Leita í fréttum mbl.is

Borgarahreyfingin án þingmanna?

Ég slökkti á tölvunni í dag og hef ekki getað hugsað mér að fara inn á netið þar til núna.

Þá kveikti ég á apparatinu með hálfum hug.

Málið er að við frétt á Eyjunni þar sem sagt er frá viðtali við Þráinn Bertelsson eru árásir og ærumeiðingar gagnvart þingmanninum svo magnaðar í athugasemdakerfinu að mér varð ekki um sel.

Langaði ekkert að vera með í netgeiminu þarna um stund.

Nær allar þessar svívirðingar voru án nafns auðvitað.

Níðingar sem ráðast að fólki í skjóli nafnleyndar.

Fyrir það eitt að standa við þau kosningaloforð sem hreyfingin gaf fyrir kosningar.

En ég er hætt að skilja Borgarahreyfinguna.

Þingmenn tala saman í gegnum fjölmiðla en mæta ekki á félagsfundi hreyfingarinnar.

Eins og þetta horfir við mér þá er það fyrst og fremst þingflokkurinn sem er að kljúfa sig frá grasrótinni.

Í pistli á heimasíðu sinni sem Margrét Tryggvadóttir skrifar í kvöld segir hún Þráinn Bertelsson velkominn í samstarfið á ný.

"Margrét segir Þráinn ítrekað hafa hundsað fundarbeiðni flokksmanna frá því að ágreiningur í Evrópumálum kom upp. Henni þyki leitt „að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær“ þar með talið á vefsíðunni eyjan.is í dag. Von hennar sé „að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum“."

Ég er ansi hreint hrædd um að Margréti verði ekki að von sinni því mér sýnist einmitt að þarna séu kjósendur BH hvað háværastir.

En það er hálf undarlegt að vera að kvarta um að Þráinn mæti ekki á boðaða fundi en mæta svo ekki sjálf á fund í eigin baklandi.

Þegar allt logar þar stafna á milli.

Reyndar hef ég skilning á að Þráinn Bertelsson sitji heima því ef einhvern tímann hefur verið í gangi einelti á þingmanni þá  er það núna.

Birgitta Jónsdóttir ætti kannski að kíkja á það mál.

Kannski er Borgarahreyfingin orðin án þingmanna.

Eða kannski ég orði þetta öðruvísi.

Að þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu orðnir án grasrótar.

Það er nefnilega mun alvarlega mál fyrir þá sko.


mbl.is Margrét tjáir sig um fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Xó dó í kvöld.. því miður og enn og aftur kýs ég flokk sem bregst..

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Von mín við að ferskir vindar myndu blása um Íslensk stjórnmál, við þetta framboð ( án þess að ég hafi kosið það ) Tengdist þátttöku Birgittu og Þráinns. Og þó einkum Þráinns.

Það er ekki annað að sjá en að flokkurinn muni liðast í sundur..

hilmar jónsson, 7.8.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Voða er fólk eitthvað viðkvæmt. Átök eru ekki hættuleg, heldur nauðsynleg nýrri hreyfingu fólksins. Átök hreinsa. Allir hafa skoðanir og í BH er pláss til að blása. Við erum ekki hrædd við ólíkar skoðanir.

Margrét Sigurðardóttir, 7.8.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Við erum ekki hrædd við ólíkar skoðanir.

merkileg athugasemd Margrét í ljósi þess að þingmenn mættu ekki á boðaðan fund  BH !

Óskar Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 07:52

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi hvaða fólk er þetta, veit bara hver Þráinn er, ætlaði ekki hann fyrst í framboð fyrir framsókn?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 08:30

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vel mælt Jenný.  Það ætti að banna fólki að skrifa undir dulnefni.  Hef sjaldan séð ljótari ummæli.   

Ía Jóhannsdóttir, 7.8.2009 kl. 08:45

7 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála Jenný.

Kíkti á eyjuna í gær og þar var auðvitað fullkomlega gengið yfir strikið.  Því miður er til fólk sem telur sig þess umkomið að ata einstaklinga aur, og helst undir dulnefni.

Það er ferlegt auðvitað, en er svosem ekki að koma í fyrsta skiptið upp í þessu máli, þó sjaldnast hafi það verið verra!

En mér finnst þetta reyndar afleiðing af stöðugt verri líðan fólks og þess að starf Alþingis hefur nú um nokkurt sinn einkennst af svakalegu rifrildi, ekki átökum, og ávirðingum um landráð og svik.

Á meðan á því stendur eru útrásarræningjarnir að eyða peningunum sem við erum að borga af bráðum og ekki nokkuð sem stoppar þá í því.

Væri ekki ráð að þeir sem ekki eru í IceSave nefndum fari nú í að skoða lög um eignaupptöku og slíkt.  Þar eru held ég allir sammála og það er kominn tími á mál sem hægt er að sameinast um!

Magnús Þór Jónsson, 7.8.2009 kl. 08:54

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Eyjan er að verða ( þ.e kommentakerfið ) Samnefnari fyrir Íslenskar geðraskanir..

hilmar jónsson, 7.8.2009 kl. 12:39

9 identicon

Jenný það er bara ekkert minnst á það í stefnuskrá flokksins HÉR að leitast eigi eftir viðræðum við ESB. Þegar kosningarbaráttan var í gangi var þetta mikið bara persónukjör (sést líka í áðurnefndri stefnskrá að hreyfingin vill persónukjör) að því leiti að frambjóðendur höfðu ólíkar skoðanir í ákveðnum málum eins og ESB (og nei ég er ekki að rugla þeim saman við Lýðræðishreyfinguna). Maður kaus Borgarahreyfinguna því maður treysti þeim til að taka réttar ákvarðanir eins og málin þróuðust.

Björn Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband