Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Miðvikudagur, 30. maí 2007
IMPREGILO - ENN EINN HROÐINN
Enn einu sinni heyrir maður ljótar sögur frá fyrirkomulaginu á Kárahnjúkum. Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, tekur undir ásakanir portúgalsks verkamanns í fjölmiðlum heimalandsins. Hún talar líka um kynferðislega áreitni þar efra og fleira miður fallegt.
Það er alveg sama hvaða hroðbjóður kemur fram um vinnuaðstæður undir stjórn Impregilo, þeir kannast aldrei við neitt. Það ætti samt öllum sem vilja á annað borð vita, vera ljóst að það er eitthvað meira en lítið að aðbúnaði og framkomu þessa fyrirtækis við starfsmenn sína. Hversu mikið þarf að ganga á áður en íslendingar taka sig til og rannsaka hvernig háttsemi fyrirtækisins gerir sig raunverulega við Kárahnjúka? Svo er það auðvitað ljóst að þetta fyrirtæki er ekki þekkt að mannúð annars staðar sem það hefur borið niður í heiminum.
Vildi ekki leika hetju" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
MIKLAR VÆNTINGAR FRÁ ALMENNINIGI!
Nú er ég komin með sumarstarfsmanninn á stjörnuspá Moggans í gjörgæslu. Í dag toppar viðkomandi starfsmaður sjálfan sig í fyrirheitunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
KOMIN MEÐ STUBBANA Á HEILANN
Vissuð þið að umboðsmaður barna í Póllandi er hætt við að láta sálfræðinga rannsaka áhrif Tinky Winkys með handtöskuna, á börn? Hvernig skyldi nú standa á því? Ætli einhver hafi hringt í hana í ofboði þegar fréttin um vitleysuna í henni flaug um heimsbyggðina og sagt við hana t.d. "Umboðska! Ekki gera okkur að algjörum fílfum, hættu við, Pólland er orðið að athlægi út um víðan heim". Sennilega eða þá að það hefur runnið upp fyrir henni ljós. Ég veit ekki og mér er sama. Ég mun aldrei gleyma Fröken umboðsmanni Polski sem var með alvöru áhyggjur af engu á meðan Pólland er allt löðrandi í félagslegum vandamálum og ekki nokkur leið að fara að telja þau öll upp hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
ÁGÆTIS BYRJUN!
Mér fannst það fín byrjun hjá ISG, utanríkisráðherra, að segja okkur að hún væri ekki hlynnt hvalveiðum. Hún sagði jafnframt að það væri ekki hægt að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég er svo algjörlega sammála Sollu. Þessar hvalveiðar eru fráránlegar. Við höfum dagað uppi eins og náttröll, veiðandi hvali sem enginn hefur áhuga á að kaupa. Mikið skelfing finnst mér það hallærislegt að við skulum vera að ögra alþjóðasamfélaginu með þessum hætti. Við erum í sandkassaleik. Ég reikna með að utanríkisráðherra geri eitthvað í málunum. Reyndar trúi ég því og treysti.
BS, viðskiptaráðherra var líka með góðar fréttir í fréttatímanum í kvöld. Hann getur hugsað sér lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, t.d. Til að gera róttækar breytingar þarf að grípa til róttækra aðgerða sagði maðurinn. Mikið skelfing var fréttatíminn ánægjulegur í kvöld.
Muhahahahaha..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
TÍU-NÚLL FYRIR SVÍÞJÓÐ..
..fyrir að senda ekki Fröken Svíþjóð (sem er á myndunum hér fyrir ofan) í alheims fegurðarsamkeppnina sem haldin var í gær. Ég er hætt að reyna að vera kurteis þegar keppnir í fegurð eru annars vegar og er komin með þær upp í kok. Hvernig dettur einhverjum í hug í nútímanum að halda þessari vitleysu áfram? Að viðhalda staðalímyndunum, hlutgera konur, vega þær og meta upp á mm er svo mikið stílbrot að það er ekki vinnandi vegur að mæla því bót.
Jájá konur sem eru á móti keppnum í fegurð eru afbrýðisamar, ljótar, feitar, gamlar, vitlausar, nöldurtýpur, femínistar (þú getur bölvað þér upp á það) og fleiri hugtök og orð sem notuð eru sem neikvæð lýsingarorð yfir konur með skoðanir á þessum tilteknu uppákomum. Af hverju má stúlka í fegurðarsamkeppni ekki eiga barn? Er það fantasían um Lolítu sem þar ræður för? Er það kannski draumurinn um hina óspjölluðu mey? Það væri áhugavert að fá svar við því. Þær mega ekki hafa farið í lýtaaðgerð hm.. nema kannski brjóstastækkun, þær eiga að vera með sína náttúrulegu fegurð. Hvað er náttúrulegt við að ganga um á sundbol fyrir fleirhundruð manns? Eða að klæða sig í galakjóla og ganga á pinnahælum þegar stúlka er á aldrinum 17-20 ára? Kvöl og pína, niðurlæging og hallærislegheit.
Ungfrú Ísland er ákaflega falleg stúlka. Mér finnst hún eiga allt gott skilið. Þessi gagnrýni beinist ekki að stúlkunum persónulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
STELPAN MÍN FLOGIN Á BRAUT..
Andrea bestavinkona og Maysubarnið á góðri stund.
..en hún er u.þ.b. að fara í loftið núna. Búhú! Þetta var stutt gaman en svakalega skemmtilegt en mamman verður alltaf smá döpur þegar stelpan hennar fer aftur heim. Nú er það London næsta hjá mér eins fljótt og auðið er. Oliver og Robbi verða lengur sem nemur tveimur dögum og það er auðvitað yndislegt.
Í matarveislunni stóru í gær sem taldi 12 manns var mikil háreysti, talað og hlegið, borðað og drukkið (kaffi og meððí). Tíminn líður bara svo fljótt þegar allt er skemmtilegt og eins gott að reyna að frysta augnablikin og geyma þau innra með sér. Jenny hrinti Oliver (hún setti sig þess vegna sjálf í skammarkrók) en ég held að það hafi hlaupið lítill villingur í stelpuna því Jenny veit auðvitað, að maður er góður við börn. Oliver fór að gráta smá en hann er svo duglegur að hann jafnaði sig fljótt. Svo fóru þau í ömmurrrrúm og hoppuðu þar og borðuðu ís (ójá það gerðu þau) og Jökull stóri frændi leit eftir þeim svo þau færu sér ekki að voða.
En nú er Maysan mín flogin, enn einn ganginn. Svona er lífið. Búhú!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
VEL SLOPPIÐ..
..hjá tveimur örvitum sem Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sektar um samtals 350 þúsund krónur fyrir að hafa staðið að áfengisveitingum gegn gjaldi á skemmtistað á Sauðárkróki nokkur kvöld í mánuði á árunum 2004 til 2005 án lögboðins vínveitingaleyfis. Það er þó ekki það sem gerir þá að fíflum í mínum huga og að stórhættulegum mönnum, þar að auki, heldur sú staðreynd að annar maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa látið birta í héraðsdagskránni Sjónhorninu auglýsingu um keppni í áfengisdrykkju. Síðan veittu þeir í keppninni umtalsvert magn áfengis gegn gjaldi til þriggja einstaklinga sem ekki höfðu náð 20 ára aldri og tóku þátt í drykkjukeppninni.
"Keppnin fólst í því hver keppenda gæti innbyrt flest Ópal- eða Tópas-vodkaskot með 27% vínandastyrkleika. Afleiðingarnar urðu þær að unglingarnir þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna ofneyslu áfengis."
Hvað er á milli eyrnanna á fólki? Sumir gera allt til að selja jafnvel þótt það geti kostað mannslíf. Að hvetja til drykkjukeppni er ekki aðeins stórhættulegt heldur bætist við þarna að unglingar voru að taka þátt og allir voru þeir fluttir á sjúkrahús vegna ofneyslu. Ef mitt barn ætti þarna í hlut væri ég að gera eitthvað annað en blogga get ég sagt ykkur. Arg.. hvað ég myndi leggja á mig til þess að svona fólk fái ekki að höndla með áfengi. Siðleysið er stundum algjört.
Sektaður fyrir að standa fyrir drykkjukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Í MATARBOÐINU Í GÆR...
...sem var hreint svakalega skemmtilegt og á eftir að verða mér innblástur til blogga um langa framtíð (róleg á dramanu kona) gerðist sá merki viðburður að í miðri "grillun" á kjöti, varð gaskúturinn tómur og allt fór í steik (í orðsins örgustu). Neh.. sendur var maður eftir grillkút, matur frestaðist um hálftíma eða svo og allir fengu að borða í fyllingu tímans. Þetta eru jafn merkileg tíðindi og að Tinky Winky geti mögulega verið samkynhneigður karlmaður með handtösku og sent litlum óvitum dulin skilaboð um hommaskap.
Þessi siðlausa fjölskylda sem ég tilheyri létu sig ekki muna um að láta Jenny og Oliver leika sér með þennan klámfengna viðbjóð því þau voru með hina rauðu Lala á milli sín og ekki kjaftur svo mikið sem roðnaði yfir þessum óþvera. Lala var það að auki uppblásin. Fruuuuuuussssss...
Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
HVAÐ ER ÞETTA "ÞAÐ"??
Einu sinni enn hef ég fallið í stafi yfir dásamlegri hnyttni, gífurlegri máltilfinningu og þýðingarhæfileikum sumarstarfsmannsins sem vinnur við stjörnuspána á Mogganum. Þessi sumarafleysingamaður er svo skemmtilegur að ég er farin að lesa spána reglulega, hvað ég aldrei gerði áður. Í dag (þ.e. mánudag) hljóðaði spáin fyrir steingeitina svona:
"Þú ert til staðar fyrir aðra. Þeir segjast ekki geta framkvæmt "það" án þín, en þér er kannski meira sama um "það" en þeim. Vertu því til staðar fyrir sjálfan þig."
Nú þegar ég stefni í að fara að halla mér bráðum þ.e. ef mér tekst að halda gleði minni yfir þessum djúpu spádómsorðum í skefjum og til að geta sofnað langar mig svo að vita hvað "ÞAÐ" er.
Einhver???
P.s. Ég set ykkur inn í veisluhöld og gestagang dagsins fljótlega en nú ætla ég blogghringinn og fara svo að halla mér. Er búin á því eftir skemmtilegan dag.
Gúddnætgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 28. maí 2007
NÚ FRÍKA ÉG ÚT..ARG!!
Nú held ég að ég leggist fyrir og brjálist í rólegheitunum. Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir. Það er þó sérstaklega Tinky Winky sem liggur undir grun. Hann muni vera karlkyns og með handtösku! Guðminngóðuríhimnum! Það er stórhættulegt að sýna börnum karlkyns dúkku með handtösku. Það getur beinlínis haft geigvænleg áhrif á börn, gert þau að hommum og kannski lesbíum líka. Hversu örvita er hægt að vera? Þarna er umboðsmaður barna greinilega með vitsmunaprósentu langt undir stofuhita.
"Talið er að hinn breiði og fjólublái Tinky Winky sé karlkyns, en hann ber hinsvegar handtösku.Ég hef heyrt að þetta gæti verið leynileg vísun í samkynhneigð, segir Sowinska.!
Svona stór eru vandamálin í Póllandi í dag!
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr