Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Ég sveiflast til og frá
Ég veit að ég læt eins og ég sé prótótýpan af jólasveininum. Sum sé tryllt úr jólagleði allan desember og gott ef ekki nóvember líka. Það er að hluta til rétt. Ég elska myrkrið út af ljósunum sem lýsa í því, nýt þess að dúlla mér heima hjá mér, enda dreymdi mig um að gera einmitt það öll árin sem ég vann utan heimilis. Mér finnst frábært að fá loks að upplifa það.
Það er eitthvað svo mikið öryggi falið í skammdeginu. Það er svona alltumvefjandi og flauelsmjúkt og ég er ekki að vera skáldleg hérna. Þetta er einfaldlega staðreynd. Kannski eru hlutirnir hæggengari í myrkrinu, minni læti og hamagangur.
Amk er ég meyrari í desember en annars. Ég er einn tilfinningavöndull. Frumburðurinn minn fæddist í desember, ég gifti mig, Jenný Una á afmæli, jólin koma og árið líður, allt að gerast og ég er alveg ferlega upphafin á kvenlegu og yndislegu tilfinningaflippi.
Svo dó hann Aron minn, litla barnabarnið í desember fyrir 10 árum. Það gerir mig dapra stundum og meyra en samt þakkláta fyrir það sem var. Einhvernvegin verður maður að sansa raunveruleikann, sættast við hann og læra að lifa með honum.
Ég held að ég hafi gert það.
Ég er sátt.
Maysa mín, Robbi og Oliver verða með okkur um jólin. Jenný Una fær væntanlega lítinn bróður í desember (svo framarlega sem barn seinkar sér ekki all verulega) og Þorláksmessa, skemmtilegasti dagur ársins er framundan.
Hvers getur kona óskað sér frekar?
Jú hún óskar sér þess að allir fái gleðileg jól og njóti nærveru við sína nánustu yfir hátíðarnar.
Svo kemur hér eitt fallegast jólaleg í heimi, hin síðari ár.
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Hvað sagði ég ekki?
Nú, nú, passandi tímasetning á þessari frétt. Ha?
Kona er ekki fyrr búin að láta taka viðtal við sig um eldhúsalkahólisma og drykkju bak við byrgða glugga, er þetta birtist.
Í fréttinni kemur ma fram:
"Ein af hverjum tíu sænskum konum á sextugsaldri drekka meira en hollt þykir. Sjö þúsund sænskar konur á sextugsaldri tóku þátt í könnun um heilbrigðismál með sérstakri áherslu á áfengisneyslu og geðheilsu þeirra.
Tíunda hver kona sem tók þátt í könnuninni fer yfir hættumörk í áfengisdrykkju og jafnvel svokölluð fyllerísdrykkja er almenn meðal þessa aldurshóps kvenna."
Það er greinilega ekki bara á Íslandi sem fjöldi kvenna á miðjum aldri er að auka drykkju.



![]() |
Konur drekka hættulega mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Smá krúttsería
Maysa og Robbi eru búin að týna myndavélinni sinni og það er fátt um myndir frá London af þeim sökum. Amma-Brynja reddar þó því sem reddað verður, þessi elska og var að setja inn myndir frá því í nóvember, þegar Robbi útskrifaðist.
Fyrir vini, fjölskyldu og aðra velviljaða, set ég hér inn nokkrar myndir.
Maya og Robbi flott á því og Maysan pósar fyrir mömmu sína
Knús fyrir nóttina svo er horft á eitthvað spennandi
Oliver elskar ömmu-Brynju Tammtatamm.. Robbi útskrifaður
Laugardagur, 15. desember 2007
Smá uppgjör
Ég get ekki verið þekkt fyrir annað en að þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið í dag, úr ýmsum áttum. Alveg bráðnauðsynlegt að fá hvatningu þegar maður hengir sig út til sýnis.
Nóg um það.
Jenný Una er hjá mér vegna þess að bróðir hennar er jafnvel á leiðinni, virðist samt vera dálítið að slá úr og í með það.
Í baði
Amman: Jenný mín, nú verður þú að koma uppúr.
Jenný: É vilða ekki, ég segi brert nei
Amman: Ha????
Jenný: Ég segi brert nei (fingri beint í átt að ömmunni til að undirstrika meiningu)
(Kviknaði á peru hálftíma síðar, hafði sjálf sagt nokkrum sinnum "þvert nei" skömmu áður í símann.)
Yfir kvöldsögunni
Amman: Við lesum þessa bók um Einar Áskel.
Jenný Una: Hann heitir ekki Einar Áskell amma (brosir) hann heitir Alfons Åberg, pabbi minn segir það. ..Og
..börn mega ekki sparka og slá, það er mjög bannað. En ég lemmdi einu sinni Franklín Mána Addnason og Söru Kamban. Mjög laust. Ég máði það alveg, pabbi minn segir það.
Já og svo var nú það.
Er örþreytt eftir daginn, farin upp í rúm að lesa. Vona að pirringsfrömuðirnir hafi eitthvað að dunda sér við annað en mig meðan ég sinni literatúrískum skyldum hérna við hirðina.
Cry me a river.
Falalalalala
Föstudagur, 14. desember 2007
Í dag..
..voru teknar af mér ljósmyndir, ég er ekki búin að sjá þær en ég myndast yfirleitt skelfilega illa. Ég er þó að vona að óræður og dreyminn svipurinn ásamt týpugleraugunum (eru ekki týpugleraugu skv. vinkonum mínum) skili sér þannig að ég slái í gegn.
..talaði ég lengi um líf mitt fyrir meðferð, fór í gegnum erfiða hluti og fannst það ekki baun erfitt. Ég skildi svo ekkert í því fyrr en mér var bent á það nú undir kvöld, að ég var algjörlega búin á því. Tekur greinilega töluvert á taugarnar.
..talaði ég við ca 500 fyrirtæki sem eiga að vera ábyrg á tölvunni minni sem bilaði í nótt. Sko borðtölvunni. Hver vísar á annan og annar á hinn. Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn. Gripurinn er í ábyrgð og verður það vonandi þegar Litlu Gulu Hænurnar s/f eru búnar að finna út hver ber ábyrgðina.
..var ég með Jenný Unu í pössun meðan mamman og pabbinn fóru í IKEA. Jenný var glöð og hress þrátt fyrir að vera "pínulítið lasin" og þegar ég var að vasast inni á baði, kom hún og sagði mér að ég ætti að þvo hendurnar "skrass" því löggan segði það. Ég þvoði hendurnar. Hún var hjá lækni í gær og í stað þess að vera glöð og kát í skoðuninni eins og venjulega, var hún pírípú og sagði við læknirinn að þær væru ekki vinkonur. Læknir miður sín.
Nú er vika í að Maysan mín og fjölskylda komi frá London og þá geta jólin hafist.
Á meðan jólast ég bara og geri allt vitlaust í stórmörkuðunum.
Úje og falalalalalala
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Er að r... karlinum
Tækifærin til að ná fram hefndum í lífinu eru að verða fleiri og fleiri með aukinni netvæðingu og aðgangi fólks að fjölmiðlum.
Er það gott?
Mér finnst þetta bara sorgleg lesning og það væri óskandi að fólk gæti leyst málin sín án þess að meiða með þessum hætti.
Ég hélt að símtöl væru skönnuð.
Að fólk þyrfti að gefa upp nafn og erindi.
Auðvitað er samt alltaf hægt að komast fram hjá því ef viljinn er fyrir hendi.
Úff, vandræðalegt.
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Bloggarar með jólasveinahúfur
Jesús minn hvað það er orðið jólalegt í bloggheimum. Annarhver bloggari er búinn að troða jólahúfu á hausinn á sér og það framkallar hvert krúttkastið á fætur öðru, hjá mér sko. Fólkið er misfært á tækin og tólin sem notuð eru til að skella inn þessum höfuðfötum, sumstaðar lenda húfurnar á ská, yfir auga, fram á enni eða aftur á hnakka. Arg svo sætt.
