Þriðjudagur, 22. september 2009
Tímaskekkja dauðans
Ég þjóðkirkjuandstæðingurinn (ég er kurteis og til baka í notkun lýsingarorðs hér) greip andann á lofti þegar ég las viðtengda frétt.
Jón Valur og félagar vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk!
Halló, Jesú hefði orðið brjálaður ef hann hefði verið beðinn um að fara í framboð.
Vei yður þér farísear bara.
Án gríns, þá hræðist ég kristilega stjórnmálaflokka og best að taka fram að ég tel slíka lítið sem ekkert hafa með trú að gera en allt með trúarbrögð.
Trúarbrögð eru skelfileg, sjáið heiminn.
Kristilegir stjórnmálaflokkar eru íhaldssamari en andskotinn sjálfur.
Þeir hamra á kristilegum gildum sem er heimatilbúið kúgunartæki þróað til fullkomnunar í gegnum aldinnar.
Kristilegur stjórnmálaflokkur er bigg tæm tímaskekkja.
Þeir eru á móti fóstureyðingum.
Skilnaðir eru ekki vel séðir.
Samkynhneigð skulum við bara ekki ræða.
Í raun eru kristilegir flokkar últra hægriflokkar sem gerir íhaldið að hreinræktuðum kommaflokki svo ég kalli nú skóflu bara skóflu.
Í raun á ég ekkert að vera að tjá mig um Jón Val og hans skoðanabræður - ég skil einfaldlega ekki þennan hugarheim sem þeir dveljast í og það er mín takmörkun - ekki þeirra.
En ég get ekki stillt mig (get ég nokkurn tímann stillt mig? Ekki svara).
Ég er nefnilega skíthrædd við "kristna" harðlínumenn.
Svo myndi ég vilja að það væri ekki alltaf verið að beita Jesús Jósepssyni frá Nasaret fyrir skoðanavagninn.
Halló - hoppa inn í nútímann og megi guð blessa börnin.
Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hummm... enginn Jón Valur ennþá?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 21:49
Það er litlu öðru við þennan pistil þinn að bæta en....... Amen..
hilmar jónsson, 22.9.2009 kl. 21:50
Eva talar um Breiðuvík, Kumbaravog og Heyrnleysingjaskólann. Hún minnist hins vegar ekki á stúlknaheimilið Bjarg...
Guðmundur Benediktsson, 22.9.2009 kl. 21:59
Veit einhver hvað stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands heitir?
Axel Þór Kolbeinsson, 22.9.2009 kl. 22:03
það er skemmst frá því að segja að hér í noregi er kristilegi flokkurinn á svo hröðu undanhaldi að hann er við það að detta út af þingi í næstu kosningum.. þetta er flokkur sem hefur náð um 15 % fylgi á landsvísu..
sem betur fer....
Óskar Þorkelsson, 22.9.2009 kl. 22:14
Ég gef mér fullan rétt á að segja þér að hægri stefnur eru ekki illar en kristnar stefnur ERU.
Þú veist að hægri þýðir bara minni skattar og minni völd ríkisins á frjálsum markaði, ha?
- Það mun samt ríkja lýðræði yfir lögvaldi %%%
Kristnir evangelistar sem vilja komast í stjórnmálin fyrirlíta lýðræði og það kemur í raun ekkert vinstri eða hægri við heldur kemur það kommúnisma við.
Tökum sem dæmi Kína - Þar ríkir eða ríkti (ekki viss) hægri kommúnismi (bara lögvald) og frjáls markaður. Þeim gengur mjög vel og þar eru stórfengleg fyrirtæki sem lifa glatt.
Annað dæmi - Í sovíet ríkti vinstri kommúnismi og þar var markaðurinn undir valdi ríkisins og peningunum dreyft jafnt og hvernig gekk þar? illa!
Þar hefurðu það.
hfinity (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 22:19
Maður verður bara að vona að þeir nái fylgi af xD
Einnar línu speki, 22.9.2009 kl. 22:24
Hrollur ....
Siðleg gildi, siðfræði og mannkærleik má finna í öllum trúarbrögðum heims. Á milli þessara trúarbragða hefur hins vegar ekki ríkt mikill kærleikur, blóðugar styrjaldir og grimmd meira að segja. Allt út af því að annar telur sig siðlegri og kærleiksríkari en hinn. Umburðarlyndi gagnvart öðrum en sjálfum sér í frostmarki.
Hræsni dauðans, vona að nafn Jesú Jósefssonar Krists, verði aldrei lagt við stjórnmálalegan hégóma. Það er eiginlega brot á einu af boðorðum hans.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.9.2009 kl. 22:36
hrollur
Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 22:41
Held það væri mjög gott að fá flokk með kristilegt siðgæði í íslenska pólitík. "það sem þér viljið að aðrir gjöri yður , skulið þér og þeim gjöra" Ekki beinlínis það sem við höfum verið að horfa upp á núna síðkastið. Allra síst frá pólitíkusum sem eiga sér það eina markmið að hugsa um eigið rassgat.
Víðir Benediktsson, 22.9.2009 kl. 23:22
Ég vil benda á að þessir K-1,2,3 og 4 er ekki allt þjóðkirkjufólk: Jón Valur er kaþólskur, Guðsteinn Haukur (sem ég er reyndar í sjokki yfir að skuli fylgja JV) í Hvítasunnusöfnuði, veit ekki með Guðmund og Evu.
Íhaldsshugmyndir Jóns Vals varðandi samkynhneigða, feminisma, bann við getnaðarvörnum og það sem hann nefnir "fósturdeyðingu" .. eru mjög alvarlegar og mun dramatískari en menn sem tilheyra þjóðkirkjunni presentera.
Viðir: kristilegt síðgæði er svo margtúlkað að það verður fyrst að vera skýrt hver túlkar það áður en það er notað sem undirstaða fyrir stjórnmál.
= Líst ekkert á þetta dæmi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 22.9.2009 kl. 23:52
Axel , hann heitir CDU og CSU . Í nafni eru þeirbáðir "kristilegir".
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:55
Mæli frekar með Búddískum stjórnmálaflokki......
hilmar jónsson, 23.9.2009 kl. 00:02
Gjarnan.
Einræði eða alræði tengist svo mörgum pólítískum stefnum, ekki bara kommúnisma eins og þú ert að segja. Kristnar skoðanir beintengjast kommúnisma ekki á neinn hátt. Íhaldssemi (sem tengist vanarlega kristni) er oftast hægri-stefna.
The Jackal, 23.9.2009 kl. 00:03
Hvað sem annars Jón Valur mun stofna, er dæmt til að deyja úr leiðindum.
hilmar jónsson, 23.9.2009 kl. 00:46
Það skiptir máli hverju fólk trúir. Það tekur með sér lífskoðanir sínar inn á þau svið svæðis, lands og að lokum alþjóða mála. Enginn skildi hvers vegna Tony Blair elti G. Bush út í afar óvinsælt stríð þar til hann skýrði frá trúarafstöðu sinn eftir að hann fór frá völdum.
Að kalla einhvern flokk kristilegan, gerir hann ekkert kristilegri en þá sem eru fyrir.
Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru kristilegir stjórnmálflokkar. Flestir sem þeim tilheyra játa kristna trú og kristin trú er ríkistrú sem haldið er uppi af almannafé sem þessir stjórnmálflokkar taka þátt í að veita þeim. Alþingi er sett á kristilegan hátt og forseti landsins er verndari kirkjunnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 01:05
Þetta er bara besta mál. Flestir trúarnöttarar landsins eru í sjálfstæðisflokknum og þetta mun því bara tæta eitthvað rugludallafylgi af honum.
Óskar (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:05
Jackal
Takk fyrir. Ég hef reyndar alltaf kallað einræðisveldi kommúnisma því ég nenni ekki að leggja á minnið nöfnin á öllu þessu.
Þeir eru margir verri því þeir vilja líka setja lögvald á markaðinn. Þessvegna kalla ég þá einræðisfrík.
hfinity (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 02:16
Síðast þegar ég vissi var Guðsteinn meðlimur í Íslensku Kristskirkjunni sem er lúthersk (eins og ríkiskirkjan!).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.9.2009 kl. 02:27
Hafið engar áhyggjur því að jólasveinninn mun einnig bjóða sig fram og hlýtur hann mikinns stuðning trölla og álfa.
Ef það eru einhverjar spurningar um framboðið,vinsamlega hafið samband við Lagafljótsorminn í síma: 892-BULL
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 02:52
Takk fyrir leiðréttinguna Hjalti.
Jóhanna Magnúsdóttir, 23.9.2009 kl. 07:21
Hverjir skyldu verða á framboðslista ?.Gunnar í Krossinum,Snorri í Betel???????
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 07:40
Það hefur ekkert haft meira heftandi áhrif á þroska andlegts lífs mannskepnunnar í gegnum aldirnar en trúarsamtök (e. "Church").
Undirritaður er mjög trúaður sjálfur, en forðast hvers kyns trúarbrögð eins og heitan eldinn.
Það versta við kristilegan stjórnmálaflokk er sú staðreynd, að sérplægnir talsmenn hans munu telja sig yfir gagnrýni hafna og halda fram hvers kyns þvaðri og rökleysu sjálfum sér til framdráttar í skjóli "heilagrar" ritningar. Þeir munu og stóla á meðvirkni (pólitískt réttsýni) samfélagsins til þess að komast upp með fáráðlegustu hluti.
Ímyndið ykkur heilan her af "Gunnurum í Krossinum" í ham - svona líkt og þegar hann verður rökþrota og byrjar að vitna.
Þetta er nákvæmlega það sama og kristin kirkja hefur komist upp með í aldaraðir.
Sá er hér ritar er þér hjartanlega sammála, þetta er ótrúleg tímaskekkja.
Persónulega hlakkar undirritaður til þess að brenna til bana á bálkestinum ef Jón Valur kemst til valda hér á landi.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 08:05
Það góða við þetta er samt það, að verði hér stofnaður svona flokkur, þá mun hann væntanlega bara taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum þar sem allt bilaðasta og ruglaðasta lið landsins hefur hreiðrað um sig.
Stefán (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 08:39
Kristilegur flokkur, segi nú ekki margt og Jón Valur þar fremstur meðal jafningja. Ég held að það sé bara af hinu góða að hafa þessa menn alla saman í einum flokki. Tek samt fram að ég tel Guðstein ekki með í þeim hópi, hann er einfaldlega miklu umburðarlyndari, sem er fátítt hjá sértrúar og ofsatrúarfólki. En ég bendi líka á að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaafl heldur trúflokkur, þó fólkið þar hafi kosið að fylgja Davíð Oddssyni í staðin fyrir kristi, þá er hann alveg jafn skynheilagur og ofsatrúar og svæsnasti trúarsöfnuður.
Það fer því best á því að slíkir vinni saman. Ég hef ekki trú á að sæmilega skynsamt fólk og víðsýnt láti plata sig í svona samkundu með fullri virðingu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2009 kl. 09:06
Mér finnst þessar umræður algjörlega frábærar.
Og nauðsynlegar líka.
Reyndar er ég sammála flestum sem hér skrifa og því bjóst ég ekki við.
"Herinn" á kannski eftir að koma, gera þeir ekki árásir í morgunsárið svona venjulega?.
Ég er sammála með Guðstein Hauk, hann stingur í stúf í þessum hópi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2009 kl. 09:12
Víðir: Það á ekki að þurfa heilan flokk til að koma með siðferði í stjórnmál, það er einhvern veginn krafa okkar hinna hérna að það sé siðferði nú þegar í stjórnmálum.
Mér finnst trú æðisleg, en er skíthrædd við hana þegar fólk notar það sér eða skoðunum sínum til framdráttar. Stórhættulegt þegar fólk felur sig á bak við kennisetningar eða trú til að rökstyðja sitt mál. Að sjálfsögðu meiga hverjir sem er fara útí pólitík ef þeir endilega vilja! En ekki á öðrum forsendum heldur en að ætla sér að þjóna fólkinu í landinu án þess að gera greinarmun á þeim. Ands...mér finnst þetta ekki góðar fréttir!
Garún, 23.9.2009 kl. 09:37
Ég hélt að það væri fyrsta boðorðið að leggja ekki nafn guðs við hégóma. Hér er eintóm tækifærismennskaog sjálfhverfa á ferðinni, sveipuð í klæði kristinnar trúar og það sennilega í óþökk flestra, sem kenna sig við hana. Ég er ekki viss um að margir fallist á afstöðu þessara manna til fóstureyðinga, persónufrelsis, samkynhneigðra og trúlausra t.d.
Það hafa áður verið kristileg framboð hér og aldrei náð að fá neitt fylgi. Eðlilega. Kristnir túlka trú sína og boðun svo misjafnlega að það er í raun hægt að búast við hverju sem er úr svoleiðis flokki.
Þið geti rétt ímyndað ykkur ef þáttastjórnendur og viðmælendur á Omega sætu á þingi.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 09:38
Mér finnst fólk vera óttalega fljótt að dæma. Kristilegir flokkar í Evrópu eru stórir og áhrifamiklir í flestum löndum, og þá er ég bara að miða við kristilega demókrata. Stærsti stjórnmálahópurinn á Evrópuþinginu, EPP, er meir að segja samansafn af kristnum demókrötum og hófsömum íhaldsmönnum.
Einnig virðist fólk vera fljótt að tengja öfga-hægrimennsku við kristilegt framboð, sem sýnir mér að fólk fái megnið af sinni vitneskju úr brandararískum sjónvarpsþáttum. Sannleikurinn er hinsvegar sá að til eru hópar kristinna sósíalista, kristinna demókrata, kommúnista, anarkista og allt þar á milli, þótt kristnir demókratar séu stærstir og eru venjulega flokkaðir sem mið-hægri flokkar með íhaldssamar áherslur.
Nú er ég ekki að lýsa yfir stuðningi mínum við þennan flokk umfram það að óska þeim góðs gengis, né myndi ég ganga í þann flokk þar sem ég játa ekki kristni. En ég bið fólk um að vera aðeins víðsýnna.
Ég þakka þér fyrir svarið Hrafn Arnarson, en eins og sjá má af því sem ég skrifa nú hefur spurningin mín greinilega ekki hringt bjöllum hjá fleirum.
Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 09:46
Ég missi ekki svefn yfir þessu próspekti. Raunar er mér mikið skemmt. Þetta staðfestir svo rækilega tengslaleysi þessa fólk við veruleikann.
Sé Jón Val fyrir mér á veltiskilti fyrir kosningar, glottandi eins og myrkrarhöfðingjann sjálfann. "Kjóstu okkur, eða farðu til helvítis."
Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 09:46
JVJ er búinn að snappa endanlega.. bloggar nú með Jesú mynd og alles... lofar kristnar stjórnmálahreyfingar.. að þær séu svo góðar, ekkert slæmt að finna þar á bæ
Hann gleymir mesta hryðjuverkamanni síðari tíma... maðurinn sem setti heiminn á annan endan :)
JVJ á þingi... í pontu með bifíu: Kæri ímyndaði geimgaldrakarl og kræleiksríki fjöldamorðingi... sýndu bretum tákn, láttu rigna froskum yfir þá, dreptu búpening þeirra bla bla.
Svo mun JVJ leiða íslendinga í 40 ára göngu um hálendið fyrir hann Gudda.. .
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:27
Uhh hryðjuverkamaðurinn kristni er hann Bush...
Svona er nú Íslamd í dag, úps ísland í dag ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:29
Ekki gleyma að Davíð Oddson er strangtrúaður og var sterkasti bakhjarl Hvítasunnumanna hér. Björn Bjarna er gersamlega forpokaður Kaþólikki, nú ég man varla eftir neinum sem kveðið hefur að, sem ekki hefur hræsnað fyrir trú sína á þingi. Stundum svo manni verður flökurt.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 12:30
Ekki gleyma Árna Jonsen... og svo þorgerður katrín
Spáið í því að þetta lið sem klúðraði öllu svona rækilega... var einmitt liðið sem á að hafa þetta svokallaða kristilega siðgæði sem mál málanna
Og svo hann Guðni úr framsókn.. .hann telur að kristni sé mikilvægast af öllu.. framsóknarflokkurinn algerlega gerspilltur flokkurþ
Það er ekki að ástæðulausu að ég hef kallað þá fyrir krossD
Það er eiginlega alltaf svo að þeir sem bera fyrir sig biblíu og siðgæði hennar eru þeir sem eru spilltastir... enda er nóg að iðrast og segja að guddi sér bestur og þá er allt fyrrgefið
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:40
DoctorE,
Hvar heyrðir þú að Bush sé hryðjuverkamaður?
Ég heyrði að hann væri heimskasti og trúaðasti forseti sem uppi hafi verið .. eh
hfinity (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:22
Hann er líka versti hryðjuverkamaður síðari tíma.. .ásamt Tony Blair súper kaþólikka.
Það er ekki hægt að treysta trúuðum til að stjórna einu né neinu.. hver sá sem ráðfærir sig við gamlar bækur og talar við geimgaldrakarla til að leita ráða... sá maður er stórhættulegur öllum
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:58
Vá hvað þetta er fyndið!
Setjum svo að hvítt væri svart og að JVJ kæmist inn á þing. Hann myndi aldrei spjara sig...Því það er djöfull erfitt að loka kommentakerfinu í kastljósþætti.
nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:19
Ofsatrúar krissar í USA.. sem hata alla sem eru ekki að fíla guddann og lög biblíu
http://doctore0.wordpress.com/2009/09/23/rachel-maddow-values-voter-summit-celebrates-intolerance/
Svona er JVJ og aðrir... mér sýnist reyndar að ofsatrúarmenn séu á uppleið hér á íslandi, amk hér á blogginu, maður getur vart komið hér á þetta blogg án þess að sjá menn vera að fara með bænir yfir sjálfum sér... og lofsama söguhetju biblíu...
Nú blasir við fátækt á íslandi... það er jarðvegur fyrir trúarnötta, við verðum að passa okkur afar vel á þessu atriði
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:46
Ég nenni ekki að eyða orðum á sumt af þessu forpokaða fordómafulla liði sem er búið að kommentera hér á undan. Svo ég nefni ekki heigulinn Doktor......
Jenný Anna!
Hvað kemur þjóðkirkjan þessu máli við?
Hilmar Einarsson, 23.9.2009 kl. 16:01
Nei hvað Hilmar er kurteis og skemmtilegur... það er næsta víst að hann trúir á heigla sem skrifuðu biblíu... já biblían er nafnlaus skrif, allt skrifað undir alias :)
Litli strákurinn sem heldur að súperman elski hann, en aðeins ef hann elskar súperman fyrst... tsk tsk
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:13
Hilmar: Mér er illa við þjóðkirkjuna. Forpokuð stofnun sem ég vil láta leggja niður, nú eða láta hana sjá um sig sjálfa.
Ríkisskirkja með attitjúd og gerir sér svo mannamun. Nei takk.´
Ég nefndi hana til sögunnar vegna þess að hún er mér hugleikinn og svo framvegis.
Annars eru þetta algjörlega frábærar og upplýsandi umræður hérna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2009 kl. 16:30
Vertu svo ekki að kalla fólk heigla. Ekki par kristilegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2009 kl. 16:30
Ég tók það fram í fyrri færslu minni að ég nenni ekki að eiga orðastað við heigullinn dokktor.....
Það er almennt viðhorf en ekki mitt prívat, að það er heigulshattur að vega að mönnum og málefnum úr launsátri. Umræða um þetta fyrirbæri hefur farið ítarlega fram í bloggheimum. Þetta snýst ekki um eitthvað kristileegt eða ókristilegt.og hef ég ekki fleiri orð um það.
Ég spyr aftur, hvað kemur þjóðkirkjan upphaflega umræðuefninu við. Það er ekki sérlega málefnalegt að segja svo gott sem afþvbara.
Þó svo að Jenný Önnu sé "illa við" þjóðkirkjuna eru það engin rök fyrir því að blanda henni saman við málefni sem varða hana á engan hátt þó svo að einhverjir einstaklingar úti í bæ ætli að fara að stofna stjórnmálaflokk, hvort sem þeir eru innan þjóðkirkju eða utan.
Ég endurtek þá persónulegu skoðun mína sem ég lét í ljós í fyrri pistli mínum að margir sem hér hafa tjáð sig á undan eru einfaldlega forpokað fordómafullt lið sem nýtir hvert tækifæri til að draga aðila (eins og t.d. þjóðkirkju) inn í umræður um málefni sem koma málinu akkúrat ekkert við. Í þeim tilgangi einum saman að skíta þá aðila út að ósekju.
Orð Jennýar Önnu hér á undan lýsa þessum þankagangi ágætlega.
AMEN
Hilmar Einarsson, 23.9.2009 kl. 17:35
Hér er mjög góð lýsing á vandamálum kristinnar trúar (séð frá aðeins nánara sjónarhorni) og mörgum öðrum trúarbrögðum þó er kristin trú efts á listanum: http://samvak.tripod.com/narcissistgod.html
Ég er sammála þér Jenný, mjög hrædd við þetta.
fingurbjorg, 23.9.2009 kl. 17:36
Vá hvað Hilmar er djúpur.. hann nennir ekki að eiga við mig orðastað... en hann gerði það samt.. í stað þess að segja ekkert við mig..
Aumingja litli Hilmar er að fara að gráta vegna þess að vesælir menn eru að segja sannleikan um ALMÁTTUGA ímyndaða vininn hans... en engar áhyggjur Hilmar, guð er ímyndað snuð... þú ættir að getað sogið það og fengið huggun.
Þjóðkirkjan tekur til sín þúsundir milljóna á ári, við erum að skera niður þúsundir milljóna í heilbrigðis og menntakerfi... Hilmar skilur þetta ekki, að við séum að ágnúast út í umboðsmenn ímyndaða vinar hans... æi og ói.
Hvað ætli fólk vilji gera, skrá sig utan trúfélaga til að fá þúsundir milljóna inn í alvöru mál.. eða vill fólk vera áfram í að styrkja hjátrúarfulla kufla í geimgaldrastofnun ríkisins... spurning, við vitum vel hvað Hilmar vill.. hann óttast nefnilega að missa af eilífu lífi í lúxus fyrir sjálfan sig... grenj og væl
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 18:24
Ég vil þakka þau góðu orð sem mér eru sýnd hér, en ég var að svara fyrir mig og þessi nýju samtök. Þetta er enginn tímaskekkja.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2009 kl. 19:41
Ég er þess fullviss að JVJ verður fljótur að dæma sig sjálfur út úr umræðunni komi til þess að umrædd "stjórnmálasamtök" hyggi á framboð - þannig að ég hef engar stórvægilegar áhyggjur af að þau komi fólki á þing.
Nema samtökin verði það skynsöm að finna sér annan talsmann. Þá gæti þjóðin verið í djúpum...
Kama Sutra, 23.9.2009 kl. 20:01
Jú Guðsteinn þetta er tímaskekkja.. reyndar tel ég að þessi kristilegi flokkur nái aldrei flugi.. JVJ er eins og kjósandahræða á akri fáfræði og fordóma.
Að þú styðjir við þetta afkárlega framboð segir bara eitt... biblían blindar þig.. og alla þá sem á hana trúa.
Þar kemur kannski til það að enginn er sekur ef hann er kristinn, enginn er ábyrgur.. rétt eins og guddi á að elska syndarann en hata syndina.. þá fallið þið í sömu gryfju... þið hatið ekki barnaníðinginn bara níðið sem sjálft.. sem kemur út sem að það sé enginn gerandi, enginn glæpamaður, bara glæpur sem er hægt að fá fyrirgefningu á með að elska hið ímyndaða yfirvald og vera sorry.
That's the core of christianity.. enginn er ábyrgur því annars væri ekki hægt að selja trúna.
Peace
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:05
Nýji flokkurinn er þegar búinn að setja fram fyrsta stenfumálið:
Banna muslimskum að biðja bænir í einhverju herbergi uppí Háskóla.
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 11:21
Yep Guddi uber alles, praise the imaginary mass murdere in the sky.
Það fyndna er að kristnir og múslímar eru með nákvæmlega sama guð.. Múslímar viðurkenna Sússa sem spámann eins og Mumma, ekki sem guð.
Kristnir viðurkenna ekki Mumma og segja að Sússi sé guð + að Allah sé ekki Yahweh aka Guddi.
Þar stendur hnífurinn í trúnni
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:41
Megi það aldrei verða. Amen.
Theódór Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.