Færsluflokkur: Menntun og skóli
Fimmtudagur, 6. mars 2008
La´det svinge
Ég rankaði við mér áðan fyrir framan sjónkann og mér varð ljóst að þar hafði ég setið nánast hreyfingarlaus í rúman klukkutíma og horft á sænska ríkissjónvarpið.
Halló Jenný!!
Hvað ertu að gera þér??
Ekki nóg með að ég sæti í hroðalega öflugri nostalgíu, sem náði til Svíþjóðaráranna, ónei.
Ég var farin að hugsa stíft um Olof Palme og skelfileg örlög hans.
Þrátt fyrir að ekki væri minnst á Olaf né nokkuð annað sem gæti komið mér á fortíðarflipp út af löngu liðnum tíma.
Ekki var það sænskunnar vegna. Hana tala ég reglulega. Pabbi hennar Jennýjar er Svíi. Ég á eðalvinkonur sem eru sænskar og ég er í heitu sambandi við, þannig að tungumálið triggeraði ekki þessum heiftarlega afturkipp í heilanum á mér.
Ég hef þess vegna verið að hugsa... hm.. alveg af alefli..
...eru þetta fyrstu mörkin um elliglöp?
Að maður bara smellist aftur á bak í tíma og gleymi sér þegar minnst varir?
Ég fer ekki vestur í bæ á næstunni.
Ég gæti frosið við Hringbrautarróló. Það má ekki gerast.
Nei, nei, nei, nei, nei,
La´det svinge!
Og Péess næturinnar kemur frá Jenný Unu Eriksdóttur sem í dag sagði við mömmu sína, þegar þær voru á leið heim: Mamma hér hefur verið sóði, það er "blerblot" á götunni.
Krúttkast og góða nótt.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór
Ég trúi því varla að Ólafur F. sé raunverulegur í nútímanum.
Ekki skrýtið, þar sem mér finnst ekki raunverulegt þetta ástand í borgarmálum og samsuðan milli hans og Villa Vill. Tveggjalúserabandalagið með blönduðum kór. Jesús!!
Nú á að draga konurnar heim að eldhúsvaskinum og hlekkja þær þar niður með börnin í pilsfaldinum og til þess að fá þær heim er boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldra meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Íhaldsmenn hafa alltaf verið hrifnir af þessari hugmynd. Að láta kjéddlingarnar vera heima með börnin, einkum og sér í lagi, þegar samdráttur verður á vinnumarkaði.
Nú á sum sé að hoppa aftur til fortíðar og stinga dúsu upp í fólk, í staðinn fyrir að byggja með hraði þá leikskóla sem þarf.
Hvað verður það næst?
Verður boðið upp á "heimgreiðslu" til foreldris þegar kennaraskorturinn fer að verða óviðráðanlegri?
Kva!
Vér foreldrar erum öll fæddir kennarar.
Á öllum grunnskólastigum, hvorki meira né minna.
Og þegiðu svo kérling og vaskaðu upp.
Arg.
![]() |
„Konurnar heim“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. febrúar 2008
700 stykki íslenskra ras- ég meina hálfvita
Af visi.is
"Búið er að læsa vefsvæði sem hýsti hóp sem kallaði sig Félag gegn Pólverjum á Íslandi. Í frétt sem birt var í gær var sagt frá því að um sjöhundruð manns, mikið til ungt fólk, hafi skráð sig í hópinn frá því hann var stofnaður á föstudaginn. Þar var farið niðrandi orðum um Pólverja sem búsettir eru hér á landi. Stofnandi síðunnar sagði þar meðal annars að Íslendingar þyrftu að losna við Pólverja áður en það væri um seinan. Eftir fréttin var birt í gær var vefsvæðið fært og því síðan læst. Refsivert getur verið að halda úti síðu sem þessari svo og að skrifa inn á hana. "
Það er í raun alveg með ólíkindum hversu mikið er af kyþáttahöturum á litla Íslandi. Á nokkrum dögum eru 700 manneskjur búnar að skrá sig í félagið. Pólverjar virðast verða fyrir hvað mestu aðkasti, nú um stundir a.m.k.
Ég hef ekki skrifað ófáar færslur um útlendingaandúðina sem fyrirfinnst á landinu, og ég ætla aldrei að hætta því, en ég hætti samt aldrei að verða hissa. Fyrir mér er kynþáttahræðsla fyrst og fremst þekkingarskortur, fáfræði og hræðsla.
En hvað skyldi hafa verið á stefnuskrá þessa félags sem var stofnað til höfuðs Pólverjum?
Ráðast að þeim, leggja þá í einelti? Ég spyr mig.
Ég þakka amk. fyrir að svona síður eru bannaðar.
Þið kynþáttahatarar, notið höfuðið til að hugsa með, það gerist ekkert meðan því berjið því stöðugt í veggi.
Súmíbítmíbætmí
Úje
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Ég ætla að gerast námskeiðishaldari
Hafið þið tekið eftir öllum þessum fyrrverandi eitthvað, sem hafa haft að atvinnu að hafa t.d. verið í fjölmiðlum, leiklist, kennslu og allskonar, og eru að meika það bigg í námskeiðahaldi?
Ég hef ákveðið að verða sollis kona. Námskeiðshaldarakona.
Ég kann helling.
Matarnámskeið í hefðbundinni matargerð í 107 Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.
Hvernig tala má mikið og halda athygli fólks, jafnvel gegn vilja þess.
Að vera hvatvís og tala alltaf áður en maður hugsar. Hver segir að hugsun sé til alls fyrst?
Að rata á Þingvöllum.
Að sækja um vinnu, veit ekki hvort ég hef svo framhaldsnámskeið í hvernig á að fá vinnuna. Tveir ólíkir þættir sko.
Hvernig hægt er að mála sig með júgursmyrsli og skósvertu að vopni.
Hvernig má leggja veisluborð með ósamstæðum diskum og glösum og látið það líta út fyrir að skreytingarmeistari hafi verið fenginn til verksins. Æi snobb gerir fólk blint og smekklaust.
Æi svo er það hvernig má skilja í góðu, meðalgóðu og illilegu ástandi.
Úff, ég kann svo margt.
Þetta er að hala inn hellingspeninga hjá fjölda manns.
Mannauðstjórnun hvað? Það geta ekki allir verið í því.
Hugmyndir, einhver?
Sláum til.
Á morgun kemur nýr dagur og þá sjáumst við elskurnar mínar.
Jennslubarnið sefur svo fallega í litla rúminu sínu. Er farin inn að horfa á hana.
Nóttina.
Úje
Later.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Halló - opna augun, eruð þið með klamydíu eða hvað?
Sjáið þið ekki nýjustu myndina af mér hérna uppi í hægra horninu á síðunni minni? Myndin er auðvitað þræl fótósjoppuð og var tekin þegar ég var að hefja flugið heim af síðustu Stonehenge-ráðstefnu, og ég hefði haldið að ég fengi amk. sveittattann skammasín fyrir effortið. Aular
Hvað finnst ykkur um þessar klamydíutölur hérna? Er þetta kynfræðslan í hnotskurn? Eru allir að gera það bara úti um stokka og steina verjulaust? Ég hélt að kynsjúkdómar heyrðu sögunni til. Man eftir á mínum unglingsárum að nokkrir töffarar fengu lekanda og þurftu að láta sprauta sig og höltruðu um allt (minnir að það þætti smá töff og jafnvel manndómsbragur á lekandasýkinni, sko í tilfelli karlmanna, stelpurnar voru auðvitað kallaðar mellur). Og enn er lekandinn við líði.
Meðalaldur kvenna í klamydíunni er 22 ára en karla 25 ára.
Erum við þriðji heimurinn í kynferðismálum hérna eða hvað?
Þetta upplýsta þjóðfélag.
Enginn heyrt um smokka? ´
Það hefði mátt rota mig með fjöður þegar ég las þetta, en sem betur fer gerði enginn tilraun til þess.
21 greinidist með lekanda og þeim tilfellum fer ört fjölgandi.
Þetta er sko ekki fyndið þó mér finnist þetta alveg stór furðulegt.
Hvernig er hægt að koma sér upp kynsjúkdómi, með alla vitneskjuna sem við höfum og er allsstaðar aðgengileg? Og það er ekki eins og þetta séu unglingar sem eru að smitast, unglingar sem mögulega skortir fræðslu í þessum efnum.
Plís inform me somebody - anybody!
Hvernig er þetta hægt?
Bítsmítoðebón
![]() |
1863 greindust með klamydíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Beint úr sandhrúgunni
Eftir að hafa fylgst með farsanum í kringum skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara (tek fram að ég þekki þann mann ekki nokkurn, skapaðan, lifandi, hræranlegan hlut), undanfarna daga, er mér allri lokið og ég hef endanlega áttað mig á að þetta sjónarspil sem leikið er fyrir okkur af stjórnvöldum, eru Pótemkíntjöld. Framhliðin ein. Á bak við leiktjöldin stendur ekki steinn yfir steini.
Dýralæknirinn dissar álit nefndarinnar og neitar að rökstyðja það og svo sér maður hann hlaupandi upp og niður stiga, inn og út um hurðir á flótta undan fjórða valdinu sem krefur hann svara og þeir uppskera muldur yfir öxl áður en hann tekur á rás. Í sjónvarpinu fékk ég engan botn í hvert hann var að fara. Hafði bara á tilfinningunni að hann hefði vondan málstað að verja. Það eina sem ég taldi mig skilja voru þessi skilaboð: Það er sama hvað þið segið, sama hvað er rétt og hvað er rangt, þetta verður svona. Basta. Þannig horfði það við mér.
Svo kemur forsætisráðherra í ræðustól á Alþingi í dag og sagðist telja að af þeim þremur málum sem upp hafa komið um embættisveitingar ráðherra og hafi verið gagnrýndar, hafi ráðherrar verið innan marka sinna valdheimilda og undirbúið embættisveitingarnar eftir bestu samvisku! Nú er það Geir, fyrst þú segir það, þá þarf engan rökstuðning!
Ingibjörg Sólrún,minnist eitthvað á að breyta þyrfti einhverju sóandsó í sóandsó, en summan af því er zero.
Ekkert. Svona verður þetta og í þeirri vissu um að værukærir Íslendingar gleymi þessu, með sitt gullfiskaminni, stendur þetta, án tillits til hversu óréttlátt eða siðlaust það er.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði að fólk ætti ekki að gjalda fyrir hverra manna það væri. Sammála henni þar en að sama skapi ætti enginn að hafa hag af því heldur.
Ég hef sagt það áður að ég upplifi mig sem sandkorn í einhverri fjandans eyðimörk, en þetta sandkorn hefur nákvæmlega enga virðingu fyrir ráðamönnum sem svona fara að ráði sínu.
Við í sandhrúgunni erum ekki alveg heillum horfin.
![]() |
Embættisveitingar innan marka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Hvað er í gangi hérna? - Argfærsla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar atvik sem varð á skólalóð Laugarnesskóla hinn 3. janúar, að því er talið er, er reynt var að nema á brott 8 ára stúlku af skólalóðinni.
Í fréttinni stendur m.a. þetta: "Samkvæmt upplýsingum lögreglu munu þrír menn á grænum bíl hafa reynt að ná barninu upp í bílinn en atvik eru um margt óljós og hefur lögreglan mjög fáar vísbendingar að vinna eftir. Atvikið mun hafa orðið á skólatíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í umræddan bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlkan lýsingu á bílnum."
jájá, barnið slapp fyrir horn og nú er sum sé verið að rannsaka málið. En það sem ég kemst ekki yfir hérna er eftirfarandi: "Foreldrum var ekki gert viðvart um atvikið af hálfu skólans og er skýringin á því sú að það er Barnavernd Reykjavíkur sem ákveður framhald málsins sjálfs, samkvæmt upplýsingum Sigríðar Heiðu Bragadóttur, skólastjóra Laugarnesskóla."
Er verið að segja okkur að ef ráðist er að börnunum okkar við skólann á skólatíma og reynt er að nema þau á brott eða vinna þeim mein á annan hátt, þá séu foreldrar ekki látnir vita? Verða foreldrar óviðkomandi aðilar svona allt í einu ef gert er á hlut barnanna þeirra?
Ég hef ekki á móti því að barnaverndarnefndaryfirvöld séu látin vita, að sjálfsögðu ekki, en síðan hvenær urðu þau yfirvöld forráðamenn barnanna okkar.?
Hversu kuldaleg og ómanneskjuleg aðferð er þetta eiginlega? Bæði gagnvart foreldrum og barninu sem fyrir árásinni varð?
Trúið mér ég væri komin með lögfræðing ef ekki tvo, svei mér þá.
Hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?
ARG
![]() |
Reynt að nema barn á brott af skólalóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Persona non grata?
Nú hefur Borgarleikhússtjóri, Guðjón Pedersen, tekið leikhúsgagnrýnandann Jón Viðar Jónsson út af frumsýningargestalistanum. Hann þarf héðan í frá að borga sína miða sjálfur, vilji hann sjá sýningar í leikhúsinu.
Þetta gerir leikhússtjóri vegna þess að honum finnst gagnrýnandi sýna áhorfendum vanvirðingu með þeim orðum sínum, í ritdómi, að það stafi nálykt af Borgarleikhúsinu og eitthvað fleira nefnir hann til, máli sínu til stuðnings, eins og lesa má hér.
Nándin er of mikil í þessu gluggatjaldaþjóðfélagi. Nú veit ég ekkert um hversu góður/slæmur gagnrýnandi Jón Viðar er, en ég minnist þess í gegnum tíðina að það hafa orðið heiftarleg viðbrögð frá leikhúsfólki, þegar sýningar eru teknar niður. Ekki bara af þessum gagnrýnanda.
Þrátt fyrir heiftarleg skrif finnst mér samt ekki mjög fagmannlegt að svipta manninn, sem vinnur við leikhúsgagnrýni, frumsýningarmiðum, það er eins og leikhússtjórinn sé að bregðast við eins og móðgaður smákrakki.
Reyndar finnst mér þetta með nályktina frekar ósmekklegt, en ég hef á tilfinningunni að það sé ekki til siðs víða að skutla gagnrýnendum í leikhúsi út af listum, lýsa þá persona non grata, af því leikhússtjóranum líkar ekki orðalagið í krítikinni.
Það er klént. Hehemm.
Ég held samt að Jón Viðar sé frekar svona pirraður karakter, án þess að ég geti fullyrt neitt um það og ég held líka að það þurfi heilagan mann að láta hann ekki fara í taugarnar á sér, þ.e. ef viðkomandi á hagsmuna að gæta. Hann fer stundum villt í mínar pirrur og er ég nú bara leikhúsgestur og lesandi. Finnst hann allt að því illkvittinn á köflum. En samt krútt. Æi skiljið þið?
En báðir aðilar verða að kippa þessu í liðinn. Þetta er ekki áhugamannaleikhús hérna, heldur Borgarleikhúsið og Jón Viðar er gagnrýnandi sem fólk les.
Kiss and make up guys. Þetta eru ekki neitt sérstaklega fagleg vinnubrögð á hvorn veginn sem er.
P.s. Svo held ég að mikilvægi gagnrýnenda sé dálítið ofmetið hérna. Aldrei nokkurn tíma læt ég þá hafa áhrif á mig, hvorki er varðar tónlist eða leiklist. En ég les hana alltaf, ójá og svo ber ég saman við mína eigin upplifun. Ég held hreinlega að fólk láti ekki segja sér hvað það á að sjá og hvað ekki.
En ég hef kannski ofurtrú á manneskjunni.
Úje og koma svo!
Menntun og skóli | Breytt 4.1.2008 kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Þetta átti að verða seinni hluti annáls en varð að hamfarabloggi!!
Seinni hluti annáls verður að bíða til morguns.
Mér er frekar heitt í hamsi.
Eiginlega er ég með óbragð í munninum eftir að hafa horft á myndina um Breiðavíkurdrengina.
Ekki að ég hafi ekki verið búin að kynna mér málið, heldur vegna þess að það var kominn tími á upprifjun áður en það fennir yfir spor þessara manna sem þarna voru sviptir æskunni, þeir smánaðir og meiddir.
Ég hef þekkt tvo Breiðavíkurmenn um ævina, veit um aðra tvo.
Þeir eru allir látnir og tveir fyrir eigin hendi.
Mér eins og flestum öðrum er annt um börn.
Ég vil að samfélagið axli ábyrgð og bjargi því sem bjargað verður. Bæði með stuðningi og fjármunum. Ekkert skal til sparað. Skuldin er stór.
Er það ekki týpiskt að í svona mynd, skuli fyrrverandi starfsfólk koma fram og afneita allri vitneskju um nokkuð misjafnt.
Einum fannst fyndið að barni hafi verið stungið á bólakaf ofan í skurð.
Er þetta fólk ekki með lágmarkskunnáttu á viðkvæmu sálarlífi barna?
Ekki einu sinni í dag, svo löngu síðar hefur áttun orðið í kollinum á því.
Arg...
Stjórnvöld hysjið upp um ykkur og greiðið skuld ykkar við þessa menn og fleiri sem illa var farið með af því þau voru fátæk og baklandslaus.
Mánudagur, 17. desember 2007
SÁÁ í jólaköttinn
Ég varpaði fram þessari spurningu hér og nú hef ég fengið henni svarað á bloggi Harðar Svavarssonar.
Þeir skáru niður framlög til SÁÁ svona rétt áður en þeir samþykktu fjárlögin.
Enginn alþingismaður lagði til hækkun á framlagi til SÁÁ. Tékk, tékk.
Það má segja að ég eigi hagsmuna að gæta í þessu máli og sé því hlutdræg, það er rétt, en ég á SÁÁ beinlínis líf mitt að launa, eins og þúsundir annarra Íslendinga.
Ég er líka með sykursýki þannig að ég get þá varla fjallað um Lansann öðruvísi en með dassi af hlutdrægni.
En um að gera að halda áfram að styrkja trúfélög sem taka að sér fólk til meðferðar.
Það hefur gefist svo stórkostlega vel.
Eins og ég hef bloggað um áður þá get ég kannski vænst þess að vera send í sykursýkismeðferð til Gunnars í Krossinum. Kannski geta hann og Guð, í góðri samvinnu við heilagan anda, þjófstartað brisinu í undirritaðri þannig að insúlínframleiðsla hefjist að nýju, með því að nota handayfirlagningu.
Ég held að það þurfi að hafa vakandi auga með því sem er að gerast í ráðuneyti heilbrigðismála.
Í botni með Drottni.
Og ekkert andskotans falalalala.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr