Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 3. júlí 2009
Samsæri í gangi?
"Húsleitir efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og haldlagning á gögnum í tengslum við rannsókn á meintum hegningarlagabrotum Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, var lögmæt, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur en Hannes Smárason kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar."
Ji, ég sverða, er samsæri í gangi gagnvart Hannesi Smárasyni?
Nú neyðist hann til að fara fyrir mannréttindadómstólinn með málið.
Djöfuls meðferð.
![]() |
Húsleitir í máli Hannesar lögmætar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. júlí 2009
Refsingu við hæfi takk
Ég er ekki sérstaklega trúuð á refsingar svona almennt.
Ég er heldur ekki neitt tiltakanlega blóðþyrst í eðli mínu heldur og hef skömm á öllu ofbeldi.
Ég hef hins vegar þá skoðun að skilaboð þjóðfélagsins eigi að vera skýr þegar kemur að dómum fyrir ofbeldi og kynferðisafbrot en dómar við þeim hafa lengst af verið til skammar fyrir þessa þjóð.
Ég hef aldrei velt mér svo mikið upp úr dómum fyrir hvítflibbabrot fyrr en núna að maður reynir að horfast í augu við íslenska hrunið og þá staðreynd að handfylli manna hafa með græðgina að leiðarljósi staðið að stærsta bankaráni sögunnar.
Heil þjóð var lögð undir með góðri aðstoð ráðamanna og eins og það sé ekki nóg þá var almenningur í nálægum löndum rændur líka.
Aðstoðarmaður Evu Joly vill meina að okkar eigin íslenska bankahrun sé stærra mál en Enron.
Því miður þá held ég að það sé nærri lagi hjá manninum.
Í Ameríku var verið að dæma mann í 150 ára fangelsi fyrir stórþjófnað og svik.
Ég er ekki að mælast til að við tökum þá til fyrirmyndar með árafjöldann en halló, þessir menn ganga allir lausir, eru í bissniss og einn þeirra var að kaupa sælgætisverksmiðju og ætlar greinilega að halda áfram að græða.
Nú er mér einfaldlega nóg boðið.
Hvaða djöfulsins siðleysi er í gangi eiginlega?
Um leið og verið er að skera niður, lífskjör okkar á hraðri niðurleið og orðsporið komið í vaskinn, þá eru þessi glæpamenn enn þá rífandi kjaft og á fullri ferð í ljúfa lífinu.
Einn þeirra er meira að segja búin að áfrýja húsleit á heimilUM sínum til Hæstaréttar.
Getur spillingin og siðleysið náð lengra?
Sennilega þegar Ísland á í hlut.
Svei mér þá að ég skrifi upp á að þjóðin taki á sig allar þessar drápsklyfjar langt fram í tímann meðan glæpamennirnir halda áfram eins og ekkert sé.
Vinsamlegast frystið eigur þessara manna og sjáið til að þeir fái refsingu sem hæfir afbrotinu.
Þangað til verður aldrei sátt eða friður í íslensku samfélagi.
![]() |
22 fengu 23,5 milljarða að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Ljótleiki lífsins
Það er oft talað um myrkar miðaldir, vargaldir, grimmd og þrælahald og það er yfirleitt gert um leið og það er undirstrikað hversu langt okkur manneskjunum hefur fleygt fram.
Við hristum höfuðið yfir mannvonsku og samviskuleysi þeirra sem á undan hafa verið og erum bara nokkuð brött yfir því hversu frábær við erum í samanburði við forfeðurna.
Grimmdin er mis mikil eftir þjóðfélögum og þá væntanlega í einhverju hlutfalli við hversu góðar eða slæmar aðstæður almennings er.
Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að Kínverjar, Arabar eða aðrar framandi þjóðir séu verri að upplagi en við á vesturlöndum.
Því stærri sem fátækin og eymdin er því meiri grimmd og mannvonska.
Í neyðinni blómstra skíthælarnir og mannleysurnar.
Þrælaiðnaðurinn hefur aldrei verið stærri í veraldarsögunni en núna.
Mannréttandabrot eru framin á hverjum degi.
Hungur og sjúkdómar herja á stóran hluta mannkyns.
Örlítið brot af heiminum ræður yfir stærstum hluta auðsins.
Þess vegna er þessi frétt frá Kína bara enn áminningin um hversu langt við manneskjurnar eigum í land hvað varðar þroska.
Og þetta kemur okkur öllum við.
Hvað getur maður gert í öllum þessum ljótleika í lífinu?
Icesave hvað?
![]() |
Kínversk börn seld til ættleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Ég er ástfangin með stjörnur í augum
Eftir að hafa gefist upp á að horfa á Icesaveumræðurnar á þinginu, þökk sé Framsókn og Sjálfstæðisflokki, verð ég að segja að ég er ástfangin og það af tveimur mönnum og jafn mikið af báðum!
Róleg, bara pólitískt skotin en að því marki að ég er með stjörnur í augunum.
Eftir að hafa hlustað á ómálefnalegar upphrópanir BB og SDG ásamt meðreiðarsveinum þá var ég komin með kökk í hálsinn.
Hugsaði með mér að hvernig sem þetta Icesave mál færi þá ætti það eftir að drepa mig á endanum.
Hvers vegna?
Jú út af helvítis dómadagsspám ákveðinna manna í minnihlutanum.
Ásamt með því að þurfa að horfa á þá tala sig hása úr þykjustunni föðurlandsást þegar þeir eru fyrst og fremst að hugsa um að komast að kjötkötlunum.
Svo kom Valgeir Skagfjörð og talaði frá hjartanu og hann gerði það fallega, svo fallega að ég öðlaðist aftur trúna á mannfólkið (lesist þingmenn í minnihluta).
Ég var ekkert endilega sammála honum frá a-ö en ég er viss um að hann er ekki þar sem hann er til að ota sínum tota og honum er í alvörunni ekki sama um þjóðina.
Sjaldgæfur eiginleiki í pólitík undanfarinna ára.
Svo kom Ögmundur, hann talar líka frá hjartanu og hann sló líka í gegn hjá mér.
Ég treysti Ögmundi og í dag jók hann enn við nýfengna bjartsýni mína sem mér áskotnaðist undir ræðu VS.
Sko, Ögmundur er ekki ákveðinn í Icesavemálinu (Og ég skil hann svo vel, eins ástatt um mig offkors).
Hann segir það beint út og margt annað líka sem ég get tekið undir.
Þannig að nú er ég bullandi ástfangin af tveimur pólitíkusum.
Og á meðan það endist (sem þarf ekki að vera lengi, er á meðan er) þá get ég umborðið helvítis kjaftæðið í tómu tunnum þingsalarins án þess að henda mér í gólf og slá mig í höfuðið með fjarstýringunum þremur sem liggja hér á borðinu fyrir framan mig.
Úje.
![]() |
Ögmundur ekki ákveðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Reiðilestur
Það er verið að skvetta málningu á hús strákanna "okkar".
Hef eiginlega ekki skoðun á því en ég sé heldur ekki tilganginn með því.
Mér hefur alltaf verið illa við stjórnlausa reiði.
Það er mikið af henni í gangi núna og búið að vera frá því í haust.
Sem er skiljanlegt svo sem.
Reiði er fín orka ef manni tekst að beina henni í uppbyggilegan farveg.
Reiði sem frussast í allar áttir, reiði sem kallar ekki á niðurstöður, reiði sem gerir það að verkum að maður vill ekki hugsa og vill ekki lausnir er til einskis brúkleg en veldur mikilli vanlíðan.
Stundum er eins og við séum öll svo öskrandi reið yfir því sem yfir okkur hefur dunið að við viljum bara vaða áfram eins og naut í flagi.
Maður uppsker auðvitað magasár eða jafnvel hjartaáföll og fleiri líkamleg veikindi.
En þá er það líka upp talið.
![]() |
Málningu skvett á hús auðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Hugmynd?
Landstjórn Íslands, þ.e. AGS vill ekki stýravaxtalækkun.
Og þá verður auðvitað engin stýrivaxtalækkun.
En eins og allir vita þá hefur AGS brillerað alls staðar sem þeir hafa komið að málum.
Algjörlega reddað hverju landinu á fætur öðru.
Ég er með hugmynd.
Hendum þeim út.
"Thanks for nothing".
ARG
![]() |
AGS vill ekki stýrivaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Óábyrgir lýðskrumarar
Alveg er ég hissa.
Meirihluti Íslendinga á móti Icesave samningnum.
Ji, ég er svo hlynnt Icesave.
Hélt að allir væru beinlínis í skýjunum yfir þessari tæru snilld Landsbankamanna.
Svo er annað.
Einn bloggari kom með þá uppástungu að láta Íhaldið og Framsókn, með aðstoð einhverra Borgarahreyfingarþingmanna, sjá um að semja.
Er það ekki lógískt að þeir tveir flokkar sem mest andskotast núna og einkavæddu bankana á sínum tíma og færðu glæpamönnunum þá á silfurfati taki ábyrgðina?
Þetta er þeirra skítur, þeirra ábyrgð.
Og fólk er svo fljótt að gleyma uppruna hrunsins, persónum og leikendum.
Samfylkingin heldur sér líka fallega til hlés og lætur VG um baráttuna.
Kannski geta þeir veitt ráðleggingar á kantinum.
Ég er komin með upp í kok af óábyrgum lýðskrumurum sem hrópa á torgum en hafa litlar sem engar lausnir fram að færa.
Þeir hljóta að taka þetta með vinstri og brillera í málinu.
Þetta fólk má skammast sín fyrir óábyrgt tal þar sem það situr í skotgröfunum.
![]() |
Meirihluti mótfallinn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Ég er stoltur bótaþegi með hrun á minni könnu
Auðvitað liggur lítið á að koma "launahækkunum" í framkvæmd.
Dúllið ykkur bara strákar, pöbullinn er vanur að bíða.
Og að öðru svipuðu og mér beinlínis viðkomandi.
Ég er öryrki og fæ ágætis lífeyrisgreiðslur.
Það er í mér hálfgerð skömm yfir þessari stöðu minni, hef aldrei náð því að vera stoltur bótaþegi, þrátt fyrir að telja mér trú um að það sé í fínu enda hef ég unnið fyrir góðum launum stærstan hluta lífs míns, borgað skatta og verið til friðs að mestu.
Það má segja að ég sé haldin fordómum gagnvart sjálfri mér sem bótaþega enda reyni ég að lifa af þennan status með því að taka einn dag í einu og vonast eftir kraftaverki.
Ég fæ sem sagt hluta minna örorkugreiðslna frá Tryggingastofnun.
Afganginn úr tveimur lífeyrissjóðum.
Nú ber svo við að frá og með deginum í dag er ég stoltur bótaþegi og skammast mín ekki lengur fyrir ástand mitt.
Ég er nefnilega byrjuð að greiða niður skuldir útrásarvíkinganna.
Þar þótti engin ástæða til að bíða með að framkvæma nýju lögin frá ríkisstjórn sem kennir sig við hina norrænu velferð.
Svona lítur mitt dæmi út:
af 92.923 krónum sem ég átti að fá greiddar þennan mánuðinn fær ég 86.000.
Ergó: Ég borga rúman 6000 krónurl af þessari upphæð fyrir strákana "okkar".
Svo nenni ég ekki að tíunda þær skerðingar sem ég verð fyrir frá þeim lífeyrissjóðum sem ég fæ greitt úr.
Ekki misskilja mig, ég á ekkert bágt. Hef ekki yfir miklu að kvarta ef frá er talið sú himneska hamingja sem margir halda að líf á bótum sé og ég myndi gjarnan vilja vera laus við.
Frá og með þessum degi mun ég þenja út brjóstið og minna mig á að ég sé borgunarkona fyrir íslensku útrásina.
Ég og "kollegar" míni í bótadeildinni.
Ég tek fram að ég kaus VG og ennþá sé ég engan sem ég tel að ég hefði betur kosið.
Við erum einfaldlega í skelfilegum málum þessi þjóð.
En mikið djöfull finnst mér lágt lagst að byrja á þeim sem minnst hafa á meðan sökudólgarnir eru enn í blautum draumum græðginnar og að því er virðist ósnertanlegir.
En ég er þó stoltur bótaþegi með hrunið á minni könnu.
Segið svo að maður geri ekki gagn í þjóðfélaginu.
![]() |
Hækkunin ekki greidd strax út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Tilgerðarveldi ímyndaðs göfuleika - arg
Þá sjaldan þegar menn tengdir bankahruninu sjá sig tilneydda til að hætta (á líka við í pólitík), af hverju í skollanum hefja þeir sig alltaf upp í æðsta andskotans tilgerðarveldi ímyndaðs göfugleika?
Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur bæði gamla og Nýja Kaupþings, sem DV segir frá í dag að hafi sjálfur skuldað 450 milljónir þegar hann kvað upp úr með að niðurfelling ábyrgða á starfsmenn bankans væru í lagi og gerði sig þar sekan um hámark siðleysisins, ætlar nú að hætta.
Ætlar hann að hætta vegna þess siðleysis sem felst í gjörðum hans?
Ætlar hann að hætta vegna þess að lögfræðilegt álit hans sem farið hefur verið með eins og boðorðin tíu meitluð í stein af viðskiptaráðherra, reyndust gefin af manni sem hafði beina persónulega hagsmuni af því að farið yrði að ráðum hans?
Ætlar hann að hætta af því að hann er bullandi vanhæfur?
Nei, auðvitað ekki.
Enginn svoleiðis hálfvitaháttur er ástæða þess að hann segir starfi sínu lausu frá og með deginum í dag.
Nei, hann er auðvitað svo göfugur að hann ætlar að hætta til að skapa frið um bankann.
Afsakið á meðan ég garga mig hása, frem á mér andlega kviðristu og brýt allt sem brothætt er í kringum mig.
Allt í huganum samt.
P.s. Það mun heldur ekki skapast neitt traust, friður eða nokkur skapaður hlutur annar um þessa banka á meðan sama fólkið situr þarna eins og ekkert hafi í skorist.
Hræsnarar.
![]() |
Helgi hættir hjá Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
En í boðhætti?
"Við svörum aldrei spurningum í viðtengingarhætti, sagði starfsmaður embættis forseta Íslands þegar reynt var að fá svör við því hvort embættið myndi brúa bilið í samskiptum Katar og Íslands ef embætti sérstaks saksóknara færi þess á leit við embættið.
Okei, þið svarið ekki spurningum í viðtengingarhætti hjá forsetaembættinu.
Hvað með boðhátt?
Gengur það hrokagikkirnir ykkar?
![]() |
Forsetinn útilokar ekki aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr