Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ölmusurnar og auðurinn

Ég, eins og vel flestir, tek nærri mér að heyra af öllum þeim fjölda fólks sem getur ekki haldið jólin fyrir börnin sín vegna fátæktar.  Ég verð í raun alveg fjúkandi reið, sem er betra en að fara að grenja yfir þessum raunveruleika, því reiðin er orkugjafi.

Ég ber mikla virðingu fyrir öllum þeim fjölda fólks sem standa að  Mæðrastyrksnefndum og öðrum samtökum, sem reyna að bjarga því sem bjargað verður, hjá þeim sem verst eru staddir. 

En það er alveg sama hvernig við snúum þessu, ölmusur eru og verða niðurlægjandi og þær eiga ekki að vera viðurkennd lausn á vandanum.  Bara alls ekki.

Hversu þung spor hljóta það ekki að vera fyrir fjölskyldur að þurfa að sækja sér fátækrahjálp?

Það er alltaf verið að tala um hið auðuga Ísland.  Hversu auðugt er þjóðfélag sem er lítur á "súpueldhúsapólitíkina" sem lausn á vandanum?

Ég gef ekki mikið fyrir yfirlýsingar um vilja þessara og hinna til að laga og ladídadída.  

Fjandinn hafi það ef bætt ástand á alltaf að vera á teikniborðinu, rétt handan við hornið, alveg að detta inn, bíðið örlítið bara.

Á meðan veltir ríka fólkið sér upp úr gegndarlausri auðsöfnun sinni þannig að hinum almenna manni verður beinlínis óglatt.

Og sveiattann.

 


mbl.is Sáu ekki fram á að geta haldið jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær þetta nokkurri einni einustu átt?

Dæmið sjálf.

Nú myndi ég skammast mín, ef ég bæri einhverja ábyrgð.

Arg.


Er ég stjórnarandstæðingur?

Já, ætli ég verði ekki að játa það á mig.  Ég er meira að segja í bullandi andstöðu við ríkisstjórnina, þessa samsuðu Samfylkingar og Íhalds, og er vart búin að jafna mig á að ekki hafi verið mynduð vinstri stjórn.  En....

.. það þýðir ekki að ég sé ekki með misjafnar skoðanir á einstaklingum innan sömu stjórnar.

Fyrir utan mínar aðalhetjur í pólitík, sem merkilegt nokk, eru flestar í VGWhistling, að undanskilinni Jóhönnu Sigurðardóttur og örfáum öðrum.  Jóhanna er á topp tíu hjá mér og mér finnst hún einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum.  Ég treysti fáum betur en henni, til að leiðrétta það skelfilega óréttlæti sem dunið hefur á öldruðum og öryrkjum undanfarin löng og myrk ár, sem ríkistjórn Framsóknar og Íhalds, vermdu valdastólana.

Þess vegna kemur mér ekki á óvart að Jóhanna láti verkin tala.  Hún er þeirrar gerðar.

Mikið skelfing finnst mér hún dásamleg tilbreyting í öllu kraðakinu af kjaftandi pólitíkusum sem gleyma kjósendum um leið og þeir eru komnir í valdastóla.

Þorgerður Katrín skorar hátt hjá mér líka og Solla er ekki slæm heldur.

Samt hika ég ekki við að eigna Jóhönnu bróðurpartinn af þessu frábæra framtaki, það ber með sér karakterinn hennar, eins og hann horfir við mér.

Nú mun ég gefa algjöran skít í þessa stjórn á næstu vikum.  Það verður að gagnrýnijafna.

Jóhanna á hinsvegar bara fallegar hugsanir skildar. 

Ælofðevúman.

Úje og falalalala


mbl.is Tekjur maka skerði ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 2987261

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.