Mánudagur, 17. ágúst 2009
Hvar voru allir?
Ég tengi algjörlega við Katy Perry hérna.
Hún lá á bæn þegar hún var barn og grátbað guð um að gefa sér stór brjóst.
Ég var að vísu að biðja um aðra hluti þegar ég var lítil (minni).
Í fyrsta lagi bað ég heitt og innilega um að guð myndi láta einhvern vilja giftast mér en ég var alveg viss um að enginn maður vildi þekkjast mig út af freknunum.
Vá hvað guð svaraði og svaraði og svaraði. Vona að hann sé hættur að bænheyra. Ég kæri mig ekki um fleiri eiginmenn.
Þess vegna segi ég, "be careful what you wish for" guð gæti verið í stuði.
En svona í framhaldi af því þá fékk ég bakþanka eftir að hafa talað við guð um eiginmannsvandræði framtíðarinnar.
Af því ég var níu ára og vissi að hjón sváfu í sama herbergi þá stóð ég frammi fyrir ógnarstóru vandamáli.
Hvernig átti ég að skjótast úr fötum í náttföt?
Maðurinn myndi örugglega vera á sama tíma í herbergi og gera mér það ókleyft.
Vá, hvað þetta vafðist fyrir mér.
Ég henti mér því á bæn aftur og bað hann um stórt baðherbergi sem ég gæti skotist inn í.
Ég var alveg búin að teikna þetta í höfðinu á mér.
En það sorglega er að ég hafi verið svona uppfull af innrætingu strax í barnæsku.
Það hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að það væri hægt að lifa lífinu án eiginmanns.
Ha?
Ég var sorglegt barn.
Hvar voru allir sem áttu að kenna mér að hugsa?
Hmrpf....
Bað Guð um stærri brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Trúmál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég fékk stóru brjóstin
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:21
mig langar í stærri brjóst
Brjánn Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 22:24
Ég bað hann heitt og innilega um að það yrðu engin stríð... hann hefur líklega verið busy að láta þínar bænir rætast!
Annars hefur mér sýnst að allavega einhver hafi, svona öðru hvoru, séð um að kenna þér að hugsa.....
Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 22:29
Gvöð - ekki man ég hvað ég bað um sem barn. Kannski bara alheimsfrið eins og fegurðardrottningarnar En ég man greinilega eftir bænum um kærasta þegar ég varð aðeins eldri - rosalega sem þetta kærastavesen sest á sálina á manni þegar maður er gelgja. Það er þó öllu verra hvað það eldist lítið af manni
, 17.8.2009 kl. 22:39
Ég bað ekki um þau svona stór
Ég er passleg á alla kanta í dag og gæti þess hvers ég óska mér því það gæti ræst og ekki víst að það sé endilega til góðs.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:46
Ekki bað ég um nein helv.... brjóstin, fékk þau samt. Helv. fo.. fo.. .
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2009 kl. 00:36
Það er mjög mikilvægt að vera nákvæmur í bænum sínum. Fyrst ber að geta mikilvægi þess að hafa greipar spenntar og halda þeim þannig út bænina, því annars gæti sambandið rofnað.
Man eftir einni mjög mjög mikilvægri bæn þegar ég var svona 10 eða 11 ára. Ég var að fara í landafræðipróf sem ég hafði ekkert getað lesið undir. Og smáatriði urðu að vera á hreinu:
"Góði Guð viltu láta mér ganga vel í prófinu á morgun. Amen"
...úps nei þetta gæti misskilist.
"Ég heiti Sigþrúður Þorfinnsdóttir og er í 11 ára bekk í Hlíðaskóla og prófið er í landafræði. Ame..."
Nei meira.
"Prófið á morgun er sem sagt þann 11. nóvember 1978 klukkan 9. Það er í stofu nr.2 og byrjar kl. 9...sko um morguninn. "
Gæti enn misskilist.
"Kennarinn minn heitir Guðfinna og þetta er í suðurálmunni í skólanum, þessari neðri" AMEN "P.s. Ég er líka stundum kölluð Dúa og það var að marka það sem ég sagði þegar ég leysti hendurnar frá hvor annarri til að klóra mér." AMEN"
Dúa, 18.8.2009 kl. 01:51
Sama hversu nákvæmar bænirnar eru, munu þær ekki vera orsök neinna breytinga. "Já, nei, eða kannski". Þvílíkur brandari.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 03:21
Neptúnus: Veistu að það er til kennd, eiginleiki sem heitir húmor?
Já, ég er að segja þér satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2009 kl. 07:56
Fer með morgunbænina: Láttu djúsvélina bila.
Ía Jóhannsdóttir, 18.8.2009 kl. 08:19
Held ég hafi bara beðið um að verða fræg
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2009 kl. 10:03
sussu. ég klikkaði algerlega á að gera þetta eins og Dúa. útbúa bænaskjal í þríriti, undir handleiðslu lögfræðings og fá því þinglýst.
enda ég aldrei bænheyrður
Brjánn Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 10:08
Þetta er vissulega fyndin frétt. En það sem er ekki eins fyndið er sú staðreynd að manneskjan hélt í alvörunni að guð hefði bænheyrt sig. Það er veruleikafirring og hroki á háu stigi að halda að guð hafi meiri áhuga á brjóstastærð hennar heldur en t.d. krabbameinssjúklingum sem biðja til guðs án árangurs.
Kristján Hrannar Pálsson, 18.8.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.