Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Talandi um Icesave....
..þá hefur þessi "fámiðill" öruggar heimildir fyrir því, að einn af höfundum hinnar tæru snilldar, nánar tiltekið sjálfur Björgúlfur seníor ásamt frú, hafi í morgun spásserað um í Grasagarðinum að skoða blóm.
Ekkert að því svo sem en svo ég orði þetta eins og sjálfur Stebbi Fr. myndi gera, þá vakti athygli að þeim var fylgt í gegnum garðinn af lífvörðum, gráum fyrir járnum.
Það er að minnsta kosti gott til þess að vita að lífið heldur áfram.
Líka hjá hönnuðum bankahrunsins.
P.s. Mér er vandi á höndum þegar kemur að því að færa færsluna í flokka.
Enn er enginn flokkur á blogginu sem heitir "bankahrun", "spillingargengið", "stórþjófar" eða "siðblindingjar".
Ég set þetta því undir "Landsbankadeildina" sem einu sinni var um fótbolta.
Gátu ekki stöðvað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.6.2009 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Farsi í tveimur þáttum
Ef ástandið væri ekki svona alvarlegt á Íslandi núna þá væri það hin besta skemmtun að fylgjast með umræðum í þinginu.
Í gær fékk ég reyndar fyrir hjartað (nú eða eitthvað líffæri þarna í brjóstholinu, hvað veit ég hvað er hvað) þegar SDG fríkaði út í ræðustól þingsins, barði hnefa í pontuna, aftur og aftur (hátt) og gargaði á þingmenn Samfó.
Ég er ekki að fara með neinar skröksögur þegar ég segi að mér hafi brugðið.
Maðurinn missti stjórn á sér og það er aldrei gott að verða vitni að slíku.
Í dag var svo taka tvö í ræðustól Ólátagarðs.
Aftur var það SDG sem var í aðalhlutverki og fékk reyndar dygga aðstoð skoðanasystur sinnar í flokknum henni Eyglóaddna Harðardóttur.
Og nú var það forseti þingsins hún Ásta Ragnheiður sem fríkaði út. Einhver taldi bjölluslögin þegar hún tók hið fræga tónverk, tilbrigði við sjálfsmorð á bjölluna og mun hún hafa slegið í hana þrjátíuogeitthvaðsinnum til að þagga niður í formannsunglingi Framsóknar.
Ásta Ragnheiður; róa sig.
Ég og fleiri vorum alveg yfirkomin af gleði fyrir hönd Framsóknarflokksins þegar nýr formaður og ný forysta var kosin í janúar. (Hér er ég ekki að vera andstyggileg).
Hugsuðum alveg: vei, út með kerfiskallana og kerlurnar - inn með unga og frjóa stjórnmálamenn.
En nú hallast ég að því að Framsóknarflokkurinn hafi tekið þetta með "ungu forystuna" aðeins of langt.
Svo sakna ég Helgu Sigrúnar, sem var á þinginu fyrir kosningar (kom inn fyrir Bjarna Harðar), þar fór nefnilega klár kona sem lét ekki eins og kjáni. Ég tók mark á henni.
En svona er lífið.
En er til of mikils mælst að þingmenn hagi sér í samræmi við þá ábyrgð sem þeim er falin?
Með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu?
Eða er þessi farsi þar bara það sem við eigum skilið?
Spyr sá sem ekki veit.
Einleikur forseta á bjöllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Fréttaskýring Jennýjar Önnu um íhaldið í Kópavogi
"Þetta jaðrar við brjálæði", sagði Gunnar I. Birgisson um aðför fjölmiðla, endurskoðendafyrirtækja, Kópavogsbúa og almennings alls á hendur sér.
Gunnar I. Birgisson, sem er algjörlega saklaus af öllum sköpuðum hlutum, en ætlar að hætta að verða bæjarstjóri og gerast óbreyttur bæjarfulltrúi í næstu viku, mun láta gera úttekt á vinnubrögðum Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hið bráðasta.
Ástæður þess eru málefnalegar offkors enda engin mannanna verk yfir gagnrýni hafin, eins og þessi krúttvöndull sagði réttilega.
Gott að hann tók það fram að rannsóknin á Samfó væri málefnaleg því ég með minn sauruga hugsunarhátt var farin að halda að hann væri í hefndarhug þessi sómamaður.
Sem hann er auðvitað ekki.
Enda maðurinn eins og nýskeindur básúnuengill hjá Gunnari nafna í Krossinum sem talar um að sannleikurinn muni gera Gunnar frjálsan.
Sem er rétt.
Við erum stödd á Íslandi árið 2009 og fyrirkomulagið hjá íhaldinu í Kópavogi (þar sem Gunnar nýtur víðtæks stuðnings, er hreinlega KÓNGUR) færir mér heim sanninn um að það þarf meira en bankahrun til að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig, án tillits til hvar hann er staddur svona landfræðilega séð.
Til hamingju Gunnar!
Þetta jaðrar við brjálæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 15. júní 2009
Heiðan tekin!
Ég er í kasti. Heiða villingur og vinkona mín var handtekin og Mogginn alveg: Heiða var handtekin!!
Heiðan alveg þekkt stærð í mótmælaheiminum.
Ég er glöð yfir því að hún var ekki sett í járn og látin dúsa í nótt.
Hún má þakka sínum sæla, hún settist í götuna, stórglæpur sko.
Heiðan verður í sögubókum framtíðarinnar.
Sem Heiða mótmælandi.
Krúttkast.
Nokkrir handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. júní 2009
Er ekkert gerlegt?
Hvaða svar er þetta eiginlega hjá honum Gylfa viðskiptaráðherra?
Að ekki sé hægt að snúa þeirri ákvörðun við sem stjórn gamla Kaupþings tók um að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnanda á lánum sem þeir fengu til að kaupa hlutabréf í bankanum?
Halló, ef það er ógerlegt vegna einhverra laga (sem ég er ekki viss um að sé rétt) þá eru það ómöguleg lög og ég krefst þess (góð með mig) að þeim verði breytt.
Hvaða lögfræðingar eru þetta sem hafa skorið úr um þetta?
Gjöra svo vel að stefna þeim á fund og láta þá rökstyðja mál sitt.
Og svona í bríaríi bara þá veit ég fyrir víst að fyrr frysi í helvíti en að ég gæti fengið fellt niður mitt lán sem ég er með í bankanum.
Og eru eftirstöðvarnar af því rúmar þrjátíuogtvöþúsund krónur, sagt og skrifað.
Það er ekki að ræða það.
Hver er munurinn?
Ég er svona um það bil að springa út af þessu; ekki gerlegt þetta eða hitt.
Það er ekki gerlegt að víkja Valtý, hann nefnilega ræður yfir sjálfum sér.
Ekki hægt að taka upp Geirfinnsmálin, það er bara svoleiðis, segir Ragna.
Ekki hægt að láta glæpahundana borga lánin sem þeir tóku í græðigiskasti af því að einhver stjórn hugsaði með sér; æi greyin það er of erfitt fyrir þá.
Hvað er gerlegt eiginlega?
Ég hélt að stjórnmálamenn væru til þess að gera hluti mögulega.
Með almenningshagsmuni í huga.
En hvað veit ég, sem er stórskuldug í bankanum. Jeræt.
Andskotinn sjálfur á árabát.
Ekki hægt að snúa ákvörðun við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 15. júní 2009
Gott að búa í Kópavogi - fyrir spillta stjórnmálamenn?
Ég held að svona flestir meðal almennings á Íslandi að minnsta kosti, séu búnir að átta sig á að það eru breyttir tímar á Íslandi.
En stjórnmálamenn, sumir hverjir (helvíti margir reyndar), embættismenn (nokkrir) og sjálftökumenn (allir) eru enn í fílabeinsturni ala 2007 og komast hvergi.
Íhaldið í Kópavogi er enn í 2007-gírnum.
Þeir eru alveg: Ekki hætta Gunnar, plís, haltu áfram að taka okkur í afturendann elsku dúllan.
En afhverju vilja þeir í Sjálfstæðisflokki ekki "missa" Gunnar?
Getur það verið vegna þess að valdabaráttan um sætið hans er óleysanleg?
Eða hræðslan við að missa völd?
Hvorutveggja kannski?
Ésús minn á galeiðunni hvað þeir eiga bágt.
Mér þætti gaman að sjá þá reyna að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það hefði gengið í fyrrra.
En fjandinn fjarri mér að þeir komist upp með það núna.
Eða hvað? Kannski er gott að búa í Kópavogi.
Fyrir spillta stjórnmálamenn.
Vilja ekki að Gunnar hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 14. júní 2009
Mafía hvað?
Alveg frá því ég man eftir mér hef ég svifið um allt í barnslegri trú á að Íslandi sé lítið og krúttlegt dúllusamfélag að megninu til laust við glæpi.
Svona miðað við víða annars staðar að minnsta kosti.
Enda höfum við hátt um það vér Íslendingar hversu mikil fádæma heppni það sé að hafa fæðst hér.
Nú er annað að koma á daginn.
Myndin af stórasta litla landi í heimi er aðeins tálsýn.
Djöfulsins glæpasamfélag höfum við haft dinglandi fyrir framan nefið á okkur án þess að sjá eða heyra nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að merkin hafi beinlínis gargað á okkur.
Nú er búið að senda mál Sigurjóns varðandi sjálfslánið til FME.
Vonandi týnist það ekki í pósti eins og vill koma fyrir þegar sent er til eftirlitsstofnana á Sikiley, ég meina á Íslandi.
Og hér er annað dæmi um mafíósku íslenska sjálftökuaðalsins. Þetta er hægt á Íslandi.
En þetta réttlætismál hér hlýtur enga náð fyrir augum kerfisins.
Svo leyfa háttsettir embættismenn sér að koma svona fram þegar landið er á barmi gjaldþrots og almenningur í fullkominni óvissu um framtíð sína.
Annars gæti ég setið hér fram á nótt og linkað á ógeðisfrásagnir af spillingu, hroka, afneitun og samtryggingu í samfélaginu en ég treysti mér hreinlega ekki til þess, ég er miður mín og í hálfgerðu sjokki yfir öllum óþverranum sem vellur yfir okkur nánast á hverjum degi.
Það er eins gott að opna augun og það upp á gátt og horfast í augu við raunveruleikann og henda mýtunum sem við höfum verið svo dugleg að búa til um hipp- og kúlmennsku okkar Íslendinga.
Vó hvað við verðum að taka til.
En hvernig er það hægt þegar allir neita að taka pokann sinn, rífa kjaft og eru með attitjúd?
Þegar siðleysi þeirra sem við eigum að treysta er algjört?
Mafía hvað?
Máli Sigurjóns vísað til FME | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Brandari afturábak
Á myndbandi meðfylgjandi fréttar má sjá Tryggva Þór Herbertsson gæða sér á súpu hjá mótmælendum á Austurvelli.
Sjálfstæðismenn vs. mótmæli vegna efnahagshruns...
Hm.....
Stílbrot?
Að minnsta kosti finnst mér þetta eins og að hlusta á brandara sagðan afturábak.
Ætla að sofa í tjöldunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Burt með pakkið
Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason neita að hætta störfum.
Baldur sem er rúinn trausti almennings lætur það ekki vefjast fyrir sér. Eimreiðarhópurinn gefst aldrei upp enda telur hann sig ómissandi í embættismannakerfinu.
Sterk réttarstaða ræður því að þessir menn halda starfi sínu.
Valtýr neitar að víkja sem ríkissaksóknari þó Eva Joly segi að sá sem sitji í því embætti verði að vera hafinn yfir allan vafa og hann kallar það einkaflugeldasýningu hennar.
Hér höfum við dæmi um forherta embættismenn sem eiga sér fáar hliðstæður í öðrum löndum.
Er það nema von að svona illa hafi farið.
Við sem erum besust, stórust og klárust í heimi sitjum uppi með siðspillt embættismannakerfi svo ég tali ekki um stjórnmálaflokkana sem hér hafa löngum setið við völd og sett inn "sína menn" á valdapóstana.
Burt með þetta lið.
Stolt mitt yfir þjóðerni mínu er löngu farið, sjálfsmynd okkar allra hefur fengið utanundir svo um munar.
Spurningin er hversu langt á að ganga í að vaða á fjósbombsunum yfir okkur íslenskan almenning.
P.s. Hér skrifar Jónas um Rögnu Árnadóttur og leiðir að því líkum að hún sé staðgengill Björns Bjarnasonar í stjórninni.
Svei mér þá, ekki svo langsótt ef sagan er skoðun.
Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Kæru stjórnvöld og aðrir sem málið varðar
Kæru stjórnvöld og aðrir sem málið varðar.
Auðvitað fær Eva Joly það fjármagn, þann mannafla og aðrar þær kröfur sem hún gerir, uppfylltar.
Annað er auðvitað ekki í boði get ég sagt ykkur ef vera skyldi að undiraldan, þreytan og reiðin í þjóðfélaginu hefi farið fram hjá ykkur.
Það er heldur ekki nóg að skipa nýjan saksóknara yfir bankahruninu og láta Valtý halda áfram, amk. sagði Eva í Kastljósinu að enginn vafi mætti leika á því að ríkissaksóknari væri hæfur.
Ekkert persónuleg sko.
Og eitt get ég sagt ríkisstjórninni og Alþingi öllu, að missum við Evu Joly og hennar ráðgjöf og stuðning þá verður aldrei - aldrei, friður um Icesavenótuna sem við venjulega fólkið eigum að pikka upp á meðan glæpahundarnir lifa í vellystingum parktuglega víðs vegar um heim.
Ekki að ræða það.
Ég held að við séum öll um það bil að fá nóg.
Við erum búin að fá nóg af drætti, útúrsnúningum og innantómu kjaftæði um Nýtt Ísland, ný vinnubrögð, gegnsæi og heiðarleika.
Búin að fá nóg yfir að þurfa að láta okkur nægja gulrótina um að þetta komi allt með kalda vatninu, seinna, seinna, seinna.
En það stendur ekki á að hinn almenni maður skuli færa fórnirnar og þær stórar og það skal gerast STRAX.
Sleppið orðskrúðinu og látið verkin tala!
Það er eiginlega "do or die" sem krafa er gerð um.
Þetta er nefnilega alveg að verða gott.
Skoða þörf á auknum útgjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2987151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr