Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 4. júní 2007
ÉG SPYR EINS OG FÁVÍS KONA
Sumarstarfsmaðurinn færist æ meira í fang í stjörnuspánni. Nú er hann farinn að nota villuforrit Moggans og allt önnur sjón að sjá vinnubrögðin. Ég hef engar akút spurningar akkúrat núna til hins vísa afleysingamanns á Mogganum enda orðin rugluð eftir að hafa glápt upp í himininn í allan dag. Ég er kominn með hausverk og hálsríg en ég bíð spennt eftir svari. Eftir kvöldmat tek ég við að horfa í augu. Má spyrja einnar spurningar í öllu spurningaflóðinu? Hver er spádómurinn?
"STEINGEIT:Stundum brenna á þér spurningar sem þú færð engin svör við. En þau eru þarna. Horfðu í kringum þig, í augun á fólki og til himins. Ekki satt?"
Hm..hugs...hugs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 4. júní 2007
STUND MILLI STRÍÐA
Haldið þið ekki að ég hafi fundið lyklana mína sem Jennslubarnið lagði á öruggan stað fyrir ömmuna, og í leiðinni fann ég demantshringinn minn sem ég var hætt að nota og hafði sem lyklakippu? Þetta er Cartier hringur upp á fimmhundruð karöt sem ég var hætt að nenna að lufsast með. Ég er svo mikið fyrir að geta nýtt hluti. En aftur að aðalatriðinu. Nú fara enn á ný að birtast á blogginu mínu hin æsispennandi þvottahúsaævintýri sem allir voru svo hrifnir af. Nú get ég líka haldið strangt bókhald um dýralífið þar neðra á meðan ég hendi í eina og eina vél.
Vildi bara gera ykkur daginn þolanlegan elskurnar!
Síjúgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4. júní 2007
TATATARA..HÚN GURRÍ BLOGGVINKONA MÍN...
Látið ekki blekkjast af barnslegu og sakleysislegu útliti konunnar!
.. er kynlegur kvistur. Hún býr í hæsta fjölbýlishúsinu á Akranesi (á nítjándu hæð) og skoðar líf fólksins á Skaganum í stjörnukíki (perrinn), skráir niður (eins og meistari Þórbergur gerði með veðrið frá svölunum af Hringbrautinni) af mikilli nákvæmni, allt sem Skagabúar taka sér fyrir hendur, án þess að þeir hafi hugmynd um, og það er ekki allt fallegt get ég sagt ykkur. Síðan skrifar hún um þetta vesalings fólk, sem allt er komið af beinum og óbeinum karl- og kvenleggjum beint frá Jóni Hreggviðssyni í Rein, viðurstyggilegar frásagnir sem hún selur dýrum dómum í vikuna, sjálfri sér til framfærslu. Konan fer ekki í búðir heldur lætur hún Einarsbúð í nágrenninu senda sér matvæli og kveður svo rammt að kynþokka hennar að Einar heitinn, hefur ekki átt annars úrkosta en að hafa sendil við annan mann þegar vörunum er skilað þarna í hæstu hæðir.
Guðríður hefur nú fengið nýtt áhugamál () og það er ekki fallegra en persónunjósnir hennar um fólkið saklausa og fallega á Skaganum. Ónei, nú hefur kjéddla fengið matargerð á heilan og þar sem hún vill ekki svo glatt skiljast við blóðpeninga sína gerir hún nú tilraunir með útrunna kjötvöru sem hún prófar fyrst á köttunum sínum (OMG) og svo á sjálfri sér. Hún er mjög lukkuleg með árangurinn og nú bíð ég eftir að verða boðið í mat eftir að hafa skrifað um hanna þessa fallegu færslu.
Til að sjá myndir af hinum girnilegu réttum og til að sjá alsbera Skagakarla á myndum farið hér: www.gurrihar.blog.is og kynnist kattarkonunni ógurlegu á Akranesi.
P.s. Gurrí mín lögfræðingurinn minn heitir Helga Björk Laxdal (er í símaskrá) og er dóttir mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 4. júní 2007
MÁ DANMÖRK EKKI ÁFRAM...
...vera griðland fyrir okkur reykingamenn hérna megin hnattar? Danir hafa alltaf verið "líbó" í meira lagi þegar kemur að karakterbrestum manneskjunnar og skilningur þeirra á "löglegum" fíknisjúkdómum ásamt hippisma verið ærinn. Eitthvað virðast danski ættingjar mínir og bræður vera að falla í banngildruna hættulegu því nú virðast deilur vera í uppsiglingu á danska þinginu, hvorki meira né minna, um hvort reykingabann, sem byggir á nýjum reykingalögum feli það í sér að reykingar verði bannaðar á einkaskrifstofum þingmanna og annarra starfsmann í danska þinginu.
Mínir elskuðu Danir. "First things first". Hættið að vera "líbó" varðandi vændi og klám. Christianía mætti líka fá að vera í friði. Farið svo, að því loknu, að skipta ykkur að því hvort þingmenn og aðrir reykja inni á sínum einkaskrifstofum. Annars skil ég nú ekki hvernig nokkur hefur geð á að reykja inni á skrifstofu. Lyktin hlýtur að vera agaleg.... sko fyrir þann sem þar situr.
![]() |
Deilt um reykingar í danska þinghúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. júní 2007
THE EINARSDÓTTER´S ON THE ROAD
Oliver að tjilla í flugvél með mömmsl Mammsl og Oliver í bústað Ég elska þig mamma mín
Nú er Maysan mín ásamt Robba og Oliver, fallegasta smádreng í heimi, búin að tæma geymsluna á Bræðró en það gerðu þau um síðustu helgi þegar þau komu hingað í nokkra daga. Úff nú er Bræðró bara eign einhvers fólks úti í bæ sem ég þekki ekki og mér kemur ekki einu sinni við. Maysan mín er núna formlega flutt til London og það varð allt í einu svo raunverulegt. Búhú (og þetta var alvörunni búhú). Í gær fóru nokkrar stundir í að skoða gamlar myndir af stelpunum mínum þremur, allt frá vöggu og fram til dagsins í dag. Tíminn hefur flogið áfram og allt í einu eru litlurnar mínar þrjár orðnar fullorðnar konur. Granny-J saknar þess stundum af hafa ekki "the infamous three" til að kljást við. Ef uppeldi hefur eitthvað að gera með útkomu á börnum þá spyr ég hvar eru VERÐLAUNIN fyrir að vera hin hm.. fullkomna mamma?
Oliver fær að makkast hjá Ö-Brynju The father "Chronic" Bestuvinkonur Andrea-Maysan og Sóley
Nú er að leggjast í regluleg ferðalög til að hitta ömmubarnið hann Oliver og Amma-Brynja þessi elska sem er að fluffast, getur þess vegna farið til þeirra mun oftar en ég, heldur áfram að setja inn myndir á barnaland fyrir Granny-J og aðra áhugasama. (Elska þig Brynja mín).
Hér kemur fjölskyldugalleríið frá síðustu helgi en það tók nottla engin mynd af mér. Er of sæt hreinlega eða eitthvað
Jenny og Oliver hjá Helgu frænks Barnabörnin þrjú og Saran Jökull, Oliver og Sara "på balkongen"
Úje kominn til London í sólina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 4. júní 2007
ÉG BRÝT AFTUR PRINSIPPIÐ..
..um "celebana" en áðan þegar ég í sakleysi mínu, ætlaði inn á bloggið þá blasti þessi mynd af Paris Hilton við mér og fyllti mig mikilli sorg. Ég var nefnilega að vona, eins og allir hugsandi menn, að stúlkan myndi fá náðun fyrir þetta lítilræði að keyra full aftur og aftur. Sjáið harminn, sjáið hversu kvalinn hún er? Hún er að tilfinningalegu niðurlotum komin stúlkan en lét sig hafa það í gær að mæta í fangelsið tveimur dögum áður en henni bar. Hún ber sig vel þrátt fyrir sína miklu sorg. Hvar er Amnesty International spyr ég nú einfaldlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 3. júní 2007
SAMANTEKT Á SUNNUDEGI
Ég tók þessa mynd áðan þegar mér varð á að flækjast með myndavélina inn í svefnherbergi og langaði til að sýna ykkur hvílíka röð og reglu ég bý við. Það er ekki hægt að kvarta yfir að ég haldi ekki öllu í skikki þarna inni í himnasalnum. Inga-Lill er viðbjóðslega ókurteis og hafði troðið sér í stólinn þann arna til að hugleiða. Nú en öll þessi föt eru þarna út um allt vegna þess að Maysan var hér um síðustu helgi til að tæma geymsluna sína af nokkuð mörgum kössum af allskonar. Ég tók upp litla þrjá kassa sem höfðu föt, skófatnað og töskur að geyma en hún seldi föt fyrir ansi háar upphæðir áður en hún flutti til London en þetta voru eftirhreyturnar. Ætlunin var sko að koma þessum kössum með smáræðinu niður í geymslu eftir að hafa farið í gegnum góssið en eitthvað kom meira upp úr kössunum en ég ætlaði. Maysan! Ég er móðir þín og ég elska þig!
Ég var annars í matarboði hjá Helgu frumburði mínum ásamt minni ruddafengnu sænsku vinkonu og við borðuðum æðislegar kjúklingabringur með ofnsteiktum sætum kartöflum og salati. Alveg gríðarlega gott og dóttir mín sem var að svigna út af verðlaunagleði sænska sendiráðsins henni til handa þegar hún útskrifaðist úr MH hér margt fyrir löngu, talaði sína eitilhörðu gautaborgísku eins og hún hafi aldrei farið að þaðan þrátt fyrir að hafa ekki beitt henni fyrir sig í mörg herrans ár. Nú en hér sit ég með minn fatabing og reyni að ná smá slökun áður en ég fer og snyrti smá til á lóðinni. Mín eftirmæli verða örgla; Húnn vann fram á síðustu stundu.
Síjúgæs!
P.s. Skömmin hún Eva bloggvinkona mín www.evathor.blog.is útnefndi hin ýmsu blogg fyrir eitt og annað og hún útnefndi mig fyrir að vera með flottar myndir!!! Ekki minnst orði á allar mínar ódauðlegu færslur. Farið endilega gestir og gangandi og böggið kjéddlinguna.
Takk og ajö.
Bloggar | Breytt 4.6.2007 kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 3. júní 2007
ÉG GLEYMDI HÉRNA LÍTILRÆÐI!
Úpps ég er orðin svo gleymin. Hef þess vegna þessa rauðu slaufu á vísifingri hægri handar til að minna mig á allt það sem ég þarf að deila með ykkur bloggvinir og aðrir gestir. Þegar líf manns er svo fullt af spennandi viðburðum og það eru ekki einu sinni AUGLÝSINGAHLÉ á milli atriða og hver spennandi atburðurinn rekur annan í hinu villta lífi mínu, þá hef ég gripið til þessa ráðs. Ég get því miður ekki ráðlagt ykkur hvernig þið eigið að gera líf ykkar auðugri að viðburðum en þið lufsurnar ykkar getið allavega lesið um mitt "hektiska" líf ykkur til upplyftingar. Eftir að ég varð snúra hefur líf Indíana Djóns orðið eins og hjá fóbiskum perra með torgfóbíu sem fer aldrei út fyrir hússins dyr. Ójá.
Í gær gleymdi ég að segja ykkur frá æsispennandi atburði sem gerðist í Hagkaup í Kringlunni. Eftir að fólk hafði nær snúið sig úr hálsliðnum vegna mergjaðrar og sérstæðar fegurðar minnar og limaburðar (þar sem ég sveif um með körfuna úr Hagkaup sem svo vildi ekki vera með á mynd) fór ég allt í einu að sjá tvöfalt. Ég var í sykurlosti. Staðurinn var nottla vel valinn, allt löðrandi í akútvörum fyrir sykursjúka og ég drógst nær dauða en lífi að næsta sælgætisrekka og reif í mig súkkulaði. Meira segja þarna olli fegurð mín og kynþokki ofsaundrun í sælgætisdeildinni. Það gláptu bókstaflega ALLIR á mig. Úff eins og fólk hafi aldrei séð konu fá sér nammi á meðan hún verslar. Auðvitað veit ég að það var lásý afsökun til að fá að horfa á mig sem lengst.
Þessu vildi ég deila með ykkur dúllurassarnir mínir og ég gleymdi því í gærkvöldi af því að líf mitt er svo óheyrilega villt.
Kræst hvað ég á gott að vera ég. I love my selv!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 3. júní 2007
HVAÐA GUÐ ER MAÐURINN AÐ TALA UM?
Ég hef nokkur prinsipp á mínum bloggfjölmiðli. Ef undan eru skildir Bítles- og Stónsmeðlimir þá blogga ég yfirleitt ekki um "selebs". Mér finnst það svo leiðinlegt og yfirborðskennt, eins og tilveran hjá því sjálfu virðist oft vera. Núna bara verð ég að tjá mig um þessa frétt. Lindsey Lohan, er sum sé komin í meðferð út af alkóhóli og dópi (bæði læknadópi og svo kókaíni). Karlinn vonar auðvitað að dóttirin nái bata og hann segir að Promises meðferðarstöðin í Malibú þar sem Britney Spears fór til að komast að því að hún væri EKKI alki, ynni aðallega eftir tólf spora kerfinu sem væri byggt á boðorðum Guðs. Vó.. hugsaði ég eru tólf sporin byggð á boðorðum Guðs? Aldrei veit maður nokkurn skapaðan hlut.
Það er reyndar ansi oft minnst á Guð í tólf spora kerfi AA-samtakanna en samkvæmt skilningi OKKAR á honum. Þ.e. við horfumst í augu við að það er til máttur okkur æðri en sá máttur er að eigin vali þess sem tileinkar sér þetta stórkostlega kerfi. Mig langaði bara að hnykkja á því vegna þess að þeir sem ekki trúa á hin venjulega Guð geta sett hvað og hvern sem er í það hlutverk. Við þurfum ekki að vera hefðbundinnar trúar til að nýta okkur AA-samtökin. Það er það sem er svo æðislegt og sporin hafa hjálpað mér mikið þessa mánuði sem ég hef verið á snúrunni. Hér koma svo hin tólf reynsluspor.
1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi. 2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja umsjá Guðs,samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar. 5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði,sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst. 6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina. 7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. 8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út afbar viðurkenndum yfirsjónir okkar umsvifalaust. 11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann. 12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. |
Auðvitað óska ég svo stúlkunni Lindsey góðs bata og að hún finni sinn æðri mátt "samkvæmt skilningi sínum á honum".
![]() |
Michael Lohan segir dóttur sína háða ýmsum lyfjum og fíkniefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 3. júní 2007
SKRAUTLEGUR LAUGARDAGUR
Við Inga-Lill hentum okkur í Kringluna til að versla eitt og annað en fyrst og fremst var ég að kaupa inn til örheimilisins. Myndina hér að ofan tók ég af innkaupakörfunni í Hagkaup (), en þetta er nottla skammarlegt lítilræði sem ég druslaði ofan í körfuna, bara einhverju hent smálegu og góðu í framhjáhlaupi í vagninn til að eiga eitthvað að narta í. Nú ég klippti mig, eða lét klippa mig og er nú einum forljótum fimmtán sentímetrum fátækari. Iss, tómur tertubiti að klippa hárið enda það eina sem ég hef getað safnað um ævina.
Við komum heim úr Kringluförinni heilum farmi af djönki ríkari og viðkomandi haugur af óþarfa kostaði nottla hvítuna úr augum mínum, handlegg og fót. Þetta var samt einangrað fyrirbæri (sko kaupæðið).
Við gerðumst síðan últra hællærisleg, ég, Inga-Lill og húsbandið og keyrðum austur fyrir fjall. Plebbalegasta laugardagsferðalag sem hægt er að hugsa sér en það rigndi allan tímann. Við stoppuðum í Hveragerði og eini sjáanlegi staðurinn til að drekka kaffi á var...haldið ykkur... EDEN. Þar fór í verra. Blómin öll í órækt, mig langaði ekki einu sinni að stela afleggjara, allt í tréverki úr PLASTI og mér leið eins og ég væri komin í KÁNTRÍBÆ. Mikið rosalega er Eden leim staður. Við neyddum ofan í okkur kaffibolla og borðuðum samlokurnar og pönnukökurnar sem við höfðum með í nesti (róleg skáldagyðjan tók yfir) og vorum snögg að því. Upp í bíl stukkum við eins og lömb á vori og bruummmmm við fórum aftur heim, hvar við hentumst í "respektive" sófa og tjilluðum þar til ég settist hér við tölvuna um miðja nótt til að gefa ykkur rapport, elskurnar mínar.
Síjúinalittúlvæl!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 7
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 2988320
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr