Leita í fréttum mbl.is

Af bankadólgum og klækjastjórnmálum

Fátt hefur truflað mig meira undanfarna mánuði en Icesave.

Já, ég veit ekkert sérstaklega frumlegt, allir hugsandi menn og konur eru að ganga í gengum samskonar frústrasjónir.

Ég hef myndað mér skoðun svo oft að ég hef ekki tölu á því lengur.

Þetta gengur ekki svona, þetta gerir mann lasinn.

Samsæriskenningin um að andstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé eins grimmileg og raun ber vitni sé tilkomin vegna þess að þeir vilja allt til vinna til að sprengja stjórnina og komast að völdum til að fela sannleikann sem nú virðist vera á leiðinni í dagsljósið, eins og rannsóknarnefnd þingsins hefur boðað þann 1. nóvember n.k., er farin að virka trúverðug í mínum huga.

Enginn, hvorki InDefence eða aðrir sem um málið fjalla og vilja fella samningana, hafa komið með raunhæfan valkost.

Engan skotheldan að minnsta kosti.

Icesave eða ekki Icesave er ekki valmöguleiki - við verðum að standa skil á ákveðnum hluta þessa klúðurs.

Ég má ekki til þess hugsa að gömlu spillingarflokkarnir komist aftur til valda.

Ég er hræddari við þann möguleika en en kreppuna og er þá mikið sagt.

Þá myndi Eva Joly fjúka, það er eins víst og það kemur nýr dagur á morgun.

Ég ætla rétt að vona að alþingismenn komi sér niður á þverpólitíska lausn á þessu máli og það sem fyrst.

En að ég trúi upphrópunum og lýðskrumi Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs er af og frá.

Ég gæti gubbað yfir skinheilagheitunum þegar Bjarni talar fjálglega um hagsmuni almennings. 

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.

En fólk er fljótt að gleyma.

Eins og t.d. því að það voru þessir flokkar sem sérhönnuðu aðstæður fyrir bankadólgana til að ræna íslenska þjóð bæði fjármunum og æru.

Þeir mega ekki koma nálægt stjórn landsins næstu áratugi.

Helst aldrei en ég er ekki ofurbjartsýn svo ég gef mér að þeim verði lóðsað í valdastóla af minnislausum almenningi að einhverjum tíma liðnum.

Fjandinn sjálfur.


mbl.is Boða samstöðufund á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála hverju orði og ég er hrædd við framtíðina ef D og B ná völdum á ný

Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sjálfstæðisflokknum verður að halda frá kötlunum eins lengi og hægt er.

Soffía Valdimarsdóttir, 11.8.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta Icesave verður að vera hafið yfir flokkadrætti. Ég vildi að allir þingmenn gætu hunskast til að samþykkja ályktun um að þetta mál hefði engin áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar.

Heiða B. Heiðars, 11.8.2009 kl. 11:34

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Enda Indefence bara bankastarfsmenn og hægri lobbýistar að hætti Kobba Magg, flott grein hjá þér mín kæra, kjafturinn á þér alltaf yndislegur.

En þessi "Samstöðufundur" sem þeir kalla svo verður bara hjal, fyndið að sjá stuttbuxnadrengi af hægrikantinum koma með svona Lech Walesza slagorð einsog Samstaða.

Mér sýnist málið verða fellt, en hvað svo? Bretar hafa áður bæði sént hingað her í árásir og til að nema land....sagann á það til að endurtaka sig..

Einhver Ágúst, 11.8.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Að reka Evu Joly væri ávísun á uppreisn og engin ríkisstjórn myndi lifa af slíkt uppgjör, hvorki til hægri né vinstri. Annars verður erfiðara og erfiðara fyrir mig að finna vinstrisinnaða stefnu hjá þessarri ríkisstjórn sem ætti að réttlæta að maður verði hana í óvinsælum málum. Auðmennirnir sem settu landið á hausinn sitja enn frjálsir af þeim eignum sem þeir komu undan og við eigum að borga skuldirnar þeirra. Ég er viss um að ríkisstjórnin myndi ekki eiga erfitt með að fá stuðning Ögmundar og félaga á vinstrivæng VG ef hluti af frumvarpinu um ríkisábyrgð væri áætlun um hvernig ætti að ná fénu til að greiða þessa skuld frá stóreignafólki þessa lands með Björgúlfsfeðga, Baugsfeðga og S-hópinn í broddi fylkingar. Stóreignarfólkið er hinsvegar varið af hægrikrötunum sem ekki geta hugsað til þess að trufla samstarfið við auðvaldið með einhverjum kröfum.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 12:13

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fyrr mætti nú vera fiskifluguminnið ef B og D dengsarnir fá að búa til nýja búsáhaldabyltingu á Austurvelli !

Ekki að þar hafi ekki verið saman komið fólk úr öllum flokkum í vetur sem leið -en að þessir tveir ætli að fara að kokka upp falska eftirlíkingu af því sem var einlægt og sjálfsprottið...

(og skrifaðist að stórum hluta á langvarandi spillingarstjórn þeirra eigin flokka)

Yfir slíkan skrípaleik ná varla nokkur orð, nema þá helst hið fornkveðna:

"MAKE MY DAY !"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með Heiðu B. Heiðars.

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 12:51

8 Smámynd: AK-72

Héðinn, það eru nú til fleiri aðferðir til að hindra rannsókn heldur en að reka Evu Joly með fjársvelti, neitun á afhendingum gagna vegna "bankaleyndar" o.sv.frv.. Kerfið er fyrst núna að taka almennilega við sér enda sést það að Björn Bjarna er byrjaður að skjálfa ásamt frænda sínum Bjarna, yfir því að rannsóknir séu almennilega farnar af stað.

AK-72, 11.8.2009 kl. 13:16

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

HH: Jabb, Make my day.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2009 kl. 14:21

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Anytime !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.