Leita í fréttum mbl.is

Ætla að gerast áskrifandi að Séð og Heyrt

Britney

Ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á slúðurfréttum.

Kaupi ekki slúðurblöð, þau gera nákvæmlega ekkert fyrir mig.

Enda hef ég rekið mig á það að í íslensku samfélagi hefur fólk verið búið að gifta sig og skilja nokkrum sinnum án þess að ég hafi frétt af því og hlaða niður börnum líka á meðan ég svíf um í mínu áhugalausa ástandi gagnvart fræga fólkinu.

Mér hefur alltaf verið slétt sama hvort það hafi náðst nærmynd af píkunni á Britneyju Spears.

Eða hvort Lindsey Lohan er lessa, bíari eða einfrumungur.

Sem ég gæti alveg trúað sko, að hún væri einfrumungur, hún hagar sér að minnsta kosti eins og heilann vanti í sköpunarverkið.

Það hreyfir heldur ekki við mér hvort læknir Jacksons hafi sofið á meðan hann dó.  Maðurinn er dáinn og fólk deyr jöfnum höndum um allan heim og sumir hafa engan hjá sér, hvað þá sofandi, læknismenntaðan mann.

Mér kemur slúður ekki skapaðan, hræranlegan lifandi hlut við.

En nú ber svo við að ég lúsles slúðurfréttir netmiðlanna.

Ég meira að segja þakka Guði fyrir menn eins og Rayan O´Neal.

Hann er ógeðismaður sem reyndi við dóttur sína í jarðaför fyrrverandi eiginkonu.

Svo virðist hann hafa gefið ellefu ára syni sínum kókaín.

Kommon, hann er svona siðblindingi maðurinn sem ég elska að velta mér upp úr þessa dagana.

Af hverju?

Jú ég þekki hann ekki neitt, hann hefur ekki komið Íslandi og mér þar með á kaldan klaka.

Hann er algjörlega blásaklaus af útrásinni.

Ég fyllist ekki brjálæðslegri reiði sem gæti reynst mér hættuleg hefði ég aðra (suma) siðblindingja í kallfæri.

Þess vegna elska ég hann og allt hitt klikkaða fólkið.

Farin í símann.  Ætla að gerast áskrifandi að Séð og Heyrt.

Úje.

Raðmóðirin í USA hún Steinunn Ólína er komin með frábært blogg.  Kíkið hér.


mbl.is O'Neal gaf 11 ára syni sínum kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Híhí, miðað við þessa færslu hefurðu lesið allar helstu slúðurfréttirnar.

Ibba Sig., 5.8.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Klukk..

hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ibba: Ég vann öfluga heimildarvinnu offkors.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2009 kl. 13:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sama hér kaupi aldrei þessi blöð, engan áhuga, en Gísli minn ef hann kemst í þetta drasl, eig viðræðuhæfur.
Satt best að lesa um draslið, því maður getur þá hlegið að því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 16:23

6 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Sæl vinkona...ætla að fá þig í smá plögg jobb launalaust að sjálfsögðu...ertu ekki til að prómótera nýja bloggið mitt þar sem ég virðist í kjölfar þess að mér var sagt upp störfum hjá MBL vera persona non grata á moggablogginu...

www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 5.8.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég setti link í þessa færslu og svo er hann til frambúðar á tenglalistanum mínum Steinunn Ólína.

Sögðu þeir þér upp?  Bölvaðir melirnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2009 kl. 17:23

8 Smámynd:

Já hugsaðu þér ef ekki væru þessar kexrugluðu stórstjörnur. Þá væri ekkert frí frá ruglinu í okkar fólki. Yndislegt að geta velt sér uppúr athöfnum fólks sem skiptir mann engu máli.

, 5.8.2009 kl. 17:25

9 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Mér finnst það ætti bara að vera takmark hjá þér að komast í þetta blað.

S. Lúther Gestsson, 5.8.2009 kl. 18:20

10 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

takk elsku Jenný!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 5.8.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2986834

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.