Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

A-B-C OG DOROTHY

 

1

Ég á fósturdóttur.  Hún heitir Dorothy Nakawunde, er 12 ára og býr í Uganda.  Frá 9 ára aldri hefur hún verið stelpan okkar.  Foreldrar Dorothy eru bæði látin, úr AIDS.  Hún á sex systkini og hún býr í litlu þorpi hjá elstu systur sinni, sem vart er af barnsaldri, á 5 börn og maðurinn hennar er látinn, úr AIDS.

Það kostar mig heilar 1950 kr. á mánuði að leggja til með stelpunni minni.  Fyrir það fær hún að vera í skólanum, fær heita máltíð á hverjum degi, föt, læknisþjónustu, skólabækur og annað sem til fellur.  Hún hefur fengið tækifæri til að lifa af.  Það besta er að hún er hluti af ABC fjölskyldunni sem er að bjarga börnum út um allan heim og hún verður aldrei nafnlaust fórnarlamb fátæktar eða sjúkdóma, við þekkjum hana og fylgjumst með.

Ég fæ myndir af henni reglulega.  Ég held að hún sé á myndinni hér fyrir ofan, þekki skólabúninginn.  Einkunnaspjöldin berast mér reglulega fyrir utan jólakort og slíkt.  Það er nóg fyrir mig.  Þessi leggjalanga dóttir mín stækkar og stækkar.  Það sé ég þegar ég fæ myndirnar af henni tvisvar á ári.

Ég átti aðra dóttur á Filipseyjum, sem bjó hjá móður sinni við sorphaugana í Madrid.  Hún var 4 ára.  Einn daginn fékk ég bréf frá ABC.  Þær mæðgur voru horfnar.  Ég hef oft velt því fyrir mér hvað af þeim varð.  Upphæðin sem ég borgaði til þeirrar litlu var líka skammarlega lág.

Núna þegar það er í fréttum að það sé brjálað að gera í hjólhýsakaupum og kaupum á öðrum varningi þá velti ég því fyrir mér hvort við getum ekki staldrað aðeins við.  Höfum við það ekki gott?  Er ekki lag að setjast niður og forgangsraða smá? Við berum ábyrgð hvort á öðru.  Ég sé á fréttabréfi ABC að þeim sárvantar fleiri foreldra bæði í Kenýa og Pakistan.  Sara dóttir mín og skólasystur hennar hafa fengið hjálparstarfsáfanga við sinn skóla en þær hafa safnað fyrir skóla í Pakistan.  Það er búið að kaupa lóð og bygging skólans hefst í desember.  Þessar stelpur hafa lagt nótt við dag að safna peningum.

Það kostar sem sagt ekki mikið að bjarga lífi barns.  Ég hvet fólk eindregið til að skoða síðu ABC, www.abc.is.  Hjá ABC fer hver króna til barnsins engin aukakostnaður í "eitthvað" eins og svo oft er í hjálparstarfi. 

Þessu langaði mig að deila með ykkur á þessum fyrsta degi mánaðarins þegar flestir eiga peninga.

 


ÉG VEIT HVAÐ MÁNABIKAR ER!!

Ég komst að því í dag að ég er fáfróð á sumum sviðum.  Það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu enda veit ég yfirleitt alla skapaða hluti betur en flestir aðrir.  En þarna var kategoría sem var mér eins og lokuð bók.  Á einu bloggi var minnst á mánabikar og höfundur gaf sér að allir vestrænir lesendur síðunnar vissu hvað það væri.  Höfundur hafði 99,9% rétt fyrir sér.  Ég var sú eina í athugasemdakerfi þessa bloggara (sem ég ekki man lengur hver var) sem ekki vissi hvað fyrirbærið mánabikar er.

Ég gaf mér að þetta væri eitt af hjálpartækjum ástarlífsins, því við athugasemdirnar voru hallærisleg hint um að þetta væri svona kyn-eitthvað.  Dót í dótakassann en núorðið eru fólk með dótakassa undir kynlífsleikföngin sín.  Hvað varð um rómansinn ha?   Hm...

En ég fékk link frá viðkomandi bloggara.  Ég veit núna hvað mánabikar er.  Hann er ekki dótakassakandídat. 

Svei mér þá ef ég var ekki alveg ágætlega komin með fáfræðina.  Þetta segir mér lítið sem ekkert.

Vitið þið hvað mánabikar er?

Auðvitað, þið eruð svo kúl sem komið inn á þessa síðu.

Tellmísomþingædóntnó!

Úje

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2988404

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.