Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Spörum

Íslendingar hafa sagt sig úr NASCO (Norður-Atlandshafs laxverndunarstofnunni).

Gott.

Ekki að ég hafi ekki tröllatrú á öllu alþjóðlegu samstarfi þjóða en núna er kreppa, við höfum ekki efni á svona fíneríi.

Segjum okkur úr sem flestum grúppum á meðan við vinnum okkur upp úr leðjunni.

Svo má spara allskyns hégóma í opinberum rekstri.

Bílar, bílastyrkir, utanlandsferðir með mökum, Saga klass og fleira slíkt.

Út með það.

Höldum áfram að leggja til samhjálparinnar í fátækum (fátækari) löndum heims.

Þar má ekki skera niður.


mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 hin íslenska gula pressa?

Ekki ætla ég að blogga um morðmál.

En ég tengi á fréttina vegna þess að mér er svo nóg boðið eftir að hafa horft á umfjöllun Stöðvar 2 um þetta sorglega mál að mér finnst að ég verði að blogga um það.

Fólk sem ég hef talað við á ekki orð.

Þarna fór skólasjónvarpið yfir öll mörk í auvirðilegri "fréttamennsku" með nærmyndum af blóði og viðtali við nágranna þess grunaða.

Sá lýsti í smáatriðum áverkum á þeim látna.

Hvað á þetta að þýða?

Eru þetta kjánar sem reka fréttastofu Stöðvar 2?

Er þeim ekkert heilagt?

Reyndar hafa fréttirnar hjá þeim dalað að því marki að hér á bæ eru þær kallaðar upphitunarfréttir.

Ergó: Yfirborðskennd umfjöllun um atburði og svo þessi gulupressu fréttamennska sem gerði endanlega út um mitt áhorf á stöðina.

Enda ekki af miklu að missa.

Ég vildi að Heimir Már Pétursson myndi skella sér á annan miðil.  Einfaldlega of góður fyrir þessa málamyndafréttastofu.

Sá sem hleypti þessu í loftið má skammast sín og það niður í tær.

Hér er innslagið.  Ekki að ég mæli með því.


mbl.is Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viskuþurrð og vitflótti

Það þarf svo sem enga rannsókn til að segja okkur að orðstír Íslands sé í frjálsu falli.  Það sér hvert barn.

Ég held að það líði laangur tími þar til íslenska þjóðarsálin getur leyft sér að horfa stolt framan í heiminn.

Ekki að við almenningur höfum eitthvað til saka unnið, síður en svo en bankadólgarnir og stjórnvöld lögðu landið og fólkið undir í græðgi sinni og oflæti.

Svo er það þetta með fólksflóttann.

Spekilekann margumtalaða.

Ég þoli ekki þetta orð "spekileki" þó það megi að sjálfsögðu nota það í rapp og rím.

Speki er ágætt íslenskt orð.

Spekingur er flott.  Ég t.d. er spekingur mikill en það vita bara allt of fáir að því. Mig vantar almannatengil.

Leki er orð sem á ekki upp á mitt pallborð (pallborð?  Hvað er að?).

Það er nefnilega þannig á Íslandi í dag að leki í meiningunni að koma nauðsynlegum upplýsingum út til fólks er farið að fá á sig leiðinda blæ.

Reyndar ættu persónur og lekendur að fá fálkaorðuna þá fyrst yrði hún þó einhvers virði.

Leki stendur líka fyrir að blotna í fæturna í mínum haus.

Vatnsleiki er vondur.

Manni verður kalt og þarf að byrja að ausa.

Hvað get ég gert að því þó orð fái svona merkingar í hausnum á mér?

Nei, ég reyki ekki kannabis, er svona klikkuð á eigin safa.

Hafiði aldrei orðið fyrir því að íbúðin er farin á flot og parketið festist við lappirnar á ykkur þegar þig stígið alsaklaus fram úr rúminu á morgnana?

Ekki?  Þá hafið þið ekki lifað.

Þess vegna vil ég skipta út spekilekanum og nota í staðinn viskuþurrð eða vitflótta.

Út með spekilekann.

Svo er heldur alls ekkert víst að viskubrunnarnir fari úr landi.

Kannski bara hvítflibbaglæpamenn.

Bjartsýn?

Jább, ég heldi nú það börnin mín á galeiðunni.

Og í dag er haustið formlegt á þessari síðu.

Blogga á morgun um frábæru Sveppabókina sem var að koma út.

Allir út að týna.


mbl.is Vörumerkið Ísland stórskaddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og maður í trans

Geir H. Haarde, sagði við breska ríkisútvarpið í dag, að það hafi verið of seint á síðasta ári að bregðast við þeim erfiðleikum sem steðjuðu að bankakerfinu.

Einmitt.

Þess vegna óðu hann og ISG væntanlega í allar áttir um heiminn til að selja lygina um að allt væri í lagi.

Vá hvað það er búið að kosta íslensku þjóðina.

Svo skil ég ekki af hverju GH talar alltaf fyrir utan sjálfan sig, svona eins og maður í trans sem kom ekki nálægt neinu.

Alveg eins og miðill bara að túlka skilaboð að handan.

Jájá, "mayby I should have" alla leið.

Arg.


mbl.is Of seint að bregðast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í strætið

Jæja, nú mun fólk, eða allir sem vettlingi geta valdið mæta í Austurstrætið á morgun fyrir utan hús skilanefndar.

Jafnframt munu alþingismenn og ráðherrar fá mikið af ímeilum og símtölum.

Lúðrar munu þeyttir til að leggja áherslu á að almenningur er núna endanlega búinn að fá nóg.

Hvernig veit ég þetta?

Nú af því mér og nokkrum öðrum stelpum datt þetta í hug.

Er eftir einhverju að bíða?

Hvað segist um morgundaginn.  Fundur á Alþingi og svona og skilanefndin væntanlega í vinnunni, nema hún sé úti að borða eða hafi hreint af skroppið til Saudi í afskriftaferð.

Jamm, nú skulu lúðrar þeyttir.

Er það ekki krakkar mínir?

Kíkið hér og fylgist með þróun mála.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuósk

Ég óska Þráni Bertelssyni til hamingju með að vera nú formlega laus við þinghóp Borgarahreyfingarinnar.

Í upphafi þingfundar í dag var lesið upp bréf frá Þráni þess efnis.

Hann lýsir því líka yfir að hann hafi slitið öllu samstarfi við fólk sem telji orðheldni til marks um alvarlega heilabilun.

Vel orðað.

ÞB stendur keikur eftir þó vonir hafi eflaust staðið til þess að hann bugaðist og hyrfi úr stjórnmálum.

Mátulegt á þá sem lögðu ÞB í einelti.

Ónei, nú er hann á eigin vegum laus við sjúkdómgreinirinn Margréti Tryggvadóttur og félaga hennar.

Annars er ég að hugsa um að panta mér tíma hjá MT og sálfræðimenntaða flugumanninum sem getur greint alvarlega heilasjúkdóma úr fjarlægð.  Sá er fjölhæfur og myndi henta mér vel, hata að fara til lækna.  Nú get ég rifið kjaft í tölvunni á meðan þau greina mig.  Úje.

Ég er nefnilega orðin svo ósamvinnuþýð á heimili upp á síðkastið.

Ætli ég sé komin með slæmsku í heilastofninn?

Eða þá að ég sé að verða hættulega geðveik?

Neh, örugglega upppantað.

Fer til grasa.

Flott.


mbl.is Þráinn úr þingflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spekileki hvað?

Það er bara rífandi gangur hjá Embætti sérstaks saksóknara.

16 sérfræðingar á fullu og nú er flutt í nýtt og stærra húsnæði.

En samt þá hef ég þá tilfinningu að það þurfi gott betur en stórt húsnæði.

Ég held að það þurfi heilt þorp gott ef ekki borg til að ná utan um glæpina.

Svo margir og stórir eru þeir.  Enda ekki smámál að blóðmjólka heila þjóð þó fámenn sé.

Svo er Gulli Þórðar tuðandi í ræðustól.

Með áhyggjur af að það fáist ekki hæft fólk ef launin fara ekki yfir milljón á mánuði.

Halló, enn er þetta fólk ekki búið að ná því að tími ofurlaunanna er liðinn.

Enn er trúin á græðgina í fullu gildi hjá sumum.

Spekileki hvern andskotann?

Ef liðið með spekina er allt að kafna úr græðgi þá getur það bara farið.

Ég trúi að það sé fullt af ærlegum manneskjum á Íslandi sem er ekki með græðgislefuna lekandi út úr munnvikunum.

Allsstaðar í þjóðfélaginu.


mbl.is Saksóknari í nýjum húsakynnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maria Greta í máli og myndum og smá auglýsing

Fyrir 31 ári fékk ég þessa örmannesku í hendurnar.

ammó1

Hún heitir María Greta Einarsdóttir og er miðstelpan mín.

Við fórum á stofu með hana í ljósmyndun til að festa kraftaverkið á filmu.

ammó

Núna býr hún í London og við söknum hennar sárt einkum á þessum degi.

Elsku Maya okkar, innilega til hamingju með daginn þinn frá okkur á kærleiks.

ammó3

Svo verð ég að setja inn þessa mynd sem lýsir henni dóttur minni betur en nokkur orð geta gert.  Hér er mynd af henni sem tekin var núna í júlí en eins og sjá má eru gemsarnir tveir.  Busy, busy woman.  Krúttkast.

ammó2

Og af því ég er komin á persónulegu nóturnar þá vantar Steinunni Ólínu vinkonu minni barnapíu til L.A.

Steinunn Ólína leitar eftir barngóðri heilbrigðri manneskju/au pair til að passa börn í San Diego frá 1. september til 1.des. 2009 ca.40-45 stundir á viku. Laun samkv.Au Pair samningum, sér herbergi, yndæl börn, góður matur og frábært veður í boði.
Þarf að kunna á bíl og hafa gaman af því að vera á róló!

áhugasamir sendi fyrirspurnir á steinunnolina@mac.com

Eru ekki allar heilbrigðar barnelskar manneskjur æstar í að komast í sólina og lífi í San Diego?

Njótið dagsins krakkar mínir.

Við sjáumst að vörmu.

Krúttkveðjur frá mér.


Morð, nauðgun og brotin nögl

 neglur

Fyrirsögnin er: "Ofbeldi, ölvun og biluð lyfta."

Vá, svo líbó eitthvað.

Ætli við eigum næst eftir að lesa:

"Morð, nauðgun og brotin nögl"?

Eru allir að verða ónæmir fyrir alvarleika ofbeldis á þessu klikkaða landi?


mbl.is Ofbeldi, ölvun og biluð lyfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og hver önnur beinagrind

 

Ég hef komið mér upp lífsreglu nýlega (ókei, fyrir þremur árum þegar ég varð edrú) og hún er sú að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins á meðan ég lífsandann dreg.

Ekki láta ykkur detta í hug að nú ætli ég að fara að hljóma eins og sjálfshjálparbók sem gæti heitið;

"Lifðu lífinu lifandi" nú eða "Elskaðu sjálfa þig".

Eða eitthvað annað viðurstyggilega væmið og ofnæmisvekjandi yfirborðssnakk.

Ónei, fyrir mér þýðir núið og lífið að vera glöð, reið, spennt, óróleg, pollróleg, hrygg og í banastuði.

Sem sagt allur tilfinningaskalinn svona beisíklí.

En þegar ég dey, sem ég á sterklega von á að ég geri þá er mér sama hvar afgangurinn af mér lendir.

En ég myndi gjarnan vilja verða í jarðaförinni minni til að taka status á mætingu og sjá hverjir af vinum mínum eru grátandi og svona.

Til að bústa egóið.

Svo finnst mér dapurlegt að geta ekki lesið minningargreinarnar um mig því ég er viss um að þær hljóta að verða mergjaðar.

Af hverju?

Jú af því að ég er svo bilaður persónuleiki.

Þið sem enn eruð að lesa verðið að fara að drífa ykkur á bókasafnið og ná ykkur í almennilegt lesefni þetta gengur ekki lengur að láta mig fokka svona í ykkur.

En aftur að alvöru málsins.

Hver nennir að eyða milljónum í að kaupa grafreitinn við hliðina á afganginum af Marilyn Monroe.

Ég kann mína anótómíu og ég get fullvissað ykkur um að Marlilyn er jafn óspennandi og hver önnur beinagrind af Jónu Jóns.

Það hringlar jafn hátt í báðum.

Þið megið grafa mig við hliðina á Jóa á hjólinu þess vegna.

Þið megið jafnvel dreifa ösku minni yfir Morgunblaðshúsið til minningar um bloggtímabil mitt sem ég ástundaði áður en ég fór að skrifa bækur og verða heimsþekktur rithöfundur á Íslandi.

Ég bið bara um eitt.

Aðeins eitt.

Ekki láta Framsóknarmann við hliðina á mér.

Það myndi ég ekki afbera.

Ég gengi aftur.


mbl.is Lagst til hvílu hjá Marilyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.