Leita í fréttum mbl.is

Minna sárt?

Séra Gunnar Björnsson gerðist sekur um siðferðisbrot gagnvart ungum stúlkum í sókninni sem hann hefur með höndum.

Siðferðisbrot en ekki agabrot.

Gagnvart guði þá?

Af því að brotið telst siðferðisbrot en ekki agabrot þá má presturinn í raun halda áfram að messa og sinna prestverkum eins og ekkert hafi í skorist.

Ætli það sé minna sárt og minna meiðandi að verða fyrir kynferðislegu agabroti en siðferðisbroti?

Er Gunnar öðruvísi prestur í fjólubláum kjól en svörtum?

Hvað er að í þessu klikkaða batteríi sem þjóðkirkjan virðist vera?


mbl.is Siðferðisbrot en ekki agabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nýti þetta tækifæri til þess að hvetja alla lesendur til að segja sig úr þjóðkirkju... ekki bara vegna þessa máls heldur einnig vegna þess að þá fara þeir peningar sem ella færu í vasa kufla beint í ríkiskassan... þar er hægt að nýta þær þúsundir milljóna sem kirkjan fær á mun betri máta.

Þú sem íslendingur getur tekið þetta mikilvæga skref strax á morgun.

Ekki vilt þú taka þátt í því að borga biskup 1 milljón á mánuði á meðan þjóðinni blæðir.... svo ertu að gera biskup og prestum greiða því það stendur í biblíu að hver sá sem vill vera 100% krissi eigi að losa sig við allar eigur og peninga... þá taki Guddi við og fóðri þá eins og fuglana.

Það er það minnsta sem við getum gert.. að hjálpa biskup og prestum að vera 100% kristnir.

A morgun krakkar... taktu stöðu með okkur, gegn hjátrú og sölumennsku trúarbragða.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:11

2 identicon

Löngu búinn að segja mig úr þjóðkirkjunni, DoctorE! Þetta er bara YFIRKLÓR og samþykki káfs og kjafs presta á ungum einstaklingum þessa lands - og EKKERT annað!

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: Dúa

Er með úr þjóðkirkjunni.....löngu tímabært

Ótrúlegt yfirklór að kalla þetta siðferðisbrot en ekki agabrot og því engar afleiðingar. Og að maðurinn skuli ekki skammast sín og hætta störfum.

Dúa, 7.9.2009 kl. 18:48

4 identicon

Ha? Kunna embættismenn (sem prestar eru skv. skilgreiningu laganna) að skammast sín? (Ég veit þetta er ROSALEG kaldhæðni, Dúa); kanntu dæmi? :P ;)

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Eftirfarandi stendur í fréttinni; Samkvæmt lögum hafa báðir aðilar rétt á að skjóta málinu til áfrýjunarnefndar innan þriggja vikna. Málið mun síðan fara inn á borð biskups. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu mun biskup ekki tjá sig um málið meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn.

Samkvæmt þessu er málinu ekki lokið. Vonandi fær Gunnar ekki að koma aftur til starfa enda vandséð að það sé hægt ef hann hefur alla sóknarnefndina á móti sér. Hvernig ætlar hann að starfa með hana á móti sér? Því miður hefur það nú svo sem gerst.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 7.9.2009 kl. 19:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta kemur ekkert á óvart, það var altalað hér fyrir vestan hve fjölþreyfin presturinn var við ungar stúlkur fyrst í Bolungarvík og síðan á Flateyri.  En það þarf allt þetta til og meira.  Kirkjan sér um sína, bæði sú katólska og kristna.  Hins vegar er hægt að segja sig úr þessum samtökum, og það ætti hver maður að gera sem er ósáttur við fláræðið sem ríkir í trúarheiminum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 20:42

7 identicon

Núna er ég endanlega búinn að missa allt álit á bloggurum á mbl.is.

    Þetta er búið. Ég reyndi að hafa e-ð álit á ykkur sem skoðanagjöfum og sjálfstætt hugsandi persónum, vegna þess að þetta er ný tækni.............en nei........þetta snýst greinilega ekkert um skoðanamyndun, eða fræðslu. Einfaldlega geðsjúklingar að fá útrás.

Heimir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Það var altalað ?

Er ekki við hæfi að halda sér við staðreyndir, í ljósi þeirrar miklu vakningar sem hér voru til umfjöllunar um persónuníð í gær ?

hilmar jónsson, 7.9.2009 kl. 21:43

9 identicon

Þannig er þetta bara svo oft með presta, það er altalað... svo nær það ekki lengra.
Þetta er velþekkt um heim allan...
Samkvæmt Heimi þá erum við öll geðsjúklingar vegna þess að okkur finnst afleitt að nokkrar stúlkur gangi fram og segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við prestinn... og siðan er þetta bara afskrifað.
Eftir sitja stúlkurnar sem hálfgerðir gerendur í málinu... í augum margra, sorglegt hvað sumir vilja verja biblíusögufræðinga.
Húsvörðurinn í skólanum myndi ekki fá sömu samúð, það er nokkuð ljóst... enda hefur hann ekki neina upplogna paradísarsögu að bjóða + líf eftir dauðann aka Himneskar mútur

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:18

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heimir: Guð fyrirgefi þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 22:36

11 identicon

Jenný,

   Þú kallar kirkjuna klikkað batterí, og segir síðan við mig "guð fyrirgefi þér". 

      .......það þarf ekkert að segja meira. Stundum eru orð ekki sterkari en sverð, og stundum eru orð ekki sterkari en nifteind, það á vel við hjá þér.........

Dr.e.,

   Segir að það sé altalað meðal presta að þeir séu fjölþreifnir við stúlkur. Vá, þvílíkir sorglegir fordómar. Þetta eru með hreinum ólíkindum. Síðan talar þú um að verið sé að mál stúlkurnar sem gerendur. 

     Ekki gleyma því dr.e, að foreldrar þessara stúlkna og þær sjálfar eru algjörlega á öndverðum meiði við allar hugmyndir þínar í þínar um þetta jarðlíf. 

      .....þú hefur opinberað þig svo algjörlega í þessu máli að þær blæðir.......

   þér líka jenný....

Heimir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:55

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mitt álit:

Gunnar hefði átt að fara hljóðlaust til hliðar og skammast sín, skammast sín fyrir að fara yfir siðferðileg mörk gagnvart þessum ungu stelpum, skammast sín fyrir að valda fjölskyldum stúlknanna vanlíðan, skammast sín fyrir að valda sínum eigin börnum og fjölskyldu þeirri angurværð sem þau hafa þurft að ganga í gegnum. = Maðurinn kann augljóslega ekki að skammast sín.

Ef hann hefði dregið sig strax í hlé og ekki verið svona stór uppá sig, þá hefði eflaust slegið aðeins á sársaukann, en hann stendur stoltur og vill koma aftur, þrátt fyrir að fjöldi sóknarbarna vilji ekkert með hann hafa.

Og svo á biskup að hafa kjark í sér til að taka menn til hliðar sem brjóta af sér, hvort sem það er siðferðilega eða lagalega.

Mér þykir vænt um margt starfandi fólk innan þjóðkirkjunnar, hef starfað þar sjálf og á marga vini og það fólk er að gera góða hluti, en sjálf hef ég alvarlega íhugað að skrá mig úr þessum "félagsskap" með allt of mörg skemmd epli meðal sinna starfsmanna og með allt of ihaldssama og ferkantaða leiðtoga. 

Þetta eru stór orð, ég er prestmenntuð og fæ eflaust aldrei vinnu innan þjóðkirkjunnar sem prestur, þar sem ég hef talað tæpitungulaust gegn ýmsu sem ég er ósátt við þar, en af því hef ég ekki áhyggjur, mín leið er ekki í gegnum báknið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.9.2009 kl. 23:09

13 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta er ömurlegt mál og niðurstaða þessarar nefndar til skammar.  Eina leiðin úr þessum ógöngum er að Gunnar hafi vit á því að draga sig í hlé.  Það er augljóst að þjóðkirkjan hvorki getur né vill taka á svona málum.  Ég er ennþá meðlimur Þjóðkirkjunnar og hef viljað hanga þar inni í þeirri von að þar séu hlutirnir að breytast.  Ég er að verða úrkula vonar. 

Kirkjan hefur með þöggun sinni fyrirgert réttinum til að vera þjóðkirkjan okkar.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 7.9.2009 kl. 23:26

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heimir: Ég endurtek og klippi út í pappa: Þjóðkirkjan er klikkað batterí og má skammast sín fyrir þá linku sem hún hefur oftar en ekki sýnt "þjónum" sínum í viðlíka málum.

Nógu afgerandi?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 23:27

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er dæmi um hundalógík, sem ætti að fara í skólabækurnar.

Rökræn túlkun:

  • Agagrot þarf ekki að vera siðferðisbrot.
  • Siðferðisbrot er ávallt agabrot.

Hin Kristilega útlistun er:

  • Agabrot er ekki alltaf siðferðisbrot.

                           ergo 

  • Siðferðisbrot er ekki agabrot.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 23:28

16 identicon

Heimir.. já það er altalað á heimsvísu að prestar eru að sækja í krakka... meira stráka en stelpur samt.
Hvernig heldur þú að það sé fyrir þessar stúlkur að koma fram til að leita réttar síns og vera bara dissaðar algerlega að manni sýnist...

Hvaða skoðanir þessar stúlkur og foreldrar þeirra hafa á að fá extra líf.. það skiptir engu máli, hlægilegt að nefna þetta.

Ef einhver hefur opinberað sig í þessu máli Heimir þá ert það þú.. ég er viss um að þú talaðir á allt öðrum nótum ef þetta væri ekki prestur, það er næsta víst... og ástæðan er mjög líklega sú að þú telur prestinn getað lagt gott orð inn hjá Gudda fyrir þig...
Ég er búinn að skoða svona mál og málflutning eins og þinn árum saman, ég kannast mjög vel við talsmáta þeirra sem telja sig f´himneskar mútur eða ógnir.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:28

17 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Það á bara að taka suma úr umferð!!!

Guðni Þór Björnsson, 7.9.2009 kl. 23:38

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars vil ég ekki sparka í liggjandi fólk. Ég er bara að undrast samsetningu þessa rökstuðnings af einskærri fáfræði um lagahliðar málsins.

Eftir hvaða standar kirkjunnar er þetta dæmt siðferðisbrot, þegar maður inn er sýknaður bæði í yfir og undirétti?

Hann var kærður fyrir blygðunarbrot minnir mig. Sýkn af því fyrir landslögum.

Kirkjan dæmir hann sekan um siðferðisbrot.

Hver er munurinn á siðferðisbroti og blygðunarbroti? Hver er svo aftur munurinn á blygðunarbroti og siðferðisbroti?

Eitthvað fyrir guðfræði, heimspeki og lögmannadeild HÍ að glíma við.

Annars er maður sýkn þar til sekt hans verður sönnuð og hvítþveginn ef hann er sýknaður á báðum dómstigum. Sama hvað gróa á leyti eða ályktanahopp okkar segir.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 23:40

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú verð ég sennilega sakaður um að réttlæta kynferðisbrot eða jafnvel að vera gyðingahatari eða Samfylkingarmaður.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 23:41

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Ertu að því?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 23:44

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nei Jenný mín. Bara að leggja kalt mat á þessa undarlega hátimbraða álit. Finnst að kirkjan hefði bara átt að láta það kyrrt liggja að koma með þetta, báðum aðilum til þægðar. Úrskurður dóms nægir.

Gunnar hefði annars átt að skynja aðstöðu sína og segja upp starfinu í ljósi undangenginna atburða. Enginn hefði láð honum það. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 23:51

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hefur vafalaust átt í glímu við sjálfan sig. Álitið að ef hann segði af sér væri hann að viðhalda orðrómi um sekt, en ef hann krefðist þess að halda kallinu myndi staðfestan taka af allan vafa um sakleysi hans.

Hvorugt sannar eða afsannar í rauninni neitt. Afsögn hefði verið snyrtilegust fyrir hans sálarheill, sem og sóknarbarnanna. Fólk hefði vafalaust velt vöngum á báða vegu ábyrgt og óábyrgt og svo hefði þetta liðið hjá. Viðvera hans hefði engum unnað friðar, þar sem eftir stendur spurning í hugum fólks um það hvort meint fórnarlömb séu í raun ofsækjendur eða rógberar.  Ég get rétt ímyndað mér hverslags taugastríð það hefði verið.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 23:58

23 identicon

Jóhanna,

   Líður þér betur ef þú hefur e-n óvin að kljást við? 

   Þú dæmir manninn strax. Fyrir hvaða sakir, jú fyrir að hafa kysst stúlku á kinnina og faðmað hana, allt var þetta mjög saklaust. Þetta er eitthvað sem tíðkast meðal fólks(jafnvel á Íslandi) í hundraði skipta á hverjum degi. Hvað veist þú um hvað fór á milli þeirra? Hann sagði við þær að honum hefði liði mjög illa. Oft myndast náið samband á milli sóknarbarna og prests. Kannski var þetta dómgreindarbrestur, en að hrekja hann frá sókn sinni, eftir svona "brot" er ekkert annað en illvilji. 

   Jóhanna, ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að þú getur sýnt illvilja, þó að þú berjist, gegn stóru og vondu stofnuninni?  Mér sýnist á öllu að þú eigir meira sameiginlegt með dr.e, heldur en kirkjunni, þ.e. ég sé ákv. samhljóm með ykkar skoðunum. 

   Mér liggur við að segja að þetta mál hafi "komið upp í hendurnar á þér", sem ákv. fengur, sem þú teljir þig verða að nota. 

Matthildur, 

     Þú segir að þjóðkirkjan fyrirgeri rétti sínum með því að segja að hann hafi framið siðferðibrot, en  setji hann ekki úr starfi. Það átti s.s. að reka manninn með skömm úr kirkjunni fyrir að kyssa stúlku á kinnina?!

     Ja, heimur versnandi fer ég segi ekki annað........

dr.e,

   Þú villt kannski halda það að prestar sæki í börn(við erum alls ekki að tala um það hérna, ef þú heldur að koss á kinn, sé barnaníð, þá ættir þú að leita þér hjálpar, og þetta segi ég af einlægni. 

      Að hinu að prestar fremur en aðrar starfsstéttir leiti á börn, er náttúrulega bull, það hafa komið sóðalega mál í kaþólsku kirkjunni, og bera að fordæma þau. Aftur á móti er erfitt að eiga við það þegar barnaníðingar gera út á það að notfæra sér þanna trúnað sem er þar. Þetta á um allar þær stofnanir sem sjá um börn, kennarar, fóstrur, skátastarf o.s.frv. Svo skulum við ekki gleyma því að þetta gerist oftast í skjóli fjölskyldu.

    Varðandi það hvort þú skiljir mig, þá held ég að við séum svo ólíkir að upplagi að þú munir skilja mig. 

Jenný, 

   Þú kannt þig ekki. Það er á hreinu. Þú hendir e-m orðum fram, sem hafa engan brodd. Þetta eru einhverjar barnalegar skylmingar, sem hafa engan tilgang.......

   Þú talar um linnku gagnvart svona málum. Ég þekki hana satt best að segja ekki. Þessi mál eru erfið, og á þeim eru ávallt 2 hliðar. Það er alltaf erfitt að sanna svona mál.  

    ....sannleikurinn er ekki alltaf "in the eye of the beholder".....

Heimir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:17

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Er nokkuð sammála sjónarmiðum Jóns Steinars hér.

hilmar jónsson, 8.9.2009 kl. 00:17

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heimir (veit ekki meiri deili á honum en það) segir :" Þú dæmir manninn strax. Fyrir hvaða sakir, jú fyrir að hafa kysst stúlku á kinnina og faðmað hana, allt var þetta mjög saklaust."

Heimir, vissulega er það ekki mitt að dæma, og reyndar ekki þitt heldur en þinn dómur er:  "allt var þetta mjög saklaust"  Vandamálið er að þetta er ekki mjög saklaust, þegar presturinn - kannski jú í sakleysi sínu eða einfeldni faðmar að sér ungar stúlkur til að fá orku eða hvað það nú var. 

Ég held og reyndar veit að Gunnar er ekki vondur maður, heldur flokkast þetta miklu frekar undir það að kunna ekki mörkin í mannlegum samskiptum, svo vægt sé til orða tekið og það gengur engan veginn upp sértu prestur. Það er lágmark að vita hversu langt þú mátt ganga varðandi snertingu og knús.  Þeir sem standa honum næst og yfirmenn, verða að taka í taumana. 

Hann hefði alveg getað komist pent frá þessu, með því að sýna auðmýkt og draga sig í hlé.

Varðandi spurninguna:  "Líður þér betur ef þú hefur e-n óvin að kljást við?" 

Svarið er NEI, og Gunnar er ekki óvinur minn, langt í frá - vinur er sá sem til vamms segir. Ég vorkenni honum og tel hann þurfi betri leiðsögn, því eins og áður sagði virðist hann eiga í vandræðum með mörk og setningin "þú skalt ekki stela" er í gildi þarna, þar sem hann stelst í raun inn í þægindahring (comfort zone) þessara stúlkna, án þess þó að gera sér grein fyrir því, augljóslega.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2009 kl. 05:46

26 identicon

Heimir.... ef þú hefur ekki búið í helli allt þitt líf þá átt þú að vita að í prestastétt eru langsamlega flestir barnaníðingar... ég er ekki að segja að þetta sé akkúrat svona hér.. .en svona er þetta á heimsvísu.

Í öðru sæti... amk í USA þá eru það kennslukonur sem eru að leita á nemendur sína... já surprise surprise konur nauðga líka

Með þennan prest á Selfossi... fékk hann nákvæmlega sömu meðferð í dósmkerfi og hver annar.. ég er ekki að segja að hann hafi fengið sérmeðferð og að fórnarlömb hafi verið dissuð... EN það er lenska í svona málum erlendis, fólk einfaldlega neitar að trúa fórnarlömbum þessara sjálfskipuðu "guðsmanna"

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:31

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"Mér sýnist á öllu að þú eigir meira sameiginlegt með dr.e, heldur en kirkjunni, þ.e. ég sé ákv. samhljóm með ykkar skoðunum."

Munurinn á okkur DrE er m.a. að mér þykir vænt um kirkjuna og ég trúi á Jesú Krist, en hann trúir ekki á "Sússa" eins og hann kallar hann og finnst kirkjan vera bölvun frekar en blessun.

Hugtakið kirkja er örugglega annað í huga hans en í mínum huga. Kirkjan sem valdastofnun með öllum sínum ferköntuðu herbergjum og heilum, gullkaleikum og glingri,  er ekki mín kirkja, en það er kirkjan sem DrE er á móti.

Upprunaleg merking orðsins kirkja (ecclesia)  er samfélag. Samfélag fólks sem vill lifa samkvæmt kærleiksboðum Krists.  Það hefur ekkert að gera með  skrauthallir, skrautkufla, pípukraga, valdastóla o.s.frv. 

En svo ég komi að málefninu, - ég sagði að vinur er sá er til vamms segir. Ég er vinur kirkjunnar og ég bendi á það sem mér finnst miður fara hjá þeim sem stjórna henni í dag. M.a. að einn starfsmaðurinn hefur verið siðlaus og reyndar brotið á skjólstæðingum með dómgreindarleysi sínu. Og í áframhaldandi dómgreindarleysi heldur hann því til streitu að hann sé hæfur vegna þess að lagalega hafa hann ekkert til saka unnið.

Í dómgreindarleysi sínu áttar hann sig ekki á að með því að halda þessu til streitu er hann að baka fullt af fólki sársauka, og ekki síst sínum nánustu - sem þurfa að lifa við alla þessa neikvæðu athygli og umræðu, sem ég er reyndar að taka þátt í en það verður hann að þola þar sem hann kallar á það.

Ég bið alla þolendur velvirðingar á því.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2009 kl. 10:35

28 identicon

Jóhanna,

    Ég þekki ekki skipulag kirkjunnar. Reyndar finnst mér það helst vera þjóðkirkjunni til plags hvað hún er frjálslynd, og er ég þó frjálslyndur. 

  Þetta er samt erfitt mál eins og þú kemur inn á, og allavega ágætt að einhver virðist taka þann pól í hæðina. Aftur á móti þegar þú segir að hann ætti að segja af sér, er vafasamt. Þessi maður er náttúrulega með sína réttlætiskennd(væntanlega, ég vona það allavega), og hann hefur farið fyrir 2 dómstóla, og einn hjá kirkjunni, og ekki verið rekinn.   

     Ímyndaðu þér samt eitt. Ef hann hefði farið strax og ásakanirnar komu fram, hver hefði ímynd hans þá verið. Fyrst þegar þetta kom upp, hélt ég að þetta væri eitthvað mjög alvarlegt. Síðan þegar maður heyrir að þetta hafi verið nærgöngult faðmlag, koss á kinn, og eitthvað klapp á bakið, þá skilur maður hvorki upp né niður. 

     Hins vegar gæti maður alveg dottið í réttláta reiði og haft allt á hornum sér. Er ekki betra að eyða þeirri orku í þau mál, sem eru raunverulega alvarleg.

             .....ég ætla samt að vona að fólk hætti ekki að kyssa hvort annað á vangann, eða faðmast í kirkjunni

.......enn aftur þetta er ljótt mál, og hefði mátt leysa á annan hátt!

Heimir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:39

29 identicon

Ég er á móti lygum og peningaplokki.. ég get ekki sett mig á móti því að persónur dýrki einhverjar súperhetjur.. EN ég verð að setja mig á móti því að seldar séu ofurhetjur, að ríkið reki geimgaldrastofnun ríkisins.. .að þjóðkirkjan fái þúsundir milljóna af almannafé árlega, að biblían sé sögð hornsteinn íslands, að stjórnmálamenn séu innvinklaðir í trúarstofnanir... að þjóðsöngur okkar snýst ekkert um okkur, bara um ríkisgeimgaldrakarlinn..

Bara til að nefna eitthvað smá :)

P.S. Jesú var aldrei til, staðreynd.. .af hverju að trúa á hann? Makes no sense

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:01

30 identicon

Dr.e.,

   Ég held að ég sjái efnilegan arftaka með spjald á lofti á Langholtsveginum

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:09

31 identicon

Ég nota internetið :)

Ég er náttlega ósáttur við að foreldrar mínir hafi skráð mig í trúarsöfnuð, og svo það að ég var of vanþroskaður til að hafna fermingu.... en tek þetta ekki alveg jafn mikið inn á mig og Helgi Hósea... ég reyni frekar að koma fólki í skilning um að það eigi ekki að fara sömu leið og ég fór.. að fólk eigi að lesa sér til um hvað það er sem það játar trú á..
Fæstir sem eru kristnir vita að samkvæmt biblíu er guð geðveikur fjöldamorðingi, barnamorðing, kvenhatari.. .hann er faktískt samnefnari yfir allt það sem við vilju ekki sjá.
Don't get me started on Jesus.. jesú hótaði öllum pyntingum sem bugtuðu sig ekki fyrir honum... eða öllu heldur sögðu höfundar biblíu(Kaþólska kirkjan) að einhver súperhetja að nafni Jesú myndi pynta okkur ef við værum ekki í kirkjunni.
Ekki nóg með það.. kirkjan ógnaði foreldrum með því að segja að óskírð börn myndu vera í limbo að eilífu eftir dauðann.
Þetta snýst allt um ógnir og púra terror... en alls ekki um kærleika né miskunn

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:42

32 identicon

Jóhanna,

   Prófaðu að lesa síðustu færslu dr. e, og sjáðu þá hvernig hann talar.  Það er nákvæmlega svona fólk sem notfærir sér svona mál til að koma óorði á bæði kirkjuna og trúna. Vegna þess að prestur faðmaði stúlku og kyssti á kinnina einu sinni. Sérðu ekki að það er verið fífla bæði þig, og þína líka. Ég bara spyr?

 dr.e,

    Þú ert svo löngu búinn að skrá þig út úr allri vitrænni umræðu. Það er alveg sama hvað maður segir, alltaf bullarðu. Síðan varðandi það hér fyrir ofan að þú takir hlutina ekki inn á þig......ja dúde mía!!

     Það er svo merkilegt þér er svo tamt að tala um miskunn og kærleika. Þú notar þessi orð eins og rusl??!!!

Heimir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:09

33 identicon

Heimir, Jóhannes, Bjarni og Smári er einn og sami aðilinn. Skoðið ritstílinn...

Skorrdal (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:48

34 identicon

Já Heimir skrifar undir ýmsum nöfnum :)

Kirkjan er einfær um að koma óorði á sjálfa sig Heimir, það er naumast hvað þú ert mikið inni í þessu máli með prestinn... ertu kannski presturinn sjálfur :)
Þú mátt alveg segja að ég sé að bulla... það breytir engu með það að ég er ekki að bulla :)
Að öðrum ólöstuðum þá er ég líklega meira inni í kristni og öllu tengt þeirri trú en flestir hér á klakanum.... það má vera að ég geti ekki slengt fram einhverjum versum úr biblíu eftir behag... það skýrist af því að ég er ekki páfagaukur.
Eitt er alveg ljóst og það er að guð biblíu er ekki kærleiksguð, hann hefur zero miskunn og alveg gersamlega sjúkur í að láta tilbiðja sig.... sem er mjög svo weird af súpergáfuðu undraséni sem er the master of the universe.... og hann hefur einnig mestar áhyggjur af því hvað karlmenn setja í rassgatið á sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:00

35 identicon

Skorrdal,

   Það er einfaldlega rangt vinur!

...........dr.e, haltu bara áfram að hatast út í kirkjuna og trúnna...

Heimir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:51

36 identicon

Auðvitað held ég áfram Heimir, heldur þú virkilega að ég láti yfirnáttúrulegt nígeríusvindl starfa óáreitt... nosiribob.

Ég hreinlega þoli ekki að fólk sé haft að fíflum og látið borga fyrir það.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:52

37 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Vá hvað þessi umræða fer alltaf út í mikla vitleysu!

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 9.9.2009 kl. 15:25

38 identicon

Grétar, það er sjálfgefið að umræður um trúarbrögð fari út i vitleysu.. trúarbrögð eru mesta vitleysa sem mannkynið hefur búið til

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:45

39 Smámynd: Karl Löve

Heimir, Heimir, hvað hefur kirkjan með þessa kristni að gera? Kirkjan er hugarsmíð og stjórntæki valdasjúkra karla og kvenna. Kemur kristni ekkert við.

Ef við vitnum nú í mest seldu skáldsögu mannkynssögunnar Biflíuna þá stendur þar einhversstaðar haft eftir Krissa; "Kirkjan er innra með yður"!!!!!!!!

Hvað skyldi mannanginn í kartöflupokanum hafa meint? Ég vil leyfa mér að halda að hann hafi meint að við ættum að rækta það góða í okkur sjálfum fyrst og fremst og reyna að bæta okkur í samskiptum við aðra alla okkar ævi.

Ég get alveg tekið undir að það eru góð ráð og mættu sem flestir fara eftir því. EN, trúarstofnanir hverju nafni sem þær nefnast fyrirlít ég því þær eru, hafa verið og munu alltaf verða stjórntæki manna sem nota þær til að auðgast.

Hverju fólk kýs svo að trúa innra með sér er þeirra mál og kemur mér ekkert við á meðan ég þarf ekki að borga fyrir það af mínum sköttum. Fólk má tilbiðja IKEA stóla mín vegna ef það gerir það án þess að trufla aðra.

Sú athöfn þessa kjána Gunnars að kyssa og faðma ókunnar ungar stúlkur getur aldrei talist "eðlileg" því hann gerir það sem fulltrúi þessa fyrirtækis sem kirkjan er og börnum er kennt að "bera virðingu" fyrir. Hvað myndir þú segja ef dóttir þín kæmi heim úr skólanum einn daginn og segði þér að kennarinn (karlmaður) hefði verið að kyssa hana og faðma? Hér er enginn munur á og á þetta ekki að líðast.

Karl Löve, 10.9.2009 kl. 00:34

40 identicon

Löve; þú kemst svo sannarlega að kjarnanum! Og þarft ekki skræl-hníf til þess! Snilld!

Skorrdal (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 02:28

41 identicon

Ég er alltaf að reyna að segja fólki að það sé bara í lagi að fólk eigi sína trú á persónulegum nótum... en þegar fólki er farið að skrá sig í söfnuði... þá er fólk komið í yfirnáttúrulegt nígeríusvindl... þannig er það bara, face it.

Að við sem þjóð sóum þúsundum milljóna í þetta svindlbatterí er hreint fáránlegt.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.