Leita í fréttum mbl.is

Af Jóni krúttfrömuði og sýningartímamálinu ógurlega

Jón Böðvarsson er merkilegur maður.  Ég ætla að lesa viðtalsbókina sem kemur út fljótlega.

En.....

Ég horfði á umfjöllun í Íslandi í dag, sem er í sjálfu sér stórmerkilegur andskoti því það hef ég ekki gert síðan þeir sykurhúðuðu þann þátt og máluðu bleiksanseraðan, en ég gat ekki misst af stórmerkilegri "umfjöllun" þeirra (kvarti) yfir að RÚV ætli að sýna einhvern þátt á sama tíma og þeir sýna Fangavaktina. Búfokkinghú.

Hafið heyrt um heimatilbúnar fréttir? 

Ekki?  Núna er tækifærið til að kynnast slíkum iðnaði.

Sko, ég veit að það er rosalega inn að kvarta yfir afnotagjöldum, auglýsingamismunun og öðrum dólgslátum RÚV á markaði en ég er því bara alls ekki sammála að öllu leyti.

Reyndar er ég illa pirruð út í sjónvarpsdagskrá ríkissjónvarpsins á s.l. sumri og ég hef starfsmenn innkaupadeildar grunaða um að hafa verið á launum hjá annarri stjónvarpsstöð eða þá að þeir hafi unnið að því leynt og ljóst að reka fólk til að teygja sig í verkfæratöskuna og ná sér þar í slaghamra í því augnamiði að auka söluna á flatskjáum.

(Hér kem ég upp til að anda).

Illa gert að bjóða upp á þann hroðbjóð sem var þar að finna um helgar í sumar.

Allir eru ekki í tjöldum úti í guðsgrænu rassgati munið það næst.

EN og það er stórt EN - ég vil ríkissjónvarp og það sem meira er ég þakka mínum sæla fyrir það.

Raunveruleikaþáttafaraldurinn á hinum sjónvarpsstöðunum er andlegt sjónvarpsofbeldi af verstu gerð.

Reyndar er lágkúran frí á Skjá 1 en á Stöð 2 á maður að borga fyrir ósómann.

En að kjarna málsins, ég er komin með upp í kok af þessu skólasjónvarpsfólki á Stöð 2 þar sem stjórarnir væla eins og kenjakrakkar ef allt er ekki eftir þeirra höfði.

Veit þetta fólk ekki hversu óþolandi svona fórnarlambsvæðing á eigin sjálfi getur orðið fyrir þolendurna (áhorfendurna)?

Svo ætlast þeir í alvörunni til að RÚV breyti sinni dagskrá að þeirra hentugleikum.

Get over it - heimurinn er töff, ætlið þið aldrei að fullorðnast?

Hættið þessu andskotans væli.

Svo má Katrín alveg vippa RÚV af auglýsingamarkaði, það er sanngirnismál og ekki orð um það meir.

Og að lokum:

Kæri menntamálaráðherra:  Í guðanna bænum ekki koma í viðtal hjá Íslandi í dag og gefa þar loðin svör um hvort þú munir beita þér í sýningartímamálinu ógurlega.

Þú átt ekki að blanda þér í rekstur ríkisstofnunar með þessum hætti.

Þér kemur það ekki við.

Og það átt þú að segja.

Skamm.

Hér er svo kvartklippið.

Ha?  Finnst ykkur ég pirruð?

Nei, nei, bara góð sko.


mbl.is „Flest gengið mér í hag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Amen, gat engan vegin sagt þetta eins vel og þú þó mig hafi langað, skil ekki svona fréttatilbúning og barnaskap.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 21:08

2 identicon

That was the longest, most repetitive, news clip I have ever seen. Talk about milking a dead horse. How many times did Katrín have to do the "this conversation is over" smile before the interviewer got it?

Lissy (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð færsla Jenný.

Vitna svo bara, enn og aftur, í Mæju West (Best):

"When I´m good I´m good, when I´m bad I´m better"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þúert dullegri en ég, hvernig væri að bloggeríazt af alvöru um það að konudýr Loga í óbeinni, nýhætt zem fyrrum ritztjóri 'Ízlandz í dag', zé núna framkvæmdaztýra Þingflokkz Valhallarinnar ?

Bíddu, var þetta ekki Baugzmiðill ?

Steingrímur Helgason, 15.9.2009 kl. 00:48

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þoli ekki raunveruleikaseríur, enda er ég hætt með Stöð 2

Jónína Dúadóttir, 15.9.2009 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.