Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Söknuður, sorg, blíða, ást, gredda (nú eða þrá), svefnleysi, hungur eftir hlátri og samræðum, hahahahahaha, búhúhúhúhú og komdu heim - núna!
Kúbanski rithöfundurinn Ludmilla hefur séð fyrir sér í 15 ár með því að skrifa ástarbréf fyrir fólk.
Af hverju datt mér þetta ekki í hug, hugsaði ég og boraði í nefið á mér gröm á svip.
Svo kviknaði á perunni. Auðvitað datt mér þetta ekki í hug þar sem ég hef aldrei skrifað eitt einasta ástarbréf á minni löngu ævi.
Er of krumpuð og lokuð til að hafa skrifað ástarviðföngum mínum í gegnum lífið enda eru til símar og engin ástæða til að skella samböndum til baka í tíma allt aftur til fjaðurpennamenningarinnar.
Hvernig myndi ég skrifa ástarbréf ef ég ætlaði í einlægni að setja hlýjar og heitar kveðjur á blað til míns heittelskaða?
Hm.... látum okkur nú sjá, hafið þolinmæði ég kann þetta ekki.
Hvar á hann að vera staddur? Jú hann getur verið að spila blús, segjum á Kúbu. Nei það gengur ekki, hefði aldrei samþykkt að fá ekki að fljóta með. Ókei, setjum hann niður með gítarinn í Félagsheimili Harðangursfjarðar í Norge. Mig langar ekkert þangað.
Jibbedydonk.
Elsku ástin mín (hérna heldur hann að ég sé að gera eitthvað stórkostlegt af mér en ókei, allt fyrir ástina).
Ég elska þig jafn mikið og ég gerði þegar þú fórst. Ég get ekki borðað, ekki lesið og ekki bloggað. Það er nefnilega búið að loka fyrir rafmagnið.
Gengur ekki, kaldhæðni í ástarbréfum er nónó.
Ég gæti ekki verið væmin á blaði þó líf mitt væri undir.
Ég gæti hins vegar alveg átt það til að gerast smá klúr til að fá ástina mína til að brosa.
Elsku draumaprinsinn minn, ég sakna þín mest í við gúrkurekkann í Hagkaupum og þangað fer ég þegar þrá mín eftir þér verður hvað öflugust, ég styn af frygð innan um grænmetið, allt frá kúrbítum að ætiþislahrúgunni.
Ég gefst upp, ég er í alvörunni smáborgaraleg í ástarmálum, sko hvað varðar svona ástarjátningar. Svo er ég hrædd um að einhver kæmist í bréfið og myndi setja það á netið og hringja á væmnilögguna nú eða klámlögguna ef ég fer í klúru deildina.
Af hverju á maður að búa til sönnunargögn gegn sjálfum sér?
Hvað hefur maður ekki oft orðið ástfanginn í bríari í svo sem eins og vikutíma nú eða sólarhring þegar best (verst) lét?
Haldið þið að það væri gaman að hafa skriflegar heimildir um tilraunastarfsemi með eigin hormóna?
Arg.
Þá er best að lyfta tóli og tala í gegnum sæstrenginn.
Ég gæti sagt:
Söknuður, sorg, blíða, ást, gredda (nú eða þrá), svefnleysi, hungur eftir hlátri og samræðum, hahahahahaha, búhúhúhúhú og komdu heim - núna.
Love you darling.
Nei, ég þarf örugglega að leita á önnur mið eftir tekjulind.
Ástarbréfahöfundur verð ég ekki úr þessu.
P.s. Ég öfunda samt smá vinkonur mínar sem eiga ástarbréf í skókössum upp á háalofti.
Það er einhvers konar "Notebook" og "Bridges in Whatevercounty" yfir því.
Ástarbréf í akkorði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Spaugilegt | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2987258
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
glákan mín leyfir ekki svona langan lestur.
Brjánn Guðjónsson, 25.8.2009 kl. 21:29
Ég á svona bunka með slaufu og allt :) Svakalega gömul ástarbréf...en ástarbréf engu að síður. Hef aldrei skrifað slíkt sjálf
.......sem kannski skýrir ýmislegt svona þegar ég hugsa um það
Heiða B. Heiðars, 25.8.2009 kl. 22:06
Madisoncounty....
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 22:15
Ég gæti hæglega unnið fyrir mér við svona ástarbréfaskriftir! Ég er líka svo ljúf og góð og alltaf ástfangin........
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 22:16
Takk fyrir bréfið, þetta er svo gott fyrir svefninn.
Sigurður Þorsteinsson, 25.8.2009 kl. 22:56
Fríráð dagzinz, mar á aldrei að geyma ázdarbréf...
Steingrímur Helgason, 25.8.2009 kl. 23:17
Nei Hrönn: Ég er alveg með þetta á hreinu "Whatevercounty".
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2009 kl. 23:18
hehe whatever.....
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 23:23
LOL, nei þú munt seint geta selt þig á "rósrauðu skýi" EN að einhver "fjölmiðill" sé ekki fyrir lifandis löngu búinn að fá sig í lið með sér - bara skil það ekki!!!!
Held ekki til "beinskeyttari/nauðsynlegri" penni á landinu í dag, þú hefur allt sem þarf - frábær penni, með mjög sterka réttlætiskennd, getu til að sjá hlutina í "óvenjulegu" ljósi (íronía er rosalega "holl" þó ekki allra "cup of tea" en líka á fárra færi að geta miðlað henni til fjöldans!). Þú ert mannleg á allann hátt, með þína "háværu" kosti en líka galla, ekki fullkomin - frekar en neitt okkar (nema þú opin um þína sem við flest ekki!)
M.ö.o. ég er aðdáandi ;-)
Ps. Og það þó einstaka sinnum ósammála þér :-)
ASE (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:30
Jónína Dúadóttir, 26.8.2009 kl. 06:43
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:15
Hehehehe var ég búin að segja þér hvað það er gott að lesa þig á miðvikudögum? Neip ekki það........... en bara svo þú vitir það þá á ég alveg eins bunka eins og Heiða með sluffu og alles! Og skrifaði mörg frá Norge en ekki frá Hardanger heldur Sunnmöre.
Ía Jóhannsdóttir, 26.8.2009 kl. 08:35
Þið eruð hvort öðru skemmtilegra gott fólk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.