Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 30. september 2009
Ég hætti á toppnum
Hér hef ég bloggað frá því í mars 2007.
En nú ætla ég að kveðja Moggabloggið.
Fór inn á vinsældarlistann áðan og sá að ég sit í efsta sæti.
Flott - ég hætti á toppnum í orðsins örgustu.
Mér þykir vænt um Moggabloggið, hér hefur verið gott að blogga.
En...
Ég get ekki hugsað mér að blogga hér, lesa eða kitla teljara Moggans með nýja ritstjórann Davíð Oddsson við stjórnvölinn.
Ég trúði því ekki að slíkt gæti gerst eftir allt sem á undan er gengið.
En svo fór sem fór.
Á Moggablogginu er brostinn á fjöldaflótti.
Við eftirlátum aðdáendum Davíðs að blogga hér.
Sjáumst á eyjunni krakkar.
Hér er ég og takk fyrir mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2009 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Takk Ögmundur.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Ögmundur Jónasson sé okkar heilsteyptasti stjórnmálamaður.
Ég hef greinilega haft rétt fyrir mér þar.
Trú mín á mannkyninu hefur farið upp um nokkur "ögm" í dag.
Takk Ögmundur.
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð
Ég er alltaf að missa af allskonar.
Fleyg orð verða til, fólk finnur upp hluti, deyr og fæðist og ég hef ekki hugmynd um það.
Svona líður mér líka gagnvart bókum.
Það eru trilljón meistaraverk skrifuð um allan heim og ég kem aldrei til með að kynnast þeim.
Ég gæti grátið, þetta er einn af mínum stóru hörmum.
Mannskepnan er of takmörkuð segi ég og skrifa.
Við kunnum ekki að ferðast í afturábak í tíma, tölum bara örfá tungumál, þetta er glatað.
En eitt af því sem ég vissi ekki um en hefur nú borist mér til augna er að Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir hafa ástundað kappræður í Íslandi í bítið.
(Ég vissi ekki einu sinni að Ísland í bítið væri til enn - enda hlusta ég ekki á Bylgjuna).
Svo gekk Agnes fram af Björgu Evu og í gær mætti sú síðarnefnda ekki til að takast á við kerlinguna Agnesi.
Ég skil hana Björgu Evu svo vel.
Hvaða manneskja sem er áttuð á stað og stund fer með opin augun í gin ljónsins?
Agnes er strigakjaftur og eyrnamengandi svo ekki sé meira sagt.
Hún er líka fínn blaðamaður en það er varla að ég þori að lesa hana - er skíthrædd við konuna.
Ég get sagt ykkur að á góðum degi myndi ég gefa frá mér ríkisborgararéttinn fremur en að eiga orðastað við aðdáenda Davíðs númeró únó.
Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð offkors.
Súmí.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Tveir plús tveir sama sem græðgi
Hvað er að honum Sigmundi Erni eiginlega?
Er hann með útrásarvíkingagen maðurinn?
Hann skráir sig á Akureyri með lögheimili - í kjallaranum hjá systur sinni og fær styrk út á það.
Hann fær styrk frá Akureyrarbæ fyrir skólagöngu og leikskólavist barna sinna í Reykjavík, þar sem börnin eiga heima og hafa alltaf átt.
Þetta gerir maðurinn til að spara ríkinu pening!
Takk kæri vin en sama og þegið.
Tveir plús tveir eru ekki lengur fjórir krakkar mínir.
Tveir plús tveir eru sama sem græðgi
Þriðjudagur, 29. september 2009
Takk Helgi Felixson!
Ég horfði á Kastljósið í kvöld, á viðtalið við Helga Felixson, höfund heimildarmyndarinnar Guð blessi Ísland.
Við fengum að sjá glefsur úr myndinni, þ.e. úr viðtölum við Björgólf Thor, Bjarna Ármanns og Jón Ásgeir.
Helgi lét kameruna rúlla þegar Jón Ásgeir vissi ekki af.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa getað komist að sannleikanum öðruvísi.
Örugglega má til sanns vegar færa að það sé ekki góð latína að gera hluti svona, þ.e. að taka upp án vitneskju viðmælandans og ég hef séð nokkur blogg þar sem fólk fer á samskeytunum yfir því.
Ég segi hins vegar: Takk Helgi. Þetta þurfum við að sjá!
Nú setur Jón Ásgeir heljarinnar pressu á Helga, hann á að eyða viðtölunum, klippa þau út og jafnvel eyða myndinni.
Þarna fer maður sem er vanur að vera með fulla stjórn á ímyndinni.
Bölvaður hræsnarinn.
Og Björgólfur Thor - kannski fæ ég stefnu í hausinn en fyrirgefið, hann er frumgerðin af viðrini.
Hvernig getur þessi maður hafa komið Icesvemálinu til leiðar - hann virkar á mig eins og...
Sleppum því.
Bjarni Ármannsson hefur ekki tilfinninguna af að vera með peninga. Bara tölur á blaði.
Eins konar táknmyndir. Honum finnst erfitt að skilgreina hvað hann er að meina.
Ég get hins vegar sagt Bjarna og hinum fíflunum tveimur að við sem þurfum að pikka upp nótuna eftir svallið sjáum peninga fyrir það sem þeir eru.
Krónur og aura sem lýsa æ oftar með fjarveru sinni úr buddunni.
Peningaskortur er beinharður raunveruleiki stórs hluta þjóðarinnar.
Reikningar hlaðast upp, angistin vex.
Þess vegna á að sýna ykkur eins og þið eruð.
Mér finnst gott að Helgi Felixson lagði á sig að ná ykkur á mynd.
Enginn ykkar sýnir iðrun, amk. fer lítið fyrir henni. Skammist ykkar.
Úps - ég er kurteis í dag.
Enn einn alþjóðlegur kurteisisdagurinn hjá mér sko.
Vill að viðtölum verði eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 29. september 2009
Hver á að borga Icesave? Essasú?
Ég skil að Jóhanna skuli vera að missa þolinmæðina með Icesave.
Mín er löngu flogin út um gluggann.
Velkomin í raunheima elsku Jóhanna.
En spurningin er:
Hver á að borga Icesave?
Já essasú?
Segi sonna.
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. september 2009
"Blame it on the Icelanders"
Íslendingar eru nýjasta riffraffið í heiminum.
Hið nýja botnfall svo ég skrifi það á mínu ástkæra.
Nú geta Bretar og Hollendingar leyft sér að kenna okkur um allt sem aflaga fer.
"We are the new boogie man" gott fólk.
Það er gott að þjóðin er aftur komin með hlutverk í útlöndum.
Núna þegar heimurinn hefur séð að við erum ekki fjármálaséní heldur þvert á móti.
En þau okkar sem fóru í útrás og stálu heiminum voru sjónhverfingameistarar, það verður ekki frá þeim tekið.
Verst að við nördarnir erum dregin alsaklaus inn í þetta forljóta mál með Icesave.
En núna erum við sem sagt þjóð með tilgang.
Það má kenna okkur um allan fjandann.
Alveg: Komin "blame it on the Icelanders" síson.
Enskur sjúkraflugmaður var tekinn fyrir of hraðan akstur.
Hann gaf þá skýringu að íslensk kona hafi keyrt bílinn en ekki hann.
Hann tók sérstaklega fram að hún væri af þessari þjóð.
Veit hins vegar ekkert um hvort maðurinn er að segja satt, enda ekki málið.
Skotleyfi á okkur hefur verið gefið út.
Súmí.
Íslendingurinn gerði það! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 29. september 2009
Takk innilega Þórdís Elva
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er flott kona.
Þegar hún las um dóminn fyrir Hótel Sögu nauðgunina 2007, sem snéri þjóðfélaginu á haus, lét hún ekki nægja að hneykslast í eldhúsinu heima hjá sér heldur einhenti hún sér í að skrifa bók um ofbeldi.
Bókin heitir "Á mannamáli" og fjallar um kynbundið ofbeldi sem er okkar stærsta samfélagsmein.
Bókin tekur á viðhorfunum, orðræðunni, brotaþolunum, gerendunum og dómunum.
Hún leitast við að svara spurningunni um hvers vegna 7 af hverjum 10 kærum vegna kynferðisbrota eru felldar niður.
Bara sú staðreynd er ógnvænleg.
Bók í líkingu við þessa hefur einfaldlega ekki verið til á Íslandi.
Það segir heilmikið um þá afneitun og það viðhorf sem er gagnvart kynbundnu ofbeldi.
Hversu oft hefur maður ekki fórnað höndum vegna vægra dóma í ofbeldismálum?
Þá skiptir litlu hvort í hlut eiga börn eða fullorðnir.
Dómarnir eru einfaldlega á tilboði, smá skamm, skamm og vertu svo til friðs.
Í bókinni er líka fjallað um nauðganir á karlmönnum sem eru ekki fáar en um þær heyrist sjaldan nokkuð.
Ég fagna þessari bók og hún var sannarlega tímabær.
Bókin er skyldueign fyrir alla sem láta sig samtímann varða.
Hér er líka komið frábært kennslugagn fyrir framhaldsskóla svo ég taki dæmi.
Það er alltaf sama fólkið sem er að kynna fyrir okkur skelfilegar staðreyndir ofbeldis og því miður ansi oft fyrir daufum eyrum.
Fólk er hætt að hlusta.
Sannleikurinn er óþægilegur, það er betra að snúa sér undan.
Nú kemur þessi flotta kona með frábærlega skrifaða bók á mannamáli sem allir geta nýtt sér til fræðslu.
Takk innilega Þórdís Elva.
Þriðjudagur, 29. september 2009
Skömm og hneisa
Wernerdrengirnir eru góðir, nútíma bissnissmenn eða þannig.
Þeir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu, hér eftir kallað Skömm og hneisa, og fengu til þess lán úr fyrirtæki sem þeir eiga eða Moderna Finance AB.
Lánið átti að borga eftir hentugleikum.
Þetta er gargandi krúttlegt og ekki skrýtið að fyrirtækið sem lánaði skuli heita "Moderna Finance".
Nútíma íslenskir viðskiptahættir, Skömm og hneisa.
Sjáið þið ykkur fara í bankann og fá lán til að halda húsinu ykkar og fá að borga eftir hentugleikum?
Væri það ekki dásamlegt?
Ég veit hvernig ég myndi túlka þau lánskjör, myndi geyspa og setja pappírana í tætarann (segi svona).
Hvenær eru fyrstu hentugleikar í kreppunni?
Bráðum, eftir tíu ár eða aldrei?
Annars er ég góð. Ef frá er talin löngun til að sparka í eitthvað.
Að þessu sögðu er mér ekkert að vanbúnaði, ég er fær í flestan sjó með attitjút og kúbein að vopni.
Eruð þið ekki komin með nóg af svona fréttum á hverjum degi krakkar?
Djöfuls glæpamenn.
Ég mun ekki stíga fæti inn í þessa lyfjavöruverslun, það er á hreinu.
Þeir sem það gera mega éta það sem úti frýs eftir hentugleikum.
Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 28. september 2009
Allir steinhissa - einhver hissa á því?
Það vakti athygli mína þegar ég las um það í denn að fólkið í Kóreu legði sér hunda til munns og þætti lostæti.
Ég varð satt best að segja gapandi hlessa um leið og ég var hætt að kúgast.
Það vekur líka athygli mína og annarra þegar maður heyrir um fjölkvæni í nútímanum, við teljum okkur flest vera einkvænisfólk (jájá, ég hef átt fjölmarga eiginmenn en bara einn í einu).
Allt sem maður heyrir og er manni framandi vekur áhuga manns og furðu.
Þess vegna er ég ekki hissa að ráðning Davíðs Oddssonar veki athygli í útlöndum.
Ekki að ég sé að líkja honum við "fjölkvænung" né heldur matreidda hunda en þið skiljið hvert ég er að fara er það ekki?
"Telegraph segir, að á 13 ára valdatíma sem forsætisráðherra hafi Davíð stýrt einkavæðingu íslensku bankanna þriggja, sem hrundu í október sl. Hafi fréttatímaritið Time sett hann á lista yfir þá 25 einstaklinga, sem helst beri ábyrgð á fjármálakreppunni."
Þeir eru sem sagt hissa í útlöndum á að Davíð sé kominn í ritstjórastólinn á Mogga.
Ég er ekki hissa á því að þeir séu hissa!
Er alveg standandi hissa sjálf.
Súmítúðebón.
Ráðning Davíðs vekur athygli ytra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr