Leita í fréttum mbl.is

Fýlupúkahreyfingin

strá 

Hm...

Nú hafa puntstráin þrjú rifið sig upp með rótum og gefið skít í grasrótina.

Þau kalla sig hreyfingu og hafa þá væntanlega brúarsmíði og andstöðu við opna umræðu sem sitt aðal baráttumál.

Svo má ekki gleyma sjúkdómsgreiningarhæfileikanum sem finnst á meðal þremenninganna sem er ekki vont að hafa á tímum kreppu þegar það kostar hvítuna úr augum fólks að leita sér lækninga.

Fýlupúkahreyfingin hefur litið dagsins ljós.

Ég sé reyndar ekki hvernig þau hefðu átt að gera þetta öðruvísi, enda búin að mála sig út í horn með barnalegri hegðun og frekjuköstum eftir að hafa orðið undir í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á landsfundi Borgarahreyfingarinnar.

Baklandið (tveir varaþingmenn að mér skilst, leiðrétti það fúslega ef það eru fleiri) mynda með þeim hreyfinguna.

Mikið skelfing er ég orðin leið á þessum uppákomum.

Þetta fólk brosir aldrei.

Þeim er alltaf svo stórlega misboðið.

Nú fer brúnin á þeim væntanlega að léttast.

Og vonandi fær þjóðin nú frið fyrir stöðugum drama- og fýluköstum þingmannanna í fjölmiðlum.

Og Borgarahreyfingin getur farið að starfa eðlilega.

Þingmenn koma og fara.

Þörfin fyrir grasrótina er hins vegar alltaf fyrir hendi.

Guð forði okkur frá fleiri stjórnmálamönnum "fólksins" sem eru á stöðugri sjálfshátíð.

Til lukku BH.


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Gleymum ekki þeim merka áfanga hreyfingarinnar að losa þingmenn við hálstauið.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.9.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég tek undir með þér, það eina sem gat bjargað hreyfingunni frá því að morkna innaafrá var að losna við þetta fólk þessa - að eigin dómi- heilögu þrenningu.

Þetta ver það besta sem gat gerst eftir atburði landsfundarins.

Sævar Finnbogason, 18.9.2009 kl. 16:25

3 identicon

Ég hef aldrei hitt né heyrt um neinn í Borgaraflokkshreyfingunni sem hefur húmor? Og mér finnst frekar að það ætti að kenna þremenningana við fífla en puntstrá - þau eiga það ekki skilið (og reyndar ekki heldur fíflarnir).

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:09

4 identicon

Jenný sem alltaf bloggar um allt, magn er ekki þaða sama og gæði. Hluti "grasrótarinn" (BTW, ofnotaðasta orð ársins) flytur sig yfir með þingmönnunum.

Það er erfitt að sjá hverjir eru meiri fílupúkar. Ég hallast að klappstírum stjórnarinnar.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Húmor eða húmorslausir, þá eru þremenningarnir endanlega búnir að mála sig rækilega út í horn..

hilmar jónsson, 18.9.2009 kl. 18:08

6 identicon

Sæl, Jenný.

Ég er ein af þeim sem starfaði með Borgarahreyfingunni í aðdraganda kosninganna.  Ég safnaði undirskriftum, sat vakt á kosningaskrifstofu og ýmislegt fleira.  Þetta var frábær tími og þegar úrslit kosninganna komu í ljós var ég óendanlega stolt. 

Í dag líður mér eins og ég hafi verið höfð að fífli og mér finnst þremenningarnir hafa sýnt mér ómælda óvirðingu og gefa skít í þá vinnu sem ég lagði fram við að "koma" þeim á þing. 

Ég held að þau geri sér engan vegin grein fyrir því hve mikill  fjöldi af fólki stóð að því að koma þeim þarna inn og hversu heiftarlega þau hafa brugðist stórum hluta þessa hóps.

Ég reyndi fyrr í dag að kommenta inn á bloggsíðu Hreyfingarinnar en þegar ég ætlaði að kíkka á viðbrögð við skrifum mínum sá ég að það var ekki lengur boðið upp á athugasemdir við skrifin. 

Mér finnst að þetta fólk ætti að sjá sóma sinn í því að geta tekið gagnrýni fyrst þau ákváðu að fara þessa leið.

P.s. og fyrst þau eru ekki lengur í Borgarahreyfingunni, hvernig væri að þau létu sig hverfa af þingi og leyfðu meðlimum þess afls að koma sínu fólki þarna inn.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erna Kristín: Sammála.

Andri: Ég er alveg á því eftir daginn í dag að það fari saman magn og gæði, no pun intended.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2009 kl. 20:16

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hreyfing án borgara eins vél án eldsneytis.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2009 kl. 20:43

9 identicon

Fyrir kosningar sendi ég fyrirspurn á kosningaskrifstofu Borgarahreyfingarinnar um hvernig væntanlegir þingmenn þeirra ætluðu að bregðast við, þegar til átaka og ósættis kæmi hjá flokknum, ég fékk ekki svar við því sem varð til þess að ég ákvað að kjósa ekki Borgarahreyfinguna, þar sem ég ætlaði ekki að styrkja einhvern flokk sem ég vissi ekki hver væri. En jafnvel ég hélt að þau myndu endast lengur en þetta.

Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 22:17

10 identicon

Ég held að menn þurfi að skoða þetta í víðara samhengi.  Borgarahreyfingin var í raun uppreisnarhreyfing gegn spillingu fjórflokkakerfisins og skilaði hún á þing 4 ágætum einstaklingum sem ég bind vonir við að komi nýjum straumum og stefnum áleiðis. Mér er í raun alveg sama hvort þeir séu allir sammála eða ekki meðan þeir takast á um stjórnmálin.  Ég bind meiri vonir við störf þeirra en múlbundinna fjórflokksþingmanna.  Kanski verða bara 4 Borgarahreyfingar í framboði næst hver með sínu sniði.  Kanski verða það endalok fjórflokksins.  Hver veit.  Mér finnast átökin í Borgarahreyfingunni af hinu góða og ekki veitir af að uppi séu skiptar skoðanir og þær vegnar og metnar. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 11:22

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanur: Nákvæmlega.

Steinunn Aldís: Já þetta byrjaði vel, en svo reyndust þessir þrír vera á eigin vegum svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2009 kl. 11:23

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Skiptar skoðanir eru af hinu góða.

Átök ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2009 kl. 11:24

13 identicon

Þetta er nú bara orðaleikur hjá þér Jenný.  Þessi staða sem upp er kominn hjá Borgarahreyfingunni var fyrirsjáanleg því það var ekki búið að binda fólkið á bása eins og gert er í fjórflokknum.  Nú eiga menn að halda áfram sem aldrei fyrr og vinna í mörgum flokkum samtímis, utan þings og innan. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband