Föstudagur, 12. júní 2009
Andskotans verkun
Er til of mikils mælst að við Íslendingar komum fram eins með sóma og manngæsku gagnvart því fólki sem hér leitar hælis?
Ég er eiginlega komin með upp í kok fyrir löngu síðan yfir ómannúðlegri meðferð á fólkinu sem hírist að Fitjum.
Fyrir utan að það á ekki að senda fólk til Grikklands sem hér leitar hælis.
Nú er rétt tæpt ár síðan Paul Ramses var tekinn í skjóli nætur og selfluttur til Ítalíu.
Þrýstingur almennings gerði það að verkum að mál hans var skoðað að nýju.
Ég hélt að Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, væri með skilning á málefnum innflytjenda, að hún myndi ekki senda fólk til Grikklands og nota Dyflinisáttmálann til að réttlæta það.
En lengi má manninn reyna.
Andskotans verkun, segi ég bara.
Meðferð á hælisleitendum gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. júní 2009
Jösses á galeiðu
Er það ekki merkilegt að Valtýr Sigurðsson skuli setja eiginn hag fram fyrir heildarhagsmuni heillar þjóðar?
Þegar bankahrunið verður gert upp fyrir dómsstólum má ekki leika nokkur vafi á því að ríkissaksónari sé hæfur.
Þetta er ekki spurning um persónu Valtýs, ónei, það er farið fram á þetta til að koma í veg fyrir þann möguleika að persónur og leikendur í hruninu sleppi ekki vegna mögulegs vanhæfis hans.
Ég skil ekki þetta séríslenska fyrirbrigði.
Að sitja sig bláan í framan.
Að hlekkja sig við skrifborðið.
Að láta draga sig út með valdi.
Þá er ég að vísa í suma bankastjóra.
Jösses á galeiðu.
Ríkissaksóknarinn hyggst ekki víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Brandari afturábak
Á myndbandi meðfylgjandi fréttar má sjá Tryggva Þór Herbertsson gæða sér á súpu hjá mótmælendum á Austurvelli.
Sjálfstæðismenn vs. mótmæli vegna efnahagshruns...
Hm.....
Stílbrot?
Að minnsta kosti finnst mér þetta eins og að hlusta á brandara sagðan afturábak.
Ætla að sofa í tjöldunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Burt með pakkið
Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason neita að hætta störfum.
Baldur sem er rúinn trausti almennings lætur það ekki vefjast fyrir sér. Eimreiðarhópurinn gefst aldrei upp enda telur hann sig ómissandi í embættismannakerfinu.
Sterk réttarstaða ræður því að þessir menn halda starfi sínu.
Valtýr neitar að víkja sem ríkissaksóknari þó Eva Joly segi að sá sem sitji í því embætti verði að vera hafinn yfir allan vafa og hann kallar það einkaflugeldasýningu hennar.
Hér höfum við dæmi um forherta embættismenn sem eiga sér fáar hliðstæður í öðrum löndum.
Er það nema von að svona illa hafi farið.
Við sem erum besust, stórust og klárust í heimi sitjum uppi með siðspillt embættismannakerfi svo ég tali ekki um stjórnmálaflokkana sem hér hafa löngum setið við völd og sett inn "sína menn" á valdapóstana.
Burt með þetta lið.
Stolt mitt yfir þjóðerni mínu er löngu farið, sjálfsmynd okkar allra hefur fengið utanundir svo um munar.
Spurningin er hversu langt á að ganga í að vaða á fjósbombsunum yfir okkur íslenskan almenning.
P.s. Hér skrifar Jónas um Rögnu Árnadóttur og leiðir að því líkum að hún sé staðgengill Björns Bjarnasonar í stjórninni.
Svei mér þá, ekki svo langsótt ef sagan er skoðun.
Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Kæru stjórnvöld og aðrir sem málið varðar
Kæru stjórnvöld og aðrir sem málið varðar.
Auðvitað fær Eva Joly það fjármagn, þann mannafla og aðrar þær kröfur sem hún gerir, uppfylltar.
Annað er auðvitað ekki í boði get ég sagt ykkur ef vera skyldi að undiraldan, þreytan og reiðin í þjóðfélaginu hefi farið fram hjá ykkur.
Það er heldur ekki nóg að skipa nýjan saksóknara yfir bankahruninu og láta Valtý halda áfram, amk. sagði Eva í Kastljósinu að enginn vafi mætti leika á því að ríkissaksóknari væri hæfur.
Ekkert persónuleg sko.
Og eitt get ég sagt ríkisstjórninni og Alþingi öllu, að missum við Evu Joly og hennar ráðgjöf og stuðning þá verður aldrei - aldrei, friður um Icesavenótuna sem við venjulega fólkið eigum að pikka upp á meðan glæpahundarnir lifa í vellystingum parktuglega víðs vegar um heim.
Ekki að ræða það.
Ég held að við séum öll um það bil að fá nóg.
Við erum búin að fá nóg af drætti, útúrsnúningum og innantómu kjaftæði um Nýtt Ísland, ný vinnubrögð, gegnsæi og heiðarleika.
Búin að fá nóg yfir að þurfa að láta okkur nægja gulrótina um að þetta komi allt með kalda vatninu, seinna, seinna, seinna.
En það stendur ekki á að hinn almenni maður skuli færa fórnirnar og þær stórar og það skal gerast STRAX.
Sleppið orðskrúðinu og látið verkin tala!
Það er eiginlega "do or die" sem krafa er gerð um.
Þetta er nefnilega alveg að verða gott.
Skoða þörf á auknum útgjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Enga Íslendinga
Ég legg óhrædd allt mitt traust á Evu Joly.
Ég treysti hreinlega engum öðrum til að sjá til þess að hér sé rétt staðið að málum varðandi rannsókn á bankahruninu.
Valtýr hverfur af vettvangi og hefur sjálfur lýst sig vanhæfan.
Það er vont að geta ekki treyst þeim sem eiga að gera upp bankahrunið.
Eftir allt sem á hefur dunið er það orðið svo að tortryggnin er alls ráðandi.
Hér á landi eru tengingar fólks líka í allar áttir, þjóðfélagið er svo lítið.
Verst eru pólitískt skipuðu embættismennirnir.
Aaaaðeins of valdamikil stétt finnst mér.
Best væri að Eva Joly hefði sína eigin starfsmenn og ráðgjafa í öllum störfum.
Íslendingar eiga ekki að koma nálægt þessu.
Þá væri mér rórra.
Björn verður ríkissaksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Hættir Eva eða ekki?
Það er í mér óhugur eftir fréttaflutning dagsins, varðandi þann orðróm að Eva Joly hygðist hætta að starfa sem ráðgjafi fyrir embætti sérstaks saksóknara.
Eva talaði um það í upphafi að það þyrftu erlendir rannsóknaraðilar að koma að málinu.
Mér vitanlega er hún sú eina.
Hún sagði líka að það þyrfti að rannsaka bankana frá grunni en ekki eitt og eitt mál.
Vonandi er þetta rétt sem saksóknarinn segir að orðrómurinn eigi ekki við rök að styðjast.
Ef hins vegar, þetta reynist sannleikurinn, að Eva vilji hætta vegna þess að ráðgjöf hennar sé hunsuð, þá held ég að við getum gefist alla leiðina upp.
Kannski er það rétt hjá þeim sem hafa allan tímann haldið því fram að rannsóknarviljinn á Íslandi sé í lágmarki.
Við sjáum til.
Góð og gagnleg skoðanaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Best að starfa sem dótturfélag
Noh, allt eins og það á að vera í Kópavogi.
Sviðsstjóri er með svör á reiðum höndum af hverju bærinn leitar ekki útboða.
Formaður afmælisnefndar er minnislaus.
Gunnar er saklaus eins og nýfallin mjöll.
Það er svo sannarlega gott að búa í Kópavogi.
Þar er best að starfa sem dótturfélag.
Jabb, það er svo.
P.s. Að allt öðru (hehemm).
Það vantar nýja undirflokka.
Eins og t.d. "Spilling" og "Fjölskyldumál".
Redda því Moggi góður.
Alloft gerðar verðkannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Búmm - búmm - búmm
Emilíana er ein af mínum uppáhalds söngkonum.
Alveg síðan ég heyrði í henni fyrst, þá barnungri.
Nú er hún stokkin inn á Billboard.
Trommandi af gleði.
Kemur mér í fantagott skap.
Til hamingju.
Torrini trommar sig inn á Billboardlistann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Ekki segja af þér Gunnar minn
Gunnar Birgisson ætlar að taka Sjálfstæðisflokksaðferðina á viðbrögðin við svörtu skýrslu endurskoðendafyrirtækisins Deloitte.
Hann ætlar sko ekki að segja af sér.
Enda ekkert gert.
Þeir í bókhaldinu eru bara ekki klárari en þetta.
Gott Gunnar.
Fólk eins og þú viðheldur minni fólks varðandi vinnubrögðin í Sjálfstæðisflokki.
Þar segir maður ekki af sér.
No matter what.
Gunnar segir lög ekki brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.6.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987392
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr