Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

TÍMABÆR MINNISVARÐI

Nú er verið að undirbúa uppsetningu á minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, eina af flottustu kvenréttindakonum okkar, á horni Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis.  Mér finnst þetta ansi tímabært því hefði Bríet verið karl væri hún löngu komin í styttulíki og stæði ábúðarfull í einhverjum garði í Reykjavík.

Úje


mbl.is Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA PERRI FANN UPP ÞENNAN?

1

Sumir frasar,  málshættir eða kannski orðtök eru beinlínis ógeðsleg.  Þessi sem hér er nefndur er alltaf að verða á vegi mínum nú orðið og virðist vera í tísku, svei mér þá.  Á tímabíli gargaði frasinn á mig af bakhlið mjólkurfernunnar við morgunverðarborðið.

Hvað um það.  Sá sem bjó til  þennan frasa hefur bakað sér óvild mína sem nær út yfir gröf og dauða.  Ég þekki engan rassalyktarunnanda en kannski gengur fólk um og fitjar upp á nefið þegar endalykt og annar viðbjóður á í hlut, bara til að sýnast normal.  Kannski liggur þetta sama fólk út um allt inni á baðherbergjum landsins og lyktar í ljúfri sælu.

Nei nú æli ég....

Hér kemur viðkomandi hroðbjóður:

Sæt er lykt úr sjálfs rassi.

Ég legg til að þessi verði afmáður úr íslensku máli.


BRILLJANT HUGMYNDIR SEM TÝNAST..

1

..áður en þær komast á blað skella sér stundum í frjálsu falli ofan í hausinn á mér þegar minnst varir, og ég lamast af aðdáun.  Aðdáun á mínum eðalheila og smá vegna þess að ég veit að ég hef rekið mig í einhverjar "hugsanir" þarna fyrir ofan mig, sem hafa sloppið frá eigendum sínum og eru þar á sveimi. 

Nú ég fékk eina svona geníal hugmynd áðan.  Ég var að dóla í bloggheimum, lesa sauðsvartan almúgann (ég er að sjálfsögðu að grínast, myndi aldrei hugsa svona ljótt. Jeræt), þegar ég fékk þessa hugmynd.  Nú get ég ekki afritað mínar hugmyndir til geymslu þar til ég næ að koma þeim á blað, í fast form svo að segja en þar sem ég hef ofurtrú á minni mínu til langs og skamms þá hélt ég yfirreiðinni áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Ég er búin að gleyma hugmyndinni og blogga því um hugmynd sem fór út í alheiminn og einhver manneskja verður slegin í höfuðið með henni í Kína, Timbúktú eða á Grænhöfðaeyjum, mjög bráðlega.  Ég held að hugmyndin gæti hafa verið annaðhvort eftirtalinna atriða:

1. Að kaupa skóverslun.  Það yrði ódýrara til lengdar, í stað öflugra skókaupa hjá vandalausum. Það myndi vera s.k. sjálfsþurftarbúskapur.

2. Að byrja með sjónvarpsþátt sem ráðgefandi aðili. Hjónabandsvandræði, skilnaðir, lóðahreinsun, sláturgerð (æl) tarotspár, notkunarleiðbeiningar með hallamælum, kartöflurækt, bílaviðgerðir og þetta er bara lítið brot af hæfileikum mínum sem ég myndi deila með þjóðinni. 

Ef einhver ykkar fær flotta hugmynd í kvöld, þá er hún mín og skilið henni samstundis.  Éáana.

Jeræt og úje


BÚHÚ-FÆRSLA

1

Ég er í fýlu, mér finnst ég eiga bágt.  Búhú, búhú, snökt, snökt.  Það er ekki gott að vera í löngu fýlukasti en svona er það núna.  Ég er arfafúl.  Út í aðstæður sko.  Ég sakna Maysunnar minnar, Olivers og Robba.  Ég vil fá þau heim.  NÚNA! Þau voru að koma heim til London frá Spáni í dag og þar eru þau búin að vera s.l. hálfan mánuð.  Ég hef ekki séð þau síðan í maí.

Maysan, komdu heim!  Bara í tvo daga, ágúst er of langt burtu í tíma.  Ég vil heyra Oliver telja upp að 10 og segja "noine" á sinni yndislegu ensku og knúsa hann í rúsínu. 

Á morgun verður familíugrillpartý með krökkunum okkar hér við hirðina.  Ekki Maysu og þeim auðvitað. 

Búhú ég á svo bágt.

Dem


ÉR ER BÓKAORMUR...

1

..það viðurkenni ég fúslega en fjaðrafokið í kringum Harry Potter, en bækurnar um hann eru flottar, er aðeins of mikið fyrir minn smekk.  Nú hefur höfundurinn skrifað aðdáendum bókanna og beðið þá að þegja yfir sögulokunum til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa.  Þvílík markaðsetning. 

Frumburðurinn er trylltur Harry Potter aðdáandi.  Hún dró Jökulinn (elsta barnabarnið ) með sér á myndina sem "alibí" þ.e. hún móðirin fórnaði sér fyrir afkvæmið og fór með honum í bíó.  Og nú er bíður hún í ofvæni eftir bókinni enda löngu búin að skrifa sig fyrir henni.  Jökull er auðvitað hrifinn af HP en ekkert í líkingu við mömmuna og ég held að honum þyki nóg um æsinginn.

Róleg bara, það er ekki eins og þetta séu heimsbókmenntir eftir Astrid Lindgren, dhö!

Súmí.


mbl.is J. K. Rowling biður aðdáendur að þegja yfir sögulokum Deathly Hallows
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞUNGUR KROSS AÐ BERA..

1

...greinilega í þessu tilfelli því löggan handók tvo 17 ára gutta með trékross í eftirdragi sem hafði að geyma nafn látins einstaklings.  Þeir sögðust ætla að nota krossinn í listaverk.

Hugmyndaauðgi sumra "listamanna" eru greinilega engin takmörk sett.

Ég ætla að panta mér legstein.  Úr marmara þannig að það þurfi flokk manna til að fjarlægja hann.  Og þó mér er sama hvað um jarðneskar leifar mínar verður þegar ég er öll.  Þarf ekki einu sinni að merkja leifarnar af mér.

En hvernig dettur fólki svona lagað í hug?

Bítsmí.


mbl.is Með kross í eftirdragi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OF MÖRG TÆKI OG TÓL...

1

..fylgja nútímanum.  Ég er í vandræðum með þessi tvö símtól heimilissímans.  Ég er sífellt að skilja þá eftir út um allt, gleymi að hlaða, báða í einu og er stöðugt lendandi í tómu tjóni út af þessu.  Þetta ætti auðvitað ekki að vera vandamál, en mér tekst afburðavel að klúðra öllu sem heitir tæki og tól.  Það má kannski virða mér það til vorkunnar að ég ólst upp á síðustu öld þar sem t.d. var einn sími á heimili (ef fólk var svo heppið og varð ekki að láta sér nægja s.k. millisamband) en heima hjá mér var einhver framúrstefna í gangi en þar var hægt að stinga símanum í samband í hverju herbergi.

Ég þurfti að leita dauðaleit að símtóli í morgun þegar síminn hringdi.  Hann hringdi út og hvorugt tækið fannst.  Ekki þótt ég reyndi að ganga á á hljóðið. Að lokum fann ég annað, á baðbrúninni (ég næ mér ekki) og hinn fannst úti á svölum við hliðina á grillinu og þeir voru báðir nánast rafmagnslausir. 

Ég er að hugsa um að fá mér síma sem ekki er hægt að vaða um allt með.  Best væri að hafa hann múr og naglfastan í vegg.  Svona eins og gömlu sveitasímarnir.  Ég held bara, svei mér þá, að ég höndli alveg afturhvarf til fortíðar en ég er ekki svo viss um þetta með framtíðartæknina, a.m.k. ekki hvað varðar síma.

Súmí.


HEIMSPEKILEGT SAMTAL

1

Í morgun átti eftirfarandi samtal sér stað á meðan Jenny yfirvann óttann við villidýrið ryksuguna og fékk kennslu í því hvernig eldhúsgólf eru sogin, hvað ryksuga gerir við æti sitt og fleira í þeim dúr:

Jenny ekki hrædd við ryksugu, nehei en samt læti.  Er ryksuga góð eins og jákarlabörnin, nuffnuffbörnin og kisubörnin?

Já elskan ryksugan er góð og hún borðar draslið á gólfinu.

Er bumban hennar héddna amma? (Barn bendir á höfuðstöðvar ryksugu) En amma ryksuga ekki borða meir hún alveg SVÖNG (smá ruglingur með svöng og södd.  Hva?  Bara krúttlegt).

Já Jenny mín þarna setur hún matinn sinn og það er rétt hjá þér gólfið er að verða fínt.

Jenny líka ryksuga smá himumeigin(hina hliðina á eldhúsinu). Amma,  Jenny á ekki heima á Leifsgötu, neiei, Jenny heima í húsisín hjá mömmusín og pabbasín. Má Jenny fá ragnalakk? (Bara vaðið úr einu í annað).

Pabbinn kom svo og sótti Jennslubarnið og fór með hana í pylsu og kókómjólkurkaup, þar sem barnið vann til verðlauna fyrir að vera ekki öfugsnúið lengur þegar ryksugur eru annars vegar.

Yfir og út!

 


HVAÐ MEÐ HALDARANA?

1

Ef ítalska heilbrigðisráðuneytið mælir með því að skrifstofur landsins aflétti hálsbindaskyldu karlmanna af umhverfisástæðum verða konur þá ekki látnar sleppa haldaranum af sömu ástæðu til að spara orku og stuðla að baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Ég get svarið það. 


mbl.is Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARA LÍTILRÆÐISMUNUR Á VERÐI

 

..áfengis hér og meðalverði Evrópusambandsins á áfengi.  Bara 126%.  Furðulegt að Íslendingar skuli alltaf bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í háu verðlagi.  Okurverðlagi.

Ég er ansi þakklát fyrir að hafa hætt viðskiptum við brennivínsbúðina.

Bætmí.


mbl.is Áfengisverð 126% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2988393

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband