Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 6. júní 2007
LÉLEGUR STÍLL...
...í besta falli og illkvittnisleg aðför fjölmiðla í versta falli, að manni sem er ábyggilega núna að upplifa sínar erfiðustu stundir. Að nafngreina manninn sem tekin var með kókaín í síðustu viku er ljótt og í raun algjör óþarfi. Upplýsinga- og varnargildi þessa máls felst ekki í hver maðurinn er heldur hversu langt hægt er að komast í hræðilegum sjúkdómi og ég efast ekki um að KB hafi verið neyddur í þessa för til greiðslu á fíkniefnaskuld.
Bubbi var varkár í orðavali þegar hann kom í Kastljósið í gær. Ég er samt ekki sátt við að hann kæmi þarna og segði alþjóð frá skoðun sinni á á KB persónulega. Hvaða neyslu hann hafi verið í þegar þeir voru samskipa í "idolinu" og að hann hefði ráðlagt honum að koma með sér á AA-fundi. Það hefur mér vitanlega ekki verið gefið út veiðileyfi á þennan mann. KB hefur ekki, að því er ég best veit, fyrirgert rétti sínum til persónuverndar enda ekki búið að dæma í málinu.
Nú vona ég fyrir hönd mannsins og allra aðstandenda hans að hann sé tilbúinn til að leita sér hjálpar. Ég ætla að hugsa fallega til hans.
![]() |
Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
BÚÐ HÉR, BÚÐ ÞAR!
Sumarstarfmaður ég elska þig!!! Rakasta Stinua!! Jag älskar dig!! I love you!!
Steingeit: Farðu í göngutúr og taktu eftir hversu mikið hefur breyst síðan í gær - ný búð hér og blóm að blómstra þar. Ákveddu svo hvað þér finnst skipta máli.
Ég hef ekki um þetta fleiri orð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Á LEIFSGÖTUNNI?? OMG
Lögreglan lýsir eftir manni sem sakaður er um þjófnað. Hann hrifsaði handtösku af konu á Leifsgötunni í dag. Dóttir mín ásamt eiginmanni og barnabarni eiga heima á Leifsgötu. Halló.. hvað er í gangi?
Það er ekki langt síðan að hin sama dóttir var að koma úr Sundhöllinni með Jennslubarnið, um hábjartan sunnudag, að það réðst að henni maður og reyndi að ná af henni veskinu. Við förum að standa jafnfætis stórborgum heimsins í gripdeildum og árásum á fólk og það um hábjartan dag! Ekki að það sé eitthvað öðruvísi að vera rændur á daginn en hingað til hafa þjófar og annað pakk látið fara lítið fyrir sér þar til sólin er sest.
Arg...
![]() |
Lögreglan lýsir eftir manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
MIKIÐ AÐ GERA
Jenny Una Erriksdóttirrr er hjá okkur til næturgistingar en í dag er ár síðan að foreldrar hennar, ásamt Jenny sjálfri, giftu sig. Þau fóru því út að borða hjónin í tilefni dagsins.
Hér gengur mikið á og miklar samningaumleitanir eru um hvenær skuli farið að lúlla. Núna er húsbandið að lesa Einar Áskel en önnur tilraun til svæfingar er í gangi. Jennslubarnið er búin að átta sig á muninum á nútíð, þátíð og fortíð og það sem gerðist fyrir fimm mínútum gerðist í gær en það sem liggur í framtíðinni er á eftir. Svefninn er alveg örugglega ekki fyrr en einhvern tímann á eftir.
Ég blogga á eftir kæru vinir og fer minn hefðbundna blogghring.
Síjúgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
SNÚRUBLOGG
Þegar ég byrjaði að blogga í marsbyrjun ákvað ég að blogga bara eins og andinn blæsi mér í brjóst hverju sinni. Stundum um pólitík og femínisma, stundum í fíflagangi og stundum um alvarlega hluti eins og alkahólisma, sjálfri mér til áframhaldandi edrúmennsku og öðrum til fróðleiks. Ég kíkti lauslega yfir færslurnar mínar í morgun og vó ég er bilaður persónuleiki. Ég spila allan tilfinningaskalann eins og hann leggur sig. En þannig er ég bara.
Ég hef frétt utan af mér að sumir sem þekkja mig ( ekki mínir nánustu ættingjar og vinir) hafi látið eftir sér áhyggjur og stundum hálfgerða hneykslun á að ég snúrubloggi. Mín edrúmennska heitir snúra og reglulega blogga ég um minn alkóhólisma og ætla að halda því áfram. Það sem virðist fara fyrir brjóstið á örfáum sálum (sem ég veit um amk) er að ég skuli ekki halda þessu fyrir mig. Að það muni vænlegra til árangurs. Úff, þeir hinir sömu ættu að vita hvað leyndarmál og lygar geta af sér leitt og hafa gert fyrir konu eins og mig. Atvinna mín til töluvert margra ára var líka að fást við afleiðingar hræðilegra leyndarmála. Ég veit að þau bjarga engu. Fyrir mig er það sáluhjálparatriði að skrifa eins og mig langar til hverju sinni. Ef það er um að ég sé "fyrrverandi" fyllibytta í daglegri vinnu við minn alkóhólisma og lífstíl þá hef ég ekkert að fela. Það gerir mér gott og er ákveðin trygging fyrir mig að læðupokast ekki svona "just in case" að mig langaði aftur í fyllerí í þeirri merkingu sem ég legg í það orð. Mér finnst heldur ekki verra ef einhver, jafnvel bara einn væri nóg, gæti fundið stuðning í því sem ég skrifa og jafnvel nýtt sér það. Þannig gerast nú kaupin á Eyrinni. Við getum alltaf nýtt okkur reynslu annarra. Ég er allavega alsgáð upp í topp og hef ekkert annað í hyggju, einn dag í einu ævina út. Mér gæti ekki staðið meira á sama nú orðið hvað fólki finnst um það sem ég er að gera ef ég er sjálf viss um að það sé rétt fyrir mig. Og hananú.
Síjúgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
ENGINN ENDIR Á HÖRMUNGUNUM
Serbnesk stjórnvöld eru að hefja rannsókn á fullyrðingum um að fjöldagröf með líkum rúmlega 350 Kosovo-Albana sé að finna í Raska við landamæri Kosovo og Serbíu.
Auðvitað er nauðsynlegt að finna eins mörg fórnarlömb þessa hroðalega stríðs og kostur er, en enn er verið að minna okkur á hversu grimmilegt þetta stríð var, öll viðurstyggilegu morðin á saklausum borgurum sem ekkert vildu með stríðið hafa en voru aldrei spurðir.
Ætlar manneskjan aldrei að læra?
![]() |
Rannsaka hvort fjöldagröf sé að finna við landamæri Kosovo og Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
SVO "LEIÐILEGT" Í VINNUNNI
Það kann að virðast undarlegt að einhver nenni þessum sparðatíningi sem gjörgæsla á sumarstarfsmanninum með stjörnuspána á Mogganum er en ég get ekki látið þetta í friði. Ekki einn einasti dagur hefur sloppið án einhverra glapa og í dag tek ég aftur hrós mitt frá í gær, þar sem ég held því fram að starfsmaðurinn sé búinn að læra á villupúkann. Það er dálítið krúttlegt að þessar tvær línur sem spá Steingeitarinnar rúmast í skuli ekki sleppa framhjá leiðréttingarforriti blaðsins. Hér er afrakstur sívinnandi stjörnuspástarfsmannsins:
Steingeit:Leyndur og týndur hæfileiki kemur upp á yfirborðið í leiðilegu verkefni. Ekki taka því með hálfkæringi. Þessi uppgötvun gæti breytt lífi þínu.
Ég hef auðvitað engin "leiðileg" verkefni með höndum bara "skemmmtileg" og leyndu og týndu hæfileikarnir (hm) eru allir farnir forgörðum enda er ég svo hæfileikarík að ég hef ekkert með fleiri af sama að gera. Takk samt.
P.s. Myndin náðist af afleysingapersónunni í gærdag, rétt áður en hún skrapp í kaffi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
PERVERTISMI HLÝTUR AÐ VERA...
..ákaflega sjaldgæfur í hinum stóra heimi ef marka má þessa frétt Moggans í dag. Þar segir frá japönskum karlmanni sem hugðist ræna nærfötum sem dóttir lögreglumanns átti. Löggumaðurinn náði hinum unga manni sem var íklæddur skólabúningi stúlkna og náðist mynd af honum við verknaðinn. Ekki alveg kannski. Það er samt undarlegt fréttamat á vestrænum fjölmiðlum stundum. Þessi litla saga getur varla talist frétt í hinu stóra samhengi hlutanna. Innan um alla misnotkunina á börnum, þrælavinnu þeirra og allan viðbjóð annan þá fær þessi litla saga mann til að brosa. Það er kannski tilgangurinn með birtingunni. Ok,ok,ok. ég brosi eins og fífl.
![]() |
Japanskur nærbuxnaþjófur gripinn glóðvolgur í stelpufötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
ÞAGNARMÚRINN ROFINN?
Ég "missti" af umfjöllun Stöðvar 2 á föstudaginn um Goldfinger og karlinn sem þar fitnar eins og púkinn á fjósbitanum. Ég var ekki eins heppin þegar ég í kvöld sá myndbrot úr sama viðtali endurtekið. Mér varð óglatt. Þar nánast játaði þessi ógeðiskarl á sig bæði mansal og vændi. Það er auðvitað ekki svo að maður hafi haldið að það væri eitthvað eðlilegt við þessa viðurstyggilegu starfsemi sem þarna fer fram, en karlinn var greinilega í fári, hafði ekki haft tíma til að setja upp frontinn og það varð okkur til ansi mikilla upplýsinga. Skelfing hlýtur löggan að vera glöð. Hún veit núna að hverju hún á að leita. Geiri var ábúðarfullur þegar hann játaði að hans stelpur (eins og hann svo skemmtilega kallar konurnar sem hann blóðmjólkar) hefðu ekki leyfi til að fara neitt í átta klukkutíma eftir vinnu, nema heim að sjálfsögðu. Er það ekki nokkuð eðlilegt í samningum milli atvinnurekanda og starfsmanns? Svona samningar munu vera kallaðir mannréttindabrot jafnvel á Kárahnjúkum. Ég er allavega fegin að lögreglan hefur fengið eitthvað til að vinna með.
Er þagnarmúrinn rofinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 4. júní 2007
HVAÐ ER ÞAÐ MEÐ LAUGAVEGINN OG ELDA?
Nú bjó ég við Laugaveginn fremur lengi, þar til fyrir nokkrum árum og Brunaliðið var fastagestur í götunni með reglulegu millibili. Sem betur fer var það þó aldrei alvarlegt. Ári eftir að ég flutti, kviknaði í mínu eigin(s) húsi og efsta hæðin skemmdist illa. Eru þetta álög á götunni minni? Nú var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað að Laugavegi 120, sem er ekki svo langt frá þaðan sem ég bjó og þar hafði fólk orðið vart við reyk í stjórnstöð lyftunnar í húsinu um klukkan hálf átta í kvöld. Reykurinn reyndist sem betur fer ekki mikill og engin hætta skapaðist.
Nú myndi ég flytja ef ég væri ekki þegar flutt.
![]() |
Reykur á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 2988320
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr