Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

AÐ VERA SNÚRA...

..er ekki alltaf auðvelt.  Allir sem lesa bloggið mitt vita að ég er óvirkur alki og oftast er ég glöð og hress en stundum á ég mína daga þar sem mér líður ekki sérstaklega vel.  Það gerist oftast ef ég gleymi mataræðinu, fundunum eða AA-fræðunum. Verst er þó ef ég sef ekki nóg.  Óbalans er stórhættulegur fólki eins og mér.  Í dag hefur dagurinn verið minna góður en oft áður.  Til að fyrirbyggja misskilning þá er það ekki svo að mig hafi langað í brennivín, ónei sem betur fer en svona dagar eru áminning um að rétta kúrsinn og ganga varlega um í lífinu.

Það hringdi í mig vinur minn í kvöld og við vorum ekki sammála og undir venjulegum kringumstæðum hefði það ekki pirrað mig eða komið mér í ham.  Í þetta skipti fannst mér að heiminum og honum væri hollt að vita nákvæmlega hvað mér fyndist um málefnið.  Egóið spratt fram, gamli hrokinn var uppábúinn í sparifötin tilbúinn að láta til skarar skríða.  Ég hentist út í rökræður sem engu skila, hafa aldrei skilað neinu og munu aldrei gera.  Við tuðuðumst á um stund þar til hann varð illa pirraður á ég væri með skoðanir og attitjúd og sagði þessa dásamlegu setningu sem gerir hvern jafnvægislítinn alka arfabrjálaðan: "Rosalega ertu illa stemmd, ertu að drekka?".  Hm.. hér er kona búin að vera á snúru í hartnær átta mánuði og hefur hangið þar hin ljúfasta í alls konar veðrum án þess að hrynja til jarðar og... ég varð kjaftstopp.  Í huganum henti ég símanum í vegginn, framdi hægfara limlestingu á viðkomandi manni, fór með æðruleysisbænina og sagði honum eins rólega og mér var unnt að við yrðum að tala saman á morgun.

Kannski hefur alki eins og ég fyrirgert rétti sínum til að vera í óbalans.  Ég veit það ekki.  Ég má jafnvel lifa við að fá svona spurningar það sem ég á eftir ólifað.  Hvað veit ég.  Ég er þó viss um að allar manneskjur geta átt von á alls kyns óþægilegheitum, þannig er bara lífið.  Ég get brugðist við mínum bömmerum með að taka leiðsögn frá þeim sem hafa gengið leiðina á undan mér og vera tilbúin til að taka olnbogaskotum lífsins, kannski ekki með bros á vör en þó jafnvægi og slatta af æðruleysi.  Ég fer edrú til fletis í nótt.

GúddnætgæsHeart


« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband