Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta
Ég hata úlpur og fótbolta.
Skömm að þessu, en mér gæti ekki verið meira sama um gengi stelpnanna "ykkar" þó auðvitað hugsi ég hlýlega til þessara valkyrja.
En að kenna dómara um þegar illa gengur er ekki stórkvenlegt og mikið þroskamerki.
Hvað þá að lýsa eftir ákveðnum líkamspörtum á milli fóta dómarans sem þá væntanlega gefur honum aukið vægi í djobbinu.
Dómarahæfnina er þá að finna í tittlingnum eða hvað?
"Ég vil fá dómara með typpi!", sagði bálreið íslensk landsliðskona eftir leikinn í gær þar sem þær töpuðu fyrir Frakklandi.
Málið er að kvennaíþróttir hafa ætíð verið settar skör lægra en karla þó nú sé sem betur fer að verða breyting þar á.
Það er því í hæsta máta ósmekklegt með tilliti til þessa að kyn dómarans sé gert að umtalsefni.
Ég hef húmor í allan fjandann.
En þarna er bullandi kvenfyrirlitning í gangi hjá kvennaliðinu.
Og mér stekkur ekki bros.
Í guðanna bænum segið ekki að þetta sé skiljanlegt í hita leiksins og blablabla.
Ég gef ekki aur fyrir svoleiðis röksemdafærslu.
Og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta.
EM: Ég vil dómara með typpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sástu leikinn?
Dómurum hefur verið kennt um alla skapaða hluti hingað til af karlaliðum í gegnum tíðina. Stelpurnar þurfa að ná þeim þar líka.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 10:09
Nei, sá ekki leikinn, dytti það ekki í hug.
Enda er ég ekkert að tala um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Er það óljóst eða hvað?
Ég er að tala um óíþróttamannslega framkomu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 10:14
Horfi aldrei á fótbolta, betra liðið vann... er það ekki bara einfalt ?
Jónína Dúadóttir, 26.8.2009 kl. 10:18
Það er erfitt að gefa aur fyrir orð einhvers sem sjálf getur ekki einu sinni kynnt sér málin áður en hún sveiflar sleggjunni.
Það sem landsliðskonan var að benda á er líklega það að bestu kvendómararnir (sem ættu að vera á þessu móti) eru líklega mun lakari en karldómararnir. Konur hafa dæmt hjá körlunum og hví eiga þá konur ekki að fá karladómara?
Jóhannes Birgir Jensson, 26.8.2009 kl. 10:19
Sæl
Ég verð að koma umræddri landsliðskonu til varnar. Það sem hún á við með þessum orðum felast í þeirri staðreynd að karlmenn hafa meiri reynslu af dómarastörfum en konur og það er staðreynd en ekki kvenfyrirlitnig. Umræddur dómari í þessum leik var skrefinu á eftir leikmönnum, hélt ekki í við hraðann, var illa staðsettur, bar óttablandna virðingu fyrir Frökkum og virtist ekki höndla spennustigið í leiknum, kannski má skrifa það á reynsluleysi, kannski eitthvað allt annað. Það hefur því miður loðað við kveníþróttir ( og þá á ég við jafnt í yngri flokkum sem eldri) að ekki eru gerðar jafn miklar gæðakröfur til dómara, aðstöðu o.þ.h. eins og hjá körlum.
Mér er mjög minnistætt þegar ég var að æfa með 2. flokki kvenna í handbolta fyrir 10 árum síðan með félagsliði úti á landi að þá þurftum við sjálfar að standa straum af þjálfarakostnaði og við vorum yngri flokkur.
Ég geri ráð fyrir að þú hafir ekki horft á þennan leik og því held ég að þú getir ekki dæmt fyllilega um hvað umrædd landsliðskona er að tala um.
KSÍ hefur staðið vel við bakið á íslensku stelpunum og við eigum að gera það líka.
Að halda því fram að íslenska kvennalandsiðið sé haldið kvenfyrirlitningu er fjarstaða og aðeins þeim dettur slíkt í hug sem er óöruggur með sína kynstöðu í þjóðfélaginu.
ÁFRAM ÍSLAND
Sigríður (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:22
Ekkert óljóst - ég er einfaldlega að benda þér á að málið hefur forsögu.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 10:25
Þú hatar fótbolta og ert alveg sama um gengi stelpnanna! Þá held ég að þú ættir bara að sleppa því að koma með svona fjarstæðu og tala um eitthvað sem þú hefur vit á!
Ingólfur (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:51
Jenný.Boltinn er yndislegur .Komdu bara út úr skápnum og viðurkenndu það Pældu í því ef þú sæir leik þar sem leikmennirnir spiluðu í úlpum.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:55
Ég bjóst ekki við að þetta yrði vinsælt málefni að blogga um.
Það fer í gang eitthvað tilbeiðslukennt og gagnrýnislaust ástand þegar fólk er komið í þróttahaminn og væntingarnar eru stórar.
Ég er ekki að sveifla neinni sleggju, ég er einfaldlega að blogga út frá fréttinni. Er það bannað? Þarf ég að vera með akademískt próf um íþróttir og hafa fylgst með frá því að sögur hófust.
Held ekki.
Mér er sama um gengi fótboltafólks yfir höfuð enda ekki á mínu áhugasviði en ég hugsa hlýtt til þeirra sem er líka afstaða.
Hrönn: Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 10:57
Ragna: Þú hefur húmor. Það er flottur kostur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 10:58
Sigríður:
Fyrst þú heldur að allir karlmenn sé betri dómarar en allar konur - vegna þess að þeir, allir sem einn, hafi meiri reynslu en þær.... viltu þá ekki bara sleppa því að spila fótbolta? Væri þá ekki bara ráð að láta köllum það eftir? Þeir hafa jú allir meiri reynslu en þú og "stelpurnar okkar", er það ekki?
Við getum einnig látið þá um að sitja í stjórnunarstörfum, öllum embættum og hafa öll fjarráð. Karlar hafa meiri reynslu af slíku en konur. Eru bara betri. Uppsöfnuð reynsla í gegnum árhundruðir sem sonur erfir frá föður, en dætur ekki.
Hvað með þetta: Þessi dómari var ekki nógu góður, óháð kyni. ???
Bryndis (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:19
Bryndís: Go görl. Algjörlega sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 11:28
Ragna er góð að vanda, en hva elskan farðu nú bara að horfa á ein og ein leik, þetta er spennó, stelpurnar okkar eru frábærar og tími til kominn að sjá það, nú strákarnir eru líka flottir úllala.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 11:29
Ég tek undir með Jenný fyrir utan það að ég þoli úlpur og ég elska fótbolta. Mér finnst kvennalandsliðið í fótbolta vera bara svo skemmtilegt og miklu betri mórall þar heldur en hjá Eiði og félögum hjá körlunum. Einfalt mál. Kvennafótboltinn á miklu meira skilið.
En kjarninn hjá Jenný er algjörlega sannur: þarna er ákveðin fyrirlitning í þessum orðum. Karlar nefnilega geta verið alveg hörmulegir dómarar líka og ef karl hefði verið við flautuna í viðkomandi leik ... er ekkert gefið að dómgæslan hefði verið betri.
Málið er einfalt: liðið var ekki að spila vel. Sanngjarn sigur Frakka en ódýr víti - ósanngirnin getur birst í mörgum formum, en íslensku stelpurnar líta meira í eigin barm heldur en á dómarann held ég þegar líður á.
Styðjum stelpurnar til sigurs á móti Norðmönnum og sjáum svo til með Þýskalands-leikinn
Lokasetning Bryndísar í kommenti hér fyrir ofan er best: Þessari dómari var ekki nógu góður, óháð kyni!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:32
Sæl Bryndís
Ég er ekki að halda því fram að allir karlar séu betri dómarar en konur og mér finnst þetta heldur miklir útúrsnúningar hjá þér og mér leiðast röksemdafærslur sem byggjast á slíkum blammeringum. Ég get hundraðprósent fallist á það að þessi dómari var lélegur óháð kyni. En það breytir því ekki að til eru betri dómarar en þessi tiltekna sem dæmdi þennan leik og ég hefði viljað sjá hann. Það þurfa ekki aðeins konur að dæma konubotla og karlar karlabolta heldur sá hæfasti óháð kyni.
Mér langar líka að benda þér á að í leik Svía og Rússa var mjög hæfur dómari, kona, og hefði ég viljað sjá hana dæma leikinn á móti Frökkum.
Ég er líka sammála Dodda, íslenska kvennalandsliðið er miklu betra og skemmtilegra en það karla, frakkarnir voru betri en dómarinn hafði áhrif á leikinn með slæmri ákvarðanartöku, ekki ekki aðeins af því að hún var kona, heldur af því að hún höndlaði ekki leikinn.
Sigríður (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:49
Það má nú sjá fordóma og fyrirlitningu í öllu nú til dags... En ég skil þessa umræddu landsliðskonu mæta vel. Það er staðreynd að karldómarar dæma allt öðruvísi en konur og eru sanngjarnari í sínum dómum.
Það þýðir ekkert að reyna að tala um þessi orð nema að vita hvað liggur að baki. Ef þú hefðir séð leikinn Jenný eða yfir höfuð hefðir áhuga á fótbolta og fylgdist með honum, þá myndiru skilja þessi orð.
Það er alveg klárt mál að þessi dómari, sem var kvenmaður, var ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik og það hlítur að vera hugsunarvert þegar um svona stórt mót er að ræða eins og EM að svona dómurum sé hleypt í þannig keppnir og eru flestir sammála um það meira að segja frakkarnir sjálfir, miðað við það sem ég hef lesið af ummælum frakkans í frönskum blöðum. Hún hafði það mikil áhrif á leikinn að hún skemmdi hann. Ekki bara fyrir Íslensku stelpunum heldur þeim frönsku líka.
Besta dæmið um þetta var þegar að Holmfríður Magnúsdóttir var sloppin ein í gegn um vörnina og franska stelpan, sem átti að passa hana var orðin vel pirruð á Hólmfriði og reif hana niður rétt við vítateiginn (ef ekki bara inn i honum...) en hvað gerist? Jú frakkar fá aukaspyrnu, af því að Hólmfríður, sem var sloppin fram hjá varnarmanni "braut" á varnarmanninum.... En samt fékk hún ekki gult spjald sem er furðulegt.
Íslensku stelpurnar liðu fyrir líkamlega styrk sinn í þessum leik, og fyrir það að standa í lappirnar. það sést á tölfræðinni hvað varðar aukaspyrnur - spjöld og vítaspyrnur sem voru ekki ófáar í leiknum. Og það er það sem landsliðskonan er líklega að vísa til. Karl dómarar eru mun liprari í því að leyfa knattspyrnu að vera knattspyrnu... öxl í öxl... eins og Helena sagði í lýsingunni á leiknum "maður verður nú að standa í lappirnar þó að einhver komi nálægt þér þetta er fótbolti"
En... like I said... það þýðir rosalega lítið að taka þessa setningu og tala um kvenfyrirlitningu þegar þú veist ekki einu sinni hvert samhengið er...
Signý, 26.8.2009 kl. 12:20
Ég sá þennan leik en skil samt ekki þessi ummæli. Franska liðið var bara miklu betra og hefur ekkert með dómarann að gera. Ég horfði á leikinn á Eurosport með hlutlausum lýsendum og þeir minntust ekkert á slakann dómara en nokkrum sinnum á grófan leik íslenska liðsins.
Bjarni Sæmundsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 12:32
Sigríður og Doddi, hvernig getiði með nokkru móti haldið því fram að íslenska kvennalandsliðið sé betra en karlalandsliðið? Það er kannski skemmtilegri mórall í liðinu en það er aldrei betra. Hvaða 3. flokkur (15 ára strákar) karla sem er gæti léttilega unnið þetta kvennalandslið.
Signý, það er bara ekkert furðulegt við það að dómarinn hafi ekki gefið Hólmfríði gult spjald þegar hún slapp í gegn og brot var dæmt á hana. Þetta var barátta um boltann og hún var dæmd brotleg þrátt fyrir ekki mikið brot og þá er engin ástæða til að gefa henni gult spjald.
Um dómarann hef ég það að segja að dómurinn í fyrsta vítinu var ansi tæpur en annars var lítið hægt að kvarta undan honum. Það kemur fyrir að dómarar eigi lélegan leik en þá verður liðið bara að spila enn betur. Það gerðu þær ekki og uppskáru því ekkert.
Fannar (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:49
Fannar kemur inn á ágætis punkt - dómarar geta átt lélegan leik en þá verða lið að leika betur. Í þessu tilfelli gerði kvennalandsliðið okkar það ekki - punktur. Þær klikkuðu og léku langt undir getu. Skömmu áður rústuðu þessar konur Serbum í Laugardal ... skammt stórra högga á milli.
Vil hins vegar biðja Fannar um að finna í fyrra kommenti mínu hvar ég segi að landslið kvenna sé "betra" en karla. Ég talaði um skemmtilegra og mórallinn væri betri. Hins vegar eru það hreinar línur, að kvennalandsliðið er miklu betra í sínum flokki (konur) heldur en karlalandsliðið er í sínum. Og ég vona að þú dragir til baka þetta komment með 3. flokk karla / stráka, því þetta kvennalandslið okkar myndi rústa A-landsliði karlanna okkar léttilega. Með réttri getu eru stelpurnar í allt öðrum klassa en karlarnir.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:28
Fyrir það fyrsta finnst mér furðulegt að þú Jenný, skulir nenna að blása því út hvað þú hatar! Til hvers? Er nú ekki hægt að láta það ógert? Áttu kannski fyrrum kall sem þú hatar? Viltu þá ekki deila því með okkur? í annan stað er það hreinlega fáránlegt að þú skulir vera að tjá þig um viðburð sem þú þolir ekki og hatar eins og þú segir. Þú hefur greinilega ekki mikið vit á íþróttinni og engan sens fyrir þeim frösum sem kunna að fylgja í umsögn íþróttarinnar.
Hættu nú bara að hata, er það ekki bara? :-) Og leyfðu þeim sem njóta sem kjósa svo en þurfa ekki að horfa upp á haturs fyrirsagnir og illt umtal og leiðindaskap í einhverri óskiljnalegri þörf þinni fyrir að vera fúl á móti!!!
Góðar stundir.
Sigurjón Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:56
Sigurjón: Halló, hvar er gleðin og góða skapið?
Finnst einhverjum líklegt að ég hati úlpur?
Nú eða fótbolta?
Ég er að bæta í stílinn og andaðu með nefinu.
Hata ekki nokkurn skapaðan hlut nema þá helst húmorslaust fólk og ekki einu sinni það.
Let´s live a little.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 16:12
Flott! :-) Ánægður með þig Jenný! Bjart yfir skrifum þínum núna, "takmarki" mínu er náð, þú tekur þetta allt til baka og það er vel. Altso allt það neikvæða.
Gleðin og góða skapið er hér algerlega til staðar en það er ekki þar með sagt að maður geti ekki sagt skoðanir sínar á ákveðinn hátt.
Rétt, Lísfsgleði og jákvæðni í fyrirrúmi, neikvæði og fúllyndi í buskanum og skoðanir í sanngjörnum málflutningi í efstu hillu skulum við segja.
Virkilega, ég sendi þér hlýjar kveðjur,
Sjonni
:-)
Sigurjón Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:49
Sigurjón: Hehe, gaman að þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 17:02
Er alveg öruggt að þessi orð hafi fallið ?
En með dómgæsluna í leiknum - þá er í sjálfu sér ekkert útá hana að setja. Allt sem dómrarinn gerði í leiknum var alveg réttlætanlegt knattspyrnudómafræðilega séð.
Jú jú auðvitað hefði verið skemmtilegra ef dómarinn hefði bara sleppt því að dæma vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hvað þá o..frv.
En hann dæmdi vítaspyrnu og ef td. dómarinn hefði verið með typpi þá er ekkert hægt að fullyrða um að hann hefði dæmt eitthvað öðruvísi.
Staðreyndin er að frakkar voru miklu betri að meðaltali í leiknum.
Leikurinn mynti í raun á þegar karlaliðið er að leika. 5-6 bara í vörn og einn hafður frammi. Þegar svoleiðis er, er afleiðingin að mótliðið er bara alltaf með boltann og leikur saman sitt á hvað útá vellinum en þegar varnarliðið nær boltanum kemur löng sending fram og vonast til að framherjanum lukkist að gera eitthvað úr sendingunni sem mjöög litlar likur eru á sérstaklega þegar hann er í gjörgæslu tveggja mótherja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 18:18
Ekki allir sammála um hvað dómarinn var lélegur, enda hafa íslendingar löngum viljað kenna dómara um ófarir sínar. Stefán Páls horfði á Eurosport einmitt til að sleppa við íslenska lýsendur, hér er pistillinn: http://kaninka.net/stefan/2009/08/24/domarinn-b/
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.8.2009 kl. 19:47
Alveg merkilegt hvað þú átt það til að opna þverrifuna um eitthvað sem þú veist ekkert um (sbr bæði fótbolta og áður um einkalíf vissra rokktónlistarmanna) án þess að sjá fyrir að þú verður skotin í kaf af fólki sem hefur talsvert meira vit á málinu en þú.
Ekkert að því að fólk tjái sig að vild um hvað sem er, en þú minnir mig óneitanlega á sjöttu og sjöundu vísu Hávamála hvar vikið er að þessu:
6.
Að hyggjandi sinni
skyli-t maður hræsinn vera,
heldur gætinn að geði
þá er horskur og þögull
kemur heimisgarða til;
sjaldan verður víti vörum.
Því að óbrigðra vin
fær maður aldregi
en manvit mikið.
7.
Inn vari gestur
er til verðar kemur
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir,
en augum skoðar.
Svo nýsist fróðra hver fyrir.
Vona að þú skiljir hvað ég á við með þessu.
Mæli þarft eður þegi, því betra er að þaga og vera álitinn vitlaus en að tala og taka allan vafa af um það.
Persónulega vil ég fótboltamennina mína með píku (ólíkt strákunum 'okkar' sem hafa ekkert í stelpurnar og ítölskum fótboltamönnum sem leggjast niður og grenja á 2gja mín. fresti og eru 'píkur') og dómarana í þeim leikjum með typpi.
Áfram stelpur!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.8.2009 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.