Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 5. maí 2008
Tjónajöfnun Gísla græna
Ef höfuðið á mér gæti snúið sér, eins og hjá stelpunni í Særingarmanninum, þá myndi það vera á öflugum snúningshraða, við að reyna að ná og skilja Borgarstjórann og Co í Reykjavík.
Hvernig er þetta eiginlega, þarf maður túlk á þetta fólk til að ná lágmarksskilningi á hvert það er að fara, hvað það meinar?
Í síðustu viku töluðu þeir tungum, íhaldið annars vegar og Ólafur hinsvegar vegna REI og ég og fleiri vorum eitt spurningarmerki.
Nei, nei,
og núna sá ég Óla í sjónvarpinu um helgina, messa á borgarafundi um skipulag Vatnsmýrarinnar, sem hann taldi búið til að fólki sem hefði ekki skilning á þörfum nútíma samfélags. Svo sá ég endursýnt viðtal við hann frá því í febrúar þegar hann tók þátt í að samþykkja sama skipulag og þá var hann nokkuð glaðbeittur með málinu.
Nú kemur Gísli Marteinn í fréttir og reynir að tjónajafna yfirlýsingar Borgarstjórans. Að það ríki einhugur, jájá, allir glaðir saman. Þessi einhugur sem alltaf er verið að segja frá eftir að einhver hefur misst út úr sér óheppilega hluti, er þá bara prívat. Hann birtist mér ekki í fjölmiðlum, svo mikið er víst.
Og Borgarstjórinn tjónajafnar líka og kemur með yfirlýsingar um að orð hans séu rangtúlkuð, að hann sé í GRUNDVALLARATRIÐUM sama sinnis og í febrúar.
Ók, ég hlýt að vera skemmd í höfðinu. Fyrir mér er þetta ekki bara katastrófurugl í meirihluta sem hangir saman á óskinni um að fúnkera en engu öðru, þetta er glundroði. Algjört mess.
Kannski er þetta merkjamál þeirra í meirihlutanum. Hvað veit ég sitjandi hér uppi í Gólanhæðum.
En þetta horfir við mér eins og handónýtur samstarfshópur og best væri að þeir segðu af sér og það strax.
Helst vildi ég fá að kjósa aftur.
En ekki hvað?
![]() |
Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 5. maí 2008
Úr bloggræsinu
Og ég held áfram alkaskrifum af því ég rakst á hann Robert Downing jr. í fréttunum.
Ekki að það sé frétt að hann gleymi aldrei neyslutímanum sínum. Það er eins gott fyrir okkur alkana að muna hvernig fyrir okkur var komið. En hvað um það, þessi frábæri listamaður virðist í góðum gír.
Suma daga er ég viðkvæm og auðsærð og það flýkur fljótar í mig.
Í dag er svoleiðis dagur.
Þá daga langar mig að loka á alla athugasemdara sem eru ekki skráðir bloggarar og leyfa sér að hella úr hlandkoppnum sínum yfir kommentakerfið mitt. Mig langar að fremja eitthvað, þegar mér líður á þennan veginn. Æðruleysi, æðruleysi.
En svo hugsa ég, okídókí, heimurinn er fullur af vanvitum sem fara með veggjum. Einn og einn þeirra slæðist stundum inn á síðuna mína og gerir þar þarfir sínar.
Ég get lifað með því vegna þess að svo margir aðrir sem ekki eru skráðir hér á blogginu koma með skemmtilegar og málefnalegar athugasemdir.
Ég hef því opið í nafni málfrelsis og málefnalegrar umræðu.
En fídusinn sem finnst í stjórnborðinu og gerir manni kleyft að loka á ip-tölur er dásamleg uppfinning.
Ég ráðlegg öllum sem fá leiðinlegar sendingar í formi persónulegs skítkasts frá Pétrum og Pálum að nota þennan möguleika.
Ég er edrú einn dag í einu!
Það er næsta víst.
Go Downey, go.
Úje.
![]() |
Gleymir aldrei ræsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 5. maí 2008
Leyndarmálin afhjúpuð
Ég hélt ekki að það ætti fyrir mér að liggja að sökkva mér ofan í skandinavíska fjölskyldusögu. Norska að þessu sinni. Ég hef verið með öfluga fordóma gagnvart skandinavískum bókmenntum lengi vel, þó ég viti að þar hafi mörg meistaraverk orðið til. En fordómar mínir eiga sér örugglega rætur í oflestri á sænskum vandamálasögum, sem ég hakkaði í mig þegar ég var við nám í Svíþjóð. Ég hélt að ég væri bólusett til eilífðar af "bakverkjum" en það hugtak "ont i ryggen" súmmerar upp hina skandinavísku þörf fyrir kvöl og pínu.
En ég er glöð og ánægð með að hafa lesið Kuðungakrabbana. Hún er sjálfstætt framhald Berlínaraspanna sem kom út í kilju 2006.
Í bókinni er fjölskylda sem hefur ólíkan lífsstíl að fást við og vinna úr sama fjölskylduleyndarmálinu sem hefur verið afhjúpað. Það er skemmtileg lesning og stundum vissi ég ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta.
Bókin tekur mann m.a. inn í svínastíu á norskum bóndabæ iog þaðan inn í glæsiheim svo eitthvað sé upp talið, þannig að andstæðurnar eru sláandi. Ég ætla ekki að segja ykkur meira um það börnin góð og ræna ykkur ánægjunni af lestrinum.
Katrín Jakobs sagði í Mannamáli í gær að fyrri bókin hafi verið betri. Ég hef álit á dómgreind Katrínar og einhendi mér við fyrsta tækifæri í að lesa Berlínaraspirnar.´
Ég væri ekki að segja ykkur frá þessari bók nema af því að ég mæli með henni til lestrar.
Og það eru runnir upp dásamlegir tímar í bókaútgáfu á þessu landi. Kiljurnar eru gefnar út allan ársins hring.
Hver vill innbundnar bækur þegar kiljur eru fáanlegar?
Ekki hún ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 5. maí 2008
Alkinn á snúrunni
Það er langt síðan ég hef snúrað.
Í dag (mánudag) eru 19 mánuðir síðan ég fór inn á Vog. Hm.. tíminn flýgur og hann gerir það skemmtilega, svo skemmtilega að ég man það.
Miðað við ástandið á mér þegar ég dröslaði sjálfri mér í meðferð þá er ég á toppi tilverunnar. Þrátt fyrir flensur af ýmsum toga, sykursýki og aðra óáran sem ég fæst við, þá er það tertubiti og ég í fantaformi,þegar þetta tvennt er borið saman.
11 daga pillufallið mitt í janúar, ýtti ansi vel við mér, er mér óhætt að segja.
Ég er vör um mig, mátulega hrædd við möguleg föll til að fara varlega.
En 19 mánuðir er heill hellingur af dögum. Allsgáðum og dýrmætum dögum.
Ég er svo skemmtilega heppin.
Lífið býður upp á möguleika.
Og núna þegar ég leggst til svefns veit ég að ég man hvað ég gerði og hugsaði áður en ég lokaði augunum.
Það er þó nokkurs virði.
Það er ansi fagurt útsýnið af snúrunni, ég blakti rólega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Nýtt Byrgismál?
Þessa dagana er mér beinlínis óglatt yfir fréttunum sem eru að berast um kynferðislegt ofbeldi.
Í Austurríki er villidýrið Frizl til umfjöllunar, hvert sem maður snýr sér. Í smáatriðum fær maður fregnir af hvernig hann bar sig að, við að nauðga dóttur sinni. Guð veit hvað fleira hann hefur á samviskunni þetta óargadýr. En ég minni á að hann er ekki einn. Það er þægilegt að halla sér að þeirri hugmynd að þessi maður sé verri en flestir. Auðvitað er það rétt, hann hefur haft óvenjulangt úthald og djöfullega útsjónarsemi ásamt því að búa í þjóðfélagi sem kássast ekki mikið upp á nágrannann, en misnotkun á börnum er að eiga sér stað út um allt.
Ég þakka almættinu fyrir umræðuna sem hefur skapast hér í þjóðfélaginu og gerir óþverrunum erfiðara um vik að fela gjörningana.
Og nú er nýtt Byrgismál í uppsiglingu.
Presturinn á Selfossi er farinn í frí á meðan mál hans er rannsakað.
Tvær unglingsstúlkur úr kórstarfinu hafa kært og tvær aðrar munu vera á leiðinni að leggja fram kæru.
Um þetta hef ég sem fæst orð.
Mér er bara alveg svakalega óglatt.
![]() |
Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Allir saman nú!
Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
Lára Hanna sem skrifar afspyrnu fróðlega og vandaða pistla leggur til að við tökum nú öll höndum saman, sláum Íslandsmetið sem sett var í nóvember sl., og reynum að stöðva fyrirhugaða eyðileggingu á dásamlegri náttúruperlu með því að reisa þar jarðgufuvirkjun - á Ölkelduhálsi.
Ég ráðlegg öllum að fara inn á síðuna hennar og lesa frekar.
Stöndum saman og þrýstum á yfirvöld.
Allir saman nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Kórónur, pell og pluss
Þegar ég var bara ögn, sandkorn á lífsströndinni, sem ég er reyndar enn, kom Noregskonungur ásamt drottningu til Íslands.
Ég hef sennilega verið sex ára. Það var mætt með mig út í Melaskóla til að berja goðin augum.
Alvöru kóngur og alvöru drottning! Ég man enn spenninginn og tilhlökkunina sem hríslaðist um mig, enda með kónga og drottningar, prinsessur og prinsa á hreinu úr heimi ævintýrabóka.
Vonbrigðin voru gífurleg. Maður í borðalögðum búning með húfu á höfðinu og drottningin var ekki með kórónu heldur og ekki var hún hlaðin gulli, konan sú. Þau voru eins hversdagsleg og hugsast gat. Ég held að ég hafi misst trúna á ævintýrin þarna í vornepjunni úti í Meló. Við fórum samt niður í Tjarnargötu og horfðum á þau fara inn í Ráðherrabústaðinn og ekki höfðu þau orðið konunglegri í útliti við fataskiptin.
Þarna hefur örugglega orðið til græðlingur, sem síðan varð að heilum frumskógi. Þarna fæddist nefnilega andúð mín og antípat á hvers kyns fyrirmennadýrkun. Guð, takk fyrir það, hver sem þú ert. Ég hef nefnilega komist að því að kóngar, bæði alvöru og sjálfskipaðir, standa aldrei undir væntingum enda af holdi og blóði eins og afgangurinn af mannkyninu.
Danska kóngafjölskyldan er þó krúttlegust og þolanlegust af öllu þessu eðalborna slekti. Þórhildur er töffari og þessi ungu hjón Frikki og Mary eru nokkuð kúl.
Ég mun því ekki henda í þau eggjum við komuna til landsins.
Þeim verður hent við önnur og merkilegri tilfelli.
Súmí.
![]() |
Konungssteinar fá nýja ásýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Músík í myndum
Það er langt síðan að ég hef eytt svo löngum tíma í sjónvarpsgláp og það á íslenskum þáttum. Fyrst var það evróvisjón undirbúningurinn á RÚV, með Palla í brúnni. Algjör eftiröpun reyndar frá sænsku þáttunum sem Eiki var í, í fyrra og undanfarin ár, en það kemur ekki að sök.
Sko, ef lögin hugnast mér ekki, þá mjúta ég sjónvarpið og hlusta svo með athygli á panelinn.
Ég hef nefnilega afskaplega litla ánægju af lögunum en settöppið í kringum þáttinn er svona félagslegt fyrirbæri, þó maður sitji bara með sjálfum sér heima í stofu. Allir sameinast í heitri bæn. Látum Ísland vinna.
Svo horfði ég á hátíðina í Háskólabíó, hlustendaverðlaun FM957. Gaman að því. Páll Óskar rakaði til sín verðlaununum. Á þau örugglega skilið en ég er ekki með smekk fyrir þeirri tónlist heldur.
Mér fannst hins vegar gaman að hlusta á Ný-danska og Gus-Gus.
Restin var til uppfyllingar fyrir mig.
Af hverju glápir maður á sjónvarp?
Ég veit það ekki, en stundum er það bara gaman. Ekki öðruvísi.´
Vindurinn gnauðar eins og að hausti. Hér beinlínis hriktir í öllu.
Ég held að ég fari tímanlega í rúmið.
Góða nótt rúslurnar mínar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 3. maí 2008
Fréttir úr mollinu
Ég fór í Smáralind með Söru dóttur minni, en skírnarveisla stendur fyrir dyrum um næstu helgi. Hún var að kaupa sér föt.
Ég keypti líka föt til að sýna henni stuðning. Að sjálfsögðu. En ekki hvað.
Ég þarf að fara að hætta að sjoppa, þetta er engan veginn viðeigandi. Ég geng þvert á eigin reglur og haga mér eins og óábyrgur materíalisti. Sem ég er ekki svona yfirleitt.
En ég geri auðvitað meira úr þessu en efni standa til.
Ég afrekaði líka að fara í sykurfall í mollinu. Hreint dásamleg lífsreynsla.
Afrakstur verslunarferðar:
Dásamlegir skór sem ég keypti í GS ég er búin að stilla þeim upp á stofuborðið og ég get horft endalaust á þá og dáðst að þeim. Svartir með háum hæl, ökklabandi og fyrirkomulagi.
Kjóll og peysa, sem ég get ekki lýst nánar en amman verður að vera fín í skírnarveislunni.
Rosalega get ég verið yfirborðskennd.
En ég er afskaplega djúp að öðru leyti.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 3. maí 2008
Typpið á Hilmi Snæ, seinni hluti
Hinn íslenski Gary Grant, eða einhver annar drop-dead-georgious kvikmyndaleikari, ætlar að fækka fötum einn ganginn enn í uppsetningu Vesturports á Kommúninni.
Hilmir Snær er að verða prófessjónal flassari.
Maðurinn er svona lala sætur sko.
En ég hef aldrei séð typpið á honum.
Fram að þessu hefur mér ekki fundist neitt vanta í þeim málum, í mínar listrænu upplifanir á ég við.
Ég hallast helst að því að ég þurfi ekki að bæta þar úr.
En ég verð að sjá Kommúnuna af því ég er svo mikið fyrir listrænar upplifanir, nekt karlmanna hefur ekkert með það að gera.
Dem, dem, dem, ég neyðist þá til að horfa á manninn alsberan.
En ég er nagli og ég lifi það af. Glerharður töffari úr hippamenningunni. Ég harka af mér bara.
Allt fyrir listina.
Úje!
![]() |
Hilmir Snær í stað Gaels Garcia |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987875
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr