Leita í fréttum mbl.is

Lausnamiðuð aðgerð á hverfandi greiðsluvilja - arg

Það er til siðs að finna ný orð yfir hugtök og aðgerðir þegar farið er að slá í þau gömlu.

Eins og Félagsmálastofnun sem var fyrir nokkrum árum breytt í hina hátimbruðu Félagsþjónustu, með áherslu á þjónustu. (Sé alveg fyrir mér félagsráðgjafa bukkandi sig og beygjandi fyrir "kúnnunum á meðan þeir skrifa ávísanir til hægri og vinstri í ÞJÓNUSTUDEILDINNI).  Félagsmálastofnunarheitið var orðið svo neikvætt.

Orð eins og lausnamiðaðar aðgerðir koma út á mér tárunum. 

Grípur fólk til aðgerða með það í huga að sneiða fram hjá lausninni? 

Alveg: Nei, nei, nei, þetta má ekki enda með lausn!  Ég held ekki.

Núna er nýjasta orðið greiðsluvilji.  Fyrirgefið, skortur á greiðsluvilja!

Nei, það er ekki verið að tala um banka- og útrásardólgana sem ekkert vilja borga heldur er verið að tala um fólkið, kreppuþolendurna 99% íslensku þjóðarinnar. 

Ég kann best við að kalla skóflu, skóflu.

Þegar ráðherrar, bankastórar og forstjórar þeirra stofnana sem hafa að gera með skuldir fólks segja að greiðsluviljinn sé að hverfa, líka hjá þeim sem eru í skilum, þá skil ég það á einn veg:

Lýðurinn (ó fyrirgefðu Lýður, ég er að tala um okkur hin, ekki þig) vill ekki borga, ekki einu sinni þeir sem það geta.

Lúmsk leið til að bora því inn í þjóðarsamviskuna að viljinn til að standa í skilum sé í sögulegu lágmarki.

Kannski er það ekki svo skrýtið að fólk sé mögulega í litlu stuði til að brosa og borga.

Gæti til dæmis átt rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að alvöru "Lýðurinn" sá sem sekur er um sukk, svínarí og græðgi hafi ENGAN greiðsluvilja og hafi aldrei haft og það sem meira er virðist komast ágætlega upp með það.

Þar má nota þetta nýyrði um skort á greiðsluvilja.  Ekki um þrautpíndan almenning ef ykkur væri sama.  Það er blaut tuska framan í fólk sem stendur frammi fyrir skelfilegum vanda vegna kreppunnar og hrunsins.

En hvað um það, blogglýðurinn er alltaf rífandi kjaft, leggur heilu fyrirtækin í einelti.

Meira helvítis pakkið.

Svo er þetta lið með hverfandi greiðsluvilja til að bíta höfuðið af skömminni.  Frussssss

Ómægodd, komið með lausnamiðaða aðgerð á siðleysi almennings.  Annars þarf þorri hans að leita til Félagsþjónustunnar og það er ekki gott mál.

Þeir gætu þjónustað okkur yfir móðuna miklu svei mér þá. 

Þvílíkt rugl.

 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dobbla það!

Hanna (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Lausnamiðuð aðgerð á hverfandi greiðsluvilja.... það þarf einhvern sértækan hæfileika til að geta búið til svona hugtök  

Jónína Dúadóttir, 27.8.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Já, þarna hitta menn naglann á höfuðið! Greiðsluviljinn er ekki að hverfa...hann er löngu horfinn.

Það má segja að menn eins og ég, sem eru með allt sitt í skilum (eins og er), offjárfestu ekki, keyra um á skuldlausa gamla bílnum sínum, við erum bara að bíða og sjá hvað á að gera fyrir okkur þjóðina.

Um leið og það verður ljóst að ekkert á að gera, nema kannski gefa Stoðir og Excista aftur til fyrri eiganda skuldlaust, þá mun ekki verða borguð króna meir!

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 27.8.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.