Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

ÞETTA ER EKKI FÆRSLA..

1

....heldur tilkynning.  Silfurmaðurinn Egill er kominn í "umræðuna" á forsíðu Moggabloggs.  Er það nema von.  Maðurinn er búinn að blogga í 2 daga og skrifa um 5 færslur.  Hann hlýtur að eiga inni fyrir Nóbelnum. 

Bendi á að nýjasta "færslan" mín er hér fyrir neðan.


GRÍMULAUS KVENFYRIRLITNING

Það er algjörlega óþarft að leita út fyrir landsteinana eftir kvenfyrirlitlegum hugsanahætti, nóg er af honum hér heima sem annars staðar.  Stundum birtist hún manni þó án grímu, án orðskrúðs og henni er ekki pakkað í gjafapakkningar. 

Þær konur sem hyggjast starfa við að afhenda verðlaunapeninga á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári verða að lúta ákveðnum reglum, og þar á meðal er það sett sem skilyrði, fyrir utan að vera ekki með húðflúr og áberandi eyrnalokka, er stór afturefndi á bannlista.  Stór afturendi hm? Á að mæla hæð og lengd og fá út "bodymass index"?  Eða verður gamla málbandinu skellt á þær í atvinnuviðtalinu.  Nebb ég held að það verði fengnir einhver tugur manna til að glápa á þennan eðla líkamshluta og dæma um hvort þeim hugnist hann eða ekki.   Í fréttinni stendur einnig eftirfarandi:

"Við viljum ekki konur sem líta óíþróttamannslega út því það hefur neikvæð áhrif á íþróttafólkið,“ sagði Li Ning sem hefur yfirumsjón með vali á konunum. „Beinabygging og hæð kvennanna þarf að vera svipuð og við viljum ekki sjá neina breiða rassa,“ bætti hún við. "

Er ekki eðlilegt að valið sé frískt og hresst fólk til þessara starfa?  Það hefði ég haldið.  Þarf að taka sérstaklega fram hvaða líkamspartar á konum  hafi neikvæð áhrif á íþróttafólkið (vá ekki smá öflugar konunar í Kína).  Hvaða líkamspartar eru undir mælikerinu þegar karlmennirnir eru annarsvegar?  Ætli þeir fái að hafa eignast börn?  Eins og við vitum að þá rýra barneignir mjög gildi fegurðar.

Meiri ekkisens ruglið alltaf.


mbl.is Engin húðflúr eða stóra rassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PRÓTÓTÝPA PLEBBISMANS...

1

..er íslensk glíma.  Ég er ekki mjög þjóðernislega sinnuð kona og finnst svona tímaskekkjuíþrótt eins og þessi "hliðarsamanhliðar"dans fyrir karlmenn í sokkabuxum með höldum, með því plebbalegra sem ég sé.  Ég gæti ekki orðið ástfangin af manni sem stundaði glímu, né heldur manni sem væri að læra gömludansana eða þá cha-cha-cha dæmið allt saman.  Þessar fótamenntir eru svo mikið törnoff að viðkomandi maður gæti eins snýtt sér í hárið á mér. 

Það eru fimmtudagskvöldgöngur þjóðgarðsins á Þingvöllum sem hófust fyrr í kvöld en þessar kvöldgöngur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.  Í dag var Konungskoman 1907 og konungsglíman sem háð var í tilefni af heimsókninni á Þingvöllum rifjuð upp.

Sumt af því gamla finnst mér að meinalausu geta fallið í gleymskunnar dá.  Þar á meðal er glíma, spýtubakkar, ónýtur matur og gömlu dansarnir.  Ég ætla svo sem ekki að stofna neinn þrýstihóp til höfuðs glímunni en mikið rosalega er hallærislegt að horfa á menn í BLÁUM og RAUÐUM sokkabuxum með tilbenhör,  sveiflandi hvor öðrum í allar áttir.  Það er klof-bragð að því svei mér þá.

Hm.. ég held ég segieggimeira en fari að sofa í hausinn á mér.


mbl.is Konungsglíman rifjuð upp á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVOTTAHÚSBLOGG

1

Þegar ég fór í þvottahúsið í kvöld komst ég ekki inn í þvottavélina til að bjarga sjálfri mér frá dýralífinu ógurlega þar í neðra.  Þar var köttur fyrir sem hafði verið á rottuveiðum en vegna fjölda allskyns kvikinda varð hann svo hræddur að hann hentist inn í vélina.  Ég hitti ekki nokkurn lifandi mann í þvottahúsinu að þessu sinni nema konuna sem er á móti því að ég "koggi" og finnst ég í meira lagi athyglissjúk.  Hún strunsaði fram hjá mér og vísaði öll uppávið og nefið var eins og eldflaug í skotstöðu, svei mér þá.  Ég náði að þvo og þurrka minn þvott án mikilla raskana af völdum dýralífsins í þvottahúsinu.  Þar voru nefnilega engar köngulær.  Eðlurnar voru þrjár, tvær grænar og 1 í burberry.  2 beltisdýr sá ég grá að lit, 1 órangútan af óræðum farva og að lokum barði ég augum 4 rottur allar mjög fallegar á feldinn, sem var grár með svona kúkabrúnu ívafi.  Mig grunar að rotturnar hafi verið náskyldar.

Ég er með barnalabbrabb um hálsinn núna ef vera skyldi að ég kæmist ekki upp úr þvottahúsinu.   Húsbandið  "mónitorar" öll mín hljóð á meðan ég þvæ.  Svo heimilislegt og öruggt eitthvað.

Gúddnætgæs!


SNÚRUBLOGG

 

Þegar ég var í Bláa lóninu áðan og sólin skein (já ekki að segja ósatt, hún skein en BARA yfir lónskömminni) þá varð ég fyrir merkilegri reynslu.  Allt í einu áttaði ég mig á að sumarið hef ég ekki upplifað í nokkur ár.  Undanfarin þrjú sumur hef ég lítið minni af því sem gerðist og það litla sem ég man eru myrkar stundir sveipaðar þunglyndi og ofsahræðslu við lífið.  Þar sem ég sat þarna í lóninu  eins og fíbbl (segi sonna) þá varð ég svo glöð yfir að vera á lífi, vera allsgáð og fá tækifæri til að hafa gaman af lífinu aftur.  Ég ætla ekki að gerast væmin en þetta var svona verulegur "eyeopener".   Margir hafa lýst svona gleðiaugnablikum sem þeir upplifa, æ oftar eftir því sem edrúmennskan verður lengri og ég get vitnað um að svona smástund er milljóntrilljón sinnum meira virði en allt brennivín heimsins.

Þessu langaði mig að deila með ykkur dúllurnar mínar.

Allsgáð kona á besta aldri á Stór-Reykjavíkursvæðinu.


SILFURMAÐURINN MÆTTUR

1´

Nú er Egill Helga kominn á Moggabloggið.  Megi það verða honum til gæfu.  Kíkti á bloggið hans og hann var búinn að skrifa tvær færslur.  Þá fyrri um að hann væri kominn á Moggabloggið og hin um að hann þyrfti að læra á það fyrst.  Einhvers staðar verður fólk að byrja.  Það er að verða æsispennandi að fylgjast með eftirleiknum eftir að Egill ákvað að fara yfir á RÚV.  Þeir eru ekki mjög þægilegir við að eiga þarna á 365.  Ætli það sé rétt sem ég heyri að Egill hafi verið með milljón á mánuð á Stöð 2? Neh.. asskoti borga þeir vel ef það er rétt.  Egill hvað varstu að hugsa?  Ríkisfjölmiðlarnir geta varla toppað þetta.  En mér er sama hvar Egill er ég mun horfa á hann þótt hann væri hjá færeyska sjónvarpinu. 

Maðurinn er með lokað fyrir kommentakerfið.  Enn einn karlinn sem ætlar að prédika yfir hausamótunum á okkur, algjörlega einhliða.  Trúi því ekki, hann er að læra á bloggið.

Var annars að koma úr Bláa, meira um það seinna.


mbl.is Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÆNSKAR LEIÐIR TIL EFTIRBREYTNI

Ég er hrifin af hinum sænsku leiðum.  Sænska leiðin í vændismálum er flott þar sem kaup á vændi er refsivert.  Nú vill sænska ríkisstjórnin auka eftirlit með þeim sem sækjast eftir að starfa á dag- og frístundaheimilum eða í skólunum.  Þetta er svo sjálfsagt í rauninni að það er beinlínis fáránlegt að þetta skuli ekki fyrir löngu komið til framkvæmda.  Fólk sem vill ráða sig til starfa við öryggisgæslu í fyrirtækjum þarf að framvísa sakavottorði og í bönkum t.d. þarf fólk að vera með hreinan fjármálaferil.  Börnin sem eru það dýrmætasta sem við eigum eiga rétt á því að allra varúðarráðstafana sé gætt þegar umönnun þeirra er annars vegar.  Nú vil ég að við gerum það sama og Svíarnir.  Ekki seinna en í haust þegar Alþingi kemur saman. 

Að byrgja brunnin áður en barnið dettur ofan í hann er að mínu mati ósmekklegur málsháttur en hér smellpassar hann.


mbl.is Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í NAFNI VINÁTTUNNAR

1

Ég er á leiðinni í Bláa Lónið.  OMG hvað gerir maður ekki fyrir vinkonur sínar.  Inga-Lill fer á laugardaginn og "skall" fara í hið bláa bað.  Konan hefur reyndar verið hér áður og hefur tam farið hringinn.  Það má segja að hún hafi ferðast eins og meðal Íslendingur um landið.  En hún elskar Bláa Lónið.  Þangað er ferðinni heitið á eftir.  Ég ætla að láta mig hafa það að fara ofan í vatnið ógurlega þrátt fyrir ættgenga klígjugirni.  Þannig er mál með vexti að ég hef fengið kísilinn á heilann.  Endurnýjast hann nokkuð?  Getur verið að hann sé allur morandi í húðhreistri frá baðgestum?  Hm..mig langar voða lítið til að bæta í safnið eða kanna það nánar.   Annars er þetta ekki að standa mér neitt sérstaklega fyrir þrifum.  Vinkonan vill í lónið og við förum að sjálfsögðu þangað.

Annars líður tíminn skammarlega fljótt.  Nú fer Inga-Lill sum sé á laugardagskvöldið og tíminn hefur  engan veginn staðið kyrr.  Hann hefur fj... hafi það flogið.

Síjúgæs með kísil í hári seinni partinn í dag. 


AFLEIÐINGAR HERNÁMS ÍSRAELSRÍKIS

1

Amnesty International heur birt nýja skýrslu "Enduring occupation: Palestinians under siege in the West Bank" sem skýrir frá afleiðingum hernáms Ísraelsríkis á landi Palestínumanna sem hefur varað í 40 ár.  Auðvitað er gott mál að Amnesty skuli hafa unnið þessa skýrslu en þarna birtast svo sem ekki ný sannindi.  En best er að þau fái að heyrast sem oftast.  Í tilkynningu Amnesty segir að skýrslan skýri frá vesti ólöglegra landnemabyggða á landi Palestínumanna og hvernig þessar byggðir svipta palestínska borgara nauðsynlegum auðlindum.  M.a. kemur einnig fram í tilkynningu samtakanna eftirfarandi:

"Skýrslan greinir einnig frá fjölmörgum ráðstöfunum til að einangra búsetu Palestínumanna við mörg smá landssvæði og hindra aðgang þeirra að vinnu, heilsugæslu- og menntastofnunum. Til slíkra ráðstafana telst til að mynda 700 km löng girðing/veggur auk rúmlega 500 eftirlitsstöðva og vegatálma."

Mér verður svo oft hugsað til þess hversu sagan endurtekur sig meira og minna.  Þetta minnir mig töluvert á ýmsa hluti sem Gyðingar sjálfir bjuggu við þegar þeir voru ofsóttir af Hitlers-Þýskalandi.  Ghettó og annað ámóta geðslegt.  Hvernig stendur á að heimurinn lokar augunum fyrir því hvernig farið er með Palestínumenn?  Er það af því að það er Ísraelsríki sem stundar ofsóknirnar, landtökurnar, byggingu múra  svo eitthvað sé nefnt?  Er eitthvað glóbalt samviskubit í gangi gagnvart Gyðingum vegna þeirra hroðalegu ofsókna sem þeir urðu fyrir í seinni heimstyrjöldinni?  Það samviskubit er þá of seint á ferð og á alls ekki við lengur.


mbl.is Ný skýrsla um Palestínu frá Amnesti International
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL ÍSLANDS ÁÐUR EN ÉG DEY???

1

Ég er smá hrifin af Stóns, svona eins og þeir voru.  Áður en að þeir urðu háaldraðir menn.  Núna finnst mér þeir skrautlegir eldri borgarar með flotta fortíð.  Músíkin er æði og karlarnir flottir.  Richard er einn sá skemmtilegasti að fylgjast með.  Maðurinn er bilað krútt.

Nú rokkhundarnir eru að túra um Evrópu og hófu ferðalagið í Belgíu þar sem þeir léku fyrir 33.000 aðdáendur.  Svo mikill áhugi var fyrir tónleikunum að gríðarlegt umferðaröngþveiti myndaðist, en bílaröðin var 50 km. löng sem er ca. leiðin frá Reykjavík til Selfoss.

Karlangarnir hafa greinilega enn eitthvað fram að færa.  Hvenær ætla mennirnir að spila á Íslandi?


mbl.is Rolling Stones ollu gríðarlegu umferðaröngþveiti í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.