Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

STÖNDUM SAMAN BLOGGARAR OG NÝTUM MIÐILINN

Set hérna inn færslu frá henni Heiðu (www.skessa.blog.is) varðandi lyfið Flunitrazepam sem notað hefur verið sem nauðgunarlyf.

Hér er færslan.  Vinsamlegast bloggið um þetta.

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð

Virðingafyllst

 


KONAN BEITT OFBELDI

Þá er afstaða Læknafélags Íslands ljós.  Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins, segir að konan í "þvagleggsmálinu" hafi verið beitt ofbeldi.

Og hann heldur áfram: "Einstaklingur getur hlotið skaða af því að þvaglegg sé komið fyrir án samþykkis hans.Þetta er inngrip og við bestu aðstæður geta öllum slíkum inngripum fylgt fylgikvillar. Sú hætta hlýtur svo að stóraukast við þær aðstæður sem skapast þegar svona er framkvæmt gegn vilja viðkomandi."

Það er allavega ljóst að það er ekki bara tilfinningasemi og rugl í þeim sem hefur misboðið þessi aðferð.  Ég ætla að vona að gerðar verði verklagsreglur sem koma í veg fyrir að brotið verði á fólki með viðlíka hætti í framtíðinni.

Eins gott.

 


mbl.is Konan beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI PIRRINGSBLOGG..

 

..eins og áætlað var, vegna þess að pirringurinn rauk út um gluggann.  Reyndar var það ekki beinn pirringur sem var að herja á mig, meira svona hryggð og vonleysi eftir að ég bloggaði um konuna sem tekin var með valdi af lögreglu og heilbrigðisstarfsmönnum.

Svo margir bloggarar eru á því að það sé fullkomlega eðlilegt að ganga svona nærri manneskjum, til að réttvísin nái fram að ganga.

Um víða veröld hafa ýmis níðingsverk eins og ofbeldi, nauðganir, pyntingar af öllum gerðum verið iðkað í nafni frelsis, lýðræðis, trúarbragða og svo mætti lengi telja.  Ég hef ekki talið að fólk í umhverfi mínu myndi nokkurn tímann réttlæta slíkt undir kjörorðinu "tilgangurinn helgar meðalið".  En hvað veit ég.

Það má vel vera að það sé lagaheimild fyrir þessum viðbjóðslega gjörningi þeirra á Selfossi, en mér skilst að þetta sé ekki notuð aðferð annars staðar á landinu.

Sýslumaðurinn í Árborg er heilt rannsóknarefni út af fyrir sig.

Þar með hef ég komið því frá mér, sem hefur hangið yfir mér eins og ský í allan dag.

Fari það og veri.


HÁPUNKTUR GÆRDAGSINS

Var nautasteikin sem ég hafði í kvöldmatinn, skv. læknisráði auðvitað, en nautakjöt mun vera svo blóðaukandi.

Steikin var matreidd eftir kúnstarinnar reglum ástríðukokksins Jamie Oliver, að sjálfsögðu.  Hér er ekki verið að taka sénsa með rándýran mat.

Niðurstaða:Kjöt eins og gamall og veðraður sjóvettlingur, þrátt fyrir nýmalaðan pipar og Maldonsalt.

Það sem bjargaði málinu var grænmetið og bara grænmetið.

Æmgonnasúðemaninhagkaupkringlunni.

Úje

 


"ÞVAGLEGGSMÁLIÐ" - UPPFÆRSLA

 

Þar sem kommentakerfið hefur nánast brunnið yfir hjá mér við færsluna um konuna sem lögreglan í samráði við lækni og hjúkrunarfræðing, settu upp þvaglegg hjá, gegn vilja konunnar langar mig til að bæta við eftirfarandi:

Flestir hafa væntanlega séð fréttir RÚV í kvöld en þar var talað við yfirlækni Slysadeildar Landspítala.  Hann sagðist vera nær viss um að svona neyðargjörð hefði ekki verið ástunduð á sinni deild.

Hann sagði líka að skylda lækna væri fyrst og fremst að lækna sjúklinga og að hann myndi ekki taka þátt í svona aðgerð, nema að viðkomandi væri sviptur sjálfræði fyrst og þá svæfður.

Þetta er nákvæmlega það sem málið snýst um.  Það er ekki hægt að vaða að fólki og gera á því inngrip, án samþykkis bara vegna þess að löggan vill fá þvagprufu.  Ekki að ég sé að draga úr þörfinni á að vinna gegn ölvunarakstri, það eru bara almenn mannréttindi sem verður að hafa í heiðri.

Sá líka "The Sheriff" úr Árborg í fréttunum.  Honum fannst þetta auðvitað fullkomlega réttlætanleg gjörð.

Iss


GERIST SVONA Á ÍSLANDI?

 

Kona kærði lögregluna á Selfossi til ríkissaksóknara í maí s.l. fyrir kynferðislegt ofbeldi þegar þvagsýni var tekið með þvaglegg á hennar samþykkis.

Það kemur fram að tveir karlkyns lögregluþjónar hafi haldið konunni á meðan læknir og hjúkrunarfræðingur settu upp í hana þvaglegg til að ná úr henni þvagsýni.

Ekki ætla ég að túlka það hvers kyns ofbeldi konan hefur upplifað, en ofbeldi er það klárlega.  Það fer um mig. 

Getur verið að sú staðreynd að ekki eru til neinar starfsreglur hjá lögreglu þegar þvagsýni er tekið gegn vilja fólks, innifeli aðgerðir að þessu tagi?

Er hægt að kippa manni úr umferðinni eftir geðþótta lögreglunnar og með valdi sem þessu seta upp þvaglegg, sem er frekar óþægilegt inngrip, líka þegar það er gert með vilja viðkomandi?

Nú þarf hinn almenni borgari tölur.  Hversu oft er þetta gert?  Eru öll lögregluumdæmin að ganga svona langt?

Þetta er hreinn viðbjóður, það segi ég satt. 

 


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMALT VÍN Á NÝJUM BELGJUM?

 1

Stundum get ég ekki annað en brosað yfir nýjum orðum sem eiga að rétta við ímynd ákveðinna hugtaka eða fyrirbæra.  Það sem kemur strax upp í hugann er hin gamla "Félagsmálastofnun" sem varð að "Félagsþjónustunni", en þar er orðið þjónusta auðvita mun jákvæðara en orðið stofnun.  Það orð  sem var okkur lengi til skammar og lýsti hugarfari stjórnvalda (og kannski þjóðarinnar) til innflytjenda var  "Útlendingaeftirlitið", það hefði smell passað inn í eftirlitsstofnun í Hitlersþýskalandi. Er hægt að að kalla stofnun sem sjá á um innflytjendamál, neikvæðari nafni?  Nú heitir Útlendingaeftirlitið sum sé "Útlendingastofnun".  Af tvennu illu þá er það eitthvað skárra.

Ég var að lesa blöðin áðan og rakst þá á frétt um "lögblinda" og "seinfæra" stúlku, án þess að ég ætli að fara gera þá sérstöku frétt að umtalsefni. 

En nú spyr ég, af því þessi hugtök eða skilgreiningar hef ég ekki rekist á áður,

er lögblinda orð yfir að vera blindur?

Er seinfær, það sama og vera hreyfihamlaður eða þroskaheftur?  Kannski bæði?

Mér finnst ég ekki hafa við að fylgjast með sk. "orðatísku".  Það er skelfilegt að vera allt í einu pólitískt rangur í orðavali og verða sjálfum sér til skammar og koma út sem fordómafullur dóni.

Skýring, einhver?

Súmí


SÍMABÖMMER

1

Ég er búin að ákveða að fara í stríð við símafyrirtækið mitt.  Eins og ég hef áður bloggað um þá hafa símaraunir hrjáð mig reglulega, en ég hef fyrirgefið þessu fyrirtæki vegna þess að þeir eru svo mikið ódýrari en síminn og bilanirnar hafa staðið stutt yfir.

En nú er ég sum sé búin að fá nóg.  Frá því um miðjan eftirmiðdag í gær og fram á morgun var síminn í ástandi.  Fyrst gat ég hringt úr honum, mikil ósköp, en sá sem hringt var í heyrði ekki í mér, alveg sama hvað ég býsnaðist.  Eftir kvöldmat var svo skipt um bilunartaktík og þá var hvert einasta númer hjá mér á tali.

Allir sem reyndu að hringja hingað á meðan á þessu ástandi stóð fengu meldingar um að síminn minn væri upptekinn.

Ég verð nú að játa að mér fellur þetta frekar illa.  Hvað ef eitthvað kæmi fyrir.  T.d. ef ég þyrfti að hringja á lögguna?  Eða sjúkrabíl? Þá er ég nú reyndar að taka þetta eins langt og hugsast getur í huganum.  Ég held að ég væri öruggari með Indíánahöfðinga og reykmerki.  Svei mér þá.

Síminn er öryggistæki.  ARG

Ég fer samt aldrei á Símann aftur.

Súmí.

Úje


ERU RÚSSAR AÐ FLIPPA?

 

Fyrst þjösnast þeir skýringarlaust upp að ströndum landsins, eins og eitthvað innrásarlið og núna hefur útsendingum BBC verið hætt í rússnesku útvarpi þar sem forsvarsmönnum útvarpsstöðvanna hefur verið hótað stöðvum þeirra verði lokað hætti þeir ekki að útvarpa útsendingum frá BBC á rússnesku.

Ég er ekki með kaldastríðsmóral en er þetta ekki ávísun á eitthvað meira?

What´s happening í Pútínlandi?

Hrollur,

I´m shaking!

Úje


mbl.is Lokað fyrir útsendingar BBC í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINN KARLKYNS Á LEIÐINNI

 

Ég var ekki varla búin að skrifa færsluna með pælingum mínum yfir kvenkynsnafngiftir fellibylja áður en nýr fellibylur fór í loftið.  Sú færsla fór reyndar smá í taugarnar á sumum.  Hvað um það.  Nú kemur vel á vondan því nú var bandaríska veðurstofan að gefa út aðvörun um að fellibylurinn DEAN sé á leiðinni inn Karíbahaf og muni styrkjast verulega næsta sólarhringinn.

Ég vona að Dean hegði sér og engin slys verði á fólki og eignum.

 

 

 


mbl.is Spá miklum styrk fellibylsins Dean
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2987762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband