Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Eins gott að vera bara fullur
Erill var uppstrílaður á djamminu á menningarnótt.
Sem verður að ómenningarnótt um miðnættið eins og allir vita.
Mér finnst reyndar dálítið kómískt og sorglegt hversu auðvelt það er að fylla bæinn á menningarnótt og Gay Pride og, og, og, en algjörlega vonlaust að draga kjaft út úr húsi til að mótmæla öllu því ranglæti sem við höfum verið beitt síðan allt hrundi.
Ég ætla ekkert að vera neikvæð, fólk má alveg hafa gaman.
Nema Erill sjálfur auðvitað enda á hann fyrir löngu að vera farinn í meðferð helvítið á honum.
En að öðru máli, eða myndbandi sem gengur nú ljósum logum um netheima og hefur með mögulegt "fyllerí" að gera en það er myndbandið af Sigmundi Erni Rúnarssyni í ræðustól Alþingis þarna á fimmtudagskvöldið þegar ríkisábyrgðin var rædd út í hörgul.
Sko, ég drekk ekki áfengi og er ekki í Samfylkingunni þannig að ég hef engra hagsmuna að gæta, en ef maðurinn var búinn að fá sér neðan í því og þurfti svo óforvarendis að fara í ræðustól, er það þá svona skelfilegt?
Auðvitað á fólk ekki að drekka í vinnunni en það er ekki eins og það hafi ekki gerst áður að menn séu slompaðir á þinginu.
Og á fundum í borginni og svona.
Frusssssssssssssssssssssss
Við nefnum engin nöfn.
En í alvöru þá hef ég lúmskt gaman af sumum bloggurum sem ná ekki upp í nefið á sér af hneykslun.
Hvað má þá segja um allt þetta lið sem er EDRÚ í ræðustól þessa dagana, röflar út í eitt og talar fyrir þingtíðindi af því það heldur að það sé að skrifa sig inn í Íslandsöguna með kjaftæðinu í sér?
Svei mér þá það kæmi betur út fyrir þetta lið að vera á felgunni.
Til að geta sagt seinna: Úps, rosalega er ég þvælinn og leiðinlegur (þingmaður sko) með víni.
Eins gott að ég var bara fullur.
![]() |
100 þúsund í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Urrdanbíttann!
Æi, ég veit það ekki, er orðin svolítið leið á þessu málningarfári.
Ég held nefnilega að stór hluti fólks, sem er annt um hluti og hús fái samúð með útrásardólgunum.
Það vil ég síst sjá gerast.
Kannski er þetta orðið gott.
Ég bíð hins vegar eftir frystingu eigna.
Hvar í heiminum sem þær eru faldar.
Eins og t.d. allir Icesavepeningarnir.
Urrrrrrrrrdanbíttann!
![]() |
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Tchenguiz fyrstur!
Vei, húrra, bravó og jibbíjei!
Skilanefnd Kaupþings hefur látið frysta jafnvirði 50 milljarða króna í félögum sem tengjast kaupsýslumanninum Tchenguis á Tortóla.
Þetta er flott byrjun.
Nú er bara að bíða eftir að fleiri bætist í hópinn.
Frysta allt sem til næst sem skrifað er á bankabófana.
Úje.
![]() |
50 milljarðar frystir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Helvítis fokking fokk og áfram kennari!
Þeim þætti í mér sem hefur gaman að fólki sem setur sig á þverveginn við einu og öðru og steinþegir ekki yfir skoðunum sínum, tekur alveg ofan fyrir þessum kennara sem er í uppreisn gegn menntatráði borgarinnar og því sem hann kallar verksmiðjuvæðingu skólastarfsins.
Það kom nefnilega hópur af stimpilklukkufólki til að kenna á eitt stykki svoleiðis.
Kennaranum finnst þetta tímaeyðsla og niðurlægjandi skilaboð til kennara, að það sé stórmál fyrir þá að læra að halda utan um tímann sinn.
Ég er í raun algjörlega sammála manninum.
Rebellinn í mér skríkir líka af kátínu yfir að maðurinn skuli segja fokk jú við ráðið á heimasíðu sinni.
En..
Ég er líka mamma og amma og veit ekki alveg hvað mér finnst um fokkjúið frá þeim sjónarhóli séð.
Hef alltaf haft ákveðnar hugmyndir um kennara og hvernig þeir eigi að haga máli sínu.
Ég vann reyndar sem kennari (réttindalaus offkors) bæði með námi í Svíþjóð og svo tók ég sænskukennslu að mér í tveimur skólum í denn vegna skorts á kennurum í faginu.
Ég lofaði sjálfum mér og börnunum að þetta skyldi ég aldrei gera aftur, það er ekki nóg að kunna fagið sem kenna á, maður verður að vita eitthvað um kennslu.
Og ykkur að segja sökkaði ég sem kennari. Sagði mér samstundis upp í huganum um miðjan vetur og lofaði guði að koma aldrei nálægt uppfræðslu barna aftur.
Ég held ég sé svolítið gamaldags í viðhorfi mínu til kennara.
Þeir voru reyndar guðir (eða djöflar) í mínu ungdæmi. Ósnertanlegar verur sem töluðu við okkur að ofan.
Ég er nú bara að hugsa upphátt hérna og ætlaði að fara að segja að kennarar ættu ekkert að fokkjúast í máli, myndum eða á prenti, en á meðan ég skrifaði þá rann það upp fyrir mér að mér finnst bara ekkert að því svo fremi sem þeir tali ekki svona við nemendurna.
Íslendingar hafa nefnilega góðar og gildar ástæður fyrir að segja (öskra) fokk, helvítis fokking fokk!
Og ég skil þennan kennara vel að verða pirraður þegar einhverjir pólitíkusar í menntaráði koma og halda að þeir hafi fundið upp hjólið (klukkuna) og ætla að fara að kenna fólki að haga sér. Fólki sem hefur getað gert hlutina hjálparlaust hingað til.
Helvítis fokking fokk og áfram kennari.
![]() |
Uppreisn gegn stimpilklukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Hva - audda reddast etta
Össur Skarpi segir að fyrirvararnir við Icesave-samninginn hljóti að halda.
Hljóti? Halló!
Fólk hefur lagst til svefns með þá trú að það hljóti að vakna daginn eftir.
Við vitum nú hversu haldlítil sú trú er í mörgum tilfellum.
Við Íslendingar höfum haft að einkunnarorðum í gegnum árin að þetta muni reddast.
Í þetta skiptið verðum við að hafna þeirri trú enda hefur það sýnst sig að það reddast ekkert af því bara.
Skotheldir fyrirvarar eru algjört lágmark.
Ég held að ég fari og fái mér sígarettu.
Okei, það mun ekki klikka nema að ég detti dauð niður á leiðinni út í smók.
![]() |
Fyrirvararnir hljóta að halda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Símaskellir só sorrí
Það er óþolandi bögg þegar fjölmiðlar eru að draga upp yfirvofandi bónusgreiðslur hjá græðgifurstunum í bönkunum.
Núna hjá Straumi-Burðaráss.
Ekki vinnufriður fyrir þessum snuðrandi fréttamönnum. Frusssssssssssssss!
Enda skellti Óttar Pálsson, forstjóri, símanum á fréttamann Stöðvar 2 (frekar en RÚV) þegar hann spurði hann út í viðkomandi kaupauka sem starfsmenn bankans eiga að fá við að bjarga því sem bjargað verður úr rústum bankans.
Helvítis ófriður hefur maðurinn hugsað, veit fólk ekkert um ábyrgðina sem við bankamenn berum við að tapa peningum og þurfa svo að leggja nótt við dag við að ná einhverju til baka.
Kannski hugsaði hann ekki neitt.
En eftir að uppvíst varð um bónusana þá hefur þessi Símaskellir ákveðið að sjóða saman afsökunargrein í Moggann.
Til að friða liðið offkors.
Dugir það?
Nei, að sjálfsögðu ekki.
Skilaðu því sem þú hefur rakað inn á græðginni kallinn.
Og þá erum við að tala saman.
Þessar spillingarfréttir eru alveg að trufla í mér geðheilsuna.
Tilhugsunin um þessa óþverra alla saman fá mig til að langa í slátur, svei mér þá.
Slátur er svona jafnógeðfelldasti matur sem ég get hugsað mér.
Gæti verið ráð að gúffa því í sig til að fá um eitthvað annað að hugsa.
Svona til að fá eitthvað áþreifanlegra til að kúgast yfir til tilbreytingar.
Urr....
![]() |
Biðst afsökunar fyrir Straum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Ongoing shit
Eik fasteignafélag skuldaði Kaupþingi 86,2 milljónir evra, skv. lánaeftirliti frá september í fyrra.
Eiginkona forstjóra félagsins er í bankastjórn Nýja Kaupþings.
Hún víkur alltaf af fundum og svona þegar mál Eikar eru þar til umfjöllunar.
Það er mjög tillitssamt af konunni!
Á hverjum degi berast nýjar og nýjar fréttir af hagsmunaárekstrum, samtryggingu og spillingu.
Ekki bara frá því fyrir bankahrun eins og skynsömu fólki gæti orðið á að halda.
Gömlu aðferðirnar eru enn í fullu gildi.
Enda í góðu er það ekki?
Svo Íslenskt, krúttleg og siðspillt.
Ongoing shit.
GARG.
![]() |
Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Gleðifréttir
Ég fagna því heilshugar að mál blaðamannsins Bjarkar Eiðsdóttur, með stuðningi Blaðamannafélags Íslands og Birtings útgáfufélags, hafa verið kært til Mannréttindadómsstóls Evrópu í Strassborg.
Niðurstaða Hæstaréttar í meiðyrðamáli sem Geir Goldfinger höfðaði gegn blaðamanni og ritstjóra Vikunnar.
Það verður að ganga úr skugga um hvort verið sé að setja blaðamönnum skorður við umfjöllun af þessu tagi.
Það eru ákveðnir hlutir í karlasamfélaginu sem ekki má hrófla við, þá verður allt brjálað.
Þeir standa saman strákarnir.
Vígin skulu varin með öllum ráðum.
Vonandi tekur Mannréttindadómstóllinn ekki mjög langan tíma í afgreiðslu málsins.
Það þarf að berja á puttana á þessum körlum sem kunna ekki að skammast sín.
Einkum þeim sem hafa atvinnu sína af vafasömum viðskiptum með konum.
Er það ekki það sem súludans gengur út á?
![]() |
Meiðyrðamáli vísað til Strassborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Ætla ekki að baka mér refsiábyrgð
Í Kastljósi kvöldsins fengum við innsýn í mikilmennskubrjálæði og siðblindu bankadólgana.
Þarna sat Hreiðar Már Sigurðsson og hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut af sér.
Ó, best að hafa þetta rétt, eitthvað smáræði hafði honum orðið á, en það var svo lítið að hann dvaldi ekki við það.
Svo var hann stórlyndur. Hann bað hluthafa og starfsfólk bankans afsökunar.
Hann sá ekki að hann skuldaði íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni.
Enda kannski eins gott - ég myndi ekki vilja sjá hana.
En hann var svo vinsamlegur þessi snillingur að ráðleggja vegna skuldavanda heimilana. Takk.
Síðan ég horfði á viðtalið hef ég upplifað allan neikvæðari helming tilfinningaskalans.
Ekki hefði ég getað verið í sporum Sigmars - ég útskýri það ekki nánar.
Ætla ekki að baka mér refsiábyrgð það er á hreinu.
Getur þessi tegund atgervis ekki búið til stóran SPEKILEKA til bjargar íslensku þjóðinni?
Heimurinn bíður.
Við höfum fengið nóg.
Eða hvað?
Ég sá að einhver var að fabúlera um tjöru og fiður.
Neh, hvorutveggja allt of dýrt í kreppunni.
![]() |
Annarra að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Varúð - ekki fyrir viðkvæma!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr