Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Ekki fyrir viðkvæmar sálir!
Ég veit ekki hversu oft síðan í október s.l. ég hef gargað í himininn um að nú sé komið nóg.
Venjulega gerist þetta þegar nýjar fréttir berast af ótrúlegri spillingu og siðleysi sem hér ríkti fram að falli og gerir greinilega enn.
Samt heldur maður áfram að fá nóg, aftur og aftur. Þetta endar með lasleika.
En eftir að hafa horft á umfjöllun Kastljóss í kvöld þar sem tengsl manna í skilanefndunum eru rakin er mér algjörlega nóg boðið.
Ég á ekki nógu stór orð til að lýsa líðan minni og reiði.
Allar upphrópanir, öll lýsingarorð sem ég á til ná ekki að koma því á framfæri hversu misboðið mér er.
Skilanefndirnar eru eins og ættarmót náinnar fjölskyldu.
Sem liggja í tjaldi hvor hjá öðrum.
Fyrrverandi starfsmenn bankanna fara beint í skilanefndir þeirra.
Svo veita þeir vinnu til eigin lögfræðistofa eða til ættingja og vina.
Þegar þeim er vikið frá þá eru þeir ráðnir samstundis aftur.
Að tala um að senda manni fokkmerkið!
Vitið þið að okkur er ekki við bjargandi á þessu landi ef þessu fer fram deginum lengur.
Forstjóri FME segir að þetta sé löglegt sí eða svo. Mikið rosalega er búið að verja margan ógeðslegan mástaðinn með að hanga í því hvað sé löglegt og þar með leyfilegt.
Það er nefnilega ekki hægt að setja siðferðisvitund í lög.
Það erum við skattborgarar sem borguðum himinháar launagreiðslur skilanefndarmanna og undirverktaka þeirra alveg fram í apríl.
Það má vera að fólk fjölmenni til að mótmæla Icesave, gott mál, en staðreyndin er samt sú að við sem þjóð berum þar vissa ábyrgð vegna þess að heimskulegir ráðamenn létu glæpamennina ekki gera dótturfélag úr ræningjafélögunum heldur gáfu út fjárhagslegan dauðadóm á okkur almenning.
En við þurfum ekki að hafa skilanefndirnar svona. Við komum þeim frá hvað sem öllu kjaftæði líður um að viðsemjendur þeirra vilji ekki skipta þeim út.
Fari þeir þá og veri. Þetta er einfaldlega ótækt.
Nú vil ég þramma út á göturnar.
Ég er til í að verða verulega óviðkunnanleg í fasi.
Ég skal ekki láta mig vanta.
Bölvaðir bankadólgarnir eru nefnilega enn að raka inn seðlum.
Af bankahræjunum.
Nú bið ég ykkur að afsaka mig á meðan ég garga mig hása og...
klæði mig í herklæðin.
Og kæri Steingrímur J. fjármálaráðherra.
Ég hef lengst af treyst þér fremur öðrum stjórnmálamönnum. Þér og Ögmundi reyndar.
Þetta getur þú ekki boðið okkur upp á.
Þarna er farið yfir öll mörk.
Vinsamlegast gerðu eitthvað og það strax.
Farið með æðruleysisbænina áður en þið horfið.
Varúð, varúð, varúð, ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987157
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Var ekki verið að tala um að við yrðum að fyrirgefa ,, Davíð" greyinu af því að hann hafði ekki nægilega þekkingu þegar hann gaf útrásarvíkingunum lausan taumim. Og þetta er allt afleiðing af því. Ég skil samt ekki hvers vegna þarf að ráða sama liðið aftur.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.8.2009 kl. 20:25
Ég held að þú talir þarna fyrir munn margra.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 20:35
Halló !
Þurfum ekkert áramótaskaup.
Sýna þess í stað,Kastljós-þáttinn 12.ágúst........
tvisvar.
Kv.
Dagný L.
Dagný L. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:39
OG þessar nefndir neita að gefa viðskiptaráðherra upplýsingar um hvernig er vílað og dílað. Þagnarskylda skv. lögum. Viltu bæta við erindið til Steingríms og Ögmundar að breyta þeim lögum. Prontó.
http://eyjan.is/blog/2009/08/12/bankar-og-skilanefndir-neita-vidskiptaradherra-um-upplysingar-um-yfirtekin-fyrirtaeki/Solveig (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:45
Nefnilega.....
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:11
Guð minn góður þetta er miklu verra en ég hélt og hélt ég þó allan andskotan. Takk fyrir að benda mér á þetta. Missti af kastljósinu áðan. Hvað getum við gert til að koma þessum helv... glottdýrum út á kaldan klaka og reka frá landi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:14
Þetta bara versnar.
Svo eru allir á flótta undan Rússneskum sendiherra sem segir að þeir hafi boðið okkur millur strax eftri fall en flotta liðið ekki viljað Rússa hjálp.
Imba of fín Geir of hræddur og hinir í sjokki.
Um bankaliðið sem er bara ráðið aftur, þegar braskararnir flottu frá útlöndum ræskja sig, er það að segja að það er í kórnum ,,GEFUM ÚTLENSKUM KRÖFUHÖFUM ALLT SEM ÞEIR VILJA OG HANDRITIN LÍKA, ÞÁ EIGNUMST VIÐ SKO VINI Í ÚTLÖNDUM, SEM KOMA MEÐ MONNEY-PENING HANDA MÉR"
Landníðingar sem ásamt og með núverandi og fyrrverandi stjórn, ættu að skammast sín fra´og láta einhvern góðan útgerðamann (með trillu) gera út þjóðarskútuna.
Það gæti ekki verið verra fyrir börnin mín.
Mibbó
fúll á móti
Bjarni Kjartansson, 12.8.2009 kl. 21:41
Styð þig í að hrópa á torgum Jenný. Þetta er bara sukk.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 12.8.2009 kl. 21:50
Mikið er ég sammála, enda var ég að skrifa um þetta líka.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2009 kl. 22:01
Er nokkur furða að maður sé dálítið ringlaður?
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 22:44
Og nú spóka þeir sig í miðbænum glaðir í bragði vinirnir tveir.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:17
Þessi setning: "að eitthvað sé löglegt," er satt best að segja orðin afar ógeðfeld. Ég fæ verk í hjarta stað, þegar ég heyri hana. þá skynja ég að réttlætið hefur, enn einu sinni, lotið í lægra haldi fyrir óréttlæti skúrkanna.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 02:07
AAAAAARRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGG
Hvað á maður að segja?
Ásta B (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 02:40
Bara vibbi og endalsust helvítis siðleysi...ógeðslegt!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 13.8.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.