Leita í fréttum mbl.is

Bestasta forsetafrúin

Dorritt 

Ég var laumuaðdáandi Dorritar.

Þangað til á Olimpíuleikunum í fyrra að ég gerðist öflugur og yfirlýstur aðdáandi hennar, þ.e. ég kom út úr skartgripahvelfingunni og bloggaði um hana aftur og aftur í öflugu krúttkasti.

Hún var svo mikið krútt með fánann í Kína.

Hún borgaði líka fyrir sig sjálf og það hefðu margir, eins og eiginmaður menntamálaráðherrans fyrrverandi mátt gera, þá var nefnilega útrásin enn í fullu gildi (héldum við) og hann hjá Kaupþingi.

Svo sagði hún að Ísland væri stórasta land í heimi.

Þá kolféll ég fyrir þessari konu.

Viðurkenni reyndar að þegar hjónin rifust í blaðaviðtali fór ég aðeins niður fyrir frostmark í hrifningunni en áttaði mig svo á því að Dorrit lagði sitt lóð á vogarskálarnar gagnvart minni genetísku óbeit á konungum og forsetum en ég tel svoleiðis fyrirkomulög vera smáborgaralega tímaskekkju.

Viðtalið skoraði nefnilega hátt á aulahrollsskalanum.  Manni langaði alveg til að það væru engin forsetahjón á skerinu á því mómenti.

En Dorrit er vel tengd.  Það er ekki kjaftur sem er eitthvað í peninga- og listaheiminum sem hún þekkir ekki.

Fólk skal ekki vanmeta framlag þessarar konu gagnvart Íslendingum.

Ég meina allt þetta þekkta lið hleður á sig skartgripum þar er Dorrit á heimavelli og hún hefur komið mörgum listamanninum til aðstoðar.

Ég er á því að leggja niður forsetaembættið enda er það bölvaður ekkisens hégómi og svo má ráða Dorrit til PR-starfa og almennra reddinga.

Og hér er ég ekki að grínast.  Þessi kona hefur verið okkur betri en enginn.

Dorrit er bestasta forsetafrúin sem við höfum átt til þessa.

Það má viðurkennast hvað sem fólki annars finnst um eiginmanninn víðförla.

Áfram Dorrit.

Meiningin var annars að blogga um ökklann eða eyrað í viðhorfi fólks til Dorritar áður en ég missti mig í mæringarnar.

Hvar er hin hófsama lína fólks í skoðunum á fólki eins og Dorrit?

Konan sem talað er við í fréttinni missir sig af hrifningu og þakklæti.

Aðrir fá nánast hjartastopp af neikvæðni bara við að heyra nafni hennar hvíslað.

Halló - höldum okkur í hófsemdinni (jájá, ég hef nefnlilega svo mikið efni á að prédika þar).

Úje.


mbl.is Dorrit fékk Kate Winslet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæl Jenný

forseta frúin er frábær að sjá hana og heyra einlæg, Hún má alveg sleppa sér eins og annað fólk það gjörir hana meira aðlaðandi.

Jón Sveinsson, 25.8.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér líst vel á hana

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 18:39

3 identicon

Hún hefur verið,mun vera og er alltaf flott:):):):):):)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hún lífgar upp, það er mikils virði. Fólk má hafa hvaða skoðun sem er á manninum hennar en hún sjálf stendur alveg fyrir sínu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.8.2009 kl. 19:29

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er ekki alveg að ná þessu.  Hvað er svona merkilegt við það að kona sem er verndari kvikmyndarinnar standi sig í stykkinu.  Það stóð henni næst með öll sín sambönd við elítuna í Stóra Bretlandi að finna einhvern til að lesa inn á myndina.

Ég nenni nú ekki að hoppa hæð mína yfir því að hún pikki upp símann og hringi fáein símtöl (sem við almenningur borgum) og reddi málunum. 

Alveg óþarfi að auglýsa þetta sem eitthvert kraftaverk.  Konan var bara að gera það sem allir hefðu gert í hennar sporum sem verndari myndarinnar og með sambönd í lagi.

Jenný frussssssssssss...... besta forsetafrú sem við höfum átt ertu ekki að grínast, jú ég held það.

PR fyrir landið heheheheheh ................. 

Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2009 kl. 19:33

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Dorrit er bara frábær, einlæg og "nice". Langmesta krúttið af öllum sem komnir eru yfir fertugt...

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.8.2009 kl. 19:37

7 identicon

l, Jenný.Ég er voða hrifin af Dorrit. Mér finnst hún  eðlileg og yndisleg.Það er þetta með “stórasta land í heimi.” Þetta er mjög rökrétt stigbreyting á lýsingarorðinu stór, þ.e.a.s. hjá þeim sem eru að læra tungumálið og hafa þegar lært að stigbreyta lýsingarorðið fallegur. “ fallegasta land í heimi” Rökrétt, virðingarverð viðleitni og eitthvað svo krúttlegt, svo ég noti þitt orðalag.

Kveðja,

Kolbrún Bára

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 19:52

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ía: Hvaða kuldi er þetta út í Dorrit?  Hún er fín og sæt og almennileg.

Vil ekki einhverjar uppþornaðar snobbjúfertur á Bessastaði.

En auðvitað á að bronsa Vigdísi - hún var allt í senn og verður aldrei toppuð.  Enda bæði forseti og forsetafrú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband