Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Stöð 2 hin íslenska gula pressa?
Ekki ætla ég að blogga um morðmál.
En ég tengi á fréttina vegna þess að mér er svo nóg boðið eftir að hafa horft á umfjöllun Stöðvar 2 um þetta sorglega mál að mér finnst að ég verði að blogga um það.
Fólk sem ég hef talað við á ekki orð.
Þarna fór skólasjónvarpið yfir öll mörk í auvirðilegri "fréttamennsku" með nærmyndum af blóði og viðtali við nágranna þess grunaða.
Sá lýsti í smáatriðum áverkum á þeim látna.
Hvað á þetta að þýða?
Eru þetta kjánar sem reka fréttastofu Stöðvar 2?
Er þeim ekkert heilagt?
Reyndar hafa fréttirnar hjá þeim dalað að því marki að hér á bæ eru þær kallaðar upphitunarfréttir.
Ergó: Yfirborðskennd umfjöllun um atburði og svo þessi gulupressu fréttamennska sem gerði endanlega út um mitt áhorf á stöðina.
Enda ekki af miklu að missa.
Ég vildi að Heimir Már Pétursson myndi skella sér á annan miðil. Einfaldlega of góður fyrir þessa málamyndafréttastofu.
Sá sem hleypti þessu í loftið má skammast sín og það niður í tær.
Hér er innslagið. Ekki að ég mæli með því.
Úrskurðaður í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2987255
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvaða hvaða Jenný, voða ertu orðin viðkvæm
Katrín Linda Óskarsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:37
hef ekki (fyrr en í kvöld)horft á stöðina lengi (vegna kompáss & ísland í dag)og nú fær hún enn lengra frí
Tryggvi (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:37
sá þetta og ofbauð, gat ekki orða bundist frekar en þú
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 21:45
Svona fréttamennska á alls ekki heima hér á litla Íslandi, allt of margir sem tengjast málinu beint og óbeint. Ég hugsa að það hafi ekki heldur verið auðvelt fyrir aðstandendur gerandans að heyra þetta... Subbulegt svo ekki sé nú meira sagt!
Fréttastofan hefur reyndar sent frá sér afsökunabeiðni, ekki vegna flutningsins þó, heldur vegna þess hve illa þetta kom við aðstandendur hins látna.
Held að sá sem samdi þetta fréttainnslag sé samviskulaus...
guðný (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:55
Katrín Linda: Þekkjumst við? Ég kannast ekki við þig, hvernig í ósköpunum telur þú þig vita um viðkvæmni mína eða skort á henni?
Ekki fíflast með svona mál.
Þarna var framið morð.
Margir eiga um sárt að binda. Er einhver viðkvæmni falin í því umfram það sem eðlileg er?
Ertu í BH eða hvað?
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2009 kl. 22:05
Þarna missti góður vinur minn barn sitt á hræðilegan hátt og ég verð að segja, að svona "fréttamennska" ber vott um algjört tilfinninga og dómgreindarleysi "fréttamanna".Kannski fannst þeim bara allt í lagi að gefa skít i aðstandendur, þar sem þetta voru "þannig" manneskjur sem lentu í þessum hræðilega atburði og gleymdu því að "þannig"manneskjur eiga líka í flestum tilfellum foreldra,systkini og aðra nána sem syrgja nú sárt!Hafið skömm fyrir!!
Konráð Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 22:12
Fannst þetta ógeðslegt og fegin að börnin mín voru farin frá borði þegar fréttin skall á.
M, 18.8.2009 kl. 22:18
Ég heyrði þetta óvart.Ég sé ekki tilgang st 2 með þessum fréttaflutningi.Okkur kemur þessar lýsingar ekkert við.Viðmælandi ætti að fá áfallahjálp og var (er) greinilega í sjokki.Ekki er nokkur möguleiki á að keypt verði áskrift af þessum miðli .Virðingaleysið er algjört.Skömm að þessu.Ég votta öllum aðstandendum samúð mína .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:23
Þetta var ömurlegt - ég slökkti. Geri þeim það ekki til geðs að horfa á svona óvönduð vinnubrögð!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 22:28
Ég er alveg sammála þér Jenný, mér var ofboðið þegar nágranni fór að lýsa því hvernig hinn látni var útleikinn.
Katrín Linda; Mér þætti gaman(nei, mér þætti það reyndar ekkert gaman) að sjá hvernig þér yrði við ef sonur þinn lenti í því að vera myrtur - tættur í sundur - ætli þú myndir ekki verða ofurviðkvæm ef einhver færi að lýsa því hvernig verknaðurinn lék hann ..
Fyrsta sem ég hugsaði með mér þegar ég heyrði fréttina - var; "Guð gefi að nánir aðstandendur þeirra sem málið varðar séu ekki að hlusta á þennan hrollfréttaflutning!" ...
Tiger, 18.8.2009 kl. 22:28
Fyrir löngu hætt að horfa á fréttir Stöðvar 2 en ákvað að kíkja á þetta og gjörsamlega ofboðið. Það dó ungur maður, sem á aðstandendur sem eiga um sárt að binda. Hvernig datt þeim í hug að fjalla svona um málið, er ekkert heilagt lengur!
ASE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:10
Þar fauk síðasta fjöðrin úr hatti stöðvar 2 sem má nú kallast yfirlýst sorasjónvarp. Þetta er ekki fréttamennska - þetta er bjánaskapur og ber vott um fullkomið dómgreindarleysi og félagslegan vanþroska.
, 18.8.2009 kl. 23:44
Stöð 2 og visir.is (sem var búin að slá sér upp á sláturhúslíkingunni fyrr í dag) gaf ekki bara skít í aðstandendur þeirra sem tengjast þessari ógæfu heldur gaf hún skít í allt venjulegt fólk með lágmarks skynsemi og sómakennd. Og að svona ósóma sé ljáður virðuleiki og fágun með því að láta Eddu Andrés lesa hann...
Oddný H. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:47
algerlega sammála þér.. það sem kom fram í fréttum stöðvar tvö var algerlega óþarfar upplýsingar.. og hugsið ykkur hvaða áhrif þettahefur á aðstandendur þess myrta !!
Algerir fáráðar sem þarna stjórna og eiga...
Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 00:07
Er ekki bara málið að nú hefur höfðingi útrásarvíkinga sett inn sektarákvæði á fréttamenn 365 miðla. Ef þeir tala óvarlega um útrásarvíkinga verða þeir að greiða mánaðarlaun sín í sekt til stöðvarinnar.
Þeir gera þá krassandi fréttir um eitthvað sem særir ekki Jón Ásgeir og aðra útrásarvíkinga.
Ég er sammála, þessi fréttaflutningur var ógeðfeldur og óþarfur með öllu.
Held þeir ættu frekar að snúa sér að því sem skiptir máli og fletta ofan af útrásarvíkingum og sjá til þess að menn verði sóttir til saka í gjaldþrotamáli Íslands. Það geta fjölmiðlar og það eiga fjölmiðlar að gera.
Ég er löngu hættur að líta á 365 miðla sem fréttamiðil, þetta eru í mínum huga hagsmunasamtök Jóns Ásgeirs og co. sem villa á sér heimildir með því að kalla sig fréttamiðla.
Heimir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:31
Sem betur fer er lífið oftast fallegt, en það getur tekið á sig ljótar myndir. Fréttamennska af því tagi sem hér um ræðir þjónar engum tilgangi. Hér er gjaldþrota miðill að velta sér upp úr ólánssömum einstaklingum án nokkurs tillits til þeirra sem næst þeim standa. Horfði og hlustaði á þetta í forundran. Varð hugsað til fjölskyldna piltanna. Fylltist reiði og skipti snarlega á RÚV.
Björn Birgisson, 19.8.2009 kl. 01:01
Ekki sýndi fréttastofa Stöðvar2 heldur snefil af virðingu fyrir þeirri látnu eða aðstandendum hennar þegar íslensk stúlka var myrt í Dóminíska lýðveldinu sl. haust; þar var frásögnin með allt öðrum blæ en þegar sagt var frá málinu í fréttatíma RUV.
Vala Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 02:01
Sammála þér Jenný.
Stöð tvö er ekki heimilisvinur hér á bæ.
Þröstur Unnar, 19.8.2009 kl. 09:07
Við vörum við óhugnalegum lýsingum sjónarvotts og það var lögð mikil áhersla á að það kæmi fram. Heyrðuð þið þetta ekki mjög skýrt og hátt, allavega gerði ég það. Ef ég fæ að vita fyrirfram um að eitthvað óhugnalegt eða ljótt er að gerast í fréttum þá horfi ég ekki á það, skipti um stöð EF ég þoli ekki svoleiðis. Hvað með ykkur? Enn allavega my point er að það var VARAÐ við og þá er það okkar mál hvort við horfum eða ekki. Það vita allir út á hvað fréttir snúast, fréttir eru yfirleitt eitthvað kræsið, ljótt hvort sem það er stöð 2, rúv eða erlendar stöðvar, það er bara okkar mál hvort við viljum fylgjast með þeim eða ekki. Þetta er skelfilegt mál í alla staði og finn til með fjölskyldu fórnalambsins, stundum spyr ég mig að því, var fjölskyldan búin að gefast upp, syrgja þau viðkomandi, fær hann sæmilega jarðaför. Hvers vegna velti ég þessu fyrir mér? Jú ég hef lent í aðstæðum þar sem óreglumaður lést og enginn vildi vita af þeim manni, fjölskyldan vildi ekkert af honum vita og sagði bara brenna og í klósettið eða eins og þetta væri sígarettu aska, fjölskyldan var fegin, mjög fegin að þessari útlegð af þessu manni væri búin og það var engin jarðaför haldin handa honum. Því miður allt vegna þess að maðurinn lenti í óreglu og í hring dauðans.
Heimurinn jú getur verið hrottalegur og við búum engan veginn í Bómul á Íslandi. Svo er bara spurning viljum við fylgjast með eða ekki, ég hef þó valið sjálf hvort ég vilji horfa á og nærast á fréttamennsku eða ekki. Ég kýs að horfa ekki, tilhvers segi ég nú bara, hvað hef ég uppúr því? NADA.............
Iris (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:35
Íris: Furðuleg varnarræða.
Það að stöðin hafi aðvarað fólk gerir umfjöllunarháttinn engu smekklegri.
Það er það sem verið er að ræða júsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2009 kl. 09:48
Nákvæmlega Íris!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 10:03
Þetta er ekki engin varnarræða, hverju er ég að verjast fyrir? Fréttir er eitthvað sem alltaf þarf að varast, fréttir er ekki falleg umfjöllun, ég bara get ekki séð neitt fallegt við fréttir hvort sem þær eru settar upp hjá rúv, stöð 2 eða annarstaðar, ef við sjáum þetta ekki í sjónvarpinu þá lesum við um það í blöðum, heyrum um það á götunni, ALLTAF eitthvað DJÚSÍ í gangi í fréttum, hvort sem okkur líkar það eða ekki og hvort það er hjá hinum eða þessum, enn alltaf okkar val sjáðu til.
Iris (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:28
Þú skilur ekki hvað um er að ræða.
Það er líka "val" fréttastöðva hvernig þeir fjalla um viðkvæma atburði.
Ætla þeir að velta sér upp úr blóðinu og tala um smáatriði eða fjalla um atburði á faglegan hátt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2009 kl. 11:02
Skil alveg fullkomlega hvað er verið að ræða um og er að koma minni skoðun á framfæri um fréttir yfir höfuð, það skiptir akkúrat engu máli hvort þeir fjalla um þetta á faglegan hátt eða ekki, þetta er bara viðkvæm og ljót frétt hvort sem það sést meira blóð eða fjallað um það á einhvern annan hátt þá er þetta LJÓT frétt og ÉG kaus að skipta yfir á stöð sem bara bíður ekki upp á fréttir, mjög einfalt. Að sitja yfir fréttatíma sem sýna sprengd hús, flugslys, blóðuga bardaga, morð og það hefur ekkert að gera með það hvort þetta sé gert á faglegan hátt eða ekki er eitthvað sem ég get valið um að gera ekki, fréttir eru fréttir, faglegar eða ófaglegar, always the same shit different chanel.
Iris (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:34
Þröstur! það er ekki nóg að vara fólk við að eitthvað ógeðslegt sé að fara að koma í sjónvarpinu! AUÐVITAÐ horfði fjölskylda þanns myrta á fréttina til að vita hvað sagt yrði um nýlátna son/bróður sinn! og það sem kom fram í fréttinni kom nákvæmlega engum við! og ég veit það fyrir víst að fréttin kom öllum á heimilinu í mikið uppnám!
. (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:46
Bara orðið sláturhús í fyrirsögninni varð til þess að ég sneiddi hjá þessari frétt á visir.is, það skýrir sig sjálft. Lágkúra.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.8.2009 kl. 16:21
Íris; þú ert ljóti fávitinn. Þó að þér hafi tekist og þér þóknist og þér blabla og blabla .. að skipta yfir á aðra rás vegna ljótleika frétta - þá er ekki þar með sagt að nánir aðstandendur, móðir, faðir - systkyn eða eiginkona og börn þess látna (ef einhver eru) hafi haft styrk og þol til að skipta eins og þér - hetjunni - tókst að gera! Húrra fyrir þér auli.
Nánir aðstandendur sem höfðu bara heyrt af þessu - en ekki á þann máta sem lýst var á Stöð 2 - hafa sannarlega og nokkuð örugglega setið lömuð af skelfingu yfir því sem þau heyrðu - og sannarlega komdu ekki með þá aulauppástungu að þau hefðu bara átt að skipta um rás for crying out lout! Reyndu ekki að verja stöð tvö með því að segja að það sé okkar mál að skipta um rás - það er nánast öruggt að ef fjallað hefði verið svona um mann þinn, bróður eða föður - þá hefðir þú EKKI SKIPT UM RÁS heldur orðið alveg brjáluð og látið fjandan lausan!
Ég væri til í að sjá þann sem ber ábyrgð á því að fréttin fékk að fara í loftið - fjúka af launaskrá sem fréttamaður/kona! Ömurlegt mál bara.
Tiger, 19.8.2009 kl. 17:55
Sá sem sá um þessa frétt á Stöð 2 er sá sami og sá um fréttina í DV af manninum á Ísafirði og sagt er að hafi valdið því að hann framdi sjálfsmorð.
Hann virðist æstur í hasar. Ekki það að það er að sjálfsögðu ritstjórn/fréttastjórn á hverjum stað sem ber ábyrgð á fréttum
Heiða B. Heiðars, 19.8.2009 kl. 19:22
Ég átti ekki orð þegar ég heyrði lýsingarnar frá nágrannanum, að fréttastofa stöðvar 2 skyldi setja þetta í loftið degi eftir morðið, viðurstyggilegar lýsingar af útliti hins látna og hvernig hann var leikinn eftir morðingjan.
Ég gat ekki annað en hugsað til foreldra hins látna og fjölskyldu hvernig þeim yrði við að heyra þessa lýsingu. Vonaði hreinlega að þau væru ekki að horfa á fréttirnar.
Þeir báðust afsökunar í fréttum áðan, en mér finnst það bara ekki nóg.
Skammarlegt!
..og ótrúlegt að fólk skuli vera að verja þetta hér fyrir ofan.
ThoR-E, 19.8.2009 kl. 19:56
Algjörlega ótækt. Algjörlega.
Þetta er stöð sem er búin að starfa í mörg ár - og hafa ekki betri starfsreglur eða standard í umfjöllun en þetta er einfaldlega ótrúlegt.
Slík efnistök ná ekki einu sinni uppí sorpstatus. Þetta er lægra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2009 kl. 17:41
Breaking News! Nýjustu Fréttir!
365 fréttir eru drasl! Kemur hverjum á óvart? Til að vera sanngjarn, þá eru 365 miðlar nú ekki einir um draslið. Morgunblaðið.....
í fyrra birti fréttastofa stöðvar 2 frétt um Taser-mál í kanada sem var uppspuni og lygi frá a-ö. Málið var sagt sönnun þess að Taser sé ekki hættulegur, og drepi ekki fólk......alltsaman kjaftæði. Kannski tilviljun að umboðsmaður Taser á Íslandi er eða var á þeim tíma dagskrágerðarmaður á 365?
Já gott fólk, gula pressan, sorp, drasl, áróður og þvæla......
magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:01
Veit einhver hvernig hægt er að koma athugasemdum um útsendingar Stöðvar 2 á framfæri innan stofnunarinnar?
Agla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 07:41
ég held það þurfi ekki síður að hugsa til ættingja gerandans í þessu sambandi.. allt blásaklaust fólk í mikilli sorg yfir þessum ljóta viðburði sem átti sér stað! Við höfum öll misst eitthvað á sinn hátt!
Guðný Lára, 21.8.2009 kl. 09:19
Þeir eru líka að endursýna nánast alla dagskráliði sína. Þannig að ef einhver er áskrifandi af stöð 2 hvet ég hann til þess að hætta áskrftinni, amk þangað til að þeir fara að sýna nýrra efni. T.d. þarf ekki annað en að kíkka á youtube til að sjá hver vann America's got talent season3. Nú svo er það Hells Kitchen og fleiri þættir sem eru eldgamlir og hægt að nálgast þá alla á netinu. Svona rekur maður ekki sjónvarpsstöð. Eini plúsinn er íslenska efnið sem að mínu mati á heima hjá Rúv eða að Stöð 2 bjóði okkur að kaupa eingöngu askrift að íslenska efninu.
Eftir að Sölvi hætti hjá St-öð 2 er nánast ekkert varið í Ísland í dag, með fullri virðingu fyrir hinum sem þar starfa. Það vantar meiri rannsóknarmennsku í þá.
Ergo: Allir að hætta með Stöð 2, það er verið að taka ykkur feitt í ra....
Jóhann Már Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 16:13
Sölvi var eins og engill dauðans á Stöð 2. Barnslegt bros út á við, en undir bjó eitruð naðra. Gat aldrei unnt viðmælendum sínum sannmælis, ef hann var ekki sammála þeim. Sakna hans nákvæmlega ekki neitt.
Björn Birgisson, 21.8.2009 kl. 19:49
Væri þetta ekki alveg sambærilegt? Eða þarf ekki að sýna neina nærgætni gagnvart dópistum og öðru ógæfufólki? Bara okur "hinum" dæmigerð smáborgurunum?
Skeggi Skaftason, 21.8.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.