Leita í fréttum mbl.is

Take that home to daddy og guð blessi Ísland

Ég er hætt að trúa flestu sem ég heyri.

Amk. þegar fólk tjáir sig um skuldir og framtíðarhorfur.

Hver gerði hvað.

Hver er (ekki) ábyrgur.

Ég gerði það að gamni mínu að fara í færslur septembermánaðar 2008 og lesa mig fram að hruni.

Dagana áður en Glitnir var þjóðnýttur var ég í áhyggjulausum fíling, veltandi fyrir mér innkaupum á lambaskrokki beint frá bónda.

Ég fór hamförum í úlpuhatri mínu vegna þess að ég fékk eina slíka flík að gjöf og ég var á leiðinni að kaupa í matinn.

Ég fabúleraði um reykingar, verð á sjampói og hjalaði eins og jafnlynt ungabarn í fávisku minni.  Agú.

Ég var að lesa um væntanlegan pönnukökubakstur ISG og félaga ofan í Öryggisráðið hjá SÞ og það var þá sem það þótti alveg akút mál að við kæmumst þar til formennsku.

Little did I know.

Svo var Glitnir þjóðnýttur og þá kom Geir og laug þessu.

Ég ætla ekkert í frekari upprifjun enda að þessu fyrir sjálfa mig.

Það er vont að vera búin að tapa trausti á nánast öllu og öllum.

Mín tilfinning er að það sé langt í að það endurvinnist.

Take THAT home to daddy.


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð..Það er annar blær á því sem maður skrifaði fyrir H eða eftir :(

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.9.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli ég hafi þá startað búsáhaldabyltingunni með þessu svari hjá þér Jenný.

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek undir með Katrínu, hvenær fáum við nóg.  Við getum ef vil viljum látið finna fyrir okkur, með samstöðu og hávaða, til dæmis eins og þær gerðu konurnar í Argentínu, eða var það Chile ? Þær fóru út á tröppur og lömdu með sleifum í potta og pönnur, það myndi varða hávaði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:29

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já ég tók eftir þessu í blogghreingerningunni hjá mér, maður er alveg eins og nýskeint smábarn í bloggi fyrir okt 2008.

Ragnheiður , 21.9.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.