.
Það var ekki mikið af hinum sanna íþróttaanda í þeim orðum.
Ég hélt að íþróttir og íþróttahreyfingin ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og vera æskunni hvatning til þátttöku í íþróttum og fyrirmynd um góða hegðun.
Ef brotið var á einhverjum fer það ekki sína réttu boðleið? Þarf maðurinn að bresta í reiðilestur í fréttatíma sjónvarps?
Mér leiðist þessi karlaheimur. Þar er talað í stríðsfrösum, þar er æsingur og reiði, engar málamiðlanir.
Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér þetta ekki mjög sjarmerandi hegðun og mig langar ekkert til að láta hana myndbirtast í þeim börnum sem tilheyra mér.
Mér finnst lágmarks krafa að þjálfarar t.d. í fótbolta, sýni af sér almennilega siði. Líka þó fjúki í þá.
Annars góð.
Later.
![]() |
Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr