Sunnudagur, 19. júlí 2009
Bjarni Ben í afleysingum, bankar og heyrúllur að eilfíu amen
Þjóð sem hefur húmor fyrir heyrúllum getur ekki annað en komið standandi niður úr öllum sínum hörmungum.Ég fékk veinandi krúttkast yfir fegurðarsamkeppni heyrúllna sem sagt er frá í viðtengdri frétt.
Svo íslenskt og dúllulegt.
I friggings love it.
Annars er ég komin með hálfgert ógeð á fréttum, hvort sem þær koma í formi sjónvarps- eða blaða.
Nú eru það bankarnir.
Búið að semja við kröfueigenda.
Nýr Íslandsbanki að verða til innan skammt.
Fyrirgefið hvað þýðir allt þetta tal um bankana?
Á ég að gleðjast yfir þessu?
Verður líf okkar borgaranna í þessu landi marktækt betra út af þessum breytingum eða erum við enn sem fyrr bara leikmunir sem engu skipta?
Eru þessir nýju bankar trygging fyrir því að innistæðueigendur verði ekki rændir einn ganginn enn eins og gerðist s.l. haust?
Og af hverju eru stjórnendur græðgisbankanna í skilanefndum hinna nýju?
Af hverju er þessi Birna í Íslandsbanka/Glitni enn bankastjóri?
Af hverju, af hverju, af hverju?
Og af því ég er byrjuð að spyrja:
Hvenær verður nýr formaður kosinn í Sjálfstæðisflokknum?
Bjarni Ben er bara afleysingarformaður, það sér hver maður.
Eða hvað?
Bjarni Ben er örugglega ágætis maður en er ekki best að þeir sem stjórna flokknum séu bara formenn flokksins?
Eins og þessi þarna Kjartan sem skammast út í Þorgerði Katrínu og tekur hana á teppið?
Æi ég er hætt að spyrja.
En ég fer ekki ofan að því að Bjarni Ben sé formaður í afleysingum.
Vinningsrúllan valin í Kjós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Í matinn á Vísarað?
Merkilegt þegar maður hugsar um hversu öllu hefur fleygt fram hér á landi, upp á gott og vont auðvitað, að það skuli ekki vera bændamarkaðir út um allan bæ.
Svoleiðis er það í siðmenntuðum löndum og ósiðmenntuðum líka ef ég á að vera alveg nákvæm.
Þegar ég bjó í Gautaborg þá var Saluhallen t.d. staður sem ég heimsótti að minnsta kosti einu sinni í viku.
Þar var hægt að fá lambakjöt bæði íslenskt og svo háheilagt Mekkakjöt þar sem viðkomandi lambi hafði verið slátra upp á múslímsku með höfuð í átt til Mekka.
Ostar upp á Ítölsku og seladæmi og annað sem ég hef ekki geð á að nefna frá Grænlandi og kjötbolur með mör frá Færeyjum, ég gæti talið endalaust áfram en sleppi því.
Grænmeti og krydd út í það óendanlega.
Mín kynslóð var ekki alin upp á miklu grænmeti.
Tómatar, gúrkur, hvítkál og gulrætur.
Búið og bless.
Já og grænar baunir frá Ora með sunnudagssteikinni.
Niðursuðumatur er auðvitað ekki í alvörunni svona ef maður hugsar um það, ekki frekar en líkamspartur í formalíni er lifandi manneskja.
Löngu dautt í báðum tilfellum.
Þess vegna hoppa ég hæð mína af tilhugsuninni um að hér verði grænmetis- og kjötmarkaðir.
Að því tilskyldu að verðið verði þolanlegt.
Og ekki segja mér að það sé svo dýrt að vera Íslendingur, að forréttindin kosti.
Þá segi ég: Þá er betra að ganga í ESB.
Ég vil ekki þurfa að kaupa í matinn á raðgreiðslum, fjandinn hafi það.
Og góðan daginn, villingarnir ykkar.
Þrír í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Sæt og sökkar?
Var að rekast hér inn eftir að hafa verið að gera skemmtilega hluti eins og að horfa á heimildarmynd um trúarbrögð.
Hversu heimskulegt og hættulegt það er að hætta að hugsa og trúa í blindni á biblíu- og kórankjaftiæði.
Svo sá ég þessa fyrirsögn: "Var hún of falleg fyrir fangelsið"?
Kona var látin fara af því hún var svo bjútífúl, en hún var fangavörður.
Eða svo segir hún.
Ég spyr; var hún ekki hundleiðinleg bara og óþolandi í samskiptum?
Sæt og sökkar?
Segi svona og mér gæti ekki staðið meira á sama.
Farin í kvöldbænir.
Var hún of falleg fyrir fangelsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 18. júlí 2009
"You win some, you lose some"
Alltaf gaman að geta sagt sig úr flokkum til að sýna hug sinn.
Ég elska að segja upp blöðum, sjónvarpsáskriftum og svoleiðis fyrirkomulögum ef mér er misboðið.
Stundum hef ég t.d. verið að hugsa um að gerast aftur áskrifandi að Stöð 2 af því að dagskráin sökkar svo oft og þá vildi ég getað slitið við þá viðskiptasambandi.
Ég var í VG og er held ég ennþá á skrá.
En ég er ekki búin að borga árgjald og ætlaði ekkert að gera það.
Kannski væri sniðugt að borga til að geta sagt sig úr flokknum ef/þegar Icesave kemst í gegn.
"Sounds like a plan"?
En að tuttugu hafi sagt sig úr flokki vegna ESB-málsins er ekki mikið.
Lífið er einfaldlega svona.
"You win some, you lose some".
Farin út að hitta gula fíflið og reykja af öllu afli og alveg niður í lungu.
Úje.
Fréttaskýring: Rúmlega tuttugu hafa skráð sig úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 18. júlí 2009
Okkur var skapað að skilja - úje
Það er alltaf verið að rannsaka og rannsaka.
Sú nýjasta ber vinnuheitið "What´s love got to do with it" og leiðir mann í allan sannleika um hvaða sambönd eru líkleg til að endast og hver ekki.
Af hverju í áranum voru ekki svona rannsóknir í gangi þegar ég stóð í að giftast og skilja við mína fjölmörgu eiginmenn.
Hugsið ykkur óþægindin sem hægt hefði verið að sleppa við?
Alla brúðarkjólana sem ég hefði ekki þurft að kaupa?
Eða alla prestana sem ég hefði gefið helgarfrí?
Ég hef sagt ykkur frá því einhvern tímann hversu góð byrjunin á mínu fyrsta hjónabandi var.
En aldrei er góð vísa of oft kveðin (so here we go again).
Við rifumst á leið í kirkju.
Töluðumst ekki við undir athöfn en rétt náðum að hvæsa jáinu út á milli samanbitinna vara.
Héldum svo áfram að rífast langt fram eftir degi.
En vorum búin að sættast til að geta mætt í okkar eigin brúðkaupsveislu.
Fall er fararheill segja sumir.
En það er ekki rétt, hjónabandið stóð í ár eða svo.
Hefði átt að endast lengur hefði mér fundist.
Af því við reyktum bæði.
En það á að auka líkurnar á að sambönd haldist.
En okkur var skapað að skilja.
GARG og gaman.
Úje.
Reykingar hafa áhrif á varanleika sambanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 17. júlí 2009
Ansans ári óheppilegt Bjarni minn Ken
Já Bjarni Ken, það er svo ansans ári óheppilegt þegar ekki ríkir einhugur í forystunni.
Þegar skoðanir fara að víxlast út um víðan völl, fólk hættir að hugsa í kór og ein og ein hjáróma rödd fer að skera sig úr annars vel æfðum kórnum.
Árans vesen að það skuli vera lýðræði í landinu sem er að gera það að verkum að fólk er hugsandi sjálfstætt eins og ekkert sé og gleymir hollustunni við hið sanna stef flokksins.
Hið eina rétta stef.
Damn, damn, damn.
Annars segir Bjarni að það ríki trúnaður á milli hans og Þorgerðar Katrínar þrátt fyrir þetta skammhlaup í höfðinu á henni.
Ætli hann eigi þá við að þau séu enn alveg að segja hvort öðru leyndarmál og svona?
Bítsmí.
Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 17. júlí 2009
Huglægar hættur í hausnum á fólki
Þegar ég las viðtengda frétt sá ég að einhver hafði bloggað um hana með fyrirsögninni; "Hvað er að Þráni"?
Alveg finnst mér stórmerkilegt þessi hæfileiki sumra að snúa hlutum á haus í takt við skoðanir sínar og trú. Til réttlætingar auðvitað.
Er ekki öllu rökréttara að spyrja hvað sé að Þór Saari, Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur?
Voru það ekki þau sem gegnu þvert á stefnu hreyfingarinnar fyrir utan þá klækjapólitík sem felst í að gera tilraun til að ná einu máli fram með öðru.
Við skulum sí ef þið gerið svo (eins og við viljum)?
Svei mér þá ef þetta er ekki ruddalegra og meira utanáliggjandi en þau hrossakaup sem hingað til hafa farið tíðkast á hinu háa Alþingi.
Að því leytinu til þá er þessi taktík ný af nálinni. Ekki samt alveg þau frumlegheit og öðruvísi vinnubrögð sem ég sá fyrir mér frá hendi Borgarahreyfingarinnar.
Svo er það auðvitað algjörlega óþolandi þegar fólk í stjórnmálum ber fyrir sig skelfilegri vitneskju sem það svo segist ekki geta sagt frá vegna trúnaðar.
Ég gef akkúrat ekkert fyrir huglægar hættur í hausnum á fólki.
Á borðið með upplýsingar eða þegja ella.
Reyndar skilaði þetta útspil þremenningana ekki nokkrum sköpuðum hlut nema einum allsherjar bömmer fyrir Borgarahreyfinguna.
Svo er spurningin hvort hreyfingin fái að halda sínum nefndarsætum eftir að hafa brotið samkomulag sitt við ríkisstjórnarflokkana sem Þór Saari sagði frá í ræðustól í gær.
Ég bíð spennt eftir því.
Þráinn hefur ekkert gert annað en standa sig, vera sjálfum sér og kosningaloforðum sínum trúr.
Ég er komin í harða andstöðu við Icesavesamninginn eins og flestir.
En ég ætla svo sannarlega ekki að skipa mér í sveit þeirra sem skapa hræðslu og ótta, tala um eitraðan samning þetta og hitt og búa til spennu sem maður situr svo uppi með án þessa að vita nokkuð nánar um orsakavaldinn.
Ég er alveg nógu paranojuð fyrir, takk kærlega.
Gó Þráinn.
Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 17. júlí 2009
Staðsetning handjárnaglamurs fundin!
Allir brjálaðir út í Þorgerði Katrínu fyrir að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni í gær.
Stórglæpur Í Sjálstæðisflokk að fara eigin leiðir.
Ómæ.
Staða hennar mun veikjast.
Halló, hvað er?
Nú skil ég af hverju Birgir Ármannsson hélt sig heyra handjárnaglamur og svipuhögg Samfylkingar gagnvart VG.
Stór misskilningur í gangi varðandi uppruna hljóða.
Þau komu auðvitað úr hans eigin flokki.
Úbs, Birgir Ármannsson.
Alltaf að tékka á uppruna glamurs áður en hlaupið er með viðkomandi hljóðmengun í ræðustól Alþingis.
Súmí.
Staða Þorgerðar Katrínar veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Svo ljótt
Mér líst ágætlega á þennan hnapp á heimasíðu TR þar sem hægt er að tilkynna um bótasvik.
Ekkert skemmtilegt kannski, en nauðsynlegt ef það er rétt að fólk sé að stunda bótasvik eins og oft er haldið fram.
En ég er hins vegar ósátt og rúmlega það við formið á tilkynningunum.
Þú getur sett inn upplýsingar nafnlaust og án þess að skilja eftir þig nokkur spor.
Þar með eru ógeðum og illfyglum þessa lands gefið veiðileyfi á bótaþega sem gæti verið afskaplega freistandi að nota til að koma höggi á fólk án þess að nokkur innistæða sé fyrir tilkynningu.
Þetta er vel þekkt á Norðurlöndunum eins og til dæmis í barnaverndarmálum þar sem falskar tilkynningar hrúguðust inn þegar nafnleynd á kærum var afnumin.
Svo sat fólk með tilkynninguna á foreldra cívíinu án tillits til hvort grundvöllur væri fyrir kæru eða ekki.
Ég vil að Tryggingarstofnun láti fólk segja til sín þegar það leggur inn upplýsingar í þessa veru.
Svo má fara með þær sem trúnaðarmál, nema í þeim tilvikum auðvitað þar sem illkvittnin ein er að verki.
Mér finnst verið að höfða þarna til lágra hvata fólks.
Það rýrir svo sannarlega ánægju mína með þennan möguleika.
Mér finnst þetta alveg ferlega ljótt ef ég á að vera alveg hreinskilin.
Svo vil ég taka fram í blálokin að ég mun persónulega aldrei nota svona fídusa né á nokkurn annan hátt taka að mér persónunjósnir fyrir nokkurt batterí.
Bara svo það sé á hreinu.
En þeir sem vilja hafa þarna tækifæri til að láta til sín taka og ég vona að þeir geri það þar sem þar á við og stígi varlega til jarðar.
Leita eftir ábendingum um tryggingasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Nei eða já - af eða á
Ég er fegin að þetta ESB-mál sé til lykta leitt í bili.
Ég fagna því líka að fá tækifæri til að kynna mér hvað möguleg innganga í ESB hefur í för með sér fyrir Ísland.
Bæði gott og slæmt.
Ég er ekki Evrópusinni.
En mér finnst í stöðunni ekkert annað koma til greina að láta reyna á samningsleiðina.
Svo varð ég hissa á að Guðfríður Lilja sæti hjá.
Hún er dedd á móti aðild, vill tvöfalda atkvæðagreiðslu og átti því auðvitað að segja nei.
Sama með Þorgerði Katrínu. Hún átti að segja annað hvort af eða á.
Svo var ég gapandi hissa á að Jón Birkir Jónsson væri með tillögu meirihlutans.
Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur, hún er kjarkaður og heiðarlegur pólitíkus og stendur með sjálfri sér.
Sem NB. fleiri þingmenn í öllum flokkum mættu taka sér til fyrirmyndar.
Og fyrirgefið en mér finnst að í svona stórum málum eigi ekki að vera möguleiki á hjásetu.
Nei eða já - af eða á (ég veit hallærislegt Eurovisionlag).
Annars góð, eða nei, algjörlega búin á því.
Farin að elda.
Er með matarboð.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2987384
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr