Leita í fréttum mbl.is

Þetta er alls ekki frétt um Borgahreyfinguna!

Ekki í fyrsta sinn sem ég gef mér að ég viti hvað standi í frétt með því að lesa bara fyrirsögnina.

"Hljóp tvo hringi" las ég og þá taldi ég víst að fréttin væri um þingmannaþrennu Borgarahreyfingarinnar sem er alltaf á hlaupum undan kosningaloforðunum.

Sillí mí.

Ég sá um leið og ég opnaði fréttina og hugsaði málið að auðvitað ætti þetta ekki við um þau Birgittu, Þór og Margréti.

Þau hafa nefnilega hlaupið í mun fleiri hringi en tvo.

Mér er því bæði ljúft og skylt að biðjast forláts.

Jamm.


mbl.is Hljóp tvo hringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Þau hafa hlaupið fleiri hringi. Í morgun viðavangshlaup úti á túni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég ætla ekki að kommenta á þessa færslu

Heiða B. Heiðars, 28.8.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að segja hæ og ég er ekki að hlaupa neitt í dag frekar en aðra daga.
Knús í krús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm...

Jónína Dúadóttir, 28.8.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Já það hefur verið eitthvað um hringhlaup en það er samt ekki hægt að horfa framhjá því að þingmennirnir okkar ALLIR hafa skipt sköpum og þau hafa haft veruleg áhrif til góðs á þetta Icesave mál. Það er óumdeilt.
Hvað haldið þið að það hefði verið mikið svigrúm fyrir málamiðlanir og fyrirvara ef samfylking og VG hefðu unnið meiri sigur í kosningunum, segjum 4 þingmenn í viðbót?
Þá hefði þetta mál farið í gegn á hundavaði án skoðunar og við hefðum orðið leiguliðar hjá nýlenduherrunum. Þannig að þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa skipt verulegu máli fyrir mig og þig Jenny og það ber að vera þakklátur fyrir það þrátt fyrir hringhlaup og nýliðabrumið hjá okkur í BH.

Við erum að læra, við höfum misstigið okkur og kannski munum við misstíga okkur aftur og meira en við höldum áfram að bjóða uppá þjóðbraut inná þing. Takk fyrir mig ;)

Þorvaldur Geirsson, 28.8.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þráinn sagði nei - Birgitta sagði nei - Margrét sagði nei en Þór sat hjá.

Hvaða þremenninga ertu að tala um? Þau sem sögðu nei?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 16:26

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir flokkar hlaupa meira eða minna frá kosningaloforðum, en ég hélt að BH yrði síðust til þess.

Lísa: Þráinn er ekki í þingflokk Borgarahreyfingarinnar.

Sagði hver nei við hverju?

Ég er að tala um frá kosningum.

Breyttar afstöður og svona.

En ég nenni ekki að þvæla um BH einn ganginn enn.

Hef bara fylgst með og furðað mig á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 17:15

8 Smámynd: Páll Blöndal

Hvað eru menn að tala um hér?
skipta sköpum í tvo hringi???

... en ég ætla heldur ekki að kommenta um þetta frekar en ofangreindir.

Páll Blöndal, 28.8.2009 kl. 17:50

9 identicon

Má ég þá spyrja. Nákvæmlega hvaða kosningarloforð er verið að tala um. Frá kosningum. Ekki búið að vera mörg stór mál í gangi.

Nei við Ice-save og þó svo Þráinn sé ekki í Borgarahreyfingunni þá kaus hann eins og þau.

Best að blogga ekki um BH ef maður vill ekki þvæla um hana - ekki satt.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 18:01

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar: Ekki segja mér hvað ég á að blogga um og hvað ekki.

Málið er að þið hjónin eruð búin að koma skoðunum ykkar á framfæri og það út í hörgul.

Borgarahreyfingin er eins og fjóflokkurinn.

Það er einfaldlega ekkert flóknara en það.

Og að lokum.

Þrenningin greiddi atkvæði í dag á eftirfarandi hátt:

Birgitta sagði Já og Nei, Margrét: Já og Nei, Þór: Já og Núll.

Höfum þetta eins og það er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 18:13

11 Smámynd: Páll Blöndal

Hvaða viðkvæmni er þetta í þér Gunni minn.
Það þýðir ekki að gráta glötuð atkvæði.
Nú skuluð þú og þín kona hætta þessu snökti og
nýta atkvæðið betur næst.

Páll Blöndal, 28.8.2009 kl. 18:14

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sorry - vitlaust login - hinn helmingurinn er fjarri góðu gamni.

Fullkomlega rétt hjá þér. Allir stjórnmálaflokkar eru stjórnmálaflokkar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 18:37

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

En nákvæma atkvæðagreiðslu allra núverandi og fyrrverandi þingmanna Borgarahreyfingar má sjá á bloggi lillo - og það segir allt sem þarf.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.