Leita í fréttum mbl.is

Takk innilega Þórdís Elva

á mannamáli 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er flott kona.

Þegar hún las um dóminn fyrir Hótel Sögu nauðgunina 2007, sem snéri þjóðfélaginu á haus, lét hún ekki nægja að hneykslast í eldhúsinu heima hjá sér heldur einhenti hún sér í að skrifa bók um ofbeldi.

Bókin heitir "Á mannamáli" og fjallar um kynbundið ofbeldi sem er okkar stærsta samfélagsmein.

Bókin tekur á viðhorfunum, orðræðunni, brotaþolunum, gerendunum og dómunum.

Hún leitast við að svara spurningunni um hvers vegna 7 af hverjum 10 kærum vegna kynferðisbrota eru felldar niður.

Bara sú staðreynd er ógnvænleg.

Bók í líkingu við þessa hefur einfaldlega ekki verið til á Íslandi.

Það segir heilmikið um þá afneitun og það viðhorf sem er gagnvart kynbundnu ofbeldi.

Hversu oft hefur maður ekki fórnað höndum vegna vægra dóma í ofbeldismálum?

Þá skiptir litlu hvort í hlut eiga börn eða fullorðnir.

Dómarnir eru einfaldlega á tilboði, smá skamm, skamm og vertu svo til friðs.

Í bókinni er líka fjallað um nauðganir á karlmönnum sem eru ekki fáar en um þær heyrist sjaldan nokkuð.

Ég fagna þessari bók og hún var sannarlega tímabær.

Bókin er skyldueign fyrir alla sem láta sig samtímann varða.

Hér er líka komið frábært kennslugagn fyrir framhaldsskóla svo ég taki dæmi.

Það er alltaf sama fólkið sem er að kynna fyrir okkur skelfilegar staðreyndir ofbeldis og því miður ansi oft fyrir daufum eyrum.

Fólk er hætt að hlusta.

Sannleikurinn er óþægilegur, það er betra að snúa sér undan.

Nú kemur þessi flotta kona með frábærlega skrifaða bók á mannamáli sem allir geta nýtt sér til fræðslu.

Takk innilega Þórdís Elva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Og takk fyrir Jenný að benda á þessa bók.  Ætla að nálgast hana þegar ég verð heima næst.

Ía Jóhannsdóttir, 29.9.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk frænka fyrir að benda á bókina, ég ætla að lesa þessa bók og ættu allir að gera það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Jens Guð

  Það er virðingarvert að vekja athygli á þessari bók.  Ég ætla að tékka á henni.

www.aflidak.is

www.stigamot.is

Jens Guð, 29.9.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er flott bók og mjög vel skrifuð.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband