Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ég fór í búð og sonna

Stundum leggur Jenn sig aðeins í rúmið hjá litla bróður. 

Ég, Sara, Jenný Una og Hrafn Óli, skutluðumst í Rúmfatalagerinn, mig vantaði eldhúsgardínur (Ibba, jólagardínurá leið niður og það þó langt sé í nóvember).  Hrafn Óli var ekki meðvitaður um verslunarferðina, enda sofandi.  Jenný Una hefur tekið upp á því að ferðast á milli heimilis síns og okkar hlaðin farangri.  1 bleik ferðataska á hjólum,  2 hliðartöskur fullar af dúkkufötum, brúna dúkkan Dóra, og fleira skemmtilegt.  Þetta tók hún með sér inn í Rúmfatalagerinn og sagði mér í trúnaði að hún væri með mjög, mjög mikið dót.W00t

Afrakstur ferðar:

1 eldhúsgardínur, ansi sætar.  Því máli reddað og húsmóðurheiðri í leiðinni.

2. Perlufestagerðarsett sem var laumað ofan í körfu, af ákveðinni ungmær (ég nefni engin nöfn).

3. Drykkjarkönnur 4 stk. því  ég áttaði mig á því þarna í búðinni að ég var i svíðandi þörf fyrir svona drykkjaráhöld.  Ég vissi að það var eitthvað sem stóð hamingju minni fyrir þrifum.  Þær eru röndóttar.

4. Handþeytari, hinn sem fyrir var fór í gassaganginum um jólin.

Tótal: Rúmlega 5000 kall.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta?

Jú af því að ég fór út úr húsi og mér var kallt inn að beini.

Mér finnst það merkistíðindi.

Og barnið á kassanum var að minnsta kosti orðið 12 ára. Alltaf að hækka aldurinn á starfsfólkinu þarna, en hún var með tyggjó.

Nú er ég farin að biðja mínar hefðbundnu sunnudagsbænir.

Bretar segja að hér sé allt á niðurleið, ég ætla að vona að öryrkjar og aldraðir fái ekki kauplækkun til að redda þjóðarbúinu.

Þau hin breiðu bökin.

Kikkmítúhellandbakk..

Úje


Ég ætla að gerast námskeiðishaldari

Hafið þið tekið eftir öllum þessum fyrrverandi eitthvað, sem hafa haft að atvinnu að hafa t.d. verið í fjölmiðlum, leiklist, kennslu og allskonar, og eru að meika það bigg í námskeiðahaldi?

Ég hef ákveðið að verða sollis kona.  Námskeiðshaldarakona.

Ég kann helling.

Matarnámskeið í hefðbundinni  matargerð í 107 Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.

Hvernig tala má mikið og halda athygli fólks, jafnvel gegn vilja þess.

Að vera hvatvís og tala alltaf áður en maður hugsar.  Hver segir að hugsun sé til alls fyrst?

Að rata á Þingvöllum.

Að sækja um vinnu, veit ekki hvort ég hef svo framhaldsnámskeið í hvernig á að fá vinnuna.  Tveir ólíkir þættir sko.

Hvernig hægt er að mála sig með júgursmyrsli og skósvertu að vopni.

Hvernig má leggja veisluborð með ósamstæðum diskum og glösum og látið það líta út fyrir að skreytingarmeistari hafi verið fenginn til verksins.  Æi snobb gerir fólk blint og smekklaust.

Æi svo er það hvernig má skilja í góðu, meðalgóðu og illilegu ástandi.

Úff, ég kann svo margt.

Þetta er að hala inn hellingspeninga hjá fjölda manns.

Mannauðstjórnun hvað?  Það geta ekki allir verið í því.

Hugmyndir, einhver?

Sláum til. 

Á morgun kemur nýr dagur og þá sjáumst við elskurnar mínar.

Jennslubarnið sefur svo fallega í litla rúminu sínu.  Er farin inn að horfa á hana.

Nóttina.

Úje

Later.


Ég er hrunin....

 

Í tvöföld sígarettuvandræði, eða nikótínvandræði.

Í Londresferðinni mátti ég ekki reykja meinsstaðar, eins og ég hef þegar sagt ykkur frá.

Mín er svo klár að hún var með Nicorette nefúða á sér af því hún ætlaði að hætta að reykja og hafði ekki komist til þess vegna anna, hóst, hóst.

Úðinn bjargaði mér á flugvöllum og í flugvél, þegar ég var vakandi.

Ég er búin að kaupa mér nýjan.  Kikkið sem úðinn gefur fletur mann út á vegg af unaði.

Nú sit ég hér með bévítans úðan, teygi mig í hann öðru hverju og smóka á milli.

Já, já, já, ég veit, voða hættulegt.  Ég er fíkill, bláedrú, má maður vera aðeins ófullkomin?

Ég er sum sé hrunin í úðan og er enn í rettunum.

Velja: Úði - sígó - úði- sígó- úði ladídadí

Tek mér mánuð í að velja.

Á meðan verður gaman að liffa.

Þráinn sorrý, en hér verður að koma

ÚJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE

Á bjargi byggði heimskur maður hús: Það er ég í sígarettulegum skilningi. 

Farin að elda.

Klemm og kreist á alla línuna.

P.s. Nú kemur það merkilegasta.

Ég hreinsaði smá af bloggvinalistanum mínum.  Ef ég hef sópað út einhverjum óvart þá látið vita, en ekki skamma mig, ég er svo áhrifagjörn.  Það eru allir að taka til.


From mí tú jú, dír Þráinn Bertelsson

 

Það er ekki á hverjum degi sem kona eins og ég (svona kommon júnó), fær skrifað um sig dagbókarbrot frá einum af hennar uppáhalds pistlahöfundum.  Þegar ég opnaði Fréttablaðið og henti mér yfir dagbókarfærlurnar hans Þráins, sem er í Prag,  þá var fyrirsögnin hreinlega á jensku. "DÓNTSÚMÍPLÍSJERÆT" og Þráinn ekki hrifinn.  Finnst eins og svona prentsmiðjuenskubloggarar séu að breiða yfir kunnáttuleysi sitt á enskri tungu. Það sé tilgerðarlegt í þokkabót.  Ómægodd, þar kom hann upp um mig.

Annars er ég upp með mér, og ég er ekki að grínast hérna.  Á s.l. sunnudag, þegar ég lá á bæn, að vanda og las viðstöðulaust upp úr minni Biblíu, þá var maður út í Prag, að pirrast út í mig (hann kallar mig suma bloggara reyndar, en ég held að ekki fari a milli mála hverjir sumir eru) og hamast á lyklaborðinu af hneykslan yfir að sumir skuli vera að blogga eins og kjánar, jafnvel sér til uppyngingar.  Trúðu mér kæri dagbókarskrifari, ekki máttur í þessum heimi sem yngir mig upp.  Búin að reyna til þrautar.

Sko Þráinn, júsí, æmnottdúingþattattall.  Ég er að blogga.  Blogg er talmál.  Ég sletti, ég veit það, í almennu tali og amma mín sem kenndi mér góða íslensku hefur örugglega marg snúið sér við í gröfinni vegna jenskunnar sem ég hef komið mér upp í mínum fíflafærslum sem ég á það til að blogga. Kræst, sú væri ekki hamingjusöm, en hvað um það, öllum verður á. Jón Baldvin er vonandi ekki að lesa bloggið mitt úti á Spáni, því hann kenndi mér íslensku og lét mig í skammarkrókinn af því ég ullaði á hann af því ég hélt að hann sæi ekki til.  Mörðurinn sáarna.  Æmgonnasúðebastard.

Fyrst eftir að ég byrjaði að blogga hefði ég dáið inni í mér ef svona frægur og merkur maður eins og þú Þráinn, hefðir skrifað svona um jenskuna mína.  Hefði sennilega farið til fjalla og hoppað á tölvunni þar til hún væri minnið eitt.  En það var þá.  Nú er ég orðin forstokkaður Moggabloggari sem tek fátt nærri mér.  Ég er eiginlega að drepast úr monti yfir því að merkilegur rithöfundur, blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður, sem ég dáist að,  skuli telja það tímans virði að skrifa um hvað ég get verið asnalegur bloggari.  Ég er komin með clout. Nódátabátitt.

En án gríns, þá hafði ég skemmtun af þessu og þakka þér fyrir athyglina sem þú sýnir mér og á örugglega eftir að snarfjölga heimsóknum á síðuna mína, sem eru þó æði margar nú þegar. Dóntaskmívæ.

Og af því að þú ert skemmtilegur penni og ég dáist að þér fyrir svo margt þá býð ég þér upp á eitt af mínum uppáhaldslögum. Gjörðu svo vel, úje og hlýjarkveðjur til þín til Prag.

Cry me a river

 


Símhringing á Laugardagsmorgni

 

Kl. er níu, ég sef dásamlega, eins og allir sem eru með samvisku í sama lit og hvíta stöffið sem liggur hér um allar götur, og mig er að dreyma yndislega.  Ég ákvað í gærkvöldi að sofa amk. til hádegis.

Ring - ring - ring- ring- (ég alveg: þetta hlýtur að hætta, en Guð það gæti verið eitthvað að hjá stelpunum mínum, hendist á ógnarhraða í síma)

Ég: (á innsoginu) Halló!!!

Fífl úr ónefndri bókabúð sem ég skipti við: Góðan daginn, er þetta ekki Jenný Anna?

Ég: Jú, nokkuð líklegt, minn sími og sonna.

Fífl: Heyrðu, þú gleymdir bókinni sóandó, þegar þú varst hérna í vikunni.

Ég (opna búðir kl. 9 á laugardagsmorgnum, nebb getur ekki verið): Já ég veit það, var búin að láta vita að ég kæmi eftir henni þegar ég ætti leið hjá.

Fífl: Æi það er bara svo mikið af bókum hérna (er í lagi, allt löðrandi í bókum í BÓKABÚÐ) og ég myndi gjarnan vilja að þú næðir í hana sem fyrst, hún gæti týnstW00t

Ég: Eruð dálítið í að týna bókum í bókabúðinni hjá ykkur (ísköld í röddinni)

Fífl: (Æsist öll upp). Já þú ættir að vita um skipulagsleysið hérna, hver bókin innan um aðra og þær bækur sem ekki fara upp í hillur eins og þín (fyrirgefðu að ég skuli drusla út fyrirtækið) liggja hér hver um aðra þvera og ég þoli ekki svona drasl í kringum kassann.

Ég: Ég er ekki sálfræðingur, en ég held að þú þurfir hjálp, en þar sem ég er búin að borga bókina, geturðu ekki fundið henni öruggan stað, bara í nokkra daga þar til ég er á ferðinni?

Fífl: (Brjálast) Nokkra daga, þetta er ekki hlutageymsla, þetta er bókabúð, ég vil að þú komir í dag og náir í hana áður en hún týnist.  Er það ekki möguleiki að þú gefir þér smá tíma í þetta mál? (Kuldaleg og full fyrirlitngar í málróm)

Ég: Orðlaus

Fífl: (jólaglöð í röddinni) Svo vorum við að fá inn nýja sendingu af erlendum, ofsalega gott og mikið úrval, þú villt örugglega kíkja á það.

Ég: Hvenær opnar búðin?

Fífl.: 11

Ég Heyrðu þú vaktir mig, ég ætla að halda áfram að sofa, þú mátt eiga bókina og líma hana á hnakkann á þér, mér er svo sama.  Ekki hringja aftur.

Fífl: (Móðguð og stórlega misboðið). Þorrí, ég er nú bara að hafa eftirlit með mínum kúnnum, svo þeir verði ekki fyrir veseni með bækurnar sínar og það varst ÞÚ sem skildir bókina eftir hérna, ekki ég (full ásökunar). Farðu endilega að sofa, fyrirgefðu að ég skyldi voga mér að reyna að vera liðleg.

Ég: Ég nærri því hata þig.

Pang.

Nei ég er ekki að ljúga. Þetta gerðist sirka svona.  Hefur þessi búð sem stofnuð var á fyrri part síðustu aldar eða eitthvað, ekkert lært?

En nú er ég vöknuð og óggissla hress og það eina sem ég veit að  ég ætla ekki að gera er að fara til fröken þjónustulundar.is og ná í mína eðalbók.

ARG við eldhúsborðið.


Einhver verður að bera þann kross..

..að vera vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og nú dæmist það á Loga Bergmann, hann er ábyggilega ágætlega að krossinum kominn og auðvitað óskar þessi fjölmiðill honum til hamingju.

Annars vorkenni ég Loga út af öllu þessu kyn-tali.  Hlýtur að vera vandræðalegt að láta tala um persónu sína út frá einhverjum kyntöfrum sem sumum finnst fólk hafa til að bera.  Svona svipuð tilfinning og konur upplifa þegar þær eru dæmdar á svona hæpnum forsendum.  Þarna hlýtur Logi að komast í tengsl við konuna í sér.

Mér finnst þátturinn hans hafa stórbatnað, játa það hér með að mér dauðleiddist hann í byrjun, en núna er hann fínt afþreyingarefni mínus Gilzenegger.  Mér finnst alltaf að þar sem Gilzenegger er, eigi að fylgja spegill og hárgel, án þess vanti eitthvað upp á hann.  Kannski vantar bara yfirleitt upp á hann.

Svo vil ég sjá þennan vinsældarlista.  Hverjir eru að meika það í fjölmiðlum skv. þjóðarsálinni.  Egill Helga er víst í fjórða sæti og karlmenn hans helstu aðdáendur.  Ég hissa? vá, hann sem er svo inni hjá okkur femmunum.

Annars ristir þetta ekki djúpt með Egil, hann er svolítið gamall í viðhorfum, en það er engin dauðasynd.  Góðir þættir hjá honum stundum.

 Nú vinsældarlistarnir hrannast upp, hver er klárastur, flottastur sætastur, bestur á blogginu og sonna.

Gamanaðesstu.

Újess


Varúð - ekki fyrir viðkvæma!

 

Ekki er blekið þornað á úlpuógeðisfærslunni minni en staðfesting á máli mínu birtist á Vísi.  Eins og fram kemur í téðri færslu minni eru úlpur ógeðisfatnaður og greinilega ofbeldishvetjandi líka, en það vissi ég reyndar ekki.

Veslalings Tarantínó var að koma út af Starbucks þegar einhver nörður fór að taka af honum mynd á vídeóvélina sína.  Tarantínó var ekki skemmt og rauk að manninum í úlpufjandanum, meira að segja með hettuna á hausnum og reyndi að sparka undan myndatökumanninum löppunum þarna á malbikinu.  Við erum að tala um mögulegt massa fótbrot á manni með vél hér. Bæði sinus og dexter, takk fyir.

Úlpan er í aðalhlutverki, þannig að eitthvað hlýtur hún að koma við sögu.  Það stendur í fyrirsögninni að Tarantínó hafi ráðist að manni, íklæddur úlpunni sinni frá 66°.  Blaðamenn á virtum miðlum setja ekki svona í forgrunn nema að úlpuskömmin hafi verið samsek Íslandsvininum góða.

Ég er svona að hugsa um ofbeldisfyrirsagnir í sama stíl.

Kona stakk mann í bakið íklædd nýjustu Donnu Karan draktinni úr vorlínunnni sem var að koma á markað í París.

Maður í klæddur Armani jakkafötum, teinóttum, svörtum og gráumm og með Valentínó skó á bífunum, sló lögreglumann í andlitið.  Armani jakkafötin eru ú vertrarlínu ársins í fyrra og þessi vitleysingur því algjört low live og skyldi því engan undra.

Aldrei séð svona fyrirsagnir um glæpsamlegan fatnað.  Nema súlustaða þið vitið.

Nebb, það er úlpan.  Ekki nema von að ég hafi illan bifur á þeim klæðnaði. Eins og sjá má hér.

Hér er myndbandið af Tarantínó í árásargjörnu úlpunni á visi.is

Varúð - ekki fyrir börn og viðkvæma. 

Súmíæketeikitt.

 


Nú kemur Ósama, það er næsta víst.

Jesús

minn

almáttugur

hjálpi

minni

aumu

sál

Kaupþing seldi ARÖBUM 2% hlut í Kaupþingi.

Ætli þessir siðleysingjar hafi ekki selt KELTUM eitthvað líka?

Nei nú fyllast Þingvellir af arabískum sumarbústöðum og það verður opnaður hver Kebabstaðurinn á fætur öðrum í miðbænum.

Ég er flutt til Dubai.

AEG


mbl.is Kaupþing seldi aröbum 2% hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banna, skemma, brenna og útrýma

 

Frá 10 ára aldri hef ég ekki í úlpu farið.  Ég veit ekki ljótari klæðnað og fram á þennan dag geysist fólk um í úlpum eins og það sé í Chaneldragt, algjörlega ánægt með sig.  Vonandi móðga ég engan en ég er í pirringsstuði af því mér er illt í löppinni og þar með er ég búin að réttlæta geðvonsku mína. Kapíss?

Mér er illa við úlpur.  Er ekki hægt að útrýma þeim, bara svo fegurðarskyn mitt liggi ekki undir stöðugum árásum?

Mér er illa við gerviefni.  Peysur sem hnökra, þannig að þær líta út fyrir að hafa verið perluprjónaðar í höndunum af gamalli töntu. Er í lagi að kveikja í þeim?  Ég fæ alltaf rafmagn þegar ég kem við fólk í sollis fyrirkomulagi.

Mér er illa við að rekast á fullorðið fólk með barnahúfur.  Veit aldrei hvort ég á að segja Góan dainn eða góðan daginn.  Hendum þeim á haugana, sko ekki húfunum (börnin verða að hafa höfuðföt) heldur þessum fullorðnu sem eru að brjóta húfualdurstakmarkið alveg grimmt og skammarlaust.

Borðtuskur, ég hef bloggað um þær áður.  Þessar sem hafa legið í mjólkurpolli í nokkra daga, dregið í sig sólina, einstaka brauðmylsnu, smá sultu og annað smátt og gott.  Ég held í alvörunni að þarna sé aðferðin við að auðga úran lifandi komin  Við erum friðsöm þjóð.  Banna.

Greiður í eldhúsi.  Halló, vitið þið hvaða drasl er í hárinu á ykkur eftir daginn?  Sumir standa og GREIÐA sér yfir pottunum.  Greiða, hár, lúsakambar og aðrar hárvörur eiga ekki að blandast saman við mat.  Þið takið til ykkar sem eigið og það er bannað að hósta í mínu eldhúsi meðan ég elda, bölvaðir smitberarnir ykkar.

Ég legg ekki meira á ykkur í bili.

Mér er sko verulega illt í löppinni og hafði þessa ríku tjáningarþörf um að koma út með sársauka minn gagnvart sumum hlutum í lífi mínu.  Maður verður að fá að tjá sig. 

Ertu að segja að ég sé biluð?

Ok þá segi ég 6547 og ekki orð um það meir.

Arg í boðinu.

Cry me a river

Úje

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband