Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Hugleysingjar hóta
Minn skilningur og samúð nær ekki yfir þá sem hóta fólki.
Hugleysingjar ógna og sýna ekki á sér andlitið.
Ég er til í að berja búsáhöld, hafa hátt og vera til ama og leiðinda svo lengi sem á þarf að halda en ég hef megnustu skömm á að verið sé að hóta með þessum hætti eins og gert var við bankastjóra Kaupþings og konuna hans.
Konuna hans "for crying out loud".
Og ekki koma og segja að þið skiljið svona aðferðir, fólk sé svo reitt og ladídadída.
Það er ekkert sem réttlætir hótanir og ofbeldi.
Ef við almenningur leggjum okkur niður við svona lágkúru þá erum við engu betri en stórþjófarnir og spillingarliðið.
Ég er bálreið, ég hef verið það síðan í haust og maður fær ekki tækifæri til að koma upp og anda á milli nýrra frétta um ógeðið sem hér hefur grasserað.
Það sagði við mig maður í dag að ætla mætti að allt þetta fjármálasukklið hefði verið á kókaíni, svo gerspillt væri það allt saman.
Ég persónulega vona að svo hafi verið.
Má ekki til þess hugsa að fólk sé svona siðlaust á eigin safa.
En að hótunum.
Plís hagið ykkur eins og fólk en ekki eins og fífl.
![]() |
Bankastjóra Kaupþings hótað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Vinsamlegast útskýrið
Ég hlýt að vera tregari en venjulega í dag þar sem ég skil hvorki upp né niður í þessari tilkynningu frá Nýja Kaupþingi.
Þeir segja að öryggi starfsmanna hafi verið ógnað og því sé bankanum skylt að upplýsa að óheimilt sé með lögum að tjá sig opinberlega um málefni einstakra viðskiptavina os.frv.
Þeir segja líka að engar ákvarðanir hafi verið teknar um afskriftir á skuldum Björgólfsfeðga við Nýja Kaupþing.
Hver ógnaði hverjum og hvenær?
Hvað fór fram hjá mér á fréttavaktinni?
Vinsamlegast útskýrið fyrir mér fíbblinu takk.
![]() |
Öryggi starfsmanna ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
No way José
Ég er alla leiðina til tunglsins og til baka aftur sammála Vilhjálmi Bjarnasyni sem varar við borgarastyrjöld fá Björgólfarnir tveir helmingsafslátt af skuld sinni við Kaupþing.
Það er gengið alla leið við innheimtu skulda venjulegs fólks, engin miskunn sýnd og ég veit að ég mun ekki sitja þegjandi undir því að bankarnir felli niður skuldir þeirra manna sem hafa með græðgi sinni og oflátungshætti sett okkur og komandi kynslóðir í botnlaust skuldafen.
Bara ekki að ræða það.
Ég las nefnilega einhversstaðar í dag að þessi niðurfelling kæmi alveg til greina.
Nó vei Hósei!
Því mun almenningur aldrei kyngja þó seinþreyttur til vandræða sé.
![]() |
Varar við borgarastyrjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Þjófar og ribbaldar
Seðlabankastjóri segir að lausn bankakreppunnar sé aðallega spursmál um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé.
Nú legg ég til að Seðlabankastjóri og ríkisstjórnin setji sig í samband við Kaupþingsmógúlana, eins og t.d. Kristján Ara, Helga Sigurðsson, yfirlöffa Kaupþings (þar til í síðustu viku nánar til tekið) og alla hina strákana á listanum úr lánabókinni, og fái ráðleggingar hjá þeim hvernig maður býr sér til peninga algjörlega fyrirhafnarlaust.
Ekki má gleyma höfuðpaurunum Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má.
Sko, Kaupþingsstrákarnir fengu borgaðan arð af hlutabréfum sem þeir höfðu aldrei greitt fyrir!
Undarlegt?
Fyrir venjulegt fólk já, en hjá bankamógúlunum, algjörlega eðlilegt og löglega, viðurstyggilega siðlaust.
Í DV dagsins stendur orðrétt:
"Nokkrir af þeim lykilstarfsmönnum Kaupþings, sem fengu lán í bankanum til að kaupa hlutabréf í honum fengu greiddan arð upp á meira en milljarð króna á síðustu tveimur árum án þess að hafa greitt nokkru sinni fyrir bréfin. 17 af þeim 22 sem DV greindi frá í síðustu viku að hefðu fengið lán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum fengu samtals rúmar 1.2 milljarða í arðgreiðslur."
Ég skil reiði fólks.
Ég skil hins vegar ekki þessa peningahugmyndafræði.
Ég skil ekki hvernig þetta fólk getur sofið á nóttunni og horft framan í samlanda sína.
Ég legg til að fólk kaupi sér DV og lesi umfjöllunina úr lánabók Kaupþings.
Siðleysi?
Nebb, ekki nægilega sterkt orð yfir gjörninga þessa sjálftökuliðs.
Þjófar og ribbaldar er betur við hæfi.
P.s. Svo held ég að viðskiptaráðherra ætti að leita í smiðju annarra lögfræðinga en Helga Guðmundssonar, sem á allra hagsmuna að gæta, um hvort það sé löglegt að fella niður sjálfskuldaábyrgð þessa fólks.
Dálítið sjúkt að fá álit einmitt þessa lögfræðings er það ekki?
ARG.
![]() |
Aðgangur að lánsfé lausnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 6. júlí 2009
Ekki sumarfrí á miðri fokkings vertíð - ha?
Ég er nýbúin að blogga sjálfshjálparbækur sundur og saman í háði og varla búin að slökkva á lyklaborði þegar ég þarf algjörlega á einni svoleiðis að halda.
Halló, mér líður eins og barni sem snuðið hefur verið rifið af.
Eins og alka sem hefur brotið brennivínsflöskuna.
Eins og útrásarvíkingi sem búið er að rífa þotuna og snekkjuna af.
Hvar er Kastljós?
Það er ekkert Kastljós í kvöld og þulan lætur bara eins og það sé ekkert athugavert við það.
(Er ekki til einhver bók sem hjálpar mér að lifa af hérna?)
Hvernig á ég að vita hvað mér finnst?
Hvar á ég að fá upplýsingar til að mynda mér skoðanir?
Halló RÚV það er kreppa, allir ljúgandi, svíkjandi og prettandi, landið á hausnum og plottin í fullum gangi út um allt.
Maður fer ekki í sumarfrí á miðri fokkings vertíð.
Síldin saltar sig ekki sjálf það er nokkuð ljóst.
Silfrið er í fríi.
Núna Kastljós sýnist mér.
Og ekkert eftir nema andskotans Familie Journal á Stöð 2.
Glætan að ég leggist svo lágt að fara að fylgjast með því.
ARG og bavíanar.
![]() |
Sjálfshjálp gerir illt verra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. júlí 2009
Ríki í ríkinu
Það þarf orðið mikið til að ganga fram af mér.
En ríkissaksóknara tekst í annað skipti á stuttum tíma að gera mig nánast kjaftstopp.
Er þetta séríslenskt fyrirbrigði þessi þaulseta embættismanna?
Valtýr er ósnertanlegur í lögvernduðu starfi, enginn hefur vald til að setja hann af þótt rannsóknarhagsmunir krefjist þess í raun.
Tekur þessu persónulega að Eva Joly telji að hann eigi að víkja vegna þess að rannsókninni á bankahruninu geti verið stefnt í voða.
Fer ekki rassgat.
Svo er kvenfyrirlitningin sem hann sýnir franska dómaranum með ólíkindum alveg hreint.
"Þessi" kona með þráhyggju gagnvart honum!
Mér finnst svona almennt og yfirleitt, burtséð frá persónum og leikendum, að ekkert starf í íslenska embættismannakerfinu (né nokkurs staðar) sé svo múr- og naglfast að ekki skuli vera hægt að láta fólk víkja ef sú staða kemur upp.
Hvernig er það eiginlega, hversu langt nær þetta atvinnuöryggi?
Segjum ef ég væri í djobbinu, dytti í það, lemdi mann og annan og færi fram með almennum rustaskap, væri þá ekki hægt að reka mig?
Ha?
Bara ríki í ríkinu, eins og drottningin yfir Íslandi?
Nei í alvörunni, hvað er að?
Valtýr; hættu þessum prímadonnustælum.
Það kemur alltaf maður í manns stað.
Þannig er nú það og þetta er ekki persónulegt.
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Davíð og Debbí túlka í kór
Ég kemst ekki yfir það hvað Davíð hefur mikinn slagkraft.
Annan daginn í röð hafa staðhæfingar Davíðs um hvaðeina verið reknar ofan í hann með staðreyndum.
Davíð er bara í rugli og tjóni ef hann opnar munninn.
Og hverjum er ekki sama um söguskýringar DO?
Reyndar sagði húsband mér að það væri gott að hvorki ég né Davíð værum túlkar hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hann hefur reyndar kallað mig Debbí túlk í mörg ár þessi elska þegar hann gapir yfir upprifjunum mínum af fortíðinni sem hann vill meina að séu með ævintýralegri söguskýringum en gerist og gengur.
Stundum minnist ég á eitthvað úr fortíðinni og þá oftast mér til framdráttar í argjúmenti og þá segi ég t.d.; Manstu þarna um vorið að við fórum og gerðum og þú sagðir og ég sagði og þá gerðist þetta?
Hann: Nei, það var alls ekki svona, þetta var um vetur og þú varst ekki einu sinni með í för og ert því ekkert til frásagnar um þetta atriði.
Ég: Hvað er að þér, ég var víst þarna, ég held að ég muni það, var í svörtu leðurkápunni, stígvélunum sem ég keypti í London og þú varst í gráa jakkanum með hárið í tagli.
Hann: Þetta er ekki argjúment Debbí mín, þetta er tísku- og hárgreiðslulýsing.
Ég: Ég er bara að benda þér á að ég man meira að segja hvernig við vorum klædd svo vertu ekki að draga allt í efa sem ég segi, minni mitt er óbrigðult sem er meira en þú getur státað af.
Hann: Það er enginn mælikvarði á eitt né neitt, þú manst hvernig fólk var klætt í sjoppunni þegar við fórum og leigðum mynd 1998 en þú ert löngu búin að gleyma hvað myndin hét.
Ég: Nei, það var Steel Magnolias.
Hann: Aha! Ég vissi að Debbí væri mætt í öllu sínu veldi.
Værir þú að túlka hjá UN þá hefði heimsstyrjöld skollið á fyrir löngu síðan.
---
Hvað get ég sagt, maðurinn er beinlínis vondur við mig.
Svona er ég, deili öllu með ykkur, leit á g-bletti, skoðun minni á Davíð og rifrildum á kærleiks.
Og er svo opin frjáls og utanáliggjandi.
Hjálp.
![]() |
Ósvífin og ódýr afgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Rosalega vanstilltur á geði - ha?
Lífið eftir kreppu er súrrealískt.
Ég sver það.
"Hann tók því illa, sagði Geir H. Haarde við blaðamann Morgunblaðsins í trúnaðarsamtali í október í fyrra, en fyrr um daginn hafði hann tilkynnt forsætisráðherra Hollands að Íslendingar hygðust ekki standa við viljayfirlýsingu eða minnisblað um að ábyrgjast lágmarksinnstæður á Icesave-reikningum í Hollandi."
Tók maðurinn því illa?
Rosalega er hann eitthvað vanstilltur á geði ha?
Ef það yrði hringt til mín og mér sagt ævisparnaðurinn minn sem ég lánaði Jóa á hjólinu, yrði ekki borgaður til baka því Jói ætlaði að kaupa sér mótorhjól fyrir peningana, þá myndi ég taka því illa?
Ætli ég gengi ekki af göflunum bara og myndi setja í gang alvöru innheimtuaðgerðir á helvítið hann Jóa?
Eða hreinlega reisa honum níðstöng, svei mér þá.
Eins gott að ég hef ekkert sparað.
Algjörlega gulltryggð aðferð við að missa ekkert, að hafa ekki átt krónu inni í frábæru bönkunum.
Tæki því illa minn afturendi. Maðurinn hefur auðvitað brjálast. Þetta er vansögn aldarinnar só far.
En ég er með áhyggjur af öðru.
Ég sé fólk tapa húmornum í kringum mig í stríðum straumum.
Sko, ég treysti okkur öllum til að lifa af kreppuna og allt sem mögulega getur yfir okkur dunið ef við höldum húmornum.
En fólk sem fer að taka sig of alvarlega, hættir að geta sett lífsreynsluna í meinfyndið ljós, á ekki mikla von um að komast af með geðið í lagi.
Því kaldhæðnari sem við verðum, því betra.
Kommon, lifum og lærum.
Mikið djöfull er mikið af efni í gangi fyrir háðfugla þessa lands.
Ef þeir eru þá ekki líka búnir að tapa húmornum.
Svei mér þá og ésús minn á fjallinu.
Úje.
![]() |
Geir Haarde: Hann tók því illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Davíð hvað og leitin að g-blettinum heldur áfram
Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég sá að gasprið í Davíð var mest lesna fréttin á Mogganum og fyrsta frétt í kvöld á báðum sjónvarpsstöðvum (ókei, rétt skal vera rétt, hún var númer tvö á RÚV).
Merkilegt svona miðað við allt sem maðurinn hefur látið út úr sér frá hruni, (margt af því hefur ekki haldið vatni) að fólk rifni á samskeytunum ef konungurinn hefur skoðun.
En..
En ég hef ekki stórar áhyggjur af Davíð.
Það er hægt að sitja og rífa sig, benda hingað og þangað og gefa sig út á frímerki, það breytir ekki staðreyndum.
Reyndar hef ég meiri áhyggjur af öllum sjálfshjálparbókagenginu sem fær nú rannsóknir í andlitið á sér sem segja að þessi rit geti virkað þveröfugt.
Ég þoli ekki sjálfshjálparbækur.
Við reynum aftur:
Ég hata sjálfshjálparbækur (súmítúðefokkingbón).
Það er svo mikil uppgjöf falin í að sitja og lesa um hvernig maður á að lifa lífinu.
Hvernig maður verður elskuverður.
Nú eða fullur sjálfstrausts.
Eða hvernig maður nær sér í mann.
Fær betri vinnu og glás af peningum.
Bækurnar sem eiga opna fyrir unaðssemdir kynlífsins þar sem meðfylgjandi er kort sem leiðir þig að g-blettinum.
Ég átti tímabil þar sem ég var dálítið höll undir svona bókmenntir.
Það er skemmst frá því að segja að þær voru með leiðinlegri lesningu sem ég hef komist í.
Svo ég tali ekki um megrunarbókmenntirnar.
Nei, má ég þá heldur biðja um almenna skynsemi.
Sem mig reyndar vantaði í kvöld þegar ég fékk mér súkkulaði.
Algjörlega óábyrgur sykursjúklingur.
En hafið þið smakkað 75% súkkulaði frá Ekvador með þurrkuðu chillí?
Ekki, núnú, þá hafið þið ekki lifað lífinu.
Best að það komi fram varðandi g-blettinn, ég er enn að leita.
Og svo er ég farin að sofa addna villingarnir ykkar.
Ésús minn á galeiðunni.
![]() |
Ekki setja þjóðina á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. júlí 2009
Atli Húnakonungur í jakkafötum
Bankahrunið hefur heldur betur sest að í heilanum á mér.
Sum nöfn, t.d. eru órjúfanlega tengd vissu fólki sem stóran þátt hefur átt í ósköpunum.
Ég vona samt að það sé vegna þreytu minnar eftir að hafa verið með tvö ákaflega skemmtileg börn í gistingu (sem vakna í bítið, svo það sé á hreinu) sem gerir það að verkum að ég geng ekki á öllum.
Þegar ég settist niður til að lesa Moggann og sá þessa fyrirsögn sem hér má lesa í viðtengdri frétt, sá ég samstundis Birnu bankastjóra í Glitni (ó excuse moi, Íslandsbanka), fyrir mér.
Alveg: Vá, hvaða della er þetta, hún tók kúlulán sem hvarf og svona en hún bítur varla fólk ha?
En samt varð ég að tékka.
Það er hægt að ljúga öllu að manni nú orðið, enda raunveruleikinn lygasögu líkastur.
Svo var ég líka að hugsa um annað.
Á milli nútíma ribbaldana, eins og þessara sem tóku íslenskt efnahagslíf í görnina og stuðluðu að mestu niðurlægingu og hörmum Íslandssögunnar annars vegar, og hins vegar gömlu ribbaldana sem fóru fram með hernaði, eru klár tengsl.
Nútíma ribbaldar eru klæddir í Armani jakkaföt.
Setjið Atla Húnakonung og Gjengis Kan í Armani í huganum, sami grautur, sama skál.
Ókei, glæpirnir eru öðruvísi en innvolsið er samt af sama meiði.
Atli og Gjengis notuðu vopn, okkar víkingar notuðu tölvur.
Afleiðingar í báðum tilfellum: Sviðin jörð.
Græðgi í völd og peninga var drifkraftur þessara manna.
Og talandi um bankahrun, græðgi að viðbættri ótrúlegri forstokkun sem jaðrar við mikilmennskubrjálæði.
Hannes Smára sem áfrýjaði til Hæstaréttar húsleitinni á heimilum sínum.
Og núna harmaminning þessa manns hér.
Hélt einhver að þessir menn skömmuðust sín fyrir hlut sinn í falli Íslands?
Okei, þið sem það gerðuð skuluð hugsa málið upp á nýtt.
Ég "on the other hand" er farin í hugleiðslu og bænaköll.
Svo verðið þið að sjá skopmyndina af Steingrími og stjórnarandstöðu í Fréttablaðinu og í leiðinni frábæran leiðara Páls Baldvins á sömu síðu.
Hvorutveggja brilljant.
Reyndi að hlaða inn en gat ekki.
Úje.
![]() |
Birna beit skokkara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr