Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Lausnamiðuð aðgerð á hverfandi greiðsluvilja - arg

Það er til siðs að finna ný orð yfir hugtök og aðgerðir þegar farið er að slá í þau gömlu.

Eins og Félagsmálastofnun sem var fyrir nokkrum árum breytt í hina hátimbruðu Félagsþjónustu, með áherslu á þjónustu. (Sé alveg fyrir mér félagsráðgjafa bukkandi sig og beygjandi fyrir "kúnnunum á meðan þeir skrifa ávísanir til hægri og vinstri í ÞJÓNUSTUDEILDINNI).  Félagsmálastofnunarheitið var orðið svo neikvætt.

Orð eins og lausnamiðaðar aðgerðir koma út á mér tárunum. 

Grípur fólk til aðgerða með það í huga að sneiða fram hjá lausninni? 

Alveg: Nei, nei, nei, þetta má ekki enda með lausn!  Ég held ekki.

Núna er nýjasta orðið greiðsluvilji.  Fyrirgefið, skortur á greiðsluvilja!

Nei, það er ekki verið að tala um banka- og útrásardólgana sem ekkert vilja borga heldur er verið að tala um fólkið, kreppuþolendurna 99% íslensku þjóðarinnar. 

Ég kann best við að kalla skóflu, skóflu.

Þegar ráðherrar, bankastórar og forstjórar þeirra stofnana sem hafa að gera með skuldir fólks segja að greiðsluviljinn sé að hverfa, líka hjá þeim sem eru í skilum, þá skil ég það á einn veg:

Lýðurinn (ó fyrirgefðu Lýður, ég er að tala um okkur hin, ekki þig) vill ekki borga, ekki einu sinni þeir sem það geta.

Lúmsk leið til að bora því inn í þjóðarsamviskuna að viljinn til að standa í skilum sé í sögulegu lágmarki.

Kannski er það ekki svo skrýtið að fólk sé mögulega í litlu stuði til að brosa og borga.

Gæti til dæmis átt rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að alvöru "Lýðurinn" sá sem sekur er um sukk, svínarí og græðgi hafi ENGAN greiðsluvilja og hafi aldrei haft og það sem meira er virðist komast ágætlega upp með það.

Þar má nota þetta nýyrði um skort á greiðsluvilja.  Ekki um þrautpíndan almenning ef ykkur væri sama.  Það er blaut tuska framan í fólk sem stendur frammi fyrir skelfilegum vanda vegna kreppunnar og hrunsins.

En hvað um það, blogglýðurinn er alltaf rífandi kjaft, leggur heilu fyrirtækin í einelti.

Meira helvítis pakkið.

Svo er þetta lið með hverfandi greiðsluvilja til að bíta höfuðið af skömminni.  Frussssss

Ómægodd, komið með lausnamiðaða aðgerð á siðleysi almennings.  Annars þarf þorri hans að leita til Félagsþjónustunnar og það er ekki gott mál.

Þeir gætu þjónustað okkur yfir móðuna miklu svei mér þá. 

Þvílíkt rugl.

 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, heyrðu mig nú!

Mér fannst endalausar spekúlasjónir um hvort Sigmundur Ernir hafi verið fullur eða ekki fullur hálf hallærislegar.

Og ég lét það í ljós eins og mín er von og vísa, alltaf rífandi kjaft.

En ég verð að éta þessa skoðun mína ofan í mig af því forsendur eru breyttar.

SE þvertekur fyrir að hafa smakkað áfengi á fimmtudeginum þegar Icesave-umræðan fór fram.

Nú hefur verið sagt til hans eins og var í raun borðleggjandi að myndi gerast af því maðurinn er þingmaður og ekki einkamál hans hvað hann gerir í vinnunni.

Það er tvennt sem ég sé aðfinnsluvert.

Í fyrsta að hann skuli segja ósatt.  Við erum breyskar manneskjur, líka á Alþingi (sumir myndu segja að þar væri breyskleikastuðullinn hærri en á öðrum vinnustöðum).

Það er ekkert að því að játa á sig mistök og dómgreindarleysi og biðjast afsökunar.  Málið væri þar með dautt.

En það sem er í öðru lagi og öllu alvarlega er sú staðreynd að þingmenn skuli vera í boði banka í sukkpartíum, mati og drykk og golfi eða hverju sem er.

Átti ekki að afleggja þennan ósið á nýja Íslandi?

Hvern fjandann er þingmaður að gera í boði MP-banka?

Og hvað er MP-banki að meina með vildarvinasukki á þessum krepputímum?

Sigmundur Ernir:

Segðu satt og láttu það ekki henda þig aftur að fara í partý í boði banka eða annarra fjármálastofnana.

Ekki fara í strætó einu sinni nema að borga það sjálfur.

Opna augun - svona dómgreindarbrestir eiga að heyra sögunni til.

Almenningur hefur nákvæmlega núll prósent tolerans fyrir svona athæfi.


Tchenguiz fyrstur!

Vei, húrra, bravó og jibbíjei!

Skilanefnd Kaupþings hefur látið frysta jafnvirði 50 milljarða króna í félögum sem tengjast kaupsýslumanninum Tchenguis á Tortóla.

Þetta er flott byrjun.

Nú er bara að bíða eftir að fleiri bætist í hópinn.

Frysta allt sem til næst sem skrifað er á bankabófana.

Úje.


mbl.is 50 milljarðar frystir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ongoing shit

Eik fasteignafélag skuldaði Kaupþingi 86,2 milljónir evra, skv. lánaeftirliti frá september í fyrra.

Eiginkona forstjóra félagsins er í bankastjórn Nýja Kaupþings.

Hún víkur alltaf af fundum og svona þegar mál Eikar eru þar til umfjöllunar.

Það er mjög tillitssamt af konunni!

Á hverjum degi berast nýjar og nýjar fréttir af hagsmunaárekstrum, samtryggingu og spillingu.

Ekki bara frá því fyrir bankahrun eins og skynsömu fólki gæti orðið á að halda.

Gömlu aðferðirnar eru enn í fullu gildi.

Enda í góðu er það ekki?

Svo Íslenskt, krúttleg og siðspillt.

Ongoing shit.

GARG.


mbl.is Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja-Ísland hvern andskotann?

Ofsalega getur maður verið illa áttaður og úti að aka á öllum sprungnum og með púströrið í götunni.

Fíflið ég hélt að á "Nýja-Íslandi" yrði ekki skipað pólitískt í bankaráð Seðlabanka.

Bíðum nú við, hvenær seldi ég sjálfri mér eiginlega þessar jákvæðu breytingar?

Var það eftir búsáhalda þegar ég hélt að nú myndi allt færast til betri vegar?  (Ef ég væri ekki óvirkur alki til þriggja ára og vissi algjörlega upp á mína tíu fingur að ég hef ekki verið undir áhrifum hugbreytandi efna þá myndi ég ætla að ég hafi verið dauðadrukkin þegar ég laug þessu að sjálfri mér).

Eða var það kannski fyrir kosningar þegar ég steðjaði bjartsýn á kjörstað að ég gaf mér að nú myndi allt breytast?

Æi, ég man það ekki. 

Ég verð að játa á mig ferlega einfeldni.

Því þegar ég sá þessa frétt sem gengur að lesa hér fyrir neðan þá trúði ég vart mínum eigin augum.

En þetta skrifast auðvitað á minn reikning.

Að sjálfsögðu hefur ekkert breyst hvað svona hluti varðar.

Afdankaðir pólitíkusar og aðrir flokksprelátar sitja eftir sem áður og ráða ráðum í hagsmunagæslu fyrir sína flokka í Seðlabankaráðinu.

Hvort þeir hafi hundsvit á efnahagsmálum er svo aukaatriði.

Algjört andskotans aukaatriði.

Ætlum við aldrei að læra?

Ég ætla að teygja mig í mitt persónlega kviðristukitt.


mbl.is Kosið í bankaráð Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hissa.

Ég hef alltaf talið að það yrði að landa Icesave-málinu á einn eða annan hátt.

Og mér á eftir að létta þegar það ljóta, vonda, skelfilega og rándýra mál er frá, ef það er hægt að tala um að það sé frá.  Það fer auðvitað ekki langt.

En svona er raunveruleikinn.

Nú segja Birgitta og Pétur Blöndal að samningsfjandinn verði studdur með sterkum fyrirvörum.

En ég er satt best að segja alveg stein hissa yfir þessum viðsnúningi hjá Birgittu Jónsdóttur.

Hvað með landráðapappírana og leyndarmálin sem þau töluðu um í Borgarahreyfingunni og gerðu það að verkum að það mátti ekki afgreiða Icesave fyrir nokkurn mun?

Sannleikurinn í málinu sem kom í veg að þau gætu stutt aðildarviðræðurnar við ESB?

Leyniskjölin þið munið!

Eru þau horfin upp í reyk?

Maður spyr sig.


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei hægt að fyrirgefa

Flott framtak hjá Mogga að setja inn Icesave-reiknir.

Það er ef fólk hefur taugar til að velta sér upp úr þessum hroða.

Eftir fréttir og Kastljós gærdagsins ásamt öðrum fréttum af því sem hér hefur gerst er mér algjörlega nóg boðið.

Ég hef ekki tölugreind sem nægir mér til að meðtaka þessar stóru upphæðir.

Ég skil núna að ég þarf að eiga tæpar 700 þúsund til að borga minn hluta í gjaldþroti Björgólfs.

Meira til, til að slengja út fyrir Icesave.

Almættið veit hvað Kaupþingsstrákarnir og allir hinir eru búnir að fokka miklu upp til að gera mig nánast gjaldþrota.

Þetta er orðið persónulegt.

Samt er ég ekkert svo rosalega reið út í glæpamennina og stórþjófana eins og ætla mætti.

Málið er að ef þú átt demantaverslun og skilur hana eftir opna og ferð í kaffi eða á skíði bara, þá er varla hægt að lá þjófunum sem láta greipar sópa á meðan er það?

Þess vegna beinist reiði mín fyrst og fremst að stjórnvöldum sem á þessum tíma bjuggu til umhverfið fyrir glæpina og að eftirlitsstofnunum sem sinntu ekki hlutverki sínu.

Þeirra ábyrgð er stór og svei mér þá ef það er nokkurn tímann hægt að fyrirgefa.


mbl.is Icesave-reiknir á Mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo

Ok, þá er það á hreinu.

Frysting eigna er heimil samkvæmt lögum.

Þá er ekki eftir neinu að bíða.

(Steingrímur; ekkert bíðum samt aðeins).

Frysta!

Komasvo.


mbl.is Frysting eigna heimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíslað um landráðamenn

Bjarni Ármannsson og Lárus Welding, millifærðu hundruð milljóna króna af reikningum sínum í bankanum skömmu fyrir hrunið.

Hvað heitir svona hegðun aftur?

Einhver?

Ég heyrði hvíslað eitthvað um landráðamenn einhvers staðar.

Það er voða stórt orð.

Quistlingur líka.

Siðblindingjar er líka voða ljótt orð.

Á maður nokkuð að vera að taka svo stórt upp í sig?

Einhver?


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er fjandinn hafi það nóg komið!

Norræni fjárfestingabankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum.

Of mikil áhætta felst í því að lána þeim, segja mennirnir í bankanum.

Samt var því lætt með (svona til að hafa það á hreinu að það er verið að kúga okkur til hlýðni) af stjórnarmanni í sjóðnum að lausn Icesavedeilunnar gæti breytt málinu.

Sko, ég er beisíklí og nákvæmlega núna komin með nóg af hótunum og handleggjauppásnúningi annarra þjóða gagnvart Íslandi.

Hótanir hafa aldrei gert annað fyrir mig en að setja mig algjörlega á þverveginn.

Ekki að ég ráði einhverju en ég vona að einhver sem hefur eitthvað að segja um málefni Ísland fari að stinga niður fæti og segja hingað og ekki lengra, nú er nóg fjandinn hafi það!

Okkur ber vafalaust að taka ábyrgð á Icesave, ekki ætla ég að neita því.

En þessar eilífu hótanir, kúganir úr öllum áttum eru ekki að gera neitt fyrir mig.

Og svo sá ég í fréttunum að okkur beri samkvæmt núverandi mynd á Icesavesamningi að borga 2 milljarða króna fyrir útlagðan kostnað Breta í málinu.

Halló, vaknaði einhver snillingur upp í Bretlandi og ákvað að láta Íslendinga borga fyrir allt mögulegt og ómögulegt í þessu máli?

Eða voru Íslendingar svo bognir og sigraðir að þeir létu hjá leggjast að spyrna við fótum?

Eigum við ekki jafnframt að bjóðast til að kosta viðhald á strætisvögnum Lundúnaborgar og greiða fægilöginn á krúnuskartgripi friggings drottningarinnar fyrst við erum á annað borð farin að opna budduna og dreifa peningum eins og dauðadrukkinn olíufursti á eyðslufylleríi?

Koma svo, vöknum! 

Rísum á lappir og horfumst óhrædd í augu við umheiminn.

Það var ekki íslenskur almenningur sem fór um Evrópu rænandi og ruplandi skiljandi eftir sig sviðna jörð.

Borgum það sem okkur ber og ekki krónu meira.

Og gerum það bein í baki.

Fjandinn sjálfur, ég vil ekki sjá þennan undirlægjuhátt.

Svo geta bankar, lönd, ríkisstjórnir og mjólkurbúðir heimsins hótað sig bláa í framan.

Súmítúðefriggingsbón.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband