Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Mánudagur, 29. desember 2008
Út með allt helvítis pakkið
Krúttlegur þessi krakki í S-Kóreu sem misþyrmir Hey Jude þannig að eyrun á manni verkja.
Hvað um það, mér er sama, fólk má syngja og gera allt sem það vill á meðan það er ekki að abbast upp á mig.
En ég er með berkju- og lugnabólgu, jájá fékk það úrskurðað af alvöru lækni en ekki ræstitækni. Ég var nefnilega farin að ímynda mér að það allir væru farinir að ganga í allt í heilbrigðiskerfinu svo kreppulegt. Mætti ekki einum skúrandi lækni í ferð minni á vit vísindanna.
Ég stíg því aðeins upp af mínum sjúkrabeði til að minna ykkur á svolítið, svolítið sem skiptir máli.
Jólin eru búin. Við erum búin að opna pakka gleðja börnin og gússígússast út af afmæli Jesúbarnsins.
Nú tekur alvaran við.
Kreppan bíður með ískaldar loppurnar úti í myrkrinu.
Ekkert hefur breyst.
Ég reikna með að nú sé engum borgara þessa lands neitt að vanbúnaði.
Allir út á götu, á bloggið og hvar sem drepið er niður fæti, til að mótmæla.
Burt með ríkisstjórn, fjármálaeftirlitsvanhæfispakkið, Seðlabankastjórn, skilanefndir og alla sem taka þátt í að breiða yfir sannleikann.
Út með allan helvítis pakkann.
Um leið og ég er orðin hitalaus þá hefst mín bylting.
Ég lofa ykkur því.
Mikið andskoti er ég annars lasin.
Heimsfrægð á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 28. desember 2008
Vanskilanefndin
Hið frábæra "björgunaraðgerðar- og veltisteinaplan" ríkisstjórnarinnar er að verða að geðveikislegum brandara. Algjörum Fellini sko.
Fátt eitt hefur verið gert af viti, óvissan jafn slæm og þegar hrunið reið yfir og við litlu sem engu nær fyrir utan það sem við uppgötvum sjálf með okkar kommon sens.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga.
Ábending um þetta glæpsamlega athæfi ef rétt reynist kemur í formi ábendingar utan úr bæ takið eftir, ekki skilanefndinni sem var skipuð til að finna þessa hluti og það með hraði.
Algjörlega dæmigert.
Hvar er friggings skilanefndin?
Alveg er ég viss um að hún er enn að reyna að finna út hvar aðalinngangurinn á bankanum er.
Það má örugglega sjá hana á helvítis túninu við Kaupþing að diskútera sig í gegnum þá byrjunarörðugleika.
Fífl.
Viðkvæmir lesendur eru beðnir fyrirgefningar á orðbragðinu og það á sjálfum jólunum en ég á ekki orð yfir hversu duglausar þessar skilanefndir virðast vera.
Ráðandi þvers og kross alla gömlu stjórnendurna inn í bankana og mér sýnist ekki betur en verið sé að halda upplýsingum frá almenningi. Amk. hef ég enga trú á að þessar skilanefndir séu að vinna fyrir mig sem er auðvitað eigandi bankanna þó ég kæri mig ekki hætishót um slíkar eigur.
Svo eru þeir allir meira og minna tengdir inn í gömlu bankana sjálfir.
Burt með þetta lið og það á stundinni.
Þeir myndu ekki finna út úr bankaráni þó það væri framið fyrir framan nefið á þeim.
Þessar skilanefndir eru ekki að standa sig.
Þær eru í bullandi fjandans vanskilum.
Rannsaka millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 26. desember 2008
Fallegar manneskjur og minna fagurt njósnafyrirkomulag
Ég man þegar ég las bókina 1984 eftir George Orwell.
Mér fannst allt að því hlægilega absúrd þessi framtíðarsýn höfundar, hvar stóri bróðir fylgist með hverri okkar hreyfingu og einkalíf er ekki til.
Nú er bók Orwells eins og barnaævintýri sem engan á að geta hrætt því raunveruleikinn er mikið lygilegri en Orwell karlinum gat dreymt um.
Ég man þá tíma þegar fólk tókst í hendur og innsiglaði samninga.
Nú hafnar Persónuvernd beiðni fyrirtækisins Lánstraust um að kortleggja greiðsluhegðun (þvílíkt orð) Íslendinga.
Borgar þú rafmagnsreikninginn á gjalddaga eða eindaga? Eða ertu einn af þeim forstokkuðu sem greiðir mánuði of seint? Þetta vill Lánstraust vita og selja til sinna kúnna.
Ég vil ekki að það sé hægt að njósna um mig og selja upplýsingarnar til væntanlegra fyrirtækja sem ég skipti við og nei það hefur ekkert að gera með svarta samvisku mína, mér líður ágætlega þar nú um stundir, þetta hefur með pjúra mannréttindi að gera og friðhelgi einkalífsins.
En...
Mikið skelfing var myndin um Kjötborg falleg. Hún endurvakti trú mína á mannkynið sem hefur beðið mikinn hnekki undanfarið.
Ég ólst upp á þessum slóðum, reyndar aðeins vestar og mínar búðir voru hlið við hlið á Bræðraborgarstíg. Reynisbúð, SS, Mjólkurbúðin og Kron.
Svo á Ásvallagötu var Steini fisksali, kjötbúð og Magga brauð. Magga barnahatari sem ég hef sagt ykkur frá en sú kerlingarálft seldi fánakúlur sem voru hryllilega góðar.
Konurnar lyftu símanum og svo kom sendillinn með vöruna.
Allt á persónulegu nótunum.
Maður gat ekki stolist til að kaupa sér einn haltukjaftibrjóstsykur því kaupmaðurinn þekkti mann og spurði hvort amma hefði gefið leyfi. Ekki laug maður að kaupmanninum.
Hm...
Ég sakna þessara tíma, held að þeir hafi verið mun manneskjulegri en þeir sem við lifum núna.
Ég vil ekkert dvelja í fortíðinni en þrátt fyrir allt þá fékk maður að vera manneskja á þessum árum en ekki einber helvítis kennitala.
En bræðurnir í Kjötborg fá mann til að brosa hringinn. Þeir eru svo fallegar manneskjur.
Later.
Lánstrausti hafnað í þriðja sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 22. desember 2008
Allir edrú í boðinu
Þetta er skömm og svívirða. Jólabjórinn hefur hækkað um helming á milli ára.
Hvernig á maður að halda heimili búandi við þetta okurverð á þessari mjög svo nauðsynlegu neysluvöru?
Ha?
Við tökum þennan aftur.
Mikið rosalega er ég glöð að vera ekki í bjór- og vínkaupunum.
Þegar ég drakk sem mest um árið, sko fyrir meðferð þannig að það fari ekkert á milli mála, þá var ansi erfitt að láta líta út fyrir að ég væri hófdrykkjumanneskja farandi alltaf í sama útibú ÁTVR.
Þess vegna fór ég í dragtina, setti hnút í hárið. Málaði mig eins og motherfucker og fór á hælana.
Svo hríslaðist ég um ríkið og týndi í körfu.
Ég var viss um að það stæði utan á mér að ég væri bjórþambandi gardínubytta sem ætti ekki annars úrkosta en að ná mér í mitt stass sjálf þrátt fyrir að vera skjálfandi á beinunum.
Þess vegna átti ég það til að gera mig upptekna og ábyrgðarfulla í framan, dingla leðurhanskanum léttilega framan í fésið á kassanum og segja frosinni égvinnífjármálageiranumogsýnduértilhlýðilegavirðinguröddu: Ætlarðu svo að gefa mér nótu -vinur.
Sko, kjarni máls er sá að ölkum er held ég nokkuð sama hvað efnið kostar, að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa velt mér upp úr því. Það eina sem truflar þá er að verða mögulega uppiskroppa.
Þau sem drekka í hófi mega alveg verða pirruð yfir þessu, ég skil þá, en það er samt ekki endir og upphaf alls hvort sem er hjá þeim.
Niðurstaða: Ég er edrú, ég kaupi ekki áfengi og þeir sem ég þekki gera það í svo litlum mæli að það skiptir ekki höfuðmáli. Mér gæti því ekki staðið meira á sama.
Ekki frekar en að ég skenkti því þanka hvað bjór og rauðvín kostaði á meðan ég drakk. Kommon þetta var nauðsynjavara í mínum augum.
Mér er hins vegar ekki sama um drápsverðið á matvöru og mér finnst eins og allt hafi hækkað um MEIRA en helming í þeirri deild frá því í fyrra.
Allir edrú í boðinu.
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
Jólabjórinn hækkaði um allt að helming | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. desember 2008
Siv féll af lista
Málamyndafrumvarpið um eftirlaunaósómann verður væntanlega að lögum í dag.
Ég ætla ekki að klappa fyrir því.
En ég sá aðeins frá Alþingi í gær eða fyrradag þegar frumvarpið var til umræðu.
Siv Friðleifs sem ég var búin að skipta um skoðun á vegna vasklegrar framgöngu hennar í þinginu undanfarið, var í ræðustól.
Siv stóð og messaði yfir þingheimi full af réttlátri reiði vegna mögulegrar skerðingar á lífeyrisréttindum þingmanna.
Hún sagðist reikna með að alþingismenn fengju launahækkun yrðu lífeyrisréttindin skert.
Það er nefnilega fjandans það!
Hoppaðu inn í raunveruleikan kæra þingkona.
Fólk sem er að fá lífeyrir greiddan úr almennum lífeyrissjóðum fá neyðina í andlitið í formi skerts lífeyris á nýju ári ef fram fer sem horfir og þar erum við að tala um aldraða og öryrkja sem draga fram lífið og rétt það af smánarlega lágum bótum.
Nú verður enn hert að þessum hópum án þess að nokkur uppbót komi í staðinn.
Það er vegna kreppurnar Siv Friðleifsdóttir. Þú hefur væntanlega heyrt af henni?
Hvernig dettur konunni í hug að hún fái launhækkun vegna þess að siðlaus lífeyrisréttindi verða afnumin eða skert?
Er ekki í lagi?
Meiri ekkisens ruglið. Það er alltaf eitthvað.
Siv fór aftur á svarta listann yfir sérhyglandi stjórnmálamenn.
Enda í Framsókn og ekki við miklu að búast.
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
Með jöfnuði eða ójöfnuði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. desember 2008
Mínir fjölmörgu eiginmenn
Ég var að tékka svona í hálfgerðu bríaríi á mest lesnu fréttunum á Mogganum.
"Gifta sig í janúar" sá ég að fyrirsögnin hét og ég hugsaði; Vá, þarna er einhver selbiti í útlöndum að gifta sig og hverjum er ekki sama?
Úbs hugsaði ég svo því mjög mörgum er greinilega ekki sama því hellingur af fólki veður inn á svona fréttir.
Það er þetta með fyrirsagnirnar. Þær selja.
Ég gat ekki stillt mig og ég kíkti. Fergie einhver tónlistarkona sem ég þekki hvorki haus né sporð á er að fara að gifta sig í janúar. Só?
Karl Lagerfeldt er að hanna á hana brúðarkjól og hann á að vera bæði dýr og dásamlegur því þau hjónaleysin hafa lýst því yfir að ætla bara að gifta sig einu sinni.
Halló, er ekki í lagi á heimilinu?
Hvaða nörd kemur með svona yfirlýsingar og það á fyrsta brúðkaupi?
Nú hef ég gift mig ótal sinnum og í hvert einasta skipti sem ég rauk upp að altarinu hugsaði ég; Þetta ætla ég að endurtaka eins fljótt og nokkur kostur er.
Og ég stóð við það.
Annars var ég að hugsa um að koma með jólabók á næsta ári.
Hún á að heita "Mínir fjölmörgu eiginmenn" hvar ég fer í saumana á því hvernig hægt er að giftast mörgum úrvalsmönnum og skipta reglulega yfir í nýjan þeim og mér til ómældrar gleði.
Hvaða konu dreymir ekki um að verða kvenlegur Kristmann Guðmundsson?
Ha?
Annars er ég góð bara.
Fór með Helgu minni í stórmarkaðsferð (við nefnum engin nöfn) og við höluðum inn birgðir fyrir jólahátíðina.
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
Gifta sig í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. desember 2008
Krabbamein
Hvað er að mínum ástkæra Mogga?
Skelfing er það sjoppulegt að fara að ræða um sjúkdóm bankastýru Nýja Glitnis í sambandi við hlutabréfakaupin sem týndust.
Birna segist forðast að tengja veikindi sín þeirri handvömm sem varð við frágang hlutabréfakaupanna en það er akkúrat það sem hún gerir með því að láta taka við sig viðtal um málið þar sem hún tengir þetta tvennt svo saman.
Krabbamein er sá sjúkdómur sem fólk er hræddast við.
Við ráðumst ekki að veiku fólki, við sýnum því tillitsemi.
Ég óska Birnu til hamingju með að hafa sigrast á sínum sjúkdómi.
En bæði Mogginn og Birna hefðu átt að sleppa þessu samstarfsverkefni.
Þetta er svo rosalega gegnsætt.
Later.
Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
Og hana nú
Það er sorglegt að þjóðfélagið skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að sækja sér lífsnauðsynjar með því að standa í röð hjá góðgerðarstofnunum.
Enn sorglegra er hversu hratt þeim fjölgar sem þurfa á þessari aðstoð að halda.
Það hljóta að vera þung spor fyrir þá sem það þurfa að gera en flestir Íslendingar byggja sjálfsmynd sína á vinnunni enda vinnusöm þjóð.
Að standa svo frammi fyrir því að þurfa að biðja um ölmusu hlýtur að taka mikið á fólk.
Þessari auknu þörf fyrir aðstoð eru gerð góð skil í blöðunum og það er fínt mál, allir þurfa að vera meðvitaðir um hvernig kreppan er að hafa áhrif inn á heimilin í landinu.
En er það ekki einhver undarlegur skortur á innsæi og samkennd að taka myndir og birta af þeim sem eru að leita hjálparinnar?
Hvers lags sauðsháttur er það að smella myndum af fólki í þessari aðstöðu og klína í blöðin þar sem alþjóð getur rýnt í andlitin?
Skerpið ykkur Moggamenn. Það er nauðsynlegt að frétta af þessum hlutum en algjör óþarfi að bæta við vanlíðanina með þessum hætti.
Ekki misskilja mig, það er engin skömm fólgin í því að leita sér aðstoðar en fólk fer ekki og þiggur úthlutanir á mat eins og ekkert sé. Ég held að það taki verulega á að gera það.
Myndirnar sem teknar eru aftan á fólk eru líka hvimleiðar en skömminni skárri auðvitað.
Ég held ég verði hreinlega að segja við ljósmyndara blaðanna að nú megi þeir skammast sín og í leiðinni hvetja þá til að sýna aðgát í nærverunni.
Og hana nú.
Sífellt fleiri leita aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 18. desember 2008
"One down - many more to go"
Stundum finnst mér (þori varla að segja það) að á Íslandi ríki meiri lýðræðisást í orði en á borði.
Að minnsta kosti hjá þeim sem hafa keðjað sig og vinina við kjötkatlana.
Eftir að almenningur hóf að mótmæla og það ekki degi of seint, öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja þá höfum við verið kölluð ýmsum nöfnum af þeim sem mótmælin beinast gegn og svo auðvitað frá undirlægjunum sem ekki þora að koma undan pilsfaldi valdsins.
Skríll, lýður, aumingjar, lúserar, ungmenni (skammaryrði hjá sumum), auðnuleysingjar og fífl.
Svo vorum við tekin á einu bretti þessi sem fylltum Háskólabíó út út dyrum á dögunum og okkur tilkennt af utanríkisráðherra að við værum ekki þjóðin.
Ég alveg: Vó hverjum tilheyri ég? Tilvistarkreppa sko, biggtæm.
Nú er verið að mótmæla fyrir utan þá aumu stofnun Fjármálaeftirlitið sem gjörsamlega hefur brugðist hlutverki sínu.
Fólk var í Glitni sem á að heita Íslandsbanki og þar var þeim boðið upp á kaffi.
Enda við öll gott fólk á sama hripleka prammanum.
Og mikið rosalega er ljúft að mótmælin skuli vera farin að skila sér.
Tryggvi er hættur en það alvarlega er að skilanefndum og öllum ábyrgum aðilum hafi fundist það í lagi að ráða hann svona yfirleitt.
"One down- many more to go."
Nu går jag og handlar julkappar!
Jajamen.
Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Kreppa prí og póst með nettu lyfjaívafi
Ég er heppin. Hætt að bryðja svefnlyf og róandi og skola niður með rauðvíni.
Allir þessir þrír kostnaðarliðir í heimilishaldi mínu um stíft þriggja ára skeið eru þar með núllaðir út og ég bara brosi á eigin safa.
Stinningarlyfin lækka, þá geta allir verið ríðandi í kreppunni. Unaðslegt enda stendur einhversstaðar að kynlíf sé dóp fátæka mannsins, eða voru það trúarbrögð? Skítt sama.
En að kreppunni prí og póst.
Í sumar á meðan ég fíflið hélt að allt léki í lyndi hegðaði ég mér eins og útbrunnin söngdíva á megrunartöflum í grænmetisdeild stórmarkaðs nokkurs hér í Borg Skelfingarinnar.
Ég fór á límingunum við saklausan starfsmann í grænum slopp yfir þeirri ósvinnu að ferskt rósakál væri ekki flutt inn til landsins nema á jólunum.
Ég átti ekki orð; Hvers lags þriðja heims grænmetisland er þessi eyja, veinaði ég nánast stjörf af hneykslan.
Grænisloppur var miður sín fyrir mína hönd og klappaði mér föðurlega á öxlina og muldraði; Ég veit það, það er skömm aðessu.
En í eftirleik hruns þegar ekki stendur steinn yfir steini er fólk að velta fyrir sér hvort kaupa eigi grænar eða blandað.
Eða eitthvað í þá veruna.
Allt breytt.
Jájá.
Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr