Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Farðu ekki að grenja
Guðlaugur Þór telur ekkert athugavert við 25 milljónir króna af almannafé hafi farið í ráðgjöf fyrir ráðuneytið (hann sjálfan) í átján mánaða ráðherratíð.
Ég þori ekki að framreikna þessa upphæð til fjögurra ára.
Sumir stjórnmálamenn eru svo algjörlega lausir við að hafa áttað sig á að þeir eru þjónar kerfisins.
Ekki öfugt.
Á almenningur að greiða fyrir ímyndameikóver ráðherra og nánustu starfsmanna hans?
Nú vil ég fá að sjá þennan kostnaðarlið hinna ráðuneytanna.
Svona til samanburðar.
Voru hinir ráðherrarnir líka á blinda ímyndarfylleríi á kostnað skattborgaranna?
Varla.
Aðspurður hefur Guðlaugur Þór þetta að segja;
"Eftirmaður minn í ráðuneytinu vill koma á mig höggi".
Farðu ekki að grenja.
Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Svo þreytt á baktjaldamakki og sukkbandalögum
Í annað skipti í dag er þingfundi frestað.
Fyrst til kl. 16,30 og nú til kl. 17,00.
Stormur í vatnsglasi segir Höskuldur Þórhallsson, nýjasti vinur Davíðs Oddssonar.
Hann er að fylgja sannfæringu sinni maðurinn, hvað er að?
Hann er líka að standa í lappirnar segir hann.
Ég vildi að Framsóknarflokkurinn hefði staðið í lappirnar í stað þess að einkavæða bankana og leggja grunninn að því skelfingarástandi sem við nú upplifum.
Mikið skelfing er ég þreytt á hráskinnaleik, baktjaldamakki og sukkbandalögum í íslenskri pólitík.
Allt undir merkjum sannfæringar og hagsmunagæslu fyrir almenning (nú hreinlega gubba ég).
Svo þreytt að ég gæti hreinlega lagst í gólf og gargað.
Ég ætla ekki að láta það eftir mér, í staðinn ætla ég að vara fólk við Framsókn sem mest ég má fram að kosningum.
Það er ef þeir láta þennan Davíðsarm (ég meina mann) stöðva Seðlabankafrumvarpið.
En ég held, nei ég veit, að það er ágætis fólk í Framsókn. Trúi og treysti á að það beiti sér.
Nú eða gangi í VG bara.
Segi svona.
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. febrúar 2009
5 mínútnaformaður; ég þakka þér kærlega
Takk kæri fyrrverandi formaður í 5 mínútur, Framsóknarflokks.
90% landsmanna hafa margítrekað sýnt vilja sinn í að breyta Seðlabankanum.
Já og koma skaðræðismanninum, hvað hann nú heitir, algjörlega úr mér stolið, af stól til að lámarka gerðan skaða sem við sitjum uppi með ásamt komandi kynslóðum.
Takk Höskuldur fyrir að sýna almenningi sem von bráðar gengur að kjörborðinu, að Framsókn er enn til hægri.
Ég sé fyrir mér hvað gerist eftir kosningar.
Svo fremi sem Framsókn hverfur ekki af yfirborði jarðar vegna atkvæðaþurrðar þá munu þeir valda íhaldið ef þeir mögulega geta.
Á tímabili hélt ég að Framsókn væri í alvörunni að breyta um vinnulag.
Ég hvet stelpurnar í Framsókn, Helgu Sigrúnu og Eygló að setja niður fót.
Þær virðast vera þær einu sem meina það sem þær segja og segja það sem þær meina.
Mikið skelfing er gott að fá að sjá innrætið í Framsóknarstrákunum áður en það er of seint.
Hélt einhver að vinur Davíðs, Alfreð best buddy, væri hættur að stjórna?
Skynsamlegt að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Alltaf til skaða?
Ég hefði misst andlitið ofan í mjólkurgrautinn minn hefði íhaldið ekki reynt að tefja framgang Seðlabankamálsins, en ríkjandi skipulag þar er þeirra Xanadú.
Klæðskerasaumað fyrir framtíða pólitíkusa þeirra í Sjálfstæðisflokknum sem losna þarf við.
En ég er sár og reið yfir að Framsókn skuli leggjast gegn afgreiðslu málsins úr nefnd í dag.
Samt ekki svo hissa, því miður virðist þetta tilboð Framsóknarmanna um að verja stjórnina falli verða íslenskri þjóð erfiður ljár í þúfu.
Ég trúi samt ekki fyrr en ég tek á að frumvarpið fari ekki fyrir nefndina í dag.
En þetta ýtir undir þann orðróm sem gengur ljósum logum um samfélagið, að Framsókn og Sjálfstæðis séu í alvöru ástarsambandi.
Jónas Kristjánsson, megatöffari blaðamennskunnar segir að Framsóknarflokkurinn sé alltaf til skaða.
Hefur hann rétt fyrir sér?
Vilja fresta seðlabankaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
"Mr. Brown; what the fuck happened?"
Framsóknarkrakkarnir finna til sín þessa dagana.
Eru búnir að vera á sjálfshátíð undanfarið, enda held ég að þeir fái valdtengdar raðfullnægingar yfir að hafa líf stjórnarinnar í hendi sér, sælusvipurinn á þeim sumum ber þess glöggt vitni.
Nú kölluðu þeir ríkisstjórnarflokkana til sín á teppið til að skerpa á stöðu sinni.
Við erum hérna krakkar og ekki láta ykkur detta í hug að þið komist í gegn með Seðlabankafrumvarpið né önnur góð mál, sem við lofuðum að styrkja að uppfylltum skilyrðum, nema að þið gerið svona og svona og svona og svona eins og við viljum og hlýðið okkur svona almennt og yfirleitt eins og barðir hundar takk fyrir takk.
Það er eins gott að muna að pólitík hefur hjá sumum ekkert með hag lands og þjóðar að gera nema á glansprenti kosningabæklinganna og í ræðustólum samfélagsins.
Fyrst og síðast hefur þetta með það að gera að hygla sjálfum sér, flokk og stuðningsmönnum.
Almenningur er aðeins aðgöngumiði að því marki. Þess vegna eru sett á svið heilu andskotans leikritin til að blekkja.
Í dag gerðist eitthvað með mig.
Ég gjörsamlega fríkaði út, hélt að stóri skjálfti væri genginn yfir hjá mér, en hann stóð frá hruni og fram á s.l. föstudag hvar ég tók eftir að ég væri manneskja sem þyrfti að slaka á þrátt fyrir kreppu.
Ég gerði það sem mér finnst skemmtilegast, var innan um börn.
Eftir Silfrið reið yfir skjálfti númer 2, kreppan saumar að kærleiks eins og öðrum heimilum og verður alltaf áþreifanlegri með hverri vikunni sem líður.
Silfrið ýtti við mér, minnti mig á að enn er verið að möndla við afturenda blásaklauss fólks.
Sko, ef einhver lyftir ekki fjandans símtólinu og hringir í Brown og krefur svara, af hverju er á okkur hryðjuverkalöggjöf þá geri ég það sjálf.
"Mr. Brown, what the fuck happened"?
Annars vill ég byltingu, ég vil ekki koma smákóngum á egóflippi til valda, nú vill ég réttlæti. Heyrðið þið það?
Frá og með deginum í dag fer ég í gallann, næ mér í mín búsáhöld og arka af stað.
Vei þeim sem reynir að stöðva mig.
Helvítis fokking fokk
Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.2.2009 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Æ, æ, æ
Áts, hvað þetta er pínlegt!
Fyrst var það Hard talk to Haarde!
Það er ennþá í manni hrollurinn.
Svo kemur Geir dúllan í ræðustól þingsins, það er þungt í honum og það eru hafðar uppi ásakanir á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að hún sé að ljúga að þingi og þjóð.
Maður er með bréf upp á það frá innanbúðarmanni og nánum vini í AGS.
Púff, allt upp í loft - ekki steinn yfir steini. Ésús minn sæll og saddur hvað þetta var misheppnað stönt.
Jóhanna var auðvitað að segja satt.
En Geir þú hinn seinheppni..
er ekki lag að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi?
Hvernig er hægt að vera svona "óheppinn"?
Kona spyr sig.
Davíð og dularfulla bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Þingvaktin
Ég þessari eðlu síðu er tekin upp þingvakt frá og með núna. Hviss - pang.
Á morgun hefst þingfundur klukkan 15,00.
Mál eru eftirfarandi:
Undir númeri dagskrárliðar er uppfletting í mælendaskrá.Liðir skráðir með númerin 80 til 99 eru utan dagskrár.
1. | Óundirbúinn fyrirspurnatími (óundirbúinn fyrirspurnatími) B587 mál, . |
2. | Breytt skipan gjaldmiðilsmála (tenging krónunnar við aðra mynt) A178 mál, þingsályktunartillaga JM. Fyrri umræða. |
3. | Vinnubrögð við gerð fjárlaga A241 mál, þingsályktunartillaga ÁKÓ. Fyrri umræða. |
4. | Kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (beiðni um nýjar kosningar) A273 mál, lagafrumvarp HHj. 1. umræða. |
5. | Stjórnarskipunarlög (stjórnlagaþing) A286 mál, lagafrumvarp SF. 1. umræða. |
6. | Stjórnarskipunarlög (þjóðareign á náttúruauðlindum) A15 mál, lagafrumvarp GÁ. 1. umræða. |
7. | Þríhnjúkahellir A68 mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða. |
8. | Listaverk í eigu Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis A100 mál, lagafrumvarp KHG. 1. umræða. |
9. | Virðisaukaskattur (vef- og rafbækur) A48 mál, lagafrumvarp MÁ. 1. umræða. |
10. | Framleiðsla köfnunarefnisáburðar A110 mál, þingsályktunartillaga JBjarn. Fyrri umræða. Í óendurbúna fyrirspurnartímanum má fá góðar upplýsingar frá ráðherrum, en í síðustu viku léku sér sumir Sjálfstæðismenn (við nefnum engin nöfn) að lýðræðinu. Sjáum til hvort það verður vinnufriður á morgun. Ég bendi sérstaklega á liði 4. 5. 6. og 8. Ég hvet alla sem geta fylgst með að gera það. Ég mun að minnsta kosti ekki láta eyru og augu sofa á verðinum. Farin í bili. |
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Vafasamur boðskapur
Með allri virðingu fyrir þeim mæta manni Vilhjálmi Bjarnasyni, þá vil ég koma einu á framfæri.
Ég hef engum peningum hent út um gluggann.
Ég hef ekki tekið þátt í gróðærinu og búið til þetta ástand sem hefur sett þjóðina á höfuðið.
Ég og annað venjulegt fólk erum algjörlega blásaklaus af þessum stórglæp sem jaðrar við landráð.
Undirtitill boðskaps Vilhjálms er:
Hvernig gat íslensk þjóð leiðst út í skuldir sem eru hærri en tölum tekur?
Þessi spurning má eiga rétt á sér en hvað mig varðar þá heitir þetta að beina athyglinni annað en þar sem hún á að vera.
Að stjórnvöldum..
og græðgifurstunum.
Allt annað er rugl.
Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. febrúar 2009
JBH má vera skemmtilegur
Hvað er að þessum körlum eins og Jóni Baldvini, mínum fyrrum kennara (og Davíð auðvitað líka, þó JB sé nú öllu skemmtilegri karakter)?
Ef þið hlýðið ekki þá komum við og skemmum!
Jón Baldvin veit sem er að ISG fer ekki að láta hann segja sér fyrir verkum, enda engin ástæða til.
JBH er asskoti skemmtilegur ræðuhaldari, klár og sjarmerandi - í hófi.
En okkur vantar enga skemmtikrafta í forystu stjórnmálaflokkanna heldur fólk með nýjar hugmyndir, ný vinnubrögð og öfluga löngun til breytinga í farteskinu.
Geta meðlimir Viðeyjarstjórnar sem annaðhvort hafa gengið í björg eða eru wannabí forystusauðir á listum ekki sagt þetta gott bara?
Skrifað bækur, telft eða eitthvað?
Plís.
Ingibjörg Sólrún ekki að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Staðreyndir um bankana
Flestir stjórnendur með reynslu véku fyrir ungum karlmönnum með góða menntun en litla reynslu.
Reynsluleysi og áhættusækni hrjáðu bankana.
Konur fengu lægri laun en karlar. Heildarlaunin voru 41% lægri, en þegar horft var til menntunar og starfsstéttar innan bankanna var kynbundinn launamunur 12-16%.
Það þarf enginn að vera hissa á að þessi stefna hafi beðið skipbrot.
Það getur verið að enn finnist fólk sem vilji halda áfram í sama kerfi.
Kerfi sem lofar græðgina og mismunar kynjunum.
Og hendir reynslunni út um gluggann.
En ég held að þannig þenkjandi fólk sé í miklum minnihluta.
Guð minn góður hvað mig er farið að lengja eftir nýju Íslandi.
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr