Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Þriðjudagur, 12. júní 2007
ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA..
..að horfa á miðnætursólina
..að lykta af blóðbergi
..að halda á börnum og finna lyktina af þeim
..að láta rigna á mig
..að fjúka
..að sofa
..að hlægja
..að lesa
.. að snúa upp á hárið á mér
..að mála á mér augnhárin
..að vera á sjó
og svo margt, margt fleira.
ÉG ÞOLI SVO HJARTANLEGA EKKI
..hentistefnu stjórnmálamenn
.. umræðustjórnmál
..nýrík snobbhænsni
..fólk með fórnarlambsblóðbununa aftan úr sér
..soðinn fisk
..sólregn
..tímann frá nýársdegi og fram í miðjan janúar
..magaspeglanir
..helgislepju og væmni
..lýsi "in any way, shape or form"
..rafmúsíkk
og nokkur atriði til viðbótar sem þola ekki birtingu.
ÉG SKIL SVO HJARTANLEGA EKKI
..Georg Bush
..Pétur Blöndal
..Ellý Ármanns
..Jón Val
..Biskupinn og aðra kirkjunnar þjóna sem praktisera mannréttindabrot á samkynhneigðum
..Jay Leno
..kvenhatara og karlrembusvín
..rasista
..nafnlaus skrif sem beinast gegn persónu fólk
Að öðru leyti er ég með allt á hreinu.
Vildi bara koma þessu að.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
LÖNGU TÍMABÆRT
Falun Gong hreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að bæta fyrir framkomu sína við þá árið 2002. ´
"Ítilkynningunni segir að skráð séu rúmlega 66.000 tilfelli um heilaþvott, slæma meðferð og pyntingar á Falun Gong liðum í Kína og segir ennfremur að komið hafi í ljós að stjórnvöld hafi tekið líffæri úr meðlimum Falun Gong, en talsverður markaður er fyrir líffæri í Kína.
Þá segir að iðkendur Falun Gong hafi notað tíma sinn og fé til að ferðast hingað til að iðka hljóðlát mótmæli, en íslensk stjórnvöld hafi beygt sig undir vilja erlends einræðisríkis gegn vilja íslensku þjóðarinnar."
Mikið rosalega er ég sammála þessu. Það væri auðvitað löngu tímabært að biðjast afsökunar á skammarlegri og mannfyrirlitlegri framkomu íslenskra yfirvalda gagnvart Falun Gong. Ekki er það minna skammarlegt að ganga erinda kínverskra ráðamanna sem réttilega hafa gróflega brotið mannréttindi á þessum hópi fólks.
Skamm bara.
![]() |
Falun Gong hvetur stjórnvöld til að greiða bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
OG KÓKÓFÍLL ER ORÐINN AÐ KRÓKUFÍL
Hún Jenny Una Erriksdóttirr er í pössun hjá ömmu af því hún er veik. Pabbinn þurfti að fara í upptöku fyrir sjónvarp og mamman er að vinna. Ömmunni finnst ekki leiðinlegt að fá að hafa Jenny, þótt henni finnst voða leiðinlegt að barnið skuli vera lasið.
Í nótt fékk hún Jenny martröð, sennilega af hitaskömminni. Hún sagði mér að "krrókufíllinn" (halló barn, hvað varð um krúttlega kókófílinn?) hefði bitið sig og ljót Gýla hefði elt sig. Starfsfólk leikskólans hennar Jenny; ekki segja barni hryllingssögur. Það fer illa í svefninn.
Nú vitið þið það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
EKKI GRÁTA HRINGA(NA)
Sumir eiga aldrei nóg af "hnullungum" til að punta sig með. Tilvalið að fara í ljós fyrir helgina og ná sér í hringi og armbandsúr fyrir djammið.
Hvaða tragedía ætli liggi þarna að baki?
![]() |
Dæmd fyrir hringastuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
HAFLIÐI Á TILBOÐI Í KÍNA
Dýr yrði Hafliði allur höfum við sagt hingað til. En 18.000 krónur aumar þarf MacDonald´s í Kína að greiða stúlku sem var að borða hammara í rólegheitunum þegar rotta nokkur stökk upp læri hennar og beit. Sem sagt bitið á mörgum vígstöðvum. Vel sloppið hjá þessu fyrirtæki sem þénar milljarða og milljarða ofan á stórhættulegum fitubollumat. Ætli upphæðin miðist við að þetta gerist í Kína? Hvað myndi svona rottubit kosta í USA? Ég kasta upp og ekki bara af tilhugsuninni um rottuna.
![]() |
McDonald's greiðir 18.000 krónur í bætur fyrir rottubit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
ÉG SEGI EKKI ORÐ..
...en ef þið skiljið þetta þá eruð þið greindari en ég.
"Steingeit: Þú hittir nokkra af þeim sem gera sér upp samúð til að breiða yfir hversu miklir píslavottar þeir eru. Vertu léttur við þetta fólk og haltu leið þinni áfram."
Muhahahahaha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 11. júní 2007
AÐ HAFA EITT STYKKI TILBOÐ Í EINTÖLU TAKK
Í dag voru opnuð tilboð í flugleiðina milli lands og Eyja hjá Ríkiskaupum. Aðeins FÍ bauð í flugleiðina.
Halló, halló.. eitt tilboð - fleiri tilboð. Er verið að láta sem einhver samkeppni sé möguleg í flugmálum Íslendinga? Nei sennilega ekki. Það væri of gott til að vera satt.
![]() |
Flugfélag Íslands bauð eitt í flug til Eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. júní 2007
UM AÐ GERA AÐ BÆTA VIÐ SENDIRÁÐUM
Alveg geggjaðir hattar og húfur sem páfinn á. Váááá! Burtséð frá hattatísku Vatíkansins þá hefur Stefán L. Stefánsson, sendiherra, afhent Benedikt XVI páfa í Róm trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart páfagarði.
Af hverju ekki að byggja eða kaupa sendiráð í Vatíkaninu? Við verðum að hafa sendiráð í öllum löndum heims, en eins og allir vita þá er utanríkisþjónustan með atvinnu veislubolta í flottum húsum, víðsvegar um heim (já,já, ég veit að þeir eru í mikilli vinnu og allt það). Á sama tíma og eldri borgarar og margir öryrkjar lepja dauðann úr skel vegna þess að það er svo DÝRT að láta þá lifa mannsæmandi lífi, þá reisum við sendiráð víðsvegar um veröld alla og það eru ekki neinar smá hallir, takk fyrir. Mér finnst þetta fín pólitík. Þrátt fyrir að lifa á upplýsingaöld þar sem öll samskipti eru auðveld og hægt er að komast á örskotsaugnabliki milli landa, hrúgum þá endilega niður sendiráðum sem víðast svo við getum búið til fleiri diplómata. Það eru þó nokkrir hugsjónamenn og konur úr öllum flokkum sem eru til í að FÓRNA sér fyrir málstaðinn. Ó þú hái himnafaðir, ég er svo þakklát fyrir það.
Amen
![]() |
Afhenti páfa trúnaðarbréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 11. júní 2007
ÞAÐ ER GREINILEGA GÚRKA..
..já gott ef ekki margar gúrkur hjá RÚV þessa dagana. Annan daginn í röð auglýsir Elín Hirst eftir "skemmtilegum" fréttum í lok fréttatímans. Það er af sem áður var. Á einum vinnustað mínum þurftum við að hafa töluvert samband við fjölmiðla og það var oftar en ekki vandamál að ná athygli Sjónvarps. Þeir voru svo rosa busy, gátu bara valið og hafnað. Nú hefur þetta greinilega snúist við tímabundið (vona ég) og svona er það í lífinu. Það er alltaf verið að bíta mann í rassinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 11. júní 2007
SEAN HEFUR RÉTT SLOPPIÐ FYRIR HORN
Skemmtilegt fyrir aumingja Sean Lennon að fá það inn með skeið í gegnum útvarpið að hann hafi rétt sloppið fyrir horn í upphafi leiðar. Yoko Ono sagði frá þessu í viðtali á Stöð 4, útvarpsstöð BBC.
Við vorum nýtekin saman á ný þegar ég varð þunguð. Ég vissi ekki hvort þetta væri rétti tíminn til þess að eignast barn saman þar sem hann vildi kannski ekki eignast barn. Ég vildi ekki þvinga hann í eitthvað sem hann vildi ekki. hann sagði hins vegar að sjálfsögðu eignumst við barnið og var ósáttur við þá hugmynd mína að fara í fóstureyðingu, sagði Ono."
Ég hef alltaf haldið að Yoko hafi verið nokkuð róttækur femmi. Hún hefur vart verið það þarna. Mér finnst þetta söguskýring sem kerlan hefði mátt sleppa en hún er greinilega einn stór tilfinningabolti konan eða þannig.
Hm
![]() |
Lennon kom í veg fyrir að Ono færi í fóstureyðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988547
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr