Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skjús mí, mí, mí!

Á ég að hlægja eða gráta?

Ég held ég geri hvorugt enda skil ég ekki hvað pönslænið í málinu er.

Auðvitað er þetta hallærislegt.

Minnir mig á formannskosningarnar í Framsókn.

Þegar Höskuldur varð formaður í nokkrar mínútur.

Fjandanum vandræðalegra fyrir Höskuld, en enn glataðra fyrir talningarmanninn.

Óli og sendiherrakonan fórnarlömb tæknilegra mistaka og misskilnings.  Mis, mis, mis.

Svo að allt öðru og þó...

Það er alltaf talað um að fólk klóri sér í hausnum þegar það skilur ekki eitthvað.

Í myndasögum er þetta líka túlkað svona, einhverjar fígúrur klóra sér í hárinu þegar þær standa á gati.

Afhverju; spyr ég, afhverju?

Ég meina, ég er ekki að yngjast hérna, þetta þarf ég að fá að vita.

Ég þekki ekki kjaft né hef gert svo ég muni, sem rýkur með hendurnar í hárið á sér á blönkum mómentum.

Ég, svo ég taki dæmi, lendi í því oft á dag að vita ekkert í höfuðið á mér, hafa ekki svar, þurfa að hugsa þannig að heilinn er við að brenna yfir.

Og ég klóra mér aldrei í höfðinu.

Sjúkkkkkitt, eins gott, þá væri ekki stingandi strá á hausnum á mér segi ég ykkur.

Allt farið í þágu þekkingarþorsta og fávisku undirritaðrar.

Sé jú.

Þessi færsla er í boði amríska sendiráðsins og því sletti ég eins og moðerfokker.

Skjúsmí.

komment.


mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sloppið með skrekkinn?

Má segja að þau hafi sloppið með skrekkinn?

Úff, ég vildi ekki vilja hafa útstrikanir á bakinu væri ég í þeirra sporum.

En ég er ekki í þeirra sporum þannig að það er best að ég steinþegi.


mbl.is Engar breytingar í RN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforð

Þegar ég er búin að rústa nokkrum hagkerfum, móðga alla sem fá ekki í hnén af hrifningu þegar þeir hitta mig, skandalisera í beinni á árshátíð þjóðkirkjunnar, láta bera mig út af heimili mínu af öllum íbúum götunnar, þá sko!

Þá ætla ég að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum og skrifa greinar í Bændablaðið.

Þið megið treysta því.


mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórlega úr lagi gengið

Fyrirgefið á meðan ég hendi mér út um gluggann á næsta turni.

Það er fullt af stórskrýtnu fólki sem gerir alls konar hluti í þeim tilgangi að vekja á sér athygli nú eða vegna þess að það er hreinlega veikt í geðhluta sálarinnar.

Fólk sem gerir svona er auðvitað stórlega úr lagi gengið.

Fáránlegt að gefa þessu svona mikið vægi.

Ég ætla ekki að sjá myndband sem mun vera til sýnis hingað og þangað, enda geng ég ekki með neina löngun til að misbjóða sjálfri mér með þessu frekar en öðru því sem kyrrt má liggja.

En er kúk- og pissáhugi þjóðarinnar svona geigvænlegur að þetta er mest lesna fréttin á Mogganum?

Ég ætti reyndar ekki að hneykslast mikið, sjálf bullandi sek sem blogga við þessi ósköp.

Meira ruglið.


mbl.is Skeindi sig með kjörseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir "áreiðanlegum" heimildum

Sem eigandi bloggsíðu sem er ágætlega mikið lesin, fæ ég haug af skeytum og eitthvað af símtölum.

Meiri hluti þess sem fólk hefur að segja mér ratar aldrei hér inn.

Enda ekki nein ástæða til, þetta er mín síða og ég er ritstjórnin og margt af því sem mér berst í formi nafnlausra tryllingsfrétta, ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Núna hef ég hins vegar, eftir þokkalega áreiðanlegum heimildum, að Samfylkingin sé í ötulum stjórnarmyndunarviðræðum við aðra flokka á bak við tjöldin.

Ég ætla að láta þau njóta vafans því ég trúi því að Jóhanna Sigurðardóttir sé heiðarlegur stjórnmálamaður og hún hafi ekki verið að gabba okkur kjósendur vinstri flokkana þegar hún hélt því fram að stefnt yrði áfram að vinstri stjórn eftir kosningar.

Það var varla búið að dusta innan úr kjörkössunum þegar hún spennti augun í VG og málaði þau út í horn.

Ég hallast að því að bæði hún og Steingrímur hafi verið orðin örþreytt og ætla að skrifa þessa nýtilorðnu spennu á milli þeirra á þann reikning.

Ef þetta hins vegar er rétt og satt sem fullyrt hefur verið við mig frá fleiri en einum hringiðumanni, þá segi ég bara, Atli Gíslason, þú hefur rétt fyrir þér, höldum okkar VG-striki og verum heiðarleg, með allt uppi á borðinu.

Hinir geta þá séð um svikin.

Annars er það nú svo að áreiðanlegar heimildir eru ekki alltaf svo áreiðanlegar, ekki frekar en almenn skynsemi er sérstaklega almenn, þannig að ég ætla að sitja með krosslagða fingur og vona að heimildarmenn mínir séu óáreiðanlegir í hæsta máta.


mbl.is Fundar með forseta síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komist yfir þetta

Stundum finnst mér að íslenskir fjölmiðlamenn ættu að vera í Sálarrannsóknarfélaginu.

Þeir lesa út úr orðum fólks alls kyns meiningar, virðast sjá og vita meira en sá sem talar.

Svo myndu sumir þeirra smellpassa sem túlkar hjá hinum Sameinuðu Þjóðum.

Nei, ég er að grínast með túlkadjobbið. 

Það myndi bresta á með styrjöldum út um allt ef túlkunin yrði eitthvað í líkingu við það sem við erum að sjá þessa dagana.

En samt er ég nokkuð ánægð með íslenska fjölmiðlunga, þeir eru ekki slæmir, en eiga þessa dulrænu hæfileika sameiginlega á stundum.

Fyrir mér var Steingrímur að gagnrýna einhliða málflutning.

Það geggjaða við þetta er að fjölmiðlamennirnir eru ekki í tiltakanlegri fýlu.

Það eru þeir sem telja sig til elítunnar sem eru alveg ferlega sárir.

Ef þið voruð í vafa um hverjir það eru sem tilheyra elítunni að eigin mati lesið þá bloggin þeirra.

Þau eru öll einhvern veginn svona:

"Ég er elítan og veit ekkert."

"Munur að teljast til elítuuuuunnnar!"

eða..

"Ó, ég vissi ekki að ég væri í elítunni þó ég hafi vit á Evrópusambandinu, sooorrrí."

Get over it!

Rosalega er mikið af misskildum snillingum á sjálfshátíð á þessu litla landi.

Grátið mér stórfljót fyrir hádegi og þegið svo.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æxlið burt!

Það er stór ofvöxtur, æxli á þjóðarsálinni.

Það bullar og kraumar í því, það stækkar og stækkar.

ESB-æxlið ætlar ekki að hjaðna hjálparlaust.

Stjórnarflokkarnir (ásamt með hinum) sitja og stara á viðkomandi ofvöxt og bíða eftir að hann gufi upp af sjálfu sér.

Það mun að sjálfsögðu ekki gera það.

Skerið burt helvítið og förum í aðildarviðræður svo það sé hægt að henda senuþjófnum út af borðinu.

Samfylking og VG:

Við venjulega fólkið sem kusum áframhaldandi meirihluta sitjum og vonum að við þurfum ekki að naga okkur í handarbökin yfir því að hafa veitt S og VG brautargengi. NB. Saman - ekki í sundur.

Málið er að mér og vel flestum er sama hver vann stærri kosningasigur.  Við völdum til vinstri.

Við berjumst fyrir tilveru okkar í kreppunni upp á líf og dauða. 

Allt hitt er hégómi.

Látið okkur ekki þurfa að sjá eftir því.

 


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stígið varlega til jarðar

Í dag fyrir utan heimili Jóhönnu Sigurðardóttur, sögðu hún og Steingrímur að viðræður gengju vel.

Í sjónvarpinu, fréttunum nánar tiltekið, var málið orðið svaka erfitt samkvæmt Jóhönnu.

Hvað er í gangi?

Til ykkar formanna vinstri flokkanna.

Ykkur hefur verið falið skýrt umboð frá þjóðinni að halda áfram vinstri stjórninni.

Í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins fá vinstri flokkarnir öruggan þingmeirihluta.

Fyrir mér er það ófyrirgefanlegt ef þið glutrið því niður og hunsið skýran vilja þjóðarinnar.

Stígið því varlega til jarðar.

Vegna þess að nú er mikið í húfi.


mbl.is Evrópumálin erfiðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eyðilagði hvað?

Eyðilagði Davíð landsfundinn?

Kannski, en ef eitthvað á þessum fundi skaðaði þennan flokk þá voru það áheyrendur að ræðu Davíðs, þessir sem klöppuðu, stöppuðu og hlógu eins og fífl undir rætninni og heiftinni.

Það er alveg skiljanlegt svo sem, að fólk sem tapar í pólitískum kosningum fari í að útskýra tapið eftir á.

Það var út af Davíð, út af styrkjum, út af Evrópumálum, út af Gulla, út af Spilluga og áfram og áfram.

(Sjálfstæðisflokkur hefur haft tilheneigingu til að þakka Davíð allt nú eða kenna honum um allt).

Þetta er ekkert flókið.

Þetta var út af öllu þessu ásamt helling af öðru stöffi.

Nú vona ég að íhaldið fari út í að taka til heima hjá sér.

Ryðja styrkjum og spillingu endanlega upp á borðið og fægja svo vængina hjá þeim sem eftir eru.

Auðvitað er erfitt að missa völd.

En það er nauðsynlegt og ætti að henda alla flokka reglulega.

Sautján ára valdatími er engum til góðs.

En krúttlegast mómentið í Silfrinu í dag var þegar Össur greip í hönd Ögmundar og þrýsti hana.

Djöfuls krúttvöndlar geta menn verið.


mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei eða já, af eða á

Ég er komin með upp í kok af Evrópusambandsumræðunum.

Ég veit ekki hvort ég er með eða á móti.

Hvernig á maður að vita það, það veit það enginn?

Það er stöðugt verið að halda fram alls konar "staðreyndum" um hvernig Evrópusambandsaðild muni breyta stöðu Íslands.

Sumir segja til hins betra.

Aðrir segja til hins verra.

Rólegir í fabúlasjónunum.  Þetta er að drepa alla pólitíska umræðu á þessu landi.

Ég fæ andnauð þegar minnst er á málið.

Mín tillaga, til að allir haldi sönsum, er að það verði sest að borðinu, samið og komið heim með viðkomandi drög.

Þeim skellt á borðið fyrir kjósendur.

Sem steðja svo í kjörklefann og kjósa nei, eða já, af eða á.

ARG

Og mér finnst sárt að Guðjón Arnar skuli fallinn út af þingi.

Mér finnst hann með rödd sem á að heyrast.


mbl.is VG verður að gefa eftir í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2988588

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.