Þriðjudagur, 15. september 2009
Jóhanna "okkar"
Ég taldi mig geta séð það fyrir og það ekki vegna meðfæddrar nú eða áunnar spádómsgáfu, að sá sem tæki við keflinu af Geir Haarde sem forsætisráðherra myndi ekki geta gert neitt rétt.
Það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að reikna þetta einfalda reikningsdæmi upp á tíu plús.
Jóhanna er í glataðri stöðu verandi æðsta vald þjóðarinnar á slæmum tímum.
Nú veltir fólk sér upp úr því að það sé erfitt að fá viðtal við hana, einkum ef sá sem vill ná af henni tali er útlendur blaðamaður.
Það hefur auðvitað lítið að gera með málakunnáttu hennar ef nokkuð, hefur fólk ekki séð valdamenn heimsins (aðra en enskumælandi) nota túlka og það án þess að skömm þyki að?
Ég er viss um að ástæðan fyrir þögninni er ekki tungumálaörðugleikar.
Kannski bíður hún eftir því að hafa eitthvað að segja sem er að mínu mati ágætis tilbreyting frá símalandi jakkafötum sem blaðra um allt og ekkert, til hægri og vinstri, óábyrgari en blindfullur kókanínbarón á sterum.
Rannsóknir hafa sýnt að konur í pólitík eru varkárari en karlar og ég segi takk fyrir það.
Kannski að fólki vilji að Jóhanna taki "maby I should have" á útlendingana? Ha?
Ég kaus ekki Jóhönnu en ég ber virðingu fyrir henni og sú virðing hefur ekki minnkað.
Fólk kvartar yfir að hún sé ekki allra, hún sé þungbúin, þurr og lítið skemmtileg í samskiptum.
Fyrirgefið, er fólk að biðja um skemmtikraft í ráðuneyti forsætis?
Á að hafa forsætisráðherra sem er ábyrgur á daginn og grillar á árshátíðum landans á kvöldin og fer með gamanmál?
Nei, ég veit ekki um neinn stjórnmálamann sem ég vildi heldur hafa en Jóhönnu og það stendur alveg þar til einhver betri kemur fram á sjónarsviðið.
Og hættið svo þessu væli.
Gó Jóhanna.
Erfitt að fá viðtal við Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Takk f. þetta, Jenný. Þú ert best þegar það kemur frá hjartanu.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:11
Heyr, heyr - hjartanlega sammála.
ASE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:21
Fólk er eftir 16 ára sirkus orðið vant trúðum eins og: Davíð, Guðna Á. Árna Matt, Halldóri Á Geir.H ofl..Þannig að þetta eru vissulega viðbrigði.
Tekur tíma að venjast alvöru fólki.
hilmar jónsson, 15.9.2009 kl. 12:26
Jenný nær þessu ekki. Það sem þjóðinni vantar núna er LEIÐTOGI- LANDSFAÐIR EÐA LANDSMÓÐIR. Jóhanna er ekki LEIÐTOGI sem við þurfum núna því hún hefur nákvæmlega ENGA LEIÐTOGAHÆFILEIKA.
Þjóðin hefur ekki um margra áratuga skeið þurft eins mikið á LEIÐTOGA að halda og núna. HVAÐ HÖFUM VIÐ ? MANNESKJU SEM HREINLEGA FORÐAST SVIÐSLJÓSIÐ, FJÖLMIÐLA OG ÞJÓÐ SÍNA. Ég bloggaði sjálfur um þetta. LÝST EFTIR FORSÆTISRÁÐHERRA.
Óskar (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:55
Jóhanna er best í djobbið sem stendur. Held samt að hún ætli sér ekki langa setu.
Björn Birgisson, 15.9.2009 kl. 13:03
Alveg sammála Óskari. Hún má fara á flugvél sem flugfreyja, hins vegar mega hinir vera með til áfangastað Alcatraz,
Andrés.si, 15.9.2009 kl. 14:03
Jesús minn, af því að Geir klúðraði massíft, á þá Jóhanna að fara í felur? Skil ekki alveg rökin.
Það sem okkur vantar núna sárlega er sterkur leiðtogi sem blæs eldmóð í þjóðina og leiðir okkur í örugga höfn. Þá er ekki málið að bara skríða undir borð og halda fyrir eyrun.
Sigurjón Sveinsson, 15.9.2009 kl. 14:08
Geir Haarde blaðraði og blaðraði við fréttamenn, þjóðina og líka Guð, sem hann bað að blessa Ísland - enginn var nokkru nær eftir allt blaðrið í honum og Guð blessaði ekki Ísland, eða hvað ?
Stefán (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:17
Myndin hér að ofan segir allt sem segja þarf um það leiðtogaleysi sem er í gangi hér á landi í dag.
Reyndar hefði ég viljað sjá þessa mynd útfærða sem apana þrjá (Jóhönnu, Össur og Steingrím), tala ekki, heyri ekki og sé ekki.
Þjóðinni blæðir út og það á ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir fólkið í landinu. Kafa bara dýpra ofan í galtóma vasa fólksins og heimta meiri skatta.
Illa er komið fyrir þjóðinni ef ráðamenn landsins hafa engin önnur úrræði.
Dante, 15.9.2009 kl. 15:02
Dittó Dante.
Þröstur Unnar, 15.9.2009 kl. 15:39
Ég get tekið undir með öllu því sem þú skrifar í þessari færslu Jenný. Man ekki til að það hafi gerst áður.
Hrannar Baldursson, 15.9.2009 kl. 19:15
Jenný, þú ert ekki að skafa af því í dag frekar en aðra daga. Ég er hjartanlega sammála þér en finnst þó að Jóhanna ætti kannski að tala örlítið meira við þjóðina. Ég hef kallað eftir því að hún segi okkur satt, vegna þess að við þolum að heyra sannleikan þó hann verði okkur sár. Alveg er mér slétt sama hvort hún spjalli við erlenda fréttamenn eða ekki, en við okkur á hún að tala, það má ekki klikka.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.9.2009 kl. 20:08
Nei nú er ég ekki sammála. Mér finnst Jóhönnu skorta algerlega leiðtogahæfileika og þá útgeislun sem þarf til að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn Íslendinga. Það vantar líka að hún tali við þjóðina á þessum erfiðu tímum. Þess í stað kemur hún illa fram við þjóð sína, steypir henni í skuldafen (Icesave) og undirbýr að láta ESB arðræna hana. Nei takk - Jóhanna er ekki "the man".
, 15.9.2009 kl. 20:56
Jóhann bregst okkur. Hún er eins og foreldri í mígrenekasti sem liggur í rúminu í rökkvuðu herbergi og stynur hljóðlega. Börnin ná ekki sambandi við mömmu sína en vita að henni líður afar illa. Og þeim liður líka illa. Hver á að koma til bjargar? Ætti ekki mamman veika að leita hjálpar til að börnin hennar bugist ekki?
Auður M (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:58
Ég tek undir það sem þú segir Jenný. Þeir sem glamra hæst, á móti henni, eru oftast þeir sem ættu að þegja. Það hefur verið unnið á fullu frá því ríkisstjórnin tók við en það er eins og alltof margir gleymi við hvernig búi ríkisstjórnin tók. Það er ekki hægt að búast við e-um töfralausnum. Það ætti fólk að hafa hugfast. Nema það vilji fá íhaldsspillinguna yfir sig aftur?
Þráinn Jökull Elísson, 15.9.2009 kl. 21:19
Núverandi stjórn er lang besti kosturinn í stöðunni. Kannski ekki fullkominn kostur, en góður. Ekki viljum við Bláherinn og Fjósaflokkinn? Magma Sweeden, pappírsfyrirtæki, án síma. Á Íslandi eru allir yfir 10 ára aldri með síma. Ekki Magma Sweeden! Say no more!
Björn Birgisson, 15.9.2009 kl. 21:26
Hún Jóhanna þín er bara farin aftur inn í skápinn og hættu svo að tala um hana Jóhönnu okkar, takk?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:15
leiðr : Hættu að tala um hana Jóhönnu sem okkar, takk?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:19
........... og það með fór Þorsteinn Sch. Thorsteinsson inn á skápinn og læsti á eftir sér. Kannski verður lýst eftir honum, líklega ekki!
Björn Birgisson, 15.9.2009 kl. 22:32
Þorsteinn Schelfir Thorsteinsson heldur ekki vatni!
Halda Wathne (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:10
Björn
Hættu þessu kjaftæði og bulli, því ég fór ekki inni í skápinn og læsti. Þú ættir frekar að lýsa eftir henni Jóhönnu, því kannski fór hún Jóhanna inn í frystikistu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:54
Ég vil persónulkega frekar manneskju sem vinnur verkin, heldur en einhvern sem blaðrar í fjölmiðlum. Við þurfum engan fj. landsföður eða frelsara til þess að peppa okkur upp. Við þurfum einhvern sem tekur til hendinni og gerir það sem gera þarf og það er Jóhanna.
Svo veit ég ekki betur en að Jóhanna sé stöðugt í fjölmiðlum. Var hún ekki í tveimur fréttum í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld?
Svala Jónsdóttir, 16.9.2009 kl. 00:30
Hjálp! Hjálp! Vill ekki einhver opna skápinn? Erum orðnir svolítið þreyttir! Loftlítið hér og prumpufíla! Bestu kveðjur, Þorsteinn og Hörður!
Björn Birgisson, 16.9.2009 kl. 01:45
Það vantar leiðtoga sem þorir og getur tekið ákvarðanir og staðið við það sem hann segir,ég sé bara einn mann í þessu einsog er og það er Davíð Oddsson,í dag erum við með bleyður hérna við völd.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.9.2009 kl. 06:40
Góður þessi hjá þér Marteinn Unnar með Davíð Odsson HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HAH !!! Afhverju ekki bara hannes hólmstein ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ???
Stefán (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:09
Takk fyrir fjörugar og málefnalegar (oftast) umræður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2009 kl. 09:54
Um leiðtoga:
Það má segja margt slæmt um Davíð. En hann var leiðtogi.
Það má segja margt gott um Jóhönnu. En hún er ekki leiðtogi.
Það má segja margt slæmt um Steingrím Hermannsson. En hann var leiðtogi.
Það verður fátt slæmt sagt um Vigdísi. Hún var leiðtogi.
Það verður margt slæmt sagt um Ólaf Ragnar. Líka það að hann er enginn leiðtogi.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:00
Takk Jenný. Sammála þér um Jóhönnu.
Laufey B Waage, 16.9.2009 kl. 10:15
Tek undir færsluna.
Og tek undir hjá Stefáni, þetta með Davíð er brandari ársins...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.9.2009 kl. 12:50
Fólk kallar alltaf eftir sterkum leiðtogum í svona umhverfi, það finnst mér eðlilegt, enda vilja menn sýnilegar aðgerðir.
Adolf Hitler kom upp í nákvæmlega sama umhverfi og nú ríkir og ef grannt er skoðað þá kemur það kjör mér ekki á óvart í dag.
Áður fyrr gat ég ekki skilið hvað rak þýska alþýðu til að kjósa hann yfir sig, en Þjóð sem er sigruð, niðurlægð og finnst illa á sér brotið hugsar ekki alltaf rétt og framkvæmir oft í fljótfærni.
runar (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:19
Jóhönnu er vorkun. Hún er búinn að vera að berjast fyrir endurbótum á velferðarkerfinu árum saman. Sannur málsvari þeirra sem verða undir í þjóðfélaginu. Og kaldhæðni örlagana valda því að hún verður forsætisráðherra á tímum þegar ekkert blasir við en blóðugur niðurskurður í kerfinu.
Jón Ragnarsson, 16.9.2009 kl. 18:19
Sammála Jenný..............en Jóhanna mætti koma fram reglulega og ávarpa þjóðina í nokkrar mínútur svona til að styrkja hana.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.9.2009 kl. 00:58
Hún Jóhanna ætti að hætta og segja af sér strax, eftir að vera búin að drulla svona yfir allt það sem hún Evu Joly sagði og alla íslensku þjóðina í erlendum tímaritum, þar sem hún Jóhanna lagði til í erlendum tímaritum að við ættum að greiða fyrir Landsbanka Islands HF og gangst í ábyrgð fyrir annara manna skuldum (Icesave) sem við sofnuðum ekki til.
Þessar gungur með plástri í Samfylkingunni eru svona hræddar um styggja ESB-báknið í þessu Icesave -máli ættu bara að halda kjafti.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.