Svo vandast málin þegar umræðan harðnar. Í athugasemdakerfum bloggheima, er verið að ræða alvarlega hluti stundum, og fólk alveg bálreitt og vill undirstrika meiningar sínar eins og t.d.: "Steinþegiðu hálfvitinn þinn" eða "Meira femínistabullið í þér kelling" eða "Þetta verður ekki þolað lengur". Og höfundurinn grafalvarlegur á meðfylgjandi mynd með jólahúfu og hana ofan í augu eða aftur á hnakka.
Þá liggur maður í hlátri og kemst í þetta líka bráðskemmtilega jólaskap.
Takk jólasnúðarnir mínir.
Ég elska bloggara með jónsveinahúfur.
Falalalalala
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Til hamingju Helga Björk Laxdal..
..frumburðurinn minn og súperkona. Ég er svo skelfilega stolt af þér stóra stelpan mín.
Haldið þið að það sé? Fyrir 37 árum, upp á dag, eignaðist ég hana Helgu Björk og mér finnst eins og það hafi verið í gær. A.m.k. er þessi dagur mér ákaflega minnisstæður.
Helga Björk er eins og fleiri afkomendur okkar hippanna (ok 68 kynslóðarinnar), hryllilega ábyrg, dugleg og pottþétt ung kona. Þessir krakkar urðu einhverskonar mótvægisjöfnun við flippaða foreldrana. Ég held að Helga Björk hafi byrjað að ala móður sína upp, mjög fljótlega eftir að hún fór að ganga.
Helga Björk varð læs um fjögurra ára aldur, var á undan í skóla og lék sér að flestu sem hún kom nállægt, þrátt fyrir að hún þyrfti að sinna uppeldi foreldra sinna í meðfram skyldustörfum.
Segi sonna.
Helga er mamma hans Jökuls Bjarka, elsta barnabarnsins míns.
Hún er frábær og það er Klakinn líka.
Smjúts á þig dóttir góð og nú vil ég að þú bjóðir mér eitthvað almennilegt með kaffinu þegar ég kem í kvöld.
Love u
og falalalala
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 10. desember 2007
Hvað bleikar og bláir vilja í jólagjöf!
Ég er ekki mjög æst í jólapakka, þó ég færi auðvitað í feita fýlu ef ég fengi enga, en jólagjafasöfnun handa sjálfri mér er ekki svona málefni sem ég myndi stofna þrýstihóp um.
En hvað langar mig í, í jólagjöf í ár?
Búin að svara þessu inni hjá Gurrí og svo hvað mig langar ekki í inni hjá Önnu, en mig langar í bækur.
Svo langar mig í gott heilsufar og hamingju mér og mínum til handa.
Mig langar í rjúpur, en það er ekki möst.
Húsbandinu langar ekki í neitt sérstakt nema rakspíra. Hann er lítið æstur í gjafir, enda svarar hann því til þegar krakkarnir okkar eru að spyrja hann hvað hann vilji í jólagjöf, að hann óski sér hlýs faðmlags og kossa á kinn. Hm..
Í Danmörku vilja konur upplifanir í jólagjöf, karlarnir vilja pakka.
Það er þvert á mínar jólagjafarannsóknir, það segi ég satt.
Sumar vinkonur mínar geta ekki á heilum sér tekið fái þær ekki eðalmálma í pakkann. Sumar flott nærföt og aðrar vilja pelsa. Flestar eru þær þó í bókadeildinni eins og ég.
Karlar hafa alltaf verið á hliðarlínunni í pakkadeildinni, að því er ég man best. Verið svona nokk límónaði gagnvart jólagjöfum. Kannski þekki ég bara svona nægjusama menn?
Annars eru þessar rannsóknir að gera mig enn ruglaðri en ég er fyrir.
Ærið ekki óstöðugan.
Úje.
Falalalalalala
![]() |
Karlar vilja pakka en konur upplifanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Þau koma bráðum..
og...
við...
..amma Brynja erum að drepast úr spenningi og við höfum grun um að það verði kátt um jólin á amk tveimur heimilum í borg óttans.
Simon (Cowell) verður auðvitað ekki glaður með þessa för Maysu til heimalandsins, hann rekst ekki á hana á meðan..
..en það verður ekki á allt kosið kallinn minn.
Falalalalala og það eru fargings 18 dagar til jóla.
Úje.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987757
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr