Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

SJÖTÍUPRÓSENT MÖKKUR

1

Í tilefni reyklausa dagsins eru fréttir af reykvenjum heimsins í fjölmiðlum.  Það er sláandi hátt hlutfall Grænlendinga sem reykja eða um 70%.  20% dauðsfalla í landinu eru talin stafa af reykingum.  Vont mál en svona er það þegar fíkniefni eru lögleidd og seld af ríkinu.  Þeir eru greinilega ekki farnir að beita "dubbelmóralnum" á Grænlandi ennþá, þ.e. "skammastín þarna forpestrari andrúmsloftsins en keyptu þér samt endilega sígarettur svo það hringli í ríkiskassanum".  Eitthvað svo halló.  Ætti ég að hætta að reykja eða flytja til Grænlands?  Hversu langt er í að það verði bannað að reykja heima hjá sér?  Eða úti á strætóstoppistöð?  Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir mörgum árum og tók strætó í skólann, fékk ég mér stundum síu úti á stoppistöð.  Þá var oft fussað og sveiað og horft á mig með fyrirlitningu.  Ég man þá tíma líka þegar öskubakkar voru á biðstofum bæði í bönkum og hjá læknum.  Mig langar ekki í þá tíma aftur en smá tolerans væri vel þegin.

Ég heilsa ykkur fallega mínir grænlensku þjáningarbræður!


mbl.is 70% Grænlendinga reykja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ DRUKKNA Í HITABYLGJU!

1

Nú held ég að Rússar megi fara að huga að meðferðarmálum og taka okkur Íslendinga til fyrirmyndar.  Tuttugu og átta manns hafa drukknað í Moskvu á undanförnum dögum í tilraunum sínum til að kæla sig.

Meginástæða dauðsfallanna er sú að fólk er að baða sig þar sem ekki er gert ráð fyrir að fólk baði sig,” segir Vladimir Plyasunov, yfirmaður lífvarðasveita borgarinnar. “Að auki voru 75% þeirra ekki allsgáðir.” Þá segir hann alla lífverði borgarinnar hafa verið kallaða út vegna hitabylgjunnar."

Hitinn í Moskvu er 30 stig þessa dagana og er það mjög óvanalegt í þessum mánuði.  Hm.. það er nottla bara á færi Rússa að DRUKKNA í hitabylgju.  Allir á VOG.


mbl.is Tuttugu og átta drukknaðir í hitabylgju í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLORENS LIFIR ENN GÓÐU LÍFI...

1

...meðal íslenskra kvenna ef marka má skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Jafnréttisráð.  Í 8 tilfellum af 10 reikna karlar með hærri launum fyrir starf en konur. 

"Áhugi ungmennanna á að gegna ákveðnu starfi er hins vegar nokkuð mismunandi en meðal karla hafa flestir áhuga á að verða smiðir (33,7%) eða lögfræðingar (31,5%) en hjá konum er hjúkrunarfræðingur í fyrsta sæti (37,9%) og læknir í öðru sæti (36,4%). Fæstir karlar hafa hins vegar áhuga á starfi launagjaldkera (2,9%) og hjúkrunarfræðings (5,3%). Konur hafa hins vegar minnstan áhuga á starfi verðbréfamiðlara (5,2%) og kerfisstjóra (6,4%)."

Mér finnst nokkuð merkilegt að enn skuli konur setja hið hefðbundna starf hjúkrunarfræðings í fyrsta sæti. Karlarnir kjósa smiðsstarfið eða lögfræðina sem kemur mér hins vegar ekki á óvart. 

Lítið virðist breytast í viðhorfum kynjanna til framtíðarstarfa.  Skoðanir og vilji ungs fólks er enn ákaflega fyrirsjáanlegur.  Ætli það fari að glitta í frjálslegra og óheðfbundnara val hjá bæði konum og körlum einhvern tímann á þessari öld?


mbl.is Karlar vilja verða smiðir og lögfræðingar en konur hjúkrunarfræðingar eða læknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÆRU BLOGGVINIR!

1

12 ykkar fuku núna í kvöld.  Þakka ykkur fyrir að vera með á mynd.  Segi svona!  Ég var í minni vikulegu bloggvinatiltekt og þar sem ég er alltaf að eignast nýja og spennandi bloggvini þá fjúka aðrir.  Ég nenni hreinlega ekki að vera með fleiri metra langan bloggvinalista sem ég get ekki sinnt.  Ég er nottla að kafna úr tiltektarmaníu á netinu meðan vinkona mín hún Inga-Lill hendist um allt hús og þrífur, eins og fram kemur í annarri færslu í dag. 

Ég fór í smá bæjarferð í kvöld, á kaffihús með Ingu-Lill og við sátum úti.  Ég var að hugsa um að planta mér inni einhvers staðar og forpesta andrúmsloftið rækilega áður en reykingarbannið gengur í gildi en svo nennti ég því ekki af því að veðrið var svo gott og sólin skein meira að segja.  Ég hvet alla til að drífa sig á kaffihús annað kvöld (ég meina þeir sem reykja) og reykja eins og þeir eigi lífið að leysa því ef fer fram sem horfir þá verður það ALDREI framar leyfilegt (arg Þorgrímur).

Ég fæ mér sígó og býð góða nótt.


ÁSTA LOVÍSA LÁTIN

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést á líknardeild Landspítala í dag.  Ég sendi fjölskyldu hennar og vinum mínar dýpstu samúðarkveðju.  Hugrökk kona er fallin frá.Heart


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BANNAÐ AÐ REYKJA - HÓST - HÓST

1

Kormákur Geirharðsson er ekki hrifin af væntanlegu reykingabanni sem tekur gildi á föstudaginn.  Ég skil hann ágætlega þar sem hann hefur ekki aðstöðu til að byggja skýli fyrir gesti sína.  Þrátt fyrir að vera reykingarmaður þá er þetta bann alls ekki alvont finnst mér.  Þó finnst mér súrt að geta ekki fengið mér eins og eina síu á kaffihúsi.  Þar verður aldrei jafn mikið kóf eins og á skemmtistöðum.  Ég sætti mig þó við þetta og mun fara þangað sem reykingaraðstaða er fyrir hendi, úti eða í skýli.

Allir vita um skaðsemi reykinga, um það þarf ekki að deila. Það sem ég á hins vegar erfitt með að skilja hvers vegna reykingamenn eru litnir hornauga allsstaðar á meðan ríkið selur sígarettur og græðir á þeim peninga. Ekki lítil tvöfeldni í þeirri pólitík finnst mér.  Ég bíð spennt eftir að sjá hvernig þetta mun ganga.  Þorgrímur Þráinsson hlýtur allavega að vera í skýjunum.


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BÚHÚ - ÉG ER FYRIR...

1

...inni á mínu eigin heimili.  Inga-Lill vinkona mín er haldin þrif-maníu.  Hún geysist hér um allt með moppur, kústa, stálull og tuskur og það stendur aftan úr henni stormsveipur hreinlega.  Sjálfbjarga sem hún er, hentist hún út í Bónus í morgun og keypti allskonar vökva á brúsum sem ég þekki engin deili á.  Ég er ágætlega góð heimahangandi húsmóðir en neðrivörin var farin að skjálfa þegar hún reif eldhúsviftuna upp með rótum (eða því sem næst) sagði "Fy vad äcklig den är" og skellti hinum ýmsu pörtum í baðkarið og skrúbbaði og skrúbbaði.  Ég spurði hana hvort henni fyndist skíturinn á heimilinu yfirgengilegur og sem betur fer neitaði hún því (annars væri hún nú uþb að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli), en sagðist vera að extra.  Ég skil það svoleiðis að það séu þrif sem séu utan hins hefðbundna ramma vikulegra þrifa.

Ég sit hér með kaffi og sígó við tölvuna og þori ekki að hreyfa legg né lið af ótta við að hún extri mig líka ef ég verð á vegi hennar.  Mikið ári er gott að fá eina svona þrifalega í heimsókn.  Ég velti fyrir mér hvernig íbúðin muni líta út þegar Inga-Lill flýgur aftur til Svíþjóðar þ. 10. júní, þreytt á sál og líkama.  Ég beinlínis elska hana.

Afhverju er enginn undirflokkur fyrir heimahangandi húsmæður?  Gæti verið þrif og bakstur t.d.(skemmtileg blanda)


RODDINN ÖRSMÁR - MINNI EN HÁLFVITI!

1

OMG ég vissi að Roddarinn væri lágvaxinn en að hann væri 1,54 metrar á hæð kom mér á óvart.  Karlinn er bara pínu tappi. Hann er alltaf með hávöxnum konum þessi elska, er örgla að reyna að sýnast stærri en hann er.  Hann kjaftaði af sér í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum.  Stewart hefur alltaf haldið því fram að hann væri 1,74 metrar á hæð en þarna gleymdi hann sér og sagði til um sína raunverulegu lengd.  Ekki að það skipti mig neinu höfuðmáli en ég hef alltaf verið viss um að hann væri jafnstór mér, en ég er 1,62 metra LÖNG kona.  Núna langar mig ekki að hitta karlinn og horfa NIÐUR á hann.

Merkilegt hvað það er mikið af flottum listamönnum sem standa ekki út úr hnefa.  Tom Cruise, Roddinn, Sammy Davis Jr. og einhvers staðar las ég að Bowie væri líka tittur.

Síjúgæs!


mbl.is Rod Stewart kemur upp um eigin smæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMPREGILO - ENN EINN HROÐINN

1

Enn einu sinni heyrir maður ljótar sögur frá fyrirkomulaginu á Kárahnjúkum.  Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, tekur undir ásakanir portúgalsks verkamanns í fjölmiðlum heimalandsins.  Hún talar líka um kynferðislega áreitni þar efra og fleira miður fallegt.

Það er alveg sama hvaða hroðbjóður kemur fram um vinnuaðstæður undir stjórn Impregilo, þeir kannast aldrei við neitt.  Það ætti samt öllum sem vilja á annað borð vita, vera ljóst að það er eitthvað meira en lítið að aðbúnaði og framkomu þessa fyrirtækis við starfsmenn sína.  Hversu mikið þarf að ganga á áður en íslendingar taka sig til og rannsaka hvernig háttsemi fyrirtækisins gerir sig raunverulega við Kárahnjúka?  Svo er það auðvitað ljóst að þetta fyrirtæki er ekki þekkt að mannúð annars staðar sem það hefur borið niður í heiminum.

 


mbl.is „Vildi ekki leika hetju"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKLAR VÆNTINGAR FRÁ ALMENNINIGI!

Nú er ég komin með sumarstarfsmanninn á stjörnuspá Moggans í gjörgæslu.  Í dag toppar viðkomandi starfsmaður sjálfan sig í fyrirheitunum.

"Steingeit: Þú ert fær með tölur og færð snilldarhugmynd til að bæta núllum aftan við launin þín. Væntingar almennings skipta miklu í framkvæmdum þínum."
Halló, halló ég hef aldrei verið fær með tölur, þvert á móti er ég með upphæðafóbíu og kann varla að reikna (eða þannig).  Hér mun ég fá snilldarhugmynd til að bæta núllum aftan við launin mín.  NÚLLUM ekki einu heldur mörgum.  Mér finnst þetta vera ábending til mín að ræna banka eða aðra peningastofnun.  Hafi ég ekki verið viss þá varð ég þess fullviss þegar ég las afganginn af stjörnuspánni um væntingar almennings sem skipta miklu í framkvæmdum mínum.  Það munar ekki um það.  Þetta er örgla rán sem ég á að fremja.  Svona stikkemup fyrirkomulag.  Almenningur á peninga í banka, það hlýtur að skipta hann miklu ef einhver rænir þær stofnanir.
En bíðið þið aðeins við.  Kannski er þetta Glitnistilboð.  Eins og Ellý og fl. fengu!  OMG ætli það bæti MÖRGUM núllum aftan við launin? Nú sé ég þetta kýrskýrt.  Ég fæ tilboð frá Glitni og auðvitað skiptir það almenning miklu máli ef þeir græða háar fjárhæðir þegar þeir auglýsa á síðunni minni.
Sorry sumarstarfsmaður.  Nú rek ég húsbandið úr símanum.  Ætla að vera tilbúin þegar þeir hringja.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 2988318

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband