Leita í fréttum mbl.is

"Svo þakklát að þið eruð til" - eða þannig

Ég er ein af þeim sem hafði töluverðar væntingar til Borgarahreyfingarinnar.

Þarna var fullt af fólki sem ég þekkti, mis vel reyndar, fólk sem ég hafði trú á.

Og svo var kosið.

Borgarahreyfingin náði fjórum inn á þing, ég þarf ekki að tíunda þá sögu.

Um leið og talningu lauk, úrslitin ljós og fagnaðarlátunum linnti hófst tímabil stöðugra óláta í friðarhreyfingu fólksins sem vildi eigna sér búsáhaldabyltinguna.

Já ég er að tala um þingmennina, ekki hinn almenna félagsmann í Borgarahreyfingunni.

Ég sá þá koma í pontu þremenningana (undanskil auðvitað Þráinn Bertelsson sem er fyrst og fremst trúr sinni sannfæringu og tekur ekki þátt í klíkumyndunum og knúsorgíum, þar sem fólk þakkar hvert öðru fyrir að vera til út í eitt.  Enda hrapaði hann snarlega af vinsældarlista hinnar heilögu þrenningar) og þeir skáru sig frá hinum almenna þingheimi með því að hreykja sér hátt, þeir voru öðruvísi, betri og göfugri, þeir frussuðu af vandlætingu yfir hinum glötuðu fjórflokkum.  Munur en þau.

En auðvitað voru þau hvorki betri né verri en aðrir, bara jafn breysk og hinir.  En þeir höfðu tækifæri til að vinna öðruvísi - sem þeir reyndar gerðu með öfugum formerkjum.

Ég tek fram að þannig horfði þetta við mér, eflaust eru mér margir ósammála, en ég get bara túlkað mína persónulegu upplifun.

Til að gera langa sögu stutta þá hefur aðdáun mín breyst töluvert í hina áttina og ætla ég ekki að nota stærri lýsingarorð um málið, enda alþjóðlegi kurteisisdagurinn í dag, hjá mér sko.

Almenningur hefur síðan fylgst með prímadonnuherferð heilagrar þrenningar á síðum dagblaða og annarra miðla nánast í beinni fram til dagsins í dag.

Nú neita þingmennirnir að beygja sig fyrir lýðræðislegum vilja þeirrar hreyfingar sem kom þeim á þing.

Þó tók steininn úr fannst mér þegar ég frétti að þeir hafi gengið út af fundi en tilkynnt að fólk mætti tala við þau þar sem þau voru í hliðarsal.

Hirðin veitti áhugasömum áheyrn.

Halló, hver ráðleggur þessu fólki?  Einhver með ógeðslega sjúkan húmor. Ésús minn í PR-mennskunni.

Hér skrifa þeir svo í Moggann í og subba út lýðræðislega kjörna stjórn hreyfingarinnar.

Mér finnst þetta bara svo dapurt.

Þeim verður tíðrætt um bakland, Margréti, Þór og Birgittu.

Ég held að þessi þrjú séu ágætis manneskjur sem hafi svolítið misst sjónar á upphaflegum markmiðum.

Þá hefði verið ágætt að hafa GAGNRÝNIÐ bakland en ekki fólk sem hefur sett þau á stall og ástundar tilbeiðslukennda jámennsku í stað uppbyggilegrar gagnrýni.

Í pólitík er það ekki svo "að sértu mér ekki sammála þá ertu á móti mér".

En það er bara mín skoðun.

Svo ætti það að vera Birgittu, Þór og Margréti ærið umhugsunarefni að nýleg skoðanakönnun sýnir að 93% þjóðarinnar treysta þingflokksformanni BH ekki nokkurn skapaðan hlut.

Nú, en af því það er hinn alþjóðlegi kurteisisdagur hjá mér þá sný ég þessu við og segi að 7% þjóðarinnar treystir Birgittu.

Áts.  Jafnvont.

Sorglegt og já ég er reið og sár yfir því hvernig komið er.

Aðallega vegna þess að þessi fíflagangur mun gera nýjum framboðum í framtíðinni erfitt um vik.

Hvernig á fólk að gleyma þessu rugli?


mbl.is Óvíst um frekara samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

smá leiðrétting á að  „að sértu mér ekki sammála þá ertu á móti mér“ sé ekki svo í pólitík.

í náhirð Davíðs hefur það einmitt alltaf verið svo.

Brjánn Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég bara á ekki til eitt einasta aukatekið helvítis orð.

Sem varaformanni hreyfingarinnar er víst best að ég segi sem minnst... þið verðið bara að gera ykkur í hugarlund hvað mig langar að segja....margfalda það tíu sinnum og setja upp boxhanska!

Heiða B. Heiðars, 18.9.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Ég var næstum búin að rífa Moggan í tætlur eftir að hafa lesið þessa grein, svo full af rangfærslum er hún.  Þakka bara fyrir að hafa ekki lesið hana á tölvuskjánum, þá þyrfti ég sennilega að splæsa í nýja tölvu núna

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 18.9.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála Jenný..svona upplifði ég þetta líka.

Óskar Þorkelsson, 18.9.2009 kl. 12:13

5 identicon

Sennilega eins gott að alþjóðlegi kurteisisdagurinn í dag ;-)  Kaus ekki Borgarahreyfinguna og átti reyndar ekkert sérstaklega von á miklu af þeim en samt ekki þessu.  Sjaldan lesið jafn hrokafullt blogg og þremmeningarnir birtu í morgunn, ótrúlegt alveg.  Sannar enn og aftur að "byltingin át börnin sín", og í þetta skipti gleypti þau hrátt með húð og hár og í einum bita :-o 

Ps. og þau náttúrulega búin að loka fyrir athugasemdir á bloggin sín, sjá þau virkilega enga íróníu í málinu!

ASE (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 14:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ASE: Nei, ég held að þau sjái ekki ironíuna, hvorki hvað varðar athugasemdalokanir, gerræðislega framkomu, hroka og aðra stæla.

Þau eru on a mission from god.

Sorglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2009 kl. 14:25

7 identicon

Eins og svo oft áður, mín kæra Jenný, tek ég mér þá heimild að vera þér ósammála - en það eru okkar forréttindindi: Að kunna að vera sammála um að vera ósammála, þrátt fyrir sameiginilega virðingu. Slíkt kunna nefninlega mjög fáir - eiginlega OF fáir, að mínu mati.

Skorrdal (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi eiginleiki sem þú nefnir minn kæri Skorrdal er ekki svo algengur (nema hjá okkur og öðrum frábærum einstaklingum).

Varð þingmönnunum að falli.  Gátu ekki skilið milli sín og málefnis.

Ókei, ég er hætt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband