Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Jenný komin heim - Snúra - Úje - Úje
Viðkomandi alkóhólisti var að detta inn úr dyrunum, og þar sem ég sit hér í kápunni (djók), með sígó innandyra, eftir að vera búin að reykja úti í kuldanum í 11 daga og komin með króníska lungnabólgu eða þið vitið hvað ég meina (hóst, hóst), er auðvitað það fyrsta sem ég geri að henda mér á bloggið. Ekki séð sjónvarp, ekki heyrt í útvarpi, ekki litið í blöðin (þrátt fyrir að þau hafi verið í boði) í allan þennan tíma.
Ég er afvötnuð og yndisleg, og á leiðinni í göngudeildarmeðferð 4 kvöld í viku og sollis næstu misserin.
Ójá.
Ég veit ég á ekki að segja það, en það er mannbætandi að hafa komist í meðferð, þó auðvitað sé það ekki á óskalistanum að hrapa í batanum.
Mikið andskoti sem ég er ánægð með mig þótt minn nýráðni afleysingaritstjóri sé hér með rekin úr djobbinu. Jóna mín ég tek þig á teppið á eftir.
Ég hef svo margt að segja ykkur óþekktarangarnir ykkar, að nú verður bloggað í maníu. (Já Jón Steinar, þakka þér fyrir að klína á mig þessum geðsjúkdómi. Það er dásamlegt að það skuli vera hægt að greina mann óséðan yfir netheima og það án þess að hafa til þess tiltekna menntun. Þakka þér kærlega fyrir, en ég held að ég láti lækna um að sinna heilsu minni og sjúkdómsgreina mig í framtíðinni. Ég er svo höll undir lækna. Ég er líka höll undir rafvirkja þegar það klikkar og hef ofurtrú á pípulagningarmönnum á meðan þær fara ekki í mínar pípur).
Ég hreinlega kemst við, vegna allra fallegu kveðjanna frá ykkur. Það er ekki að ástæðulausu að mér þykir vænt um bloggsamfélagið. En að láta mig hrapa niður í 20. sæti á vinsældarlistanum er leim, svo ekki sé meira sagt. Hvar er tryggðin? Ég rétt brá mér frá. Búhú.
Nú verður batinn tekinn traustataki, enda um líf og dauða að tefla.
Ég get ekki bloggað úr kirkjugarðinum. Tækninni fleygir einfaldlega ekki nógu hratt fram.
Nú ætla ég að anda. Hringja nokkur símtöl og knúsa og kyssa mitt kæra fólk fram eftir degi.
I´m back and sober like mo-fo.
Úúújeeeee!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Jenfo and the Alcoholic's
Hún Jenný Anna áfengisfrömuður sendir trylltar stuðkveðjur frá Vogi.
Kella í svo góðum gír að hún hefur stofnað blandaðan kór á staðnum og fer þar fyrir fríðum flokki. Sjálfur Tyrfingsson er stjórnandi og sérlegur lagavals-ráðgjafi. Heyrst hefur að Bubbi ætli að troða upp með kórnum á planinu fyrir framan Vog á morgun kl. 13:30
Kórinn hefur fengið nafnið Jenfo and the Alcoholic´s. Eru mest í svona rokkuðum blús.
Jenný sagði mér í dag að hún situr á skólabekk. Endurmenntun í fíkn-málum og stefnir hún á BA próf í faginu.
Ég er auðvitað að fokka soldið í ykkur. En staðreyndin er sú að dísin er hress og líður vel og bað mig að senda ykkur knús, kossa og faðmlög fyrir fallegar hugsanir og góðar kveðjur.
Mun mæta öflugri en nokkru sinni áður, til leiks í bloggheimum sem og annars staðar í næstu viku.
Jóna Á. Gísladóttir, sérlegur upplýsingafulltrúi Jennýjar Önnu Baldursdóttur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (72)
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Að vera heiðarlegur - líka þegar það er ekkert til að hrópa húrra fyrir
Ég er búin að vera að velta því fyrir mér í nótt (já ókei maður á að sofa á nóttunni), hvort ég ætti að fara með það sem er að gerast hjá mér á bloggið. Já, nei, já, nei og já. Það er voða gaman að vera heiðarlegur þegar maður er í góðum málum, en erfðara þegar maður sýslar með eitthvað það sem kallar ekki á uppklapp.
Ég lofaði sjálfri mér að vera heiðarleg þegar ég bloggaði um alkahólisma, í þeirri von að ég myndi aldrei þurfa að vera annað en skemmtilega heiðarleg.
En mér varð á.
Ég datt ekki í það, tók ekki svefntöflur, en undanfarinn hálfan mánuð eða svo, hef ég verið að lauma í mig eini og einni róandi tölfu, af ástæðum sem ég gæti bent á þangað til ég yrði blá í framan. En það eru ekki aðstæðurnar sem fengu mig til þess. Einhversstaðar hef ég ekki verið að vinna rétt í mínum bata, fundasókn t.d. afspyrnuléleg. Og ég dúndraðist í pillurnar.
Ég er svo heppin að vera búin að fá inni á Vogi svona áður ég en ég komst á fullt skrið, enda stóð aldrei neitt annað til. Hugarfarið er eins, ég vil vera edrú. Hafi ég ekki verið viss um það, þá er ég það núna.
Svona er alkahólisminn lúmskur andskoti og svo spilar maður með.
Nú vitið þið að næstu 10 daga, reikna ég með, verð ég á Vogi að ná eitrinu úr hausnum á mér og ná mér í bata hjá því fólki sem best getur læknað klikkhaus eins og mig.
Ég er komin í gallann, á eftir að mála mig og þið skuluð rétt muna eftir að heimsækja síðuna mína, því hún Jóna vinkona, mun skrifa fréttir af mér af og til.
Hugsið til mín. Fallega sko. Ég þarf á því að halda.
Allir edrú í boðinu.
Æðruleysi og allt það, búin að pakka því niður.
Elska ykkur öll.
Í gleði og sorg
Jenný Anna áfengisfrömur.
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Ég hreinilega elska ekki Valentínusardaga
Haldið þið ekki að minn ástkæri hafi komið stormandi með Rimlar Hugans sem ég bloggaði um í gær, að mig langaði svo í. Hann er svo afspyrnu næmur á hvað ég er að hugsa (ekki orð um að hann hafi lesið það á blogginu, engin rómantík í því).
Varðandi bókina, þá er mér nánast lífsins ómögulegt að leggja hana frá mér, svo mögnuð er hún.
Hún fjallar um alkahólisma frá mörgum hliðum. Þessa dagana veitir mér ekki af að lesa mér ítarlega til.
Meira um það seinna.
Þessi er "must read" fyrir þá sem hafa gaman af lestri.
Ójá, lífið er svo skrýtið stundum, að það gæti verið skáldsaga og ég skáldsagnapersóna.
En
Ég er á lífi upp á gott og vont.
Lovejúgæs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Ég asnaðist í búð..pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
..og lenti þar í uppákomum eins og mér einni er lagið. Mig vantaði slopp, hlýjan slopp, því ég eins og flestir aðrir eru að drepast úr kulda. Ég rakst á þessa fínu svörtu þykku sloppa á borði í versluninni. Sumir höfðu verið teknir úr kössum og svona, og ég leitaði að kassa merktum M. Fann engan í kassa bara einn í lausagöngu merktan medium.
Ég: Er þessi sýniseintak og þarf hann að vera í kassa?
Kona: Nei, nei, fólk opnar bara kassana og skoðar og svo týnast kassarnir.
Ég: Það er þá öruggt að hálf Reykjavík er ekki búin að vera að máta þennan medíum slopp?
Hún: Ég get svarið það (hún sagði það nákvæmlega svona).
Ókei, ég tók sloppfjandann, ásamt einhverju öðru fatakyns og skellti í körfu og hóf svo að versla í matinn.
Kjúklingur hér, lambakjöt þar, ó sei, sei já, og ávexti, eitthvað af grænmeti, ég er nú hrædd um það, og ostar, einn danskur þar á meðal, ekki spurning og fleira sniðugt. Karfa orðin kjaftfull þegar ég renni mér að kassa.
Afgreiðslustúlka (íslensk í báðar og í vondu skapi): Hvað marga poka?
Ég: Hvernig á ég að vitað það fyrirfram? Bara nokkra.
Hún: Þrjá eða fjóra?
Ég: Já, já en get ég fengið fleiri ef þeir nægja ekki.
Ekkert svar. Pokar eru nær óyfirstíganlegt vandamál í Hagkaupum.
Kona byrjar að skanna matvörur, hviss og bang, húsband týnir og raðar í poka. Gæti ég fengið tvo í viðbót, spyr hann kurteislega (vel upp alinn)?
Kona: Ertu viss um að það sé nóg?
Ég: Villtu gjöra svo vel að rétta manninum pokana og klára dæmið.
Hún: Heldur áfram að skanna og það er komið að sloppi. Heyrðu ekkert strikamerki hérna, það á að vera strikamerki og hún segir það við mig eins og ég sé yfir strikamerkjadeild verslunarinnar.
Ég (orðin illa pirruð) Þá er að fara og gá að viðkomandi strikamerki, ég passa pokana fyrir þig á meðan (ég brosi djöfullegu og blíðlegu brosi, eitruð blanda)
Hún. Það er best að þú gerir það þetta er þinn sloppur
Ég: Ertu að gefa mér sloppin, ég ef ekki borgað krónu fyrir hann. Ég er ekki á launum hér þannig að ég held að það sé þín deild að útvega helvítis strikamerkið (þarna var ég farin að garga). Vinkona mín reif slopphelvítið með sér, var dágóða stund í burtu kom með sloppinn til baka og hvæsti á mig: Þeir eiga að vera í kassa og svo tekur þú þann eina sem ekki er það.
Ég: Mikið skelfing þakka ég þér vel fyrir afgreiðsluna, ég verð endilega að benda honum Jóhannesi frænda á þig, varðandi pokadeildina. Þú yrðir fín þar sko.
Lærdómur.
Maður er vondur við fólk þegar maður verslar pirraður á föstudögum. Ég er með móral. Konan á skítalaunum og ég hefði átt að vera góð við hana.
Fyrirgefðu honní, ég knúsa þig næst.
En ég er kominn í sloppinn, og mér er hlýtt og mér líður vel þannig, en ég er með djöfuls móral út af stelpunni á kassanum. Arg. Ég er vond kona.
Lallalalalallalala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Skoðanakönnun um áhorf í sjónvarpi
Ég var að lesa á visi.is að ný skoðanakönnun um áhorf í sjónvarpi væri að líta dagsins ljós og að RÚV bæri höfuð og herðar yfir hinar stöðvarnar í áhorfi. Til hamingju með það RÚV. Annars horfi ég svo lítið á sjónvarp, hætt að nenna Kiljunni og Silfrinu nema á netinu, þar sem ég get spólað yfir það sem er leiðinlegt. Þetta er kannski sinnisstemmingin hjá mér og hefur ekkert með gæði þáttanna að gera. Tek þetta til baka, það er alltaf verið að tala við sama uppskrúfaða liðið. Ég missi ekki af Fréttum og Kastljósi, né heldur Fréttum á Stöð 2, horfi á Loga, amk. með öðru og svona.
Allar stöðvarnar eru ánægðar með sína útkomu. Eins og vera ber. Könnunin er gerð með einhverju tæki sem mér skilst að fólk hafi hangandi á sér meðan það horfir. Jösses.
En það sem ég get ekki skilið er að Laugardagslögin skuli vera vinsælasti þátturinn. Mér finnst hann svo leiðinlegur að ég myndi frelar horfa á flatkökugerð undir rótum trjáa í Hallormsstaðarskógi að vetralagi, heldur en það fyrirbæri. Reyndar bíð ég eftir að hann komi á netið og horfi á Jón Gnarr og Sigurjón. En ekki segja neinum, það hangir ekkert um hálsinn á mér.
Skár 1 hvað? Horfi ekki einu sinni á House, hvað þá heldur annað. Læt mér nægja þessar tvær stærstu, en Sjónvarpið er að gera góða hluti ásamt ömurlegum í bland, sama gildir um Stöð 2.
Svo eru þær báðar hundleiðinlegar annars slagið en sem betur fer yfirleitt ekki á sama tíma.
Leiðinlegt með hann Egil, Eftir að ég fór að lesa bloggið hans þá stendur það mér fyrir þrifum að horfa á þáttinn hans.
En lífið er bölvuð tík.
Og svo er leiðinlegt með hana Jóhönnu ef hún sér sig knúna til að hætta vegna umfjöllunar um pabba sinn. Þar hafið þið þopsmenningu smálandsins í hnotskurn.
Dem, dem, dem.
Annars bara góð.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Litir, merkilegt fyrirbrigði
Ég var að spá í litum, og aldrei þessu vant, ekki í sambandi við föt, heldur mat.
Ég sat hér með sjálfri mér og var að hugsa um hvað margt er fyrirsjáanlegt í lífinu, nærri því óubreytanlegt og í beinu sambandi af því fór ég að hugsa um að ég og fleiri væru þrælar vanans.
Ekki skrýtið þó maður pæli í litum á degi Valentínusar þegar allt er rautt, rautt og rautt.
Hvernig litist ykkur á að fá í sunnudagsmatinn eftirfarandi mat:
Himinbláan hrygg með rauðum doppum.
Eiturgrænar kartöflur
Bleikar baunir
og kolsvarta kornstöngla...
sósan væri dökkgrá eins og skipamálning.
Í alvöru, hefðuð þið lyst?
Eða ljósbleikt kók, gult súkkulaði og fjólubláan lakkrís.
Ég myndi hætta að borða.
Hvað segja bændur, hefur hefðbundinn litur á því sem við látum ofan í okkur eitthvað að segja?
Langar að vita.
Komasho
Gjarnan fleiri hugmyndir af ógeðsmat vel þegnar...
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Ég myndi skilja á spottinu
Segjum, ef mínum heittelskaða dytti í hug að ráða þessa söngvara hérna, þá Davíð Ólafsson og Stefán Helga Stefánsson, til að koma að syngja fyrir mig yrði ég illa pirruð. Ég myndi hrynja úr kjánahrolli. Hef ekkert á móti þessum mönnum sko, en ég er svo smáborgaraleg að ég myndi hníga til jarðar og ekki standa upp aftur.
Eða segja þeim að stein halda júnó.
Ég er ekki hrifin af "söppræsum", það fýkur yfirleitt í mig ef mér er komið á óvart. Vill ekki óvissu í lífi mínu.
En...
Kæmi hann heim með bók, eins og Rimlar Hugans eða Bókina hans Hrafns Jökuls þá myndi ég knúsa hann í klessu og vera lengi að því.
Svo mætti hann spila eitt af sínum undurfallegu lögum fyrir mig yfir kertaljósi, sem oftast.
En..
Ég er algjörlega hugmyndasnauð, vegna margs sem hvílir í kollinum á mér þessa dagana og ég læt mér nægja að hoppa í fangið á honum og gefa honum megaknús alala Jenfo alveg einstök upplifun.
Æi við sjáum nú til.
Lovejúgæs.
Syngja ástarjátningar til kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
"Stormasamt" samband fullorðins manns og 10 ára drengs! Hvað þýðir það?
Þvagleggsdómurinn hefur dæmt fertugan karlmann í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá 10 ára gamlan stjúpson sinn í andlitið, í tjaldútilegu í fyrrasumar. Drengurinn marðist á andliti og fékk blóðnasir.
Þetta er flott, þó dómurinn sé ekki merkilegur en þá finnst mér það vera töluverð tímamót að högg í andlit á barni, framkvæmdu af forráðamanni skuli dæmt refsivert.
Það hefur nefnilega lengi verið til siðs á Íslandi að líta á það sem einkamál foreldranna hvort þau slái (dangli í er það oft kallað) börn sín.
"Fram kemur í dómnum, að maðurinn var mjög ölvaður þegar þetta gerðist og sagðist ekki muna eftir að hafa slegið drenginn. Einnig kom fram að samband mannsins og drengsins hafði oft verið stormasamt en drengurin er greindur ofvirkur."
Af fenginni reynslu, bæði gegnum atvinnu mína og í kynnum við fólk, þá veit ég að það liggur sorgarsaga að baki þessari litlu frétt. Stormasamt samband milli fullorðinnar manneskju og 10 ára drengs? Hvað þýðir það nákvæmlega? Það er talað um þá tvo eins og jafningja sem standa í erjum. Hver er saga barnsins og hvað á að gera til að að kanna aðstæður hans og bæta úr þeim?
Hann á kröfu á því barnið, frá fullorðna fólkinu sem ber ábyrgðina.
Mikið djöfull verð ég reið.
ARG.
Sló stjúpson sinn í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Millan að bresta á
Kæru lesendur, aukið sjálfsánægju mína og takið þátt í þessari dásamlegu upplifun minni af sjálfri mér. Millan er að slá inn í dag. Viljið þið ekki verðlaun ódámarnir ykkar? Kvitta og setja teljaratölu með. Það eru alvöru verðlaun í boði fyrir þann sem næst kemst.
Og þau eru enginn sviðakjammi eða annar viðbjóður.
Milla í flettingar á innan við ári er stórvirki.
Guð ég myndi kyssa mig ef ég væri ekki ég sjálf.
Lalalalala
Komasho
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr