Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Í háðtíðarskapi?

Ég er ekki í hátíðarskapi akkúrat núna, þó ég muni smella í gírinn af gömlum vana klukkan 18,00, ef ég þekki mig rétt. Og þá verð ég auðvitað gripin eintómri hamingju.

En í morgun horfði ég á Silfrið á netinu, komst ekki til þess í gær vegna augljósra anna.

Á einum stað spyr Egill, Össur og Þorgerði Katrínu hvort þau séu búin að skila rauðvíninu frá Landsbankanum.  Án þess að ég tíundi kjaftæðið um það mál út í hörgul, þá fannst hvorki Össuri né ÞK ástæða til að skila svona gjöfum.  Össur sagði eitthvað á þá leið, að þetta væri nú bara ein flaska og ekki líkleg að hafa áhrif á störf sín sem ráðherra. (Hann hafði reyndar ekki fundið flöskuna heima hjá sér, þannig að það sé á hreinu).

En ef flöskurnar væru tvær?  Eða kassi?  Eða eitthvað annað?  Hvenær fara gjafir að skipta máli og hafa áhrif?

Mig langar ekki til að komast að því.  Ég vil ekki að Alþingismenn taki við gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum.  Þetta fólk er í vinnu hjá þjóðinni og fær greidd sín laun.  Þeir hljóta að geta séð sér fyrir sínu konfekti og áfengi sjálfir. 

Þingmennirnir eiga að vera hafnir yfir allan grun um að hægt sé að múta þeim.  Ég er ekki að halda því fram að það sé hægt, en með því að hafa reglur um gjafir í starfi þá er vandamálið úr sögunni.  Einfalt mál, gengsæi og allt uppi á borðinu.

Og hvaða andskotans sleikjugangur er þetta í fyrirtækjum (og einstaklingum? Veit það ekki) að vera bera gjafir á þjóðkjörna fulltrúa?

Er Landsbankinn með rauðvínið að sýna af sér hjartahlýju?  Vó hvað það eru staðir til í samfélaginu sem gætu þegið andvirði rauðvínsins sem ágætlega haldnir Alþingismennirnir fengu fyrir jólin.

Einhversstaðar las ég um vinnureglu í bandaríska stjórnkerfinu, þar sem allar gjafir væru skráðar.  Mikið langar mig til að vita hvort gjafir til fólksins á Alþingi eru til í einhverskonar bókhaldi.

Þetta var mín hamför á síðasta degi ársins.

Nú er lag að breyta hlutnum.

Svo finnst mér ekkert að því að  ráðherrar keyri um á venjulegum fólksbílum, ef endilega þarf að greiða undir þá blikkbelju.  Það er ekki náttúrulögmál að hafa hlutina eins og þeir eru.  Ég er orðin leið á þessum lúxus allsstaðar í opinbera kerfinu.  Einkafyrirtæki ráða því hvernig þau eyða og ráðstafa sínu fé, en opinberar stofnanir eru eign almennings í þessu landi.  Ég vil að þær reki sig í takt við lífskjör þeirra sem eiga þau.  Það er "we the people".

Svei mér þá, ef ég er ekki töluvert lengra til vinstri en ég hélt.  Ætlar þetta aldrei að flysjast af mér?

Omægodd. 

Halefuckinglúja. Ég er strax komin í betra skap.


Gleðilegt ár og fleira smátt og gott

Mér líður eins og ég hafi orðið undir valtara, svei mér þá.  Ég var sofnuð fyrir miðnætti í gærkvöldi og það hefur ekki gerst í árafjöld með örfáum undantekningum.  Og ég sem tími ekki að sofa á kvöldin, þegar ég get haft það huggó við kertaljós, með bók í hönd.  Jább, moi er byrjuð á Bíbí.

Afmælið hennar Jennýjar Unu var frábært, öll börnin voru skemmtileg og góð og Hrafn Óli svaf af sér partýið, enda er hann svo lítill.  Myndir verða settar inn í dag.

 

Maysa mín, Robbinn og Oliver voru í mat og það var yndislegt.  Oliver vildi bara að amma og Einar ættu að koma að leika.  Hvað við og gerðum.  Lásum bækur og lékum okkur mikið og skemmtilega.  Verst að ég næ því ekki úr huganum á mér að hann er að fara aftur, rétt nýkominn en nú get ég huggað mig við að ég hitti hann í London þ. 18. n.k.  Oliver er ótrúlegur.  Hann er jafnvígur á ensku og íslensku.  Hann hefur bætt við sig heilum helling í íslensku á þessum stutta tíma sem hann hefur verið hér núna, alveg eins og svampur drengurinn.  Það er þó eitt sem er að vefjast fyrir honum og það er eftirfarandi: Hann heitir Oliver Einar, móðurafi hans heitir afi Einar, og skáafinn heitir líka Einar.  Alleg eins, segir Oliver og er alveg hissa.  Þó tók steininn úr í gær þegar við fórum í að lesa Einar Áskel.  Ha???? sagði barnið, heitir líka Einar???  MANY ALLEG EINS!!!  Er það nema von.

(Myndir frá ömmu-Brynju, önnur frá Þorláksmessumorgni og hin frá pakkaopnun á Aðfangadagskvöldi)

Hér verðum við hippahjónin tvö í kvöld.  Það verður notalegt.  Mun að sjálfsögðu elda eitthvað sem hæfir tilefni dagsins, en ég er eiginlega komin með nægju mína af steikum og ullabjökkum.  Reyni samt, get ekki verið þekkt fyrir að vera með eitthvað pöpulskt í matinn.  Ónei.

Annars langar mig að þakka ykkur öllum, sem lesið síðuna mína, fyrir gamla árið og allar skemmtilegu stundirnar.  Bloggvinir mínir fá sérstakt knús, því þá er mér farið að þykja extra vænt um.  Yndislegt fólk, bloggarar, amk. MÍNIR bloggarar og þið hafið öll auðgað líf mitt á einhvern máta.  Með sumum hafa tekist nánari kynni, aðra þekkti ég fyrir og hver einasti einn sem ég les hjá á pláss í hjarta mínu, og þetta er hámark tilfinningaseminnar, þegar ég á hlut.  Nú verð ég að væmnisjafna eftir hádegið.

Ég er líka viss um að edrúmennskan mín hefur gengið svona vel, m.a. vegna þess að ég hef bloggað um alkahólismann minn og þið hafið bakkað mig upp í baráttunni.  Takk fyrir það.

Nú, Dúa vinkona mín, Búmmerangsdóttir, er byrjuð að blogga aftur.  Hún segir reyndar að hún hafi byrjað að þessu sinni til þess að geta uppfyllt áramótaheit sitt um að hætta að blogga.  Konan er bara svona.  Ég hvet ykkur til að kíkja á hana og hvetja hana til bloggafreka á nýju ári.  Bloggheimar eru fátækari án hennar. 

Falalalalala og gleðilegt ár.

 


Lítil stúlka á afmæli í dag!

Jenný Una Eriksdóttir er þriggja ára í dag.  Hvorki meira né minna.  Eftir þessum degi hefur verið beðið lengi, eiginlega alveg síðan hún varð tveggja ára.

Hann hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig, þessi blessaði dagur, en þegar að pabbi hennar var á leið að ná í afmælisbarnið ásam dúkkuvagni og öðrum fylgihlutum, vildi ekki betur til en svo að hann festist í risastórum vatnsflaumi hérna í brekkunni.

Einar fór af stað og reyndi að aðstoða, ekkert gekk og nú voru góð ráð dýr.  Afmælisveisla á að hefjast klukkan þrjú og heiðursgesturinn sjálfur fastur hjá ömmunni uppi í Seljahverfi.

Hverjir björguðu málinu?  Björgunarsveitarmenn, en ekki hvað.  Er það nema von að kona hafi kvatt til að  fólk keypti flugelda af þeim og engum öðrum.

Ég mun elska þá eins lengi og ég lifi, vegna þess að fyrir þeirra tilstuðlan bjargaðist dagurinn hennar Jennýjar Unu.

Nú er amman á fullu, að taka sig til og mæta í partíið.

Myndin er nýleg af Jenný og pabba hennar að gera sig klár fyrir jólin.

Þið sjáið að Jennslan er búin að greiða pabbanum og hann mjög fínn.

Fréttir úr veislu síðar.

Leitergæs.

Úje


Eru það læri og lendar sem gera málið?

 

Vei, vei, hvað Frakkar eru að gera það gott í umburðarlyndi gagnvart dræsugangi fegurðardrottninga.  Ungfrú Frakkland sem var að glyðrast á myndum, fær að vera áfram fegurst franskra kvenna.

Fyrirgefið en ég skil ekki alveg um hvað málið snýst.

Ætla að reyna að klippa þetta út í pappa fyrir sjálfa mig.

Stúlka fer í fegurðarsamkeppni.

Til að hægt sé að dæma fegurð hennar, verður hún að ganga um allt fyrir framan milljón manns á bikiníi eða sundbol og háhæluðum skóm.

Fegurðin hlýtur þá að liggja að einhverju leyti í lærum og lendum stúlkunnar.

Og eitthvað hlýtur þessi nektarsýning að hafa með kynþokkamælingu að gera.  Annars væri strippið fyrir framan dómnefndina óþarfi og stúlkan gæti þá verið í kápu með trefil og þyrfti ekki að eiga á hættu að forkelast.

Ok, svo langt sem það nær.

En svo fer sama stúlka í myndatöku, þar sem viðfangið er sama andlit, sömu læri og lendar, bak og brjóst, og það verður allt vitlaust og nú er gjörningurinn orðin ósæmilegur og myndirnar "vafasamar".

Ég veit ekki með ykkur, en þetta er mér hulin ráðgáta.

Einhver með svar við þessu öllu saman?

Og í leiðinni má svara því hvers vegna fegurðardrottningar mega ekki vera mæður, er eitthvað ófagurt við þær?

Og ein spurning að lokum.  Ég hef tekið eftir því að í dómnefndum í keppnum í fegurð eru alltaf einhverjir geithafrar.  Æi svona kallar sem hafa átt skemmtistaði, nú eða eru fyrirtækiseigendur með feit veski eða ferðaskrifstofueigendur.  Af hverju í ósköpunum eru þeir fegurðarsérfræðingar?

Annars er ég að spyrja í bríaríi.  Mér finnast fegurðarsamkeppnir alveg ógeðslega sorglegar.  Það er svo sárt að sjá fallegar stúlkur, stikla um hálfberar á háum hælum og láta mæla sig út í bak og fyrir.  Mig langar alltaf til að fara og ná í þær, vefja um þær teppi og gefa þeim heitt kakó eða eitthvað.   Mér finnst umkomuleysi þeirra algjört og þær svo varnarlausar eitthvað.

Svona er nú mín upplifun og ekki orð um það meir.

Súmí.

Úje


mbl.is Ungfrú Frakkland heldur titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er að halda kjafti og vera kjút

NTC (hvað sem það nú er) hefur talað.  Við eigum að vera kvenlegar og fágaðar um áramótin stelpurnar.

Ekkert attitjúd, engar skoðanir, blúndan inni, groddinn úti og nú er að dingla augnahárunum (gervi sko).

Nú er að demba sér í Barbí fasann.  Heyrast ekki en sjást og vera afskaplega fallegegar og fágaðar.

Er hægt að hafa gaman í fylleríisflóðinu sem skellur á og vera fágaður í leiðinni?

Mig langar að sjá það.

Vonandi eru ekki margar konur sem taka við skipunum að ofan.

Let your hair down girls og djammið eins og motherfuckers, þið sem eruð á þeim buxunum (blúndukjólnum).

Og hér er lag áramótana fyrir íslenskar konur.

bb


mbl.is Kvenlegar og fágaðar um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaheit? - No way José

Það er varla kjaftur sem ég þekki og tala reglulega við, sem strengir ekki einhverskonar áramótaheit.

Áramótaheit eru plágur.

Þau eru oftar en ekki kæfð í fæðingu, því lundarfarið okkar er þannig að við erum meyr og lítil í okkur eftir jólin og áramótin, þegar allt hátíðahald er á enda og myrkrið eitt ríkir og fólk missir móðinn, þegar kemur að því að breyta einhverju stórvægilegu á þessum tímamótum.  Í raun ætti að strengja áramótaheit á Jónsmessunni, þegar allt er bjart og hlutirnir verða svo syngjandi léttir.

Aldrei stigið á stokk.

Ég er forstokkuð að þessu leyti.  Ég hef aldrei strengt áramótaheit.  Ég þekki nefnilega sjálfa mig og veit að ég fer í algjöran mótþróa, þegar ég ákveð að gera eitthvað til betrunar og forsendurnar eru bara þær að það er að koma nýtt ár.  Það er bara ekki nægjanleg hvatning finnst mér og þess vegna veit ég að það verður brotið nánast samstundis og uppskeran verður samviskubit og tilfinningin af að ég sé veiklunduð og skortur á sjálfsaga sé algjör.

Öðruvísi áramótaheit.

Samt má segja að ég strengi einhverskonar áramótaheit.  Ég ákveð nefnilega um hver einustu áramót, svona inni í sjálfri mér (og segi engum frá, þið þegið yfir þessu við heimspressunaDevil)að ég ætli að hafa ennþá meira gaman á nýju ári en því síðasta.  Stundum skvetti ég með þessu loforði til sjálfrar mín, fyrirætlun um að verða betri manneskja með hverjum deginum, svo fremi sem mér er það mögulegt.

Einn dagur í einu.

Það má segja að á hverju kvöldi strengi ég heit, í huganum, ein með sjálfri mér, áður en ég sofna.  Ég ákveð að ég ætli að vera edrú þegar ég vakna að morgni og þar til ég leggst til svefns að kvöldi.  Það er vinnuaðferð í edrúmennskunni og  einn dagur í vöku er cabát það sem ég treysti mér til að höndla í loforðum gagnvart sjálfri mér.  Og það hefur gagnast mér ágætlega í bráðum fimmtán mánuði.

Ég mun ekki "áramótaheita" eftirfarandi:

Að hætta að reykja.

Að fara í líkamsrækt.

Að borða hollt (geri það nú þegar svona oftar en ekki)

Að ganga meira.

Að vera hagsýnni en ég er.

Að fara í sólarlandaferð eða til Kúbu, þangað sem mig langar mest af öllu til að koma.

En...

..ég hef allt ofangreint í huga og meira til.  Á hraða snigilsins stefni ég hátt.  Hátt á minn mælikvarða sko.

Eftir að hafa verið í myrkrinu lengi og náð inn í dagsljósið er allt annað hjóm eitt.  Nái ég að vera í ljósinu, allsgáð innan um þá sem ég elska, vantar mig asskotann ekkert frekar.  Það sem veitist mér umfram það lít ég á sem verðlaun eða bónus.  Ekkert flóknara en það.

Lestirnir eru svo dægradvöl, sem ég losa mig við ef ég er í stuði og löngunin kemur yfir mig.

Þannig...

að nú er bara að haffa kaman og lifffa því lífi sem mér hefur verið afhent.

Falalalala og úje.


Æi hoppum inn í nútímann og dömpum völvunni!

 

Er ekki kominn tími á að dömpa völvunni?  Ég meina, þessir spádómar eru algjör steypa.  Seint í  september sat ég á biðstofu læknis og sá völvuspána fyrir þetta ár sem nú er að líða og ég lá hláturskasti.  Það var ekkert sem komst nálægt því að hafa ræst.  Frekar að hlutirnirhefðu farið  í þveröfuga átt, svei mér þá.

Kannski er þetta bara skemmtileg lesning, svona eins og dægradvöl, fólk les sér til gamans og gleymir svo lestrinum samstundis.  Það er ekki líklegt að manneskjur séu með Vikuna í töskunni allan ársins hring og um leið og eitthvað er í gangi vaði það í blaðið og beri málin saman við völvuspádóminn. Alveg; flett, flett, hvað segir völvan um þetta?  Geggjuð tilhugsun annars.

Ég ætti bara að brosa og láta þetta ekki fara fyrir brjóstið á mér, það er ekki eins og þetta sé meiðandi.

En það hefur eitthvað gerst með mig undanfarin ár, ég er orðin svo gagnrýnin á allt sem heitir andleg málefni, spádómar og kukl.

Einu sinni gleypti ég við öllu, trúði öllu og átti ekki til gagnrýna hugsun þegar svona málefni voru annars vegar.

Núna vanda ég valið, alveg einstaklega vel og vandlega.

Það er ekki margt sem stendur eftir en samt örlítið og fj.. fjarri mér að ég ætli að upplýsa nánar um það hér.  Fólk hefur verið sett í treyjur með undarlegum ermum fyrir minnaW00t

Þess vegna fara svona patent spádómar fyrir brjóstið á mér.  Stjórnin springur, borgarstjórnarmeirihlutinn líka, svart útlit á peningamarkaði og atvinnumarkaði líka (er ekki þetta svartsýnisraus í hverjum einasta fréttatíma þessa dagana?) og það krúttlegasta, tammtatatamm, að tveir þjóðþekktir menn deyi á næsta ári!! Hverjar eru líkurnar hérna, á að amk tvær manneskjur sem þekktar eru í þessu litla þjóðfélagi fari  EKKI yfir móðuna miklu á árinu 2008?

Svo segir hún að jafnréttismálin hreyfist hægt (vá, ég hissa, þau eru nefnilega alltaf á svo mikilli fart) og að umræða um femínisma sé komin út í tóma vitleysu.  Þarna er völvan með  skoðun en ekki spá, bara svo það sé á hreinu.

Kommon.

Ég mun að sjálfsögðu éta yfirhöfn eða eitthvað, ef spádómnum um ríkisstjórn slær inn. Ójá.

Úje

 


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kom vel á vondan

 

..og það er ég sem kafnaði nánast í eigin skömm og þurfti að éta heldur betur ofan í mig.  Reyndar gerist það nokkuð oft þannig að ég ætti að vera farin að venjast því, en hvert skipti er eitthvað svo ferskt og nýttPinch

Í dag fór ég í Hagkaup, sem á ekki að vera í frásögur færandi, en ég þrjóskast við að gera það að issjúi samt.

Ég keypti mat og aðrar nauðsynjar.  Só?

En..

Svo fór ég í ungbarnadeildina til að kaupa nokkrar samfellur á Hrafn Óla og þær áttu að vera nr. 50, af því hann er jú glænýr og alveg svakalega lítill.

Ég tjillaði í krúttkasti í ungbarnadeildinni og var nokkuð góð með mig.  Skoðaði allskyns dúlluætem á meðan ég svipaðist um eftir samfellum nr. 50 með hálfum ermum.  Mamman hafði mælt svo fyrir.

Ég sá hryllilega sætar sollis, hvítar með rauðum og grænum blómum (reyndar sá ég engar aðrar í þessari stærð).  Ég alveg við sjálfa mig í huganum: Guð svo krúttlegt, þetta gengur bæði fyrir stelpur og stráka og auðvitað skiptir bleikt og blátt ekki máli, algjört kjaftæði bara (enda hafði ég bloggað mig heita um heimskulega litastöðlun á ungbarnafötum) og á þessu stigi máls var farið að fjúka verulega í mig í huganum yfir heimsku mannanna með sína kynbundnu liti.  Ég kippti með tveimur svona rósóttum og tók eina síðerma með bláum fíl líka, bara að gamni, algjör tilviljun að flík var bláWhistling

Ég keypti krúttlegan poka og skutlaði vörunni í hann og á leiðinni til Söru fór mér að líða illa.

Ætli Sara haldi að mig hafi langað til að hún eignaðist aðra stelpu?

Ég keypti rautt, kannski heldur hún að ég sé á einhverju???? Það er bigtæm ef hún heldur það, m.t.t. að ég er alki og sonna.

Ég var niðurbrotin þegar ég kom heim til barnabarnanna og um leið og ljósmóðirin (sem var í heimsókn) var farin bað ég mér griða.  Fyrirgefðu Sara mín, ég hélt að þetta væri í lagi, ég skal skipta þessu, auðvitað villtu ekki stelpulit (ég var orðin verulega aumkunarverð á þessu stigi máls).

Sara: Mamma, róleg, rosalega ertu smáborgaraleg.  Þetta eru samfellur, flík til að vera í innanundir, róleg kona.  Og þar fyrir utan þá skiptir þetta litasystem ekki neinu máli, þú verður að hoppa inn í nútímann, allir löngu hættir að pæla í bleiku og bláu.Undecided

Ég: W00t (Hún hefur greinilega ekki lesið bloggið mitt)Halo

Ég keypti smá pakka handa Jenný Unu hún knúsaði mig smá en þegar ég var að fara þá sagði hún: Amma þú átt að þvoðér um hendurnar.

Ég: Ha????

Jenný: Ljósamaðurinn segir að allir á að þvo hendurnar út af bróðir mín.

Ókók, ég þvoði mér um hendurnar áður en ég fór.

Ljósmóðir - Ljósamaður, ekki stór munur.  Tók viljan fyrir verkið.

Later!

Úje.


Löglegt? - Örugglega - Siðlaust? - Svo sannarlega

Í

 morgun barst mér litríkur bæklingur upp á margar síður, prentuðum á fínasta pappír.  Hann var merktur "Alvöru Flugeldar".  Ég gaf mér að þetta væri auglýsing frá björgunarsveitunum okkar, en ónei.  Þetta eru einhverjir dúddar sem ásamt fleirum eru að seilast inn á flugeldamarkaðinn um áramót til að hygla bankareikningum sínum.

Björgunarsveitirnar okkar eru í sérflokki.  Þar vinnur ótrúlegur fjöldi fólks óeigingjarnt sjálfboðastarf og hver einasta fjölskylda í þessu landi, þekkir eða tengist einhverjum sem hefur notið góðs af starfi þeirra.

Þetta fólk á alla mína virðingu og aðdáun.

Undanfarin ár hafa einkaaðilar í síauknum mæli verið að hasla sér völl í flugeldasölu.   Sumir dulbúa sölustaði sína eins og um björgunarsveitasölur sé að ræða.  Smekklegt.   Einn Spaugstofuleikarinn er í bullandi bisniss á ákveðinni tegund sprengiefnis svo dæmi sé tekið.  Eru matarholurnar ekki nægar annarsstaðar?

Sumir af bissnissmönnunum segjast vera með öflugri flugelda en björgunarsveitirnar, ef það er rétt þá eru þeir ólöglegir því björgunarsveitirnar selja eins kröftuga flugelda og lög leyfa.

Fólki er frjálst að setja upp flugeldasölur, mikil ósköp, en þetta er aðal fjáröflunarleið björgunarsveitanna sem vinna við að bjarga lífi okkar og limum, koma til aðstoðar hvenær sem eitthvað bjátar á og við eigum að styðja þær, þegar þetta gullna tækifæri gefst.

Mér finnst það siðlaust af peningamönnum sem eru í þessum bissniss til að spikfita budduna sína, með því að seilast inn á þennan markað.

Annars finnst mér reyndar að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum, því hlutverk þeirra er ómetanlegt og algjörlega lífsnauðsynlegt.

Ég ætla að nota bloggsíðuna mína til áróðurs.  Ekki kaupa flugelda annarsstaðar en hjá björgunarsveitunum!!!!!  Í leiðinni erum við að búa í haginn fyrir okkur sjálf.

Látum peningamennina eiga sig í þessu samhengi.

Og hananú.!


Hinn krúttlegi "stríðnispúki"

Við lestur viðtengdar "fréttar" segir Mogginn frá fegurðarsamkeppninni sem Ómar Alkóamálsvari, hefur stofnað til á mætum konum, sem allar eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni.  Þeir kalla hann "stríðnispúkann", Ómar sko.  Svo dúllulegur strákurinn.

Ómar segir í fréttinni:

"Ég held að það hljóti nú allir að sjá, að þetta er nú bara góðlátlegt grín," segir stríðnispúkinn Ómar R. Valdimarsson. „Ég trúi ekki að þær séu svo heitar í baráttunni að þær hafi týnt öllu skopskyni."

En ætli Mogganum og Ómari finnist eðlilegt að viðkomandi konum finnist eftirfarandi fyndið?  En hér er smá sýnishorn af athugasemdum með færslunni.

 

Katrín Anna!

Yrði gaman að sjá hana í Hagkaups-bæklingi :) 

Geiri (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 02:46

Kýs að svara þessu seinna, þyrfti að vera með 3-4 bjóra í mér til þess að vera dómbær.

Róbert Þórhallsson, 22.12.2007 kl. 13:14

 

mér hefur Svandís alltaf vera þokkafull kona og er jafnframt þeim kosti gædd að tala ekki með rassgatinu. hún fæt mitt atkvæði.

það er ótrúlegt hvað sumt fólk verður ljótt þegar það opnar munninn og fer að tjá sig.

Brjánn Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 17:08

 Hurru ég held að maður þyrfti að hella í sig heilum kassa af bjór til að hafa áhuga á þessum dömum,eða þá búinn að vera á eyðieyju í mörg ár aleinn,örugglega að maður myndi samt ekki sjá neitt heillandi við þær.Crying

Gísli Gunn (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl.  

Já það má segja að rassgatið sé til margra hluta nytsamlegt.  En að það að tala með því er ekki eitt af þeim, sama hvað sumir reyna mikið! Hugsa að sú sem gerir sér minnstu vonir um að eitthvað af viti komi þaðan út, fær mitt atkvæði..

SkúliS, 23.12.2007 kl. 17:17

af mörgu illu er skást best heyrði ég einhvern tíman, en held að allar séu alllar fyrir neðan dómsviðs hvers manns með sjón, og laaang fyrir neðan alla með heyrn, fokkíng væl í þessum feministum:@

Gabriel Alexander Joensen (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:42

11

Mér finnst alveg vanta hana Kristínu Tómasdóttur en hún hefur oft verið titluð femínisti í viðtölum og skrifum, held meira að segja að hún sé skráð slík í símaskránni, allavegna mun fallegri en þessar skeifur og þeim mun líklegri til að fanga athygli mína þrátt fyrir innihaldslaust tuð og væl.

Arnþór (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:07  

Kemur rosalega á óvart að öfgafeministarnir líti allar út eins og hestar. Ég skal halda kjafti daginn sem ég sé myndarlegan feminista. Það mun samt aldrei gerast.

Jón Fannberg Magnússon (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 19:09

ég mundi nú alveg vera til í þessa Katrínu ;)

Óli (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:40  

það er ekkert hægt að kjósa.. hverjum dettur svona vitleysa í hug? það ætti að banna allt svona feministakjaftæði tala nú ekki um þegar fólk er farið að búa til fegurðarsamkeppni eins og þessa... það er engin þarna nógu ung til að geta fengið atkvæði nema þá frá einhverjum getulausum köllum sem halda að þær séu fallegar því það er einhver búin að segja við þá að þetta sé sjúkt flottar gellur

stefan (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 22:55

Sóley Tómasdóttir fær mitt atkvæði, hún er svo fallegar þegar hún æsir sig. Hún er líka svo vinstri væn í útliti.

Kjartan Vídó, 24.12.2007 kl. 11:56

Ég hef tapað húmornum - í bili. 

Guði sé lof fyrir hversu fljót ég er að ná mér eftir áföll lífsins (úje).


mbl.is Fegursti femínistinn valinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